Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 13 Þjóðin hafði ekki hugmynd um, að von væri á þessum sköttum sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í þingræðu Hér fer á eftir mestur hluti ræðu, sem Eyjólfur Konráð Jóns- son flutti á Alþingi hinn 10. desember sl.: Ég kemst ekki hjá að leiðrétta það, sem fjármálaráðherra sagði hér, að á liðnu sumri hefði öllum mátt vera kunnugt að þeir skattar, sem nú er rætt um að leggja á þjóð- ina, mundu verða á hana lagðir. Mér var ekki kunnugt um það og engum í Sjálfstæðisflokknum held ég, og ég held að almenningi hafi ekki verið kunnugt um það. Þannig vildi nefnilega til að þegar stjó#nar- myndunarviðræður þeirra þriggja flokka, sem nú eru í ríkisstjórn, voru strandaðar vegna kröfu for- manns Alþýðuflokksins og flokksins alls um svokallaðar fyrstu aðgerðir, þ.e. neysluskatta strax, sem tekið var undir af formanni Framsóknar- flokksins þegar þessar umræður voru strandaðar vegna þessarar kröfu, af þvi að við sjálfstæðismenn neituðum öllum nýjum sköttum kom það í minn hlut að flytja um það tillögu í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins að við sættum okkur við að leggja á um það bil 1 inilljarð í sköttum til að hægt væri að halda stjórnarmyndunarviðræðunum áfram. Ég man að ég sagði á þeim fundi að það kæmi þá vel á vondan að ég flytti þessa tillögu því að all- ir vissu að ég væri andvígur þeirri stefnu og á móti þeirri skattlagn- ingarstefnu, sem hefði verið stun- duð, en það væri þó skárra að leggja þennan skatt á, þennan 1 milljarð, en landið yrði stjórnlaust og upplausn ríkti, en allir voru sam- mála um að engin leið hefði verið til stjórnarmyndunar annarrar en þeirrar sem raunin varð á. Ég ber ábyrgð á þeim sköttum þess vegna, ekki kannski hvéijum einstökum þeirra, af því að í ýmsum tilvikum hefði ég viljað haga því öðruvísi, en á þeirri upphæð ber ég ábyrgð og henni hærri en 1 milljarði á ári, væntanlega eitthvað á þriðja millj- arð á ári úr því að það var 1 milljarður á tæplega hálfu ári. Á öðru ber ég ekki ábyrgð. Nú er talað um að leggja á töluvert hærri skatta en þetta. Það vita allir og er engin ástæða til að draga fjöður yfir það, að rétt fyrir þingsetningu voru tekin upp þau fjárlög sem þingflokkarnir höfðu samþykkt í meginatriðum. Ég hygg að það hafi m.a.s. verið búið að prenta fjárlögin eða langt komið að prenta þau. Og ég vissi ekki fyrr en daginn fyrir þingsetningu, þ.e. 9. október, að það ætti að koll- varpa þeim fjárlögum og leggja á mun meiri skatta. Það þýðir ekkert að draga Qöður yfir þetta. Þetta eru staðreyndir. Þjóðin öll vissi þetta ekki fyrr en um þá helgi að það væri von á nýjum fjárlögum og fjárlagafrv. mundi ekki sjá dags- ins ljós á setningardegi þingsins. Þetta gerðist vegna þess og með þeim rökstuðningi að komin væri ný þjóðhagsspá frá Þjóðhagsstofn- un allt öðruvísi en hún hefði verið nokkrum mánuðum áður og allt væri að farast í þessu þjóðfélagi. Ég trúði því ekki heldur að allt væri að farast í þessu þjóðfélagi. En ég ætla ekki að fara lengra út í þessa sálma núna. Staðreyndir eru staðreyndir og rétt er rétt og þess vegna verður að leiðrétta það að þjóðin öll hafi vitað á miðju sumri að von væri á þessum sköttum. Hún hafði ekki hugmynd um það. Ef einhveijir hafa vitað það hafa þeir farið mjög dult með að þetta ætti að gerast eða þetta ætti að reyna. En það sem mig langar að gera og þess vegna fór ég í pontu hér er áð spyija fjármálaráðherra hve- nær von sé á skýrslu .svokallaðrar hallanefndar. Þeir kalla hana það sjálfir nefndarmenn. Það mun vera nefnd fjögurra eða fimm manna frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Þjóð- hagsstofnun, Seðlabanka og Háskóla íslands; menntaðir hag- fræðingar allir saman, það hygg ég að þeir séu. Hvenær mun vera von á þeirri skýrslu? Mun hún koma á morgun, laugardag, sunnudag eða mánudag? En frestur sá sem for- maður nefndarinnar sagði opin- berlega að yrði á þessu núna fyrir tæpum þremur vikum, hygg ég að það sé, er þá að renna út. Hann sagði að skýrslan mundi sjá dagsins ljós eftir tvær eða þijár vikur á þeim tíma, þ.e. um þetta leyti. Og ég bar þessa spurningu upp við hæstv. ráðherra í gær í einkavið- ræðum, hvort hann vildi grennslast fyrir um þetta. Ef hann ekki hefur gert það sætti ég mig alveg við að fá ekki svar í kvöld, en ég vil sem sagt fá að sjá þessa skýrslu áður en ég tek afstöðu til afgreiðslu þeirra mála sem hér eru til umræðu. Inntakið í þeirri bráðabirgða- skýrslu hygg ég að sé að tekjuaf- gangur ríkissjóðs á árunum 1980—1985, ef rétt væri reiknað, hafi verið að meðaltali þetta 6—8 milljarðar kr. miðað við núgildandi verðlag og spár um landsfram- leiðslu á næsta ári. Ég endurtek að þessar tölur eru þannig, þær bráðabrigðatölur sem mér voru gefnar upp fyrir nokkrum vikum, að á árunum 1980—1985, öllum árunum, hefði með eðlilegu upp- gjöri á ríkisfjármálunum verið þetta mikill, nokkurra milljarða, tekjuaf- gangur í staðinn fyrir tekjuhalla. Þetta felst ósköp einfaldlega í því Eyjólfur Konráð Jónsson að ekki eru taldir til eigna þeir sjóð- ir, sem eru hluti af ríkissjóði en færðir til gjalda á hveijum fjárlög- um, — þ.e. svokölluð framlög til húsnæðismálastjórnar, sem er ein skúffa í ríkiskassanum að sjálf- sögðu, til Byggðastofnunar sem er önnur skúffa, til Lánasjóðs ísl. námsmanna sem er líka fullverð- tryggður sjóður þó hann sé vaxta- laus eða vaxtalítill, og nokkurra smærri sjóða, — sem eingöngu ríkissjóður sjálfur á. Alltaf er látið færa til gjalda milljarða á milljarða ofan og telja það útgjöld þegar ver- ið er að lána fé til húsbyggjenda, t.d. á fullri verðtryggingu og jafn- vel þó að það séu ekki nema 3*/2% vextir, sem eru mjög háir. Að raun- vextir í fasteignaviðskiptum séu hærri en 3'/2% þekkist ekki, þeir eru kannski 4,5, og 6% í nágranna- löndunum sumum þar sem þeir eru hæstir jafnvel, en þar ríkir alltaf 2—3% verðbólga þannig að þeir eru lægri en vextimir hér. Rétt upp gert ætti ekki að færa til gjalda allt það sem ríkissjóður er að færa upp úr einni skúffu í aðra hjá sjálf- um sér. Þá er ekki talið allt bankakerfið, ekki Seðlabankinn, sem auðvitað er deild í ríkissjóði, ekki allir atvinnuvegasjóðir, ekkert af þessu, bara ríkissjóður sjálfur. Hann bókfærir allt að það séu gjöld sem hann er að færa úr einni skúffu í aðra. Það eru ekki gjöld. Af því að ég sé Guðmund H. Garðarsson hér: Hvað mundu menn segja ef sjóður hans félags, verslun- armannasjóðurinn, sem er álíka stór og húsnæðissjóður ríkisins, hygg ég, 12—14 milljarðar eða hvað það nú er, segði um áramótin: Ja, ég er kominn á hausinn. Ég er búinn að lána allt féð út. Að vísu á fullum verðtryggingum og vöxtum. Nei, ég varð að færa það allt til gjalda. — Það gerir ríkissjóður. Ef menn ekki skilja þetta einfalda dæmi skilja menn ekki neitt. Ég vil fá að sjá þessar tölur áður en ijárlögin verða héðan afgreidd. Ég vonast til að það verði innan tveggja eða þriggja daga. Því var lofað og Al- þingi á heimtingu á að fá að sjá þessar tölur. Og einn í þessari nefnd, dr. Tor Einarsson prófessor í Háskólanum, birti í maímánuði sl. upplýsingar einmitt um starf þess- arar nefndar, þar sem hann fullyrðir að beinar fjármálalegar kröfur ríkissjóðs á borgarana, okkur hér, séu a.m.k. 6 milljörðum hærri en allar kröfur íslenskra borgara á ríkið, þ.e. öll skuldabréfalánin og allt það er 6—7 milljörðum lægra en kröfurnar sem ríkið á á okkur, fýrst og fremst auðvitað út af hús- næðisstjórnarlánunum. Þessu er öllu snúið við og sagt að ríkið sé svo stórskuldugt að næsta kynslóð þurfí að borga þessi lifandis skelf- ingar ósköp. Þess vegna eru menn á móti því að ríkissjóður afli sér einhvers hluta af því fé, sem hann- þarf til síns rekstrar eða fram- kvæmda, að láni. Nei, nei, það er alveg þveröfugt. Ofan á allt það fé, sem ríkissjóður þarf til síns rekstr- ar, verða líka hirtir af okkur til viðbótar nokkrir milljarðar. Þetta hefur verið svona að undanförnu. Og nú bíð ég eftir að fá að sjá þessa skýrslu og ég veit að þið hv. þm. takið nú undir með mér um að það líði ekki margir dagar þang- að til við fáum staðreyndirnar á borðið. Morgunbladið/Bjarni Elín Egilsdóttir, Sigþór Guðbrandsson og Kristján Pálsson bæjarstjóri, formaður Afmælisnefndar, afhenda Vigdísi Flnnbogadóttur, forseta íslands fyrsta eintakið af Sögu Ólafsvikur. Aðrir í Af- mælisnefnd voru Sigurður Brandsson, Helgi Kristjánsson og Margrét Jónasdóttir. Saga Ólafsvíkur: Forsetanum afhent fyrsta eintakið Ólafsvík. VIGDÍSI Finnbogadóttur for- seta íslands var í gær afhent fyrsta eintakið af sögu Ól- afsvíkur, fyrra bindi, sem nú er að koma út. Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur skráði söguna í tilefni af 300 ára verslunarafmæli Ólafsvík- ur. Fyrra bindi nær frá land- námi til ársins 1911 en seinna bindi er væntanlegt í kjölfarið. Ástæða þess að forsetanum var afhent fyrsta eintakið er ekki síst sú að Ólafsvíkingum er enn í fersku minni hin ánægjulega og velheppnaða heimsókn forsetans til Ólafsvíkur þegar verslunaraf- mælisins var minnst, 15. og 16. ágúst í sumar. Það voru fulltrúar úr Afmælisnefnd Ólafsvíkur sem færðu Vigdísi bókina á skrifstofu hennar í Reykjavík í gær. — Helgi Einars saga Þorgilssonar BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Hafnarfjarðarjarlinn — Einar saga Þorgilssonar, sem Ásgeir Jakobsson skráði. Ásgeir Jakobsson hefur meðal annarra bóka ritað Einars sögu Guðfinnssonar og Tryggva sögu Ófeigssonar, sem Skuggsjá gaf einnig út á sínum tíma. Hafnarfjarðaijarlinn er ævisaga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars, æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og út- vegsbónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kútteratí- manum og útgerðarmanni fyrsta íslenzka togarans. Bókin er einnig 100 ára útgerðarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elzta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byijuð önn- ur öldin. Hafnarfjarðaijarlinn er 86 ára saga verzlúnar Einars Þorgilsson- ar, sem er elzta starfandi einka- verzlun í landinu, rekin samfellt í heila öld og byijuð önnur öldin. Hafnarfjarðaijarlinn er 100 ára Iíafnarfjarðarsaga. Einar Þorgils- son var einn af „feðrum“ bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurek- andi var hann hreppstjóri Garða- hrepps þegar hreppnum var skipt. Einar varð sem bæjarfulltrúi í flestum þeim nefndum bæjarins, sem lögðu grunninn að bænum. Einar var 1. þingmaður Gull- A S G t I_R_I A K Q B S S O N HlfXlIf MlRDiUI JAKUJXX i;ixAits s.uí.1 IHHNiUSSOX.Ul S K II G G S J Á bringu- og Kjósarsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um Hafnarfjörð sem sér kjördæmi. Hafnarljarðaijarlinn er Coots- saga fyrsta íslenzka togarans, sögð eftir heimildum, sem ekki voru áður kunnar. Bókin er al- menn sjávarútvegssaga í 100 ár, sögð um leið og einkasaga Einars Þorgilssonar. Hafnarfjarðatjarlinn er 317 blaðsíðuf. Bókin var sett og prent- uð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Bókfelli. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Þóru Dal, Hafnarfirði. (Fréttatilkynning.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.