Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 40
Tímarit Máls og menningar höfundinn Carlos Saura, sem svaraði þannig þeirri spurningu blaðamanns, hvort kvikmyndir gætu fengið einhverju áorkað í þjóðfélaginu: „Nei, kvik- myndin er ekki vopn. En stjórnmálabaráttan er það.“ An þess að lagður sé dómur á réttmæti þessara skoðana (sem stinga mjög í stúf við hugmyndafræði Brechts) verður að telja víst að hreinleik- inn, soraleysið, sé aðal Borgesar og einnig þeirra listamanna, sem hann dáir mest: De Quincey, Emerson, Bloy, Stevenson... Á Spáni er sagt „að látast vera Svíi,* í Frakklandi „sterkur eins og Tyrki“, á Islandi „mér kemur það spánskt fyrir sjónir“, í Sovétríkjunum „góður sem Amalrik“. í bókmennt- unum vildi ég mega nota að orðtaki: „hreinn eins og Borges“. Verk hans eru ekki mikil að vöxtum. En þau eru því meiri að gæðum (sama má segja um þýðingar hans á spænsku: Michaux, Faulkner, Kafka, Gide, Melville, Virginia Woolf, Whitman . . .). I þeim samtvinnast heim- speki og stærðfræði, tíminn og endurminningin síendurtekin efni eða „leit-motiv“. Angel Flores (Spanish Stories, New York) gengur svo langt að skrifa: „No writer living today surpasses Borges in his manipulation of language —so sober, so sensitive, so well equilibrated— a magnificent instrument which never fails to dramatize the children of his fertile imagi- nation...“. Þetta er líklega ekki fjarri lagi. Af ritsmíðum hans vildi ég sérstaklega benda á Söguágrip illvirkjanna1, Skáldskaparþcettir-, El Alephs, Brodie-skýrslan4. Hvað Island varðar munu hérlendir fræðimenn lesa sér til gagns og gleði Um forngermanskar bókmenntir (1951) og kaflann Kenningar í Saga eilífðarinnar (1953). Áhuginn á Islandi. . .: í maí s.L, að lokinni fræðaferð um Bandaríkin, varð það úr, að hann tók sér þriggja daga hvíld. Hvert skyldi halda? „Til Is- lands, auðvitað." Trúlega einungis, býst ég við, til að njóta þess að geta gert stuttan stans á landi víkinganna, heima hjá arftökum Islendingasagn- anna; einnig til að snerta (því hann er blindur) gömlu handritin í Árna- safni, en sér í lagi þó — það get ég fullyrt — til að reika í huganum um völundarhús og hringrústir einhverrar bókhlöðunnar í Babel. Borges tók á móti mér í herbergi sínu á Hótel Esju. Hann kvaðst feginn „að geta talað kastilísku eftir ensku í fjóra mánuði.“ I samtali okkar — hann talaði þó mest einn (vissir mannfræðingar telja eintalið háþróun sam- talsins) — var gripið niður hér og þar, minnst á Drieu la Rochelle, Peron- * Spænska orðtakið „hacerse el sueco" þýðir að gera sig sænskan, þ. e. að látast ekki skilja. 246
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.