Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 79
Umsagnir um bækur BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR Þjóðvinafélagið gaf út bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar á árunum 1938—1948. Þorkell Jóhannesson pró- fessor annaðist útgáfuna og samdi skýr- ingar við bréfin af mikilli prýði. Síðar gaf svo Þjóðvinafélagið út Ijóð Stephans í heild, Andvökur I—IV, á árunum 1953—1958. Þorkell annaðist þá útgáfu líka. I fjórða bindinu er prentað nokkuð af Ijóðum, sem áður voru óprentuð, einkum frá yngri árum skáldsins. Jafnframt er gerð grein fyrir, hvar kvæðin birtust fyrst, og getið breytinga á þeim, hvort sem munurinn finnst í útgáfum eða handritum. Nú hefur Þjóðvinafélagið gefið út Bréf til Stephans G. Stephanssonar í þremur bindum. Kom hið fyrsta þeirra út 1971, en hið síðasta 1975. Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörður hefur séð um þessa útgáfu. Hlutur hans í málinu er þó meiri en útgáfan sjálf. Hann fékk þetta bréfa- safn hjá Rósu dóttur skáldsins og þar með útgáfurétt. Hann flutti bréfin heim og afhenti þau síðar Landsbóka- safninu. Og hann valdi úr þeim til út- gáfunnar. Utgefandi skrifar formála og eftir- mála með hverju bindi. Þar gerir hann grein fyrir höfundum bréfanna og skýr- ir ýmislegt í sambandi við þau. Skýr- ingar eru þó takmarkaðar og eru þær einkum þýðing á enskum orðatiltækj- um, sem Vestur-Islendingar bregða fyr- ir sig, og tilvísun í ljóð Stephans þar sem til þeirra er vitnað. Hafi menn hins vegar bréf Stephans við höndina nægja skýringar Þorkels Jóhannessonar við þau mjög oft, því að hér eru löngum sömu umræðuefnin. Utgefandi þessara bréfa hefur viljað spara endurtekningar. Þessar útgáfur allar eru auðvitað mikil heimild um Stephan G., eitt hið merkasta skáld og stórmenni íslenskrar þjóðar fyrr og síðar. í bréfunum kemur fram mikil saga um útgáfu ljóða hans. Jafnframt er þar að sjálfsögðu margt, sem varðar sögu íslenska þjóðarbrots- ins vestra. En þó að þetta sé allt góðra gjalda vert, segir það ekki söguna alla. Bókmenntaskýringar og söguheimildir eiga sér fullan rétt. En þetta er annað og meira. Þetta eru sjálfstæðar bókmenntir að öðrum þræði. Guttormur J. Guttormsson segir í bréfi til Stephans 1917: „Bréf þín eru ljóðmál út af fyrir sig, þó þau séu órímuð. Þau eiga fyrir sér að koma saman á einn stað, öll eða flest. „Það deyja ekki allir, þó ég deyi“.“ Þarna var Guttormur spámaður. Baldur Sveinsson bað Stephan G. að 281
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.