Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 34
Tímarit Máls og menningar Enginn staður er þar án jurtapotta, út úr gömlum múrum vaxa jurtir til að skreyta þá, aldrei um of, ekki heldur van. Sjórinn þarna er fullur af undursamlegum kufungum og skeljum og fiskarnir skjótast um með þvílíkri fimi sem engum mennskum manni er lén, og ekki nema ljós- álfum í dansi. Trén breiða laufin móti sólskini, elta það allan liðlangan daginn. Eins fara blómin að. Einhver villimaður, líklega norðan að, hefur krotað á hin breiðu blöð alóunnar sitt ómerkilega nafn. Þetta mætti kalla goðgá og helgispjöll og refsivert athæfi. Upp um allar hlíðar spretta fram hús handa fólki að búa í. Þar var mér hvergi boðið inn, enda kom ég ekki að neinum dyrum — nema einum. Hjá Axel Munthe. Þar fékk ég að fara inn, en höfðingi hússins, hann sjálfur, er allur á bak og burt og eyðileiki í húsinu, svo sem verða vill þegar heimilisfólkið er allt liðið undir lok, og ekki eftir nema ráp- andi og gónandi túristar. Ef hann er þarna ósýnilegur, mun honum þá ekki leiðast þessi látlausi gestagangur? Meðan hann lifði, safnaði hann að sér dóti gröfnu úr jörðu, flest er það í molum og brotum, en þó er ein myndin heilleg, hún er af manni sem er að reyna að ná þyrni úr ilinni á fæti sér, að mig minnir. Eldhúsið er gamaldags, enginn harðviður, enginn kæliskápur, engin frystikista, ekki einu sinni brauðrist, hvað þá hrærivél. Eg hef fyrir satt að hann hafi aldrei gifst, en dáið háaldraður í kon- ungshöllinni í Stokkhólmi, hjá vini sínum svíakonungi. Og er nú hús hans haft að augnagamni flakkfólki norðan úr heimi, svo sem mér og mínum líkum, og ekkert annað hús á þessari litlu eyju er opið almenningi, það ég veit, en eyjan er nákvæmlega jafnstór bújörð afa míns Þingnesi. Sú jörð mætti vera frægri en hún er því þar stökkva laxar og skjótast hornsíli, og búa lítil skordýr um sig í puntstráum, og blasa við snæfjöll og jöklar í öllum áttum. Vinnumenn Frá því er nú að segja að í þessu víða landi, grónu og ræktuðu upp í fjallabrúnir, þar eru líka vinnumenn, flestallir ungir og mjúkir í öllum liðamómm, komnir frá fátækum heimilum þar sem upp sprettur mikil fjöld barna, því páfinn vill hafa það svona. Hann segir Guð eiga sálir þessara snauðu barna, og skal því ekki neitað. 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.