Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 19
Sendibréf Komdu suður. Þú segir mér í bréfi, að kýrin þín hún Gufa hafi borið tveim kálfum og ætlar að rifna af stolti útaf dugnaði hennar. En ég segi þér, hér er það svo algengt að móðir fæði af sér tvíbura, að maður hlustar ekki einusinni lengur, heldur geispar og biður konunni velfarnaðar meðan maður snússar sig og er orðinn lyktarlaus eins og óheppnaður hundur sem skotinn verð- ur fyrir utan garð í bítið daginn eftir daginn á morgun. Nú læt ég staðar numið þar til næst, ég fæ bréf frá þér sem svaravert er. 4 Mikil synd er það nú gagnvart sálinni í mér, að ég skuli vera hættur að drekka. Dauðinn situr um mann allar stundir, jafnt á nóttu sem degi. — Hinn andlegi dauði á ég við. — Hitt helvítið bíður og bíður eins og hans er vandi, þangað til Stundin kemur, Stundin með stórum staf, og kallar mann burt. Vinur minn, sálfræðingurinn, segir mér að þetta sé eins og að hafa fataskipti og ekkert að óttast. Eg held jafnvel hann hlakki til dauðans: Og hann er búinn að fá sér hjásvæfu ofan af Skaga, sem hefur bara eitt heilbrigt auga. Hitt er úr gleri. Þau eru hamingjusöm eins og turtildúfur í Paradís. Og hann læmr ekki linna fyrirlestrunum yfir hausamótunum á henni, hversu mikið sem hún geispar. Hann er góður vinur minn og sezt stundum hjá mér í forstofunni eftir mat og tekur til að ljúga. — Já, ég held mér leiddist vistin hérna, ef ég ætti ekki von á þessum daglegu en örstuttu samræðustundum okkar hvern þann dag sem hann nennir að koma niður í matinn. Oftast nær lætur hann færa sér bitann inn í herbergið sitt, því hann er allur á kafi í enskum lygabók- menntum. Stundum á hann það til að yrkja ljóð sem kemur kellingunum til að falla í trans og gráta. Hér gæti hann haft heilt kvennabúr ef aðstæð- ur leyfði. En hann hefur bara einni skonsu yfir að ráða, svo kvennabúrs- hugmyndin er eins og uppþornuð sítróna. Hann svindlaði sér þannig inn í okkar ágæta hús, að hann þóttist þjást af mannfælni, en vildi síður lenda á Kleppi en hér. Hér er hann allra augnayndi og skemmtikraftur. Hann syngur á samkomum okkar og heldur langar ræður um spíritisma. Stund- um les hann upp Ijóð á ensku og telur okkur trú um það sé róandi fyrir taugarnar að hlusta á það sem enginn skilur. Hann er í einu orði sagt DÁSAMLEGUR maður. En æskuna átti hann ekki góða. Hann var lánað- ur uppí sveit þar sem hann var látinn sitja kvíær sem stríddu honum með 1 5 tsim 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.