Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 135

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 135
er undir stjóm tyrkneska hersins.69 Tyrknesk stjómvöld hafa enn ekki greitt bæturnar og öfugt við grísk stjórnvöld í máli Stran Greek Refineries hafa þau ekki kynnt nein áform um greiðslu þeirra. Þvert á móti hafa tyrknesk yfirvöld haldið því fram að bótagreiðsla geti ekki farið fram nema sem hluti af allsherjarlausn á vandamálum tengdum eignarrétti á Kýpur sem rekja má til hersetu Tyrkja. Ráðherranefndin hefur ítrekað að það samræmist ekki skyldum Tyrklands samkvæmt mannréttindasáttmálnum að setja slík skilyrði og hefur lagt afstöðu yfirvalda að jöfnu við að neita að fullnusta dóm mannréttinda- dómstólsins en það væri einsdæmi í allri sögu mannréttindasáttmálans.70 Þegar þessi grein var skrifuð höfðu engar upplýsingar borist um bótagreiðslu og óvíst er hvaða stefnu ráðherranefndin mun taka til að knýja fram efndir. 10. LOKAORÐ Evrópa stendur á mikilvægum krossgötum. Nú, 50 árum eftir að Evrópurrki börðust hvert gegn öðru í mannskæðustu styrjöld veraldarsögunnar, er helsta þrætuefnið það hversu langt skuli gengið í átt til sameiningar. Opnun Evrópu- ráðsins og Evrópusambandsins í austurátt hefur haft mikil áhrif á afstöðu og þýðingu þessara stofnana sem eru í fararbroddi þess að skapa grundvöll sam- vinnu í álfunni. Þær hafa nú gullið tækifæri til þess að aðstoða hin nýkomnu ríki á braut þeirra í átt til lýðræðis með því að deila með þeim acquis communitaire, þ.e þeirri reynslu og þróun sem hefur orðið í þessum málum í Vestur-Evrópu. Um leið gerir sameining Evrópu auknar kröfur til gamalgróinna lýðræðisríkja um að sýna gott fordæmi og virðingu við þau gildi sem þessar stofnanir standa fyrir. Mannréttindi og mannfrelsi eru homsteinar náinnar og síaukinnar samvinnu Evrópuríkjanna og án þeirra er lýðræðið ekki að fullu virkt. Það eru því ugg- vænleg tíðindi að brotalöm sé á fullnustu á dómum mannréttindadómstólsins. Hin nýju aðildarríki Evrópuráðsins hafa ekki haft jafn langan tíma og Vestur- Evrópuríki til að aðlaga sig að kröfum mannréttindasáttmálans og þótt þau séu öll af vilja gerð er hætt við að hik komi á þegar þau gera sér grein fyrir umfangi þeirra umbóta sem þau gætu þurft að grípa til. Sem dæmi má nefna ömurlegar aðstæður í mörgum fangelsum og þá flóknu stöðu sem stjómkerfi kommúnista hefur skapað gagnvart réttinum til friðhelgi eignarréttar. Ef til verða fordæmi um að mannréttindum sé ýtt til hliðar vegna stjómmálalegra eða efnahagslegra aðstæðna er hætt við að Austur-Evrópuríki freistist til að feta sömu braut. Slík þróun gæti leitt til þess að tveir staðlar mynduðust í mannréttindamálum með Vestur-Evrópuríki öðrum megin borðsins og Austur-Evrópuríki hinum megin. Til varðveita að trúverðugleika mannréttindasáttmálans verða mannréttinda- 69 Lýst hefur verið yfir sjálfstjóm á Norður-Kýpur en engir aðrir en Tyrkir hafa viðurkennt tví- skiptingu eyjarinnar. I niðurstöðu dóms mannréttindadómstólsins segir skýrt að tyrknesk yfirvöld séu ábyrg fyrir aðgerðum hersins og stjómvalda á Norður-Kýpur. 70 Sjá ályktanir ráðherranefndarinnar DH (99) 680 og DH (2000) 105. 391
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.