Helgafell - 01.04.1943, Side 129

Helgafell - 01.04.1943, Side 129
BÓKMENNTIR 265 þýðingu finna, t. d. á bls. 13: ,,Ég á fullt í fangi með það að sigrast á 6fuU\om\ei\um sjálfs mín“. Sumar setningar í bókinni, sem eru með fræðilegu orðalagi, verða fremur óþjálar og stagl- samar í þýðingunni, eins og málsgrein eftir William James, efst á bls. 59. Vilhjájmur segir í formála fyrir bókinni á þessa leið: ,,Ég hef vikið við einstaka dæmi, sem var mjög sérkenni- lega amerískt og hefði ekki orðið íslenzkum les- endum að tilætluðum notum. Annars er ná- kvæmlega þrædd í þýðingunni amerísk útgáfa frá í fyrra“. Ég hef ástæðu til að halda, að þetta sé ekki að öllu leyti rétt. Af samanburði við ameríska útgáfu bókarinnar frá því í fyrra (Poc- ket Book Edition, complete and unabridged. Pubjished by arrangement with Simon and Schuster), telst mér til, að þýðandi hafi ekki einungis vikið við einstaka dæmi, heldur og fellt úr fullan fjórða hluta bókarinnar, þar á meðal formála höfundarins. Hefði þýðandi átt að geta þessa. Hitt er annað mál, að með því að stytta bókina og víkja við dæmum, hefur þýðandi gert hana aðgengilegri íslenzkum lesöndum, því að allmjög ber á endurtekningum og málalenging- um í amerísku útgáfunni. Formála höfundar sakna ég þó, ekki fyrir þá sök að hann sé merki- legur, heldur vegna hins, að Mr. Carnegie gerir þar nokkra grein fyrir vinnubrögðum sínum. — Þykir mér kenna þar nokkurs yfirlætis. Getur hann þess, m. a., að hann hafi haft reyndan fræðimann í þjónustu sinni (I hired a trained research man) um hálfs annars árs skeið til að lesa sálfræðileg vísindarit og annað, sem að gagni mátti koma við samningu bókarinnar. Ekki læt- ur Mr. Carnegie þó svo lítið, að geta nafns þessa hjálparmanns síns né þakka honum starfið. — Geðjast mér ekki að þessum tilburðum Mr. Carnegies, enda hefur reynslan kennt mér, að spekingslegir menn eru sjaldan miklir spek- mgar. Hefði Mr. Carnegie og bók hans sjálfsagt grætt meira á því, ef hann hefði látið svo lítið og lesið þessi lærðu verk sjálfur. Lærdómur og mannvit ávinnzt einungis með persónulegri at- hugun, rannsókn og íhugun. Mr. Carnegie er hér engin undantekning: Að hreppa vizku hunds fyrir bein, hugsa það enginn skyldi. Óð inn gaf burt sinn augastein, af því hann fræðast vildi. Þá þykir mér nokkuð yfir mark skotið, er þýðandi kemst svo að orði í formálanum: ,,Þeg- ar lestri þessarar bókar er lokið, gætu þeir, sem það vilja, snúið sér að öðrum ritum um áþekk efni, einhverjum höfuðritum heimsbókmennt- anna, hvar sem smekkur þeirra eða lífsskoðun lætur þá bera niður, frá Confusius til Háva- mála, frá Aristoteles til Spinoza, frá Schopen- hauer til Wiljiam James eða Bertrand Russel.* Fæ ég ekki séð, að Vinsceldir og áhrif sé sér- staklega tilvalinn undirbúningur að lestri þess- ara rita, enda liggur beint við að ætla, að lestur sumra þeirra hafi komið í hlut hins ,,reynda fræðimanns**, en ekki Mr. Carnegies, ef við þau hefur verið stuðst við samningu bókar hans. Hæfir hér að skilja sauðina frá höfrunum: Það er villandi að gefa í skyn, að Vinsœldir og áhrif séu eins konar fordyri að heimspeki þeirra Aristotelesar, Spinoza og Schopenhauers. Eftir- læt ég hverjum, sem löngun hefur tij, að reyna þetta á sjálfum sér. Símon Jóh. Agústsson. íslendingar á skáldaþingi Á forlagi Reitzels í Kaupmannahöfn kom út nýlega smásögusafn eftir 21 nújifandi skáld fimm Norðurlandaþjóða (Ny nordisk Novelle- kunst, Danmark, Finland, ísland, Norge, Sverige, 1942). Sögurnar eru prentaðar á frum- málunum, nema þær finnsku og íslenzku, sem eru þýddar á sænsku og dönsku. Fulltrúar ís- lendinga á þessu skáldaþingi eru þeir Halldór Kiljan Laxness og Halldór Stefánsson með sína söguna hvor. Dönsku þýðinguna hefur mag. art. Christian Westergárd-Nielsen Jeyst prýðilega af hendi. Sögurnar munu íslenzkum lesendum kunnar: Lilja eftir H. K. L. (úr ..Fótataki manna") og Hernaðarsaga blinda mannsins eftir Halldór Stefánsson (úr ..Rauðum pennum", 2. árg.). Einn af kunnustu ritdómurum Dana, dr. Fr. Schyberg, hefur nýlega í ritdómi bent sér- staklega á sögu Halldórs Stefánssonar sem óvænta nýjung, þar sem höfundur er áður óþekktur utan íslands. Eru það góð tíðindi, að þarna eru tvö íslenzk skáld sett á bekk með færustu smásagnahöfundum Norðurlanda, án þess að fslendingar þurfi að óttast samanburð- inn. Mætti þetta verða til íhugunar þeim bók- menntavitringum íslenzku bjaðanna, sem hafa á síðustu árum gert sitt ýtrasta til að þegja ein- mitt þessa tvo höfunda í hel. /. B. (Fr6n).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.