Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson, borgarstjóri, klippir á borðann í Domus, og opnar þar með hina nýju verslunarmiðstöð á formlegan hátt. Ný verslunarmiðstöð opnuð Ný verslunar- og þjónustumið- stöð, Domus, var formlega opnuð í Reykjavík á föstudaginn. Do- mus er til húsa að Laugavegi 91, og þar eru átta verslanir undir sama þaki. Það var Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sem opnaði Domus formlega, en eftir að hann hafði klippt á borð- ann var boðið upp á veitingar og skemmtiatriði. Haldin var tískusýn- ing og hárgreiðslusýning, jóla- sveinn kom í heimsókn, og sýnt var beint frá opnunarhátíðinni á Stöð 2. Verslanimar sem eru til húsa í Domus em: Barcelona (spænskur og franskur tískufatnaður), Evrópa (hársnyrtistofa), Kafé Madrid (kaff- itería), Litla Glasgow (leikföng, skart, fatnaður, töskur o.fl.), Ný- borg (húsgögn), Rafeind (sjónvörp, hljómtæki, símtæki o.fl.), Rýabúðin (hannyrðavörur), Taka tvö (herra og dömu tískufatnaður, ítalskur skófatnaður), og Þóra (handunnar gjafavörur og myndir). Náttsöng- ur í Hall- grímskirkju NÁTTSÖNGUR verður haldinn í Hallgrímskirkju í kvöld, 16. des- ember, kl. 21.00. Þar koma fram Dómkórinn í Reykjavík undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar dómorganista og Sigrún Þor- geirsdóttir sem syngur einsöng. Að loknum söng kórsins verður tíðagjörð, náttsöngur að fornum hætti. Dómkórinn syngur jólalög eftir ýmsa höfunda, en það er orðin föst venja að kórinn syngi í náttsöng í Hallgrímskirkju á aðventunni. Sl. miðvikudag var fjölmenni er Skagf- irska söngsveitin í Reykjavík flutti Jólasveinninn skemmti yngstu borgumnum. Félag raftækjasala: Raftæki áfram hátollavara FÉLAG raftækjasala innan Kaupmannasamtaka íslands hef- ur sent bréf til fjárhags- og viðskiptanefnda Alþingis þar sem vakin er athygli á nokkmm afleiðingum tolla- og vörugjalds- breytingarinnar sem fyrirhuguð er um áramót. I bréfinu er talað um að verið sé að taka raftæki út úr og ráðast sérstaklega á þau með því að láta þau áfram vera hátollávöru. I bréfinu segir að eingöngu sé verið að búa til aukalegan toll á innflutt raftæki og að hæsti tollur verði ekki 30%, eins og oft sé talað um, heldur í raun 55—61%, þegar litið sé á einstök dæmi. „Við getum alls ekki sætt okkur við að þetta þýði að verið sé að jafna út gjöldum og álögum. Á sama tíma eru glys- og glingurvörur teknar úr 80% tolli og 30% vönagjaldi og settar í 0% tol| og 0% vörugjald. 140—155% tolla- og vörugjaldsálögur ei-u strik- aðar út og engar álögur settar á þessar vörur á meðan raftæki eru hækkuð og álögur á þau auknar. Svona vinnubrögð ganga einfald- lega ekki upp í okkar huga,“ segir í bréfinu. Kristmann Magnússon vara- formaður Félags raftækjasala sagði í samtali við Morgunblaðið að með því að reyna að telja fólki trú um að með breytingunni sé verið að innleiða Glasgow-verð hér á landi væru menn að falsa staðreyndir hvað raftækin varðaði. Allir vissu að þetta væru vörur sem fólk flytti mikið með sér inn í landið af því þær væru ódýrari erlendis. Enn væru álögurnar hér svo miklar að verðið yrði 45—83% hærra en í Evrópu. jólatónlist við náttsöng. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sunnudaginn 20. desember syng- ur barnakór Austurbæjarskólans í guðsþjónustu kl. 11.00 undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar. Grein um ísland í New York Times: Ljósadýrð og hagstæð jólainn- kaup í myrkustu höfuðborg heims Getum við selt ferðamönnum skammdegið? í NÝLEGU ferðablaði banda- ríska stórblaðsins The New York Times er fjallað um jóla- hald víða um heim, og er þar að finna grein um jólahald á íslandi eftir Pamelu Sanders, fyrrverandi sendiherrafrú, sem sérstaklega er ætluð ferða- mönnum. í grein Pamelu, sem er eigin- kona Marshalls Brements, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, segir að hvergi sé hald-. ið upp á jólin með meiri fyrirhöfn og innileika en í „Reykjavík; minnstu, myrkustu og nyrstu höf- uðborg heims.“ Sagt er að skammdegið auki á hátíðleika jól- anna þar sem íslendingar lýsi upp tilveruna með marglitum ljósaper- um á svölum og í gluggum, upplýstum, innfluttum jólatijám, og kertum á hveiju heimili. Greinin er skrifuð með hugsan- lega ferðamenn til íslands í huga, og segir að jólainnkaupin í Reykjavík komi þægilega á óvart. Þar sé að finna kurteist sölufólk, hjálpsama leigubílstjóra, og góðar vörur á sanngjömu verði sem eigi vel við árstímann: ullarvörur, gærur og gæsadúnn. Pamela nefnir verð á þessum og öðrum vörum, auk þess sem í greininni er að finna upplýsingar um flug til íslands, hótel, veitingahús og veðurfar. Mönnum er bent á að vera til- búnir með bílaleigubíl og ferðaá- ætlun þegar verslun og þjónusta leggst svo til alveg niður í tvo sólarhringa um jólin á meðan inn- fæddir horfa á lútherska sjón- varpsmessu, og snæða ijúpu, „sem hefur verið hengd upp þar til hún er orðin svört og seig eins og gamalt stígvél, en síðan soðin í mjólk þar til hún er orðin purp- uralit, og borin fram _vel krydduð með skothöglum." Á meðan á þessu stendur sé tilvalið að bregða sér upp í Hvalfjörð, til Þingvalla, til Gullfoss og Geysis, eða að fá sér sundsprett í Bláa lóninu. Reykjavík lifnar síðan aftur við að kvöldi 26. desember, segir í greininni, og þá er hægt að bregða sér á skemmtistaði sem séu troð- fullir af „aðgangshörðum víking- um“ og „sláandi ljóshærðum konum", sem séu vís með að bjóða gestinum upp í dans og síðan heim til sín. Þegar líða fer að lok- um jólaheimsóknarinnar ættu ferðalangar að heimsækja eitt- hvert hinna stórgóðu safna í höfuðborginni, fara í útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar og suður- ströndina, bregða sér á skíði í Blátjöllum eða á skauta innanum kjagandi svani á Tjöminni í mið- borginni. Ef menn vilja hins vegar reyna sig við sanna víkingsþraut, þá er rétt að slást í hóp með inn- fæddum við Lækinn bak við Hótel Loftleiðir. „Til að standast prófið þarf viðkomandi að fara úr fötun- um, stjákla yfir hraungrýti og stinga sér ofan í næsta poll, og þar getur hann baðað sig í heitu vatni og lofi hlédrægari samferða- manna sinna, eftir að hafa hætt á lungnabólgú, skorna fætur, og að misbjóða siðferðiskennd við- staddra." RB gerir til- boð í alkalí- verkefni í Banda- ríkjunum Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, RB, hyggst bjóða í rannsóknarverkefni sem banda- ríska vegagerðin býður út um rannsóknir á alkalí í steypu. Verk- efnið á að taka fimm ár og er kostnaður áætlaður 2 milljónir bandaríkjadala eða um 72 milljón- ir íslenskra króna. Hákon Ólafsson forstjóri rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins sagði að danskir og bandarískir aðilar stæðu að tilboðinu með íslend- ingum en þeim á að skila fyrir 19. desember. Verkefnið felur í sér að finna fyrirbyggjandi aðgerðir gegn alkalí í steypu, viðgerðir á skemmd- um, og aðferðir til að prófa hvernig tryggja má rétta niðurstöðu. „Við höfum gert ýmislegt sem fellur að þessu verkefni," sagði Hákon. „Bæði höfum við reynt að blanda ýmis efni við sement til að hindra alkalí- skemmdir, til dæmis kísilryki og við höfum reynt nýjar aðferðir sem aðrir hafa ekki, til að stöðva alkalí- skemmdir sem þegar eru orðnar í steypu." Væntanlega fæst úr því skorið í janúar hvaða tilboði verður tekið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.