Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 16
Tímarit Máls og menningar í andlátið. — Mikið var nú gaman í jarðarförinni hans. Þeir komu saman úr öllum eyjunum kallarnir og sigldu mikinn, því hann var hvass. Og mik- ið var hún nú dýrleg ræðan hans séra Sigurðar. Ég held hann hafi ekki logið einum einasta staf þótt hástemmt væri lofið. Þá fengum við okkur útí kaffið í fyrsta sinn, því auðvitað var drukkið erfi. Þú varst eins og stór- bóndi í andlitinu, en ég fór útundir vegg að gubba. Ég sá ekkert eftir brennivíninu, því mér fannst það helvítis óþverri, en þig langaði í meira þótt þú skammaðist þín fyrir að biðja um það. — Mikil blessuð börn vorum við nú í verunni þótt við værum orðnir átján ára. Ég mundi ekki gubba sopanum mínum í dag. Þú segir mér að ykkur falli ekki nema svona mátulega vel, þér og hon- um Guðlaugi gamla sem ég seldi partinn minn þegar ég nennti ekki að búa lengur. — Mig langaði í sukkið fyrir sunnan, en ég hafði ekkert uppúr því annað en konuna mína heitina. En hún var líka góð kona. Aldrei kom ég svo fullur heim að hún ekki kyssti mig. — Ég afhenti henni líka allt kaupið mitt að hverri viku liðinni, nema þessa fáu aura, sem ég keypti snabbann fyrir. Og vænt þótti henni um vísuna, sem þú sendir henni á brúðkaupsdaginn okkar: Vertu mínum vini skjól, væn og glöð í lyndi, í engri blússu, engum kjól. En aðeins sól og vindi. Já, þannig ortirðu til hennar bölvaður rassbögukjafturinn þinn og ætl- aðist til hún reiddist, en hún bara hló og læsti vísuskrattann niður í komm- óðuskúffu hjá Nýjatestamentinu. — Æi, mér hálf leiðist síðan hún dó frá mér. Hún sem alltaf var svo hlý og góð og brosti hverjum degi. Nú er Snaddi dauður. Þú manst eftir kallinum sem ég hef svo oft minnzt á í bréfum til þín. Hann hengdi sig inni í pakkhúsi án þess að biðja fyrir skilaboð. Hvernig ætli honum líði hinumegin? Þeir eru að segja mér að sjálfsmorð séu ekki góð forretning uppá eilífðina, en ég held það sé þvert á móti. Þessum mönnum hlýtur að líða afskaplega illa, og hvers vegna ætti svo guð að refsa þeim? Ég held hann verði góður við þá manna- skammirnar, og setji þá inní eitthvert embætti þar sem þeir geti notið ein- hverrar ánægju. Fengið sér elskuna sína á nýjaleik og farið á það í blá- vatni úr Gvendarbrunnum himnaríkis. — Hann var ekki vondur maður hann Snaddi, og einstakur dýravinur var hann. Að koma inní kjallara- kompuna hans, það var eins og að heimsækja bróður sinn. Bara að hann 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.