Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 13
Sendibréf viðra sig upp við mig og biðja mig að yrkja erfiljóð. Og ég stæli einhverju frá þér og segði: Gerðu svo vel frú. — En hvernig ætti ég að fara að þegar bókina þína þryti? — Nei, hollast væri að neita öllum kellingum. Ég ætla bara, ef ég lifi lengur en þú, að birta eitthvað af vísnakláminu þínu, segjast hafa ort það sjálfur og biðja þjóðina að gera svo vel. Hann er snillingur, mundi fólkið segja, og ég yrði svo vinalegur að taka ólaglegustu kellinguna á eintal útí horni. — Þá væri nú gaman að lifa þó ég haltur sé. — En þetta skeður aldrei. Eg veit þú munt brenna öllum þínum Ijóð- um áður en í óefni er komið. — Það er saltfiskur í dag. — Skítur. En það er ekki alltaf skítur. Stundum fær maður ket af gamalám, eða steikta lúðu. Hún er ekki eins góð og úr firðinum okkar. Það er eitthvað sérstakt við þann fjörð. Fiskurinn fallegri, feitari og bragðmeiri en úr öðrum fjörðum. Eða réttara sagt: úr hafinu öllu kringum landið. — Er þetta rugl hjá mér? Er þetta átthagaást á villigötum? Eg ætla að vona ekki. Eg ætla að smekkur minn sé ósvikinn. — Alltaf fundust mér hálf- mánarnir hennar mömmu þinnar betri en hálfmánarnir heima. Þó veit ég ekki betur en hún móðir mín kynni að baka rétt eins og hún mamma þín. Manstu hvað mæður okkar voru elskar hvor að annari? Þær voru stöðugt að heimsækja hvor aðra og kjafta saman. — Eins voru feður okkar. Alltaf eins og bræður sem ekki hefðu sézt í mörg ár, þótt þeir færu aldrei svo á sjó að ekki væru þeir saman. Það rofnaði aldrei vinátta þeirra. Þetta var nú meiri ástin. Alveg eins og hjá okkur strákunum. — Við áttum að skipta dögunum við að reka og sækja kýrnar, en þó gerðum við það að jafnaði í sameiningu. — Það átti að heita svo, að það væru tvö býli á eyjunum okkar, en í raun og veru var þetta bara eitt og sama heimilið. — Það voru ekki landamæraþræturnar þar. Það voru ekki dylgjurnar þar. Það var ekki grett sig að baki hvor annars þar. — Þetta var allt saman eins og ein stór fjölskylda sem guð blessaði í veðráttu daganna. Enda búnaðist okkur vel með kindurnar feitar og framgengnar eins og alin svín. Við áttum að fara í skóla og kannski verða prestar, en við nenntum því hvorugur. — Nú, jæja, sögðu feður okkar. Veriði þá bændur grcyin. En að fara á Hvanneyri. Viljiði það ekki? Og svo fórum við báðir að Hvanneyri, þar sem við urðum ástfangnir af stelpum og lukum prófi með ágætum. Síðan fórum við að slétta túnin heima með ristuspaða. Og við þræluðumst á þúfnakarganum eins og vitlausir menn sem ekki sjást fyrir. Það var þá sem þú fékkst giktina í bakið og lást við heita bakstra á nóttunni. Eg kall- aði þig Blátönn í höfuðið á berserk úr Norðurlandasögunum. Þér var illa 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.