Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 98
Tímarit Máls og menningar á enska orðinu business en stundum reyndar á öðrum orðum enskrar tungu. Mér finnst þetta einber nesjamennska hjá þýðandanum, eða eigum við heldur að segja biss-nesjamennska? Benda má á ótvíræðar villur: Ekki þarf að lesa upphaf 4ða kafla vandlega tilað ljóst sé að þar ræðir ekki um hluta- bréf heldur verðbréf (43). Á frummál- inu reynist þarna vera orðið bond eða „skjalfest loforð um að greiða fé sem fengið er til láns“, svo að gripið sé til sjálfsagðs hjálpartækis, orðabókarinnar. Verðgildi dollars er óvart hækkað 15- falt þegar skýrt er frá gullinnihaldi hans (87); enska orðið grain er nefni- lega ekki gramm heldur sjálfstæð mæli- eining, svona miklu minni. Merking snýst við í háðri aðalsetningu sem er tengd með smáorðinu þá (231); rétt yrði merkingin ef tengt væri með orðinu ella. Huberman skreytir texta sinn sum- staðar með vísum og kvæðisbrotum. Hvað gerir þá þýðandi? Hann hefur þrjár mismunandi aðferðir: tilfærir enska textann og lætur efnislega þýð- ingu fylgja (11, 14); þýðir sjálfur í bundið mál, heldur stirðlega (82—83), létt og þokkalega (183); sleppir tilvitn- un alveg og getur ekki um úrfellinguna (162, 189). Þessi síðasttalda aðferð er vitanlega ekki til fyrirmyndar. Segja má að lítiil skaði sé að húsganginum (162), en kvæði Shelley To the Men of England er eiginlega alveg ómissandi (189), enda hefur höfundur (og þýð- andi) sótt kaflaheitið í kvæðið. Það er ekki á færi annarra en þjálfaðra ljóða- þýðenda að ráðast til atlögu við þessa mögnuðu lýðhvöt Shelley, en hefði ekki verið ómaksins vert að fá ein- hvern slíkan til að reyna? En birta kvæðið á frummálinu ella (Huberman notar 6 erindi). Eg hef reyndar rekist á fleiri dæmi um að þýðandi felli niður setningar eða setningarhluta án þess að láta þess get- ið, og er yfirleitt ekki hægt að átta sig á ástæðunni eftir efninu (33, 95, 210, 212, 216). í lok 19- kafla sleppir þýð- andi 14 línum sem fjalla um fjármála- brall væntanlegra tunglfara (249). Höf- undur er þarna bráðfyndinn og ekki finnst manni það síður þótt tunglferðir séu orðnar veruleiki. Þessi síðasta úrfelling stafar væntan- lega af viðleitni þýðanda tilað stað- og tímafæra ritið, en um það eru allmörg dæmi. Höfundur vitnar til ummæla frá síðustu öld og segir þau 90 ára gömul. Þýðandi breytir árafjöldanum í 130 án þess að ljóst sé, frá hvaða tíma á að telja (262). Saklaust þykir mér að nefna Island í staðinn fyrir Bandaríkin þegar um er að ræða skírskotun til nán- asta umhverfis, enda hefur þýðandinn fyrirmyndir að þessu (143). Hitt er aft- ur óþarft að skjóta Islandi sem hreinni viðbót inn í upptalningu (73). Leikhús verður handbolti (155), fólk á víst að skilja betur að hægt sé að pranga með svoleiðis aðgöngumiða. Kína er breytt í Indland þegar nefnd er viðmiðun við kjör bandarískra verkamanna (212). Er þetta virðingarvottur við Maó?! Og af hverju er útvarpið orðið að sjónvarpi og bíllinn að íbúð þegar talið er upp hvað verkamenn geti veitt sér (212)? Sjónvarp var varla til árið 1936 þegar bókin var rituð. Svona tímafærsla orkar undarlega á mann. Mætti þá nefna bíl í stað burðarstóls í þýðingum á bók- menntum rómverja? Þýðandi leyfir sér meira en að víkja við einstökum orðum. I lok 20asta 300
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.