Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 89
var síra Jón mjög vinsælt skáld og langt fram eftir 19- öld kunnu menn kvæði hans, aftur á móti lágu þýðing- arnar óseldar í bókaskemmu Bókmennta- félagsins langt fram eftir öldinni. Með þessari útgáfu er gerð tilraun til þess að tína til í úrdrætti mismun- inn á textum Miltons, Popes, Gellerts og Klopstocks og síra Jóns, svo og er þar að finna tæpar fjórar blaðsíður um form og stíl skáldsins. Þótt þetta sé góðra gjalda vert vantar útlistun og skilning á aldarandanum sem síra Jón hrærðist í og áhrifum þeim sem orkuðu á skáldgáfu hans. Siglaugur Brynleifsson. EIGUR ÁN INNISTÆÐU Það er ekki eins biblíulegur hljómur í Jarðneskum eigum og Man’s Worlclly Goods; Adam Smith er hvergi nálægur í „sögu auðs og stétta“ en hnýsni hans um náttúru og orsakir að auðlegð þjóð- anna liggur vitanlega að baki „the story of the wealth of nations". Leo Huberman, maður af guðs útvöldu þjóð, kennaramenntaður og hagfræði- lærður í tveim heimsálfum, fær því ekki að öllu leyti að njóta sannmælis við íslensku gerðina á heiti og undirtitli hans margfrægu bókar frá 1936 sem nú liggur á borði mínu.1 Vissulega var þýðandanum, Ottari Proppé kennara á Dalvík, nokkur vandi á höndum við að gefa bókinni nafn. Urlausn hans er lip- ur og ekki ósmekkleg, en rislítil. Hið sama má segja almennt um þýðingu 1 Leo Huberman: Jarðneskar eigur. Saga auðs og stétta. Mál og menning 1976. 278 bls. Umsagnir um bcekur hans á meginmáli bókarinnar. I þessu felst hvort tveggja, að eitthvað skorti á fyllstu nákvæmni, og íslenski búning- urinn sé ekkert snilldarverk. Þarfyrir getur þýðingin verið í meginatriðum frambærileg og raunar sómt sér allvel við hlið þýðinga á öðrum fræðiritum í sögu og þjóðfélagsmálum. I eftirmála gerir þýðandi, OP, grein fyrir því að sleppt hafi verið viljandi tveimur síðustu köflum bókarinnar, en þeir fjölluðu um málefni sem voru efst á baugi þegar hún var rituð. Höfundur hafi staðið þeim atburðum of nærri. Kaflarnir sem þannig duttu niður í íslensku útgáfunni voru eftilvill þeir sem höfundur hefur upphaflega talið að ættu mest erindi við almenning. Þarna var nefnilega að finna rökrétta niður- stöðu af „sögulegri nauðsyn" verksins: annars vegar myrkur fasismans, hins vegar birta sovétkommúnismans. Ekki er þessum köflum sleppt í amerísku út- gáfunni frá 1968 né beðist á nokkurn hátt afsökunar á þeim. I þessu sam- bandi er rétt að rifja upp stöðu höf- undar og ævistarf, enda vantar það í bókina. Leo Huberman var af borgaraættum, hlaut uppeldi samkvæmt því og hafði alla ævi nóg að bíta og brenna. Hann gerðist kommúnisti af því tagi sem hægt er fyrir gáfaðan mann að vera það í Ameríku, þ.e.a.s. óháður marx- isti. Ritaði hann nokkrar bækur um hugðarefni sín, en þetta er sú sem víð- ast hefur farið og er talin hafa verið gefin út vestra í samtals hálfri milljón eintaka. Laust fyrir 1950 hefst sam- starf hans og annars róttæks hagfræð- ings, Paul Sweezy, um útgáfu á tíma- ritinu Monthly Review og síðar einnig á bókum í tengslum við það. Sweezy var þekktur háskólafyrirlesari og virtur 291
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.