Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 11
Jón Jóhannesson Sendibréf i Komdu sæll kæri gamli vinur. I einmanaleik dægranna sezt ég nú við að punkta þér fáeinar línur. Það er snjór á jörðu og sólskin. Góan er hálfnuð og vor í draumi manns- ins. Vor, sem maður hefur ekkert við að gera annað en setjast útá stein og horfa á sólskríkjuna, þetta blessaða barn guðs, sem gleður jafnt aldna sem unga. Eg læt blæinn ýfa mitt gráa hár og strjúka burt tár af augum mér. Það eru ekki tár sorgarinnar, því hana á ég ekki lengur til. Ég hef gleymt hverri myrkri stund, og fjarlægðin hefur farið um mig mildum höndum. Hér fer vel um gamlan mann. Það er ekki annað en ímyndun, að elliheim- ili séu hrís á gamalt fólk. Sjálfsagt geta þau verið það, en ekki heimilið mitt. Hér hef ég mitt eigið herbergi og get lesið og skrifað eins og mig lystir. Útum gluggann minn sé ég borgina hálfa og mikið af sjónum, þenn- an elskulega vin okkar beggja frá æskudögunum. — Manst þú þegar þú varst nærri búinn að drepa þig í honum? Við vorum þá á jakahlaupi heima í vörum, og þú rannst útaf hálum jaka. — Það var guðs mildi, að þú gazt bjargað þér á hundasundi til lands. Seinna lærðum við að synda eins og fólk og vorum stoltir af. Manstu hve oft við stálumst í sjóinn þeg- ar við áttum að vera að pilla kálgarðana yfir á Nesi? Alltaf varst þú dá- lítið frakkari en ég, enda mesti mömmudrengur. Fólkinu þótti okkur sækj- ast seint að pilla. — Hvaða vit hefur fullorðið fólk á strákum? Ekkert. — Allir týna æsku sinni. Nú eru liðin ótalin ár frá þessum sælustundum. Þú hokrar ennþá, en ég bý á dvalarheimili í sódómu. Ég fer mér hægt við að skrifa þetta bréf, því með því ætla ég að drepa tímann. Tíminn er gömlum manni örðugt vandamál. Hann er eins og endalaus sjór í logni. Nei, hann er eins og stormur á hnífil í barningi, þar sem maður loksins fer að krusa. — Og maður krusar og krusar og ætlar 217
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.