Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 50
Tímarit Mdls og menningar — Rétt er nú það. — Hugleiðingin: „Síðan hugsaði ég að allt kemur fyrir manninn á nákvæmlega tiltekinni stundu.“ — Auðvitað, hlutirnir koma fyrir í sjálfinu og ekki í liðinni tíð eða í framtíðinni. — Þessi setning kom mér til að hugsa um samtal, sem ég átti einu sinni við Claude Simon; þér þekkið hann, efalaust. Hann er einn af höfundum nýskáldsögunnar frönsku. — Nei, ég kannast ekki við hann. — Hann vildi telja mér trú um, að viðburðirnir ættu sér stað á sama andartaki og skrifað væri um þá. — Má vera. Ég vildi líta svo á að þeir eigi sér stað í minninu, kannski. Ég dvaldist nokkra daga á landamærasvæði Urúgvæs og Brasilíu. Þar sá ég hvar maður var skotinn örfá skref frá mér. Jæja: jafnan er ég skrifa sögu, kem ég henni fyrir í útkimum Góðviðru í aldarbyrjun eða við landamærin, sem ég nefndi. Þannig vildi ég segja að þessi atburður hafi haft áhrif á mig, en eftir á; það er að segja, atvikið er greypt í minni mitt, en þegar það skeði, fannst mér það ekki mjög stórvægilegt. — Þessi maður, sem ég var að tala um, bar yður vel söguna, og líka Nathalie Sarraute6, sem kynntist yður í Góðviðru. — Fólk er mjög alúðlegt við mig. í Bandaríkjunum, til að mynda, hélt ég einhverju sinni fyrirlestur: fjór-tán-hund-ruð manns. Þar gat ég spilað út ýmsum góðum spilum: að vísu er ég ekki steinblindur, en fólkið sér mig þannig — það er hlýhugurinn: það hugsar um Milton, um Hómer —; þar á ofan er ég suðuramerískur — það er fjarrænt og því koma í hug kúa- smalar gresjunnar, og Mítan —; ég er öldungur, — fæddist 99 —. Það er þá ellin, blindan og suðrænan, að ég er skáld og bjarga mér á ensku, sem gerir að fólkið fer að klappa þegar ég geng í salinn. Það er alveg sama hvað ég segi: hvort heldur það væri mánudagur, þriðjudagur, miðviku- dagur. .., einn, tveir, þrír, fjórir... , a,b,c,d,e. . . ,fólkið myndi klappa fyrir mér. Það er sem ég segi: fólkið er mjög artarlegt við mig. — Þið eruð að sumu leyti sammála; í annan stað gera heilmargir gagnrýnendur sem minnst úr innblæstrinum og sama gildir um ný- 252
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.