Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 31
Ferðadagbók ekki að hafa gluggana stóra af ótta við að bogmenn gætu leynst í runna og skotið inn. Höllin er morauð og grá og breikkar niður, og svo er að sjá sem enginn húsasmiður hafi smíðað hana, heldur hafi hún ætlað að smíða sig sjálf, en ekki haft lag á því, orðið skæld og skökk af heimsku og klunnaskap, og skyldi maður þó ætla að slíkir höfðingjar hefðu heldur kosið sér skárri bústaði, enda byggðu þeir brátt miklu skárri höll við hliðina á þessu skrípi, í renesansstíl, en mér er sagt að sá stíll verði að viðundri við hliðina á því undri, sem hús þau eru sem serkir byggðu í Alhambra, ljónagarðurinn frægi og nærliggjandi hús. Þarna stóðum við, hr. Sörensen, frú Mg. og ég, eins og fontar og biðum og biðum, og aldrei ætlaði neinn að koma. Pompei Það var búið að telja mér trú um að Pompei, það þyrfti ég endilega að sjá, því það væri gaman. En svo var ekki neitt gaman því ég þekkti þar engan og hafði aldrei þekkt, enda allir dauðir fyrir 2000 árum eða höfðu aldrei verið til, og ég, sá dauðans einstæðingur, að ráfa þarna og góna, og göptu við mér súlnabrot og hálfhrundir múrar, eins og tennur í tannslæmum manni. Einstæðingur, það var ég reyndar ekki, því mér hafði verið fenginn til fylgdar svo bjarmr yngismaður langt norðan að, að ég hef engan mann bjartari séð. Hefði hann haft vængi þá hefði ég haldið hann vera engil. Hann átti að passa mig að ég dytti ekki og bryti í mér beinin, því ferðafélagið treysti sér ekki til að vasast með mig marg- beinbrotna, æpandi og illilega, þóttist víst gera vel að hafa mig, en láta ekki óvin páfans hirða mig, þann sem lifandi er í holdi sínu ekki fögru. Okkur var boðið inn í hús eitt lítið, hurðarlaust og glugga. I því var skápur. Fyrir 2000 árum átti skápur sá að hýsa öll hjú húsráðandans, og þótti öllum ófýsilegt að vera lagðir inn í þann skáp undir nóttina svo þreyttir sem þeir voru af erfiði dagsins. Samt var fenginn til þess sterkur maður að raða þeim í skápinn, en hann fór með þá eins og ansjósur sem lagðar eru í dós, hlóð hverjum ofan á annan, skipti um fótahlut og höfða svo ekki hrúgaðist upp öðru megin, sinnti engum bænum og því síður bölvi og ragni, setti stúlkur og pilta allt í einn graut, lokaði. Húseigandi, húsráðandi og þrælaeigandi svaf einn í rúmbetra kamersi, og safnaði að sér frúm vel skrýfðum og með höfugan ilm úr klæðum 237
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.