Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 7 Nýr biskup kaþólskra JÓHANNES Páll páfi II hefur útnefnt dr. Alfred Jolson, S.J. biskup kaþólsku kirkjunnar á Islandi. < Jolson er fæddur 18. júní 1928 í Bandaríkjunum. Hann hefur kom- ið nokkrum sinnum til Islands en afi hans var Islendingur, sem flutt- ist til Noregs og kvæntist þar norskri konu. Faðir hans flutti til Bandaríkjanna og settist þar að. Dr. Jolson gekk í reglu Jesúíta árið 1946 og var vígður til prests 14. júní 1958. Hann lauk licenciats- prófí í guðfræði, doktorsprófi í heimspeki og félagsfræði við Greg- oriana-háskólann í Róm og MA- prófi í viðskiptafræðum við Harward-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur síðan starfað sem háskólakennari í Bagdad, Salisbury í Ródesíu, en þó lengst af í Banda- ríkjunum við University of St. Josef, Philadelphia, Boston College of Business og starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Wheeling College í Véstur-Virginíu. TÓMAS DAVÍÐSSON Tungumál fuglanna íslensk spennusaga. „Tungumál fuglanna er lipurlega samin, ... Sú spurning, sem er rauði þráöur í bók- inni, hvort fjölmiðlamenn séu að láta fólk úti í bæ, þar á meðal valdagráðuga stjórnmála- menn, misnota sig, hefur verið og er ofar- lega í hugum þeirra sem fjölmiðlum stjórna“. Elías Snæland Jónsson Dagblaðinu. ^vort á fivítu 3 Hætt að nota sím- strengmn milli Is- lands og Færeyja Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttarítara Morgunblaðsins. EKKI verður gert við sæsíma- strenginn milli íslands og Færeyja, sem slitnaði fyrir tæp- um mánuði, enda var notagildi hans orðið takmarkað og við- gerð dýr. Talið er að viðgerð á strengnum borgi sig ekki, en leiga á viðgerð- arskipi er um 600 þúsund íslen- skar krónur á dag og alls mun það kosta um sex milljónir króna að gera við sæstrenginn. Símstrengurinn, sem hefur 36 línur, var lagður árið 1962. Frá árinu 1981 hefur hann aðeins verið notaður sem varastrengur fyrir símstrenginn milli Islands og Hjaltlandseyja. Sá strengur hefur 480 línur og er aðeins helmingur þeirra nýttur. Lokið var við smíði móttöku- stöðvar fyrir gervihnattasending- ar í nágrenni Þórshafnar sl. sumar, og á hún að komast í gagn- ið fljótlega. Þá verður ekki lengur þörf fyrir gamla strenginn milli Islands og Færeyja, en það mun líka hafa verið ákveðið fyrir nokkru að strengurinn yrði tekinn úr notkun um næstu áramót Móttökustöðin mun til að bytja með geta tekið við 120 línum, en síðar á að stækka hana upp í allt að 540 línur. Þetta kerfi á að geta náð allt til Grænlands og til olíuborpalla í Norðursjó. Að sögn Þorvárðar Jónssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Pósts og síma, mun eyðilegging sæstrengsins hafa sáralítil áhrif. Sú þjónusta sem hann annaði var færð yfir á línur í jarðstöðinni Skyggni þegar strengurinn slitn- aði, og með tilkomu-Litla Skyggn- is væru til línur til vara, þannig að sæstrengurinn hefði lokið sínu hlutverki. PELSINN Opiðkl. 13-18 éviikumdögum Sérverslun-Kiájuhvoli-Sími91-M60 Greiðslukjör viðárahæB
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.