Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 48
Tímarit Máls og menningar — En þetta er nú engin ný bóla. Ég skil elcki land mitt, hvernig geta tíu milljónir manna kosið Perón. Perón var óvæginn. Hann var grimmdar- seggur. Sjáið bara hverju hann lýsti yfir rétt áður en hann dó (bókmennta- lega séð ekki slæmt ...): „Vinunum allt“ (mútur), „óvinunum ekki einu sinni réttlæti“ (hótun). En hvernig geta yfirvöld látið svona nokkuð út úr sér? Ríkisstjórn á hvorki að eiga vini né óvini. Eg man að í einræðinu vildu þeir skíra borgina La Plata upp og láta heita eftir Evu Perón. Út frá þessu spunnust rökræður um nafn borgarinnar (hefðin var ekki svo löng: síðan 1880) og perónskur þingmaður, mjög þekktur, lét sér til hugar koma nafn- gift í Joyce-stíl og fór ekki dult með: „La Plata Eva Perón. Af hverju ekki La Pluta?*“ — Fyndni úr suðrinu. — Fylgismenn Peróns klifuðu á þessu og hann lét sér vel líka. Þegar Eva Perón dó kölluðu þeir púturnar „tintas". Því þá? Jú, Eva Perón var sú „ex tinta“.** Nokkrir þingmenn létu aldrei hjá líða að kalla Perón — í sjálfu þinginu — „kokkálinn“, „flest dettur nú kokkálnum í hug“; og væri átt við hana: „Pútan“. Einveldisstjórnin ýtti undir slíkt og þvílíkt. Þar var Perón kænskur, því meðan fólkið gerði að gamni sínu, sat það ekki á svik- ráðum við hann. Þegar ég get um að „Pierre Menard, höfundur Quijotes“2 vilji ég telja til meistaraverka í smáu broti, grípur meistarinn fram í fyrir mér . . . — Ekki mundi ég segja það. Eg get sagt yður frá hvernig háttað var, þegar ég var að skrifa hann. Þér getið fundið, — hérna á höfði mér —, dæld; þetta var ígerð, sem leiddi til blóðeitrunar. [Eg geri sem hann segir og stendur heima]. Eg var marga daga milli heims og helju á sjúkrahúsinu og marga nóttina þjáði mig á víxl andvaka og martröð, svo að ég var efins um, hvort ég væri andlega óskermr, þegar ég loks fékk heimfararleyfi. Nú, mér höfðu borist nokkrar bækur frá Englandi og mér leist ekki á að lesa þær, því ég sagði sem svo við sjálfan mig . . . líklega skil ég ekkert og kemst þar með að því, að ég er á niðurleið. Eg áttaði mig þó á að enn gæti ég lesið og velti því næst fyrir mér, hvort ég gæti skrifað ljóð. Hvers vegna ekki: því ræður skáldskapargj'ðjan eða heilagur andi en ekki ég. Þá skrifaði * Um leið og Borges mælti „La Pluta“ dró hann sposkur seiminn og hafði auð- heyrilega í huga orðið „puta“ = hóra. ** „Extinta" merkir látin. 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.