Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 72
hann áliti Vestur-Evrópu „skrautlegan kirkjugarð" eins og Ivan Karamazof er látinn orða það. Gagnrýni á Vestur- Evrópumenn tekur mjög mikið rúm í verkum Dostoéfskís, og nægir að vísa til orða Versílofs um þetta efni. Styrkur Rússlands var gríski rétttrúnaðurinn; af þessari ástæðu leiðir söguskoðun Dosto- éfskís hann beint til trúarlegs mats á sögunni. Hann skrifaði langt mál og merkilegt um þetta í Dagbcskur rithöf- undar, en hafið er yfir efa að hugleið- ingar hans um söguskoðun ná hámarki í Rannsóknadómaranum mikla. Sú „helgisaga" er einstæð tilraun til að lýsa sögulegum vandamálum og spurn- ingum varðandi söguskoðun frá kristnu sjónarmiði. Það kann að vera rétt að Rússar hafi hneigzt að því í söguskoðun sinni, allt frá Herzen, að gera lítið úr röksambandi atburða og rökrænni at- burðarás, en þeir viðurkenndu þó, eins og skýrast kemur fram í verkum Míkaíl- ofskís, að það er maðurinn sem gefur sögunni inntak, blæs merkingu í hana. I grundvallaratriðum hafnar þessi sögu- skoðun jafnt kristnum hugmyndum um Guðlega forsjón sem hugmyndum Heg- els um allsherjarandann. í verkum Dostoéfskís beinist rússnesk söguskoðun aftur að trúarlegu mati á sögunni: frelsi mannsins er samkvæmt Guðlegum ásetningi grundvöllur sögu- legrar atburðarásar. í hinum stórkostlegu fyrirætlunum Rannsóknadómarans mikla er því lýst hvernig sögunni er gefið mannlegt inntak og merking. Hér legg- ur Dostoéfskí sérstaklega þunga áherzlu á það að í því skyni að fá samræmi og jafnvægi í sögulega þróun verður að svipta mennina mannlegu frelsi, og að hans hyggju er þessi staðreynd ríkur þáttur í öllum þeim hugmyndum um söguskoðun sem byggjast á áhrifum Lífsviðhorf Dostoéfskís skynsemisstefnu eða einhverjum forsend- um hennar. Sú áherzla sem hann leggur á það að maðurinn verði ekki skilinn eða metinn á slíkum forsendum og sú skarphugsaða vörn sem hann færir fram fyrir frelsisboðskap kristninnar leiða hann ekki í fang kristinnar andskynsem- ishyggju. Dostoéfskí finnur lausnina á þessum vandamálum, eins og Vladímír Solovjof, í frjálsri hreyfingu þjóðanna í þá átt að breyta samfélaginu í heild í „kirkju“. Hessen gagnrýndi áætlun Dostoéfskís réttilega og taldi hana draumsýn eina, en Dostojéfskí fullyrðir heldur ekki eða gengur að því sem gefnu að hugsjónin hljóti að verða að sögu- legum veruleika, og um þetta fer hann aðrar leiðir en marxistar og fylgjendur nauðhyggju. Þvert á móti sýnir hann mjög glögglega og skýrt andstæðurnar í frelsishugtakinu: söguhetjur hans, Stavrogín og Kírílof, sýna skuggahlið- arnar á þessu fyrirbrigði. Kenningar Dostoéfskís voru draumsýnir, ekki í því að hann væri undir áhrifum heimspeki- legrar skynsemisstefnu — eins og þær aðrar kenningar sem hér voru nefndar — heldur í því að hann tók ekki tillit til endurlausnarinnar og þeirra vanda- mála sem leysa verður til að komast til skilnings á henni. Skilningur hans á henni, á „frelsuninni“, tekur ekki til greina dul atburðanna á Hausaskelja- stað eins og þegar hefur verið bent á. Allt um það er sú stórfenglega og áhrifa- ríka mynd sem Rannsóknadómarinn mikli bregður upp tilraun, sem á sér enga hliðstæðu að dýpt fram á þennan dag, til að ná tökum á „dulúð og leynd- ardómum sögunnar". Raunar er það svo að lýsingar Dostoéfskís á réttri braut „rétttrúaðrar menningar" eru jafnóljós- ar og gagnrýni hans er einbeitt á „hug- myndir vestrænu kirkjunnar" og skyn- 274
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.