Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 86
Tímarit Máls og menningar kemur hið þriðja úrval frumortra og þýddra kvæða.1 Urvöl geta verið heppileg til kynn- ingar á skáldum og höfundum, en höf- undurinn kemur þó aldrei að fullu til skila og stundum geta slík úrvöl orðið beinlínis villandi og veitt bjagaða mynd af höfundi. Það sem kemur til skila er smekkur útgefandans, þess sem velur og hafnar, þ. e. hugmynd og skoð- un útgefandans á viðkomandi höfundi. I þessu úrvali eru birt mörg beztu og þekktustu kvæði sr. Jóns auk hluta úr þýðingum hans á Tilraun um manninn, Messíasi og Paradísarmissi. I úrvali frumsaminna kvæða er sleppt grófustu skammarkvæðunum svo og klúrum stökum og er það galli og verður tii þess að víddin í skáldskap sr. Jóns kem- ur ekki til skila, og með því hefur út- gefanda mistekizt að því leyti „að gefa sem trúverðugasta mynd af kveðskap hans“. Ofsi og heift sr. Jóns á vissulega rétt á sér, það var einn þáttur skapgerð- ar hans, andstæðan við góðmennsku hans og gamansemi. Utgefandi segir það hafa verið erfitt að fást við stóru kvæðin og að gefa hugmynd um Paradísarmissi og Messí- as, hann hefur því tekið það ráð að taka samfellda kafla úr kviðunum, en hefði ekki verið heppilegra að taka þá kafla, sem útgefanda þykja merkastir, til að sýna snilli sr. Jóns sem þýðanda? Utgefandinn ritar inngang og er rúm blaðsíða hans skáletruð, nokkurs konar forspil. Utgefandi talar í þessu forspili um ástandið hér á landi á 18. 1 Jón Þorláksson: Kvœði, jrumort og þýdd. ÍJrval. Heimir Pálsson bjó til prentunar. Rannsóknastofnun í bók- menntafræði og Menningarsjóður. Reykjavík 1976. 311 bls. öld og talar þar um að þjóðin hafi staulazt gegnum svartnætti þeirrar ald- ar og síðan er talað um að „viljalítil er- lend stjórnvöld sáu sér nauman hag í fegurra mannlífi á íslandi". Þessi klausa er heldur hæpin, því að aldrei höfðu „erlend stjórnvöld" lagt meira fé til efnislegra framkvæmda hér á landi en á 18. öld, sbr. Innréttingar, hagrann- sóknir í sambandi við Jarðabók og manntal og framkvæmd ýmissa tillagna Landsnefndarinnar. Auk þess er klaus- an „erlend stjórnvöld" vafasöm, sé átt við konung og ráðgjafa hans, ríkishug- mynd 18. aldar þekkti ekki þjóðernis- hugmynd 19. og 20. aldar. Vissulega var ástandið hörmulegt, sökum rýrnandi afraksturs vegna óhagstæðrar veðrátra og djöfulgangs í náttúrunni, eldgosa og landskjálfta með fleiru, en áhrif bú- auðgistefnunnar urðu hér mikil, minnsta kosti í hugum manna, og trú manna á landsgæðin jókst einmitt á síðari hluta aldarinnar, þótt furðulegt sé. Fjölbreytni efldist í bókaútgáfu og ekki skorti tillögur og einnig aðgjörðir til viðréttingar landsins frá stjórnarinn- ar hendi og meðfram fyrir áhrif ís- lenzkra áhrifamanna. „Sú kynslóð sem á 18du öld barðist við hungrið á Is- landi, skapaði ekki miklar lífvænlegar bókmenntir. . .“ Athuga ber að baránan við hungrið á íslandi hafði einnig stað- ið á fyrri öldum og jafnframt hafði sú barátta engu að síður staðið í Evrópu. „Sálmar og rímur voru andleg fæða“, satt er það, en mörgum þótti það ágæt fæða á þeirri tíð og langt fram á 19. ölJ, einnig lásu landsmenn þau skáld, sem útgefandi telur upp í lok forspjallsins, Eggert Olafsson, Gunnar Pálsson, Árna Böðvarsson, Þorlák Þórarinsson og Tón Þorláksson. Utgefandi skrifar æviágrip síra Jóns, 288
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.