Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Þýskaland: Sýknaður eftir 16 ára fangelsisdvöl Hamborg, Reuter. VESTUR-ÞÝSKUR karlmaður, sem hafði verið í fangelsi í 16 ár fyrir barnsmorð, var sýknaður í gær eftir að fram höfðu komið ný gögn sem sýndu að hann hefði verið hjá tannlækni og hjá rakara þegar morðið var framið. Holger Gensmer var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1971 fyrir að hafa misnotað sex ára gamla stúlku kynferðislega og kyrkt hana síðan í skógi í Hamborg. Lögfræðingur hans fékk því síðan framgengt að réttað yrði aftur í þessu máli eftir að hann hafði fundið gögn í skjala- safni lögreglunnar sem sýndu að Gensmer hefði verið hjá tannlækni og rakara þegar morðið var framið. Dómarinn sem sýknaði Gensmer ákvað að hann fengi ekki bætur vegna fangelsisdvalarinnar þar sem hann hefði játað að hafa framið morðið, þótt hann hefði seinna dregið játninguna til baka. Að sögn dómarans hafði Gensmer sennilega játað vegna þess að hann þoldi ekki álagið í yfirheyrslum lögreglunnar. Veðrahamur vestra Reuter Hið versta veður er nú viða í Bandaríkjunum, ekki síst í Miðvest- urríkjunum þar sem snjónum hefur kyngft niður síðustu tvo daga. Þessi mynd var tekin í St. Louis í fyrradag en þar hefur hriðin verið hvað áköfust. Gríska olíuskipið Ariadne skömmu eftir sprenginguna. Persaflói: Reuter Irönsk freigáta ræðst á grískt risaolíuskip Dubai, Reuter. ÍRÖNSK freigáta skaut á grískt oliuskip í Persaflóa í gær eftir að skipið hafði ekki svarað við- vörunarköllum. Mikil sprenging varð í skipinu og þurftu skip- verjar því að yfirgefa skipið. Hvarf suður-kóresku þotunnar: Grunsamlega konan framseld til S-Kóreu Yfirvöld í Bahrain sögðu sannað að parið hefði grandað þotunni Seoul. Reuter. Yfirheyrslur hófust í gær í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, yfir konunni dularfullu, sem talin er hafa átt aðild að hvarfi suður- kóreskrar farþegaþotu með 115 manns innanborðs 29. nóvember síðastliðinn. Konunni var flogið til Suður-Kóreu ásamt líki fylgdar- manns hennar í fyrrinótt. Yfirvöld í Bahrain framseldu hana á þeirri forsendu að suður-kóresk yfirvöld hefðu lagt fram „gögn, sem sönnuðu að parið hefði grandað kóresku þotunni að fyrirmælum [yfirvalda í] Norður-Kóreu,“ eins og sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar í Manama. í gær fannst brak úr flugvélinni fljótandi á hafi úti 210 mílur suð- austur af Rangoon í Burma. Meðal þess var hluti af björgunarbát og á honum var merki KAL, kóreska flugfélagsins. Fundurinn styður fullyrðingar yfirvalda í Suður- Kóreu þess efnis að hryðjuverka- menn, sem verið hefðu útsendarar Norður-Kóreumanna, hefðu sprengt þotuna í loft upp. Konan grunsamlega var veik- burða að sjá og kjökrandi þegar hún var leidd niður landgang breið- þotu, sem send var eftir henni til Bahrain, og inn í sjúkrabíl. Hafði hún verið kefluð til þess að hindra sjálfsmorðstilraun. Virtist hún grát- andi. Suður-kóresk blöð sögðu í gær að konan hefði við yfirheyrslur í Bahrain sagst vera fædd í héraðinu Heilongjiang í norðausturhluta Kína og heita Bai Huahui. Sagðist hún hafa á sínum tíma farið til Macao þar sem hinn látni fylgdar- maður hennar hefði ráðið sig sem eldabusku sína og fylgdarkonu. Norður-kóresk yfirvöld mót- mæltu framsali konunnar harðlega í gær og sögðu það stangast á við alþjóðareglur. Harðneituðu þau að hafa átt aðild að hvarfi þotunnar, eins og stjórnvöld í Bahrain hefðu fullyrt. Parið ferðaðist á fölsuðum jap- önskum vegabréfum en ekki hefur Að sögn heimildarmanna hafði freigátan varað skipstjóra Ariadne, sem er 102.088 tonna olíuskip, þrisvar sinnum við og hótað skotárás ef skipið svaraði ekki. Freigátan hefði síðan skot- ið eftir að ekkert svar hefði borist og þilfar olíuskipsins hefði tæst upp í mikilli sprengingu. Heimildarmennirnirj sem höfðu sagt fyrr í vikunni að Iranir notuðu ný íkveikjuvopn gegn olíuskipum, sögðu að freigátan hefði elt olíu- skipið í 7 klukkustundir áður en árásin hefði hafist. Hún hefði hafið eltingarleikinn eftir að hraðbátar hefðu gert skyndiárás á skipið stuttu eftir dögun. Eldur hefði kom- ið upp í skipinu eftir þá árás en skipveijamir hefðu getað slökkt hann sjálfir. Heimildarmennirnir segja enn- fremur að bandaríski tundurspillir- inn Chandler hafi verið innan við hálfa sjómílu frá olíuskipinu þegar sprengingin varð. Tundurspillirinn hafi ekki gripið til neinna aðgerða því reglur banni honum að vemda skip sem ekki séu bandarísk. Öllum skipveijum var bjargað. Við berum ekki einir ábyrgð á blóðbaðinu í Róm segir Ibrahim Khaled, sakaður um hryðjuverk Róm, Reuter. Réttarhöld hó- fust í Róm i gær yfir þrem ur hryðju- verkamönnum. Ibra- him Mah- mood Khaled er sakaður um að hafa staðið fyrir árás á flugvöll í RÓm þann 27. des- ember árið 1985. Hann sagði við upphaf réttarhaldanna að ísraelsk öryggislögregla bæri Ibrahim Mah- mood Khaled. líka ábyrgð á dauða 16 manna í árásinni. Khaled og þrír félagar hans myrtu 13 manns í árásinni á afgreiðsluborð Bandaríkjamanna og ísraelsmanna á flugvellinum í Rom. Khaled særð- ist alvarlega í skothríð sem fylgdi árásinni og félagar hans féllu fyrir byssukúlum ísraelskra öryggisvarða. „Við áttum ekki einir hlutdeild að blóðbaðinu. Ég viðurkenni að við erum sekir. En hinir eru líka sekir. ísraelsmennimir skutu 72 tveimur skotum til að reyna að drepa fjóra menn,“ sagði Khaled á góðri ítölsku. „Mér þykir leitt að blóðbaðið skyldi enda á þennan veg. Ég hafði þetta ekki í huga og ekki félagar mínir né þeir sem skipulögðu árásina," bætti Khaled við en hann er einung- is tvítugur að aldri. Abu Nidal sem er palestínskur skæruliðaleiðtogi og aðstoðarmaður hans Rashid A1 Hamieda eru ákærð- ir í fjarveru sinni fyrir hryðjuverk. Að sögn saksóknara í Róm stóð Nidal á bak við hryðjuverkin í Rom og á flugvelli í Vín á sama tíma en þar féllu þrír menn. Réttarhöldin í Róm fara fram í rammgerðasta fangelsi borgarinnar. Þyrla lögreglu sveif í gær yfir fang- elsinu og öryggisverðir standa vörð umhvei'fís fangelsið af ótta við árás- ir hryðjuverkamanna. Reuter Lögreglumynd af konunni grun- samlegu tekizt að færa sönnur á uppruna þess. Yfírvöld í Japan hafa sagt að hugsanlega hefði karlinn fullorðni verið norður-kóreskur stjórnarer- indreki, sem starfaði í Kuala Lumpur um skeið. Tugþúsundir manna söfnuðust saman í Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu, og hrópuðu „Leggjum Norður-Kóreu í rúst“ og „Kálum Kim Il-sung“ vegna meintrar aðild- ar Norðanmanna að hvarfi suður- kóreskrar farþegaþotu á leiðinni frá Baghdad í írak til Seoul. Efnt hefur verið til hvers mót- mælafundarins af öðrum í Suður- Kóreu í framhaldi af hvarfi þotunnar. Talið er að fullorðinn karl og ung kona, sem nú hefur verið framseld til Suður-Kóreu, hafi komið tímasprengju fyrir í þotunni en þau voru handtekin í Bahrain og gleyptu þá bæði sjálsmorðspillu. Konan lifði af en yfirheyrslur yfir henni í Bahrain báru lítinn árang- ur, að sögn heimildamanna. Spánn: ETA lýsir yfir ábyrgð á sprengju- tilræðinu Bilbao, Reuter. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, lýstu seint á mánudag yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í Sarragossa á föstudag þar sem 11 manns létu lífið, þar af 4 börn, og 34 særðust. í yfirlýsingu ETA segir að sam- tökin séu ánægð með „raunverulega eyðileggingu“ búða þjóðvarðliða í Sarragossa og með fjölda þjóðvarð- liðanna sem létust. Samtökin harmi hins vegar að fjölskyldumeðlimir þeirra skyldu látast. ETA-samtökin lýstu einnig yfir ábyrgð á tveimur öðrum árásum á föstudag. í annarri þeirra var lið- þjálfi í sveit þjóðvarðliða skotinn til dauða og í hinni særði bréfsprengja lögreglumann í Basauri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.