Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 32
Tímarit Máls og menningar sínum, en ekki allskostar fríðum öllum, en til þess að deyfa þá hugmynd að þær væru svona af guði gerðar, fékk hann sér málara til að mála á veggina myndir af alfögrum eilífðargyðjum, sem liðu láréttar á engri undirstöðu, nema verið hafi vatnsborðið, með nákvæmlega sama andlit og donnur þær og signórur og signórínur sem enn prýða þetta land, milljónum saman. Fríðari geta andlit ekki orðið. Ur skápnum heyrðist andvörp og stunur og krimt því sumir voru að deyja en aðrir orðnir bálvondir. Þessu var ekki sinnt. Sama var hve margir fötluðust frá, ævinlega komu nýir menn herteknir eða stolnir sunnan að, austan, vestan og norðan, aldrei varð þurrð í skápnum, og alltaf jafn hábölvað að sofa þar. Og fleiri voru kárínur sem hann valdi þeim, sínum vinnumönnum, þessi vellauðugi þrælahaldari. Appennínafjöll Þegar Guð skapaði Appennínafjöllin, lá svo vel á honum að hann hafði þau þvínær óendanlega löng. Hann lét þau ná frá Lígúríu til Campaníu, eða enn lengra suður á bóginn, en þá var hann orðinn þreyttur, og úr því fer þessi fagri fjallgarður að breytast í hröngl, sem því verra verður sem sunnar dregur, enda er mér sagt að syðst uni enginn vel lífi sínu á því grjóthröngli, sem Guð hætti við hálfsmíðað, og eru þar flestir fátækir orðnir af leiðindakvölum, allra kvala verstra. Fjöllin sem hann gerði í gleði sinni að morgni, þau eru fríð. Þau eru keilulaga og hver keilan fyrir sig hin fullkomnasta smíð, og má af því sjá, hvílíkur listamaður sá muni vera sem þau gerði. Að sköpun þeirra endaðri lét hann þau öll gjósa í einu. Þá var mikið um dýrðir í henni veröld, sjóskepnur komu upp úr sjónum að horfa á, og urðu kringlótt í þeim augun, menn komu (ef þeir voru þá til) og hver maður kættist og fór af honum ólundarsvipurinn; fríkkaði hver maður við þessa sjón. Jafn- vel versm þrjótar urðu minni þrjótar af að horfa á þetta. Ekki kom mönnum saman um hvað ætti að kalla þessi fjöll, einn latínuskólakennari vildi kalla þau upptyppinga, af því reiddist Kennara- skólinn og sagði þetta vera „vont mál“, og var mér kennt um. Allar vammir og skammir átti ég að hafa komið upp með. En svo kom Hann til skjalanna sjálfur, sá sem fjöllin gert hafði (úr engu) og kvað þau eiga að heita Appennínafjöll, og tjóaði engum móti að mæla. 238
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.