Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 49 Stuttar þingfréttir Júlíus og Svavar gegn hækkun launaskatts Frumvarp um breytingar á lögum um launaskatt var sam- þykkt við aðra umræðu í efri deild í gær. Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt, en minnihlutinn, þeir Júlíus Sólnes (B/Rn) og Svav- ar Gestsson (Abl/Rvk) lögðust gegn hækkun skatta á útflutn- ingsatvinnuvegina eins og þeir- segja að ráð sé gert fyrir í frum- varpinu. Sérstakur skattur á verslunar- og skrif stofuhúsnæði Frumvarp um sérstakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði var afgreitt við aðra umræðu í efri deild í gær. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, en Júlíus Sólnes (B/Rn) skilaði séráliti og sagð- ist ekki geta fallist á sérstakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði frekar en annað atvinnuhúsnæði og lagði því til að frumvarpið yrði fellt. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagðist samþykkja frumvarpið með þeim fyrirvara að skattur- inn yrði tvöfaldaður. Gildistaka stað- greiðslunnar Frumvarp um gildistöku laga um staðgreiðslu opinberra gjalda var samþykkt við aðra og þriðju umræðu í neðri deild í gær án breytinga frá fjár- hags- og viðskiptanefnd. Morgunblaðið/Ól.K.M. Atkvæðagreiðsla í sameinuðu þingi í gær um breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. Önnur umræða fjárlaga í sameinuðu þingi Allar tillögnr stjómarandstöðu felldar eða dregnar til baka ÖNNUR umræða var í gær i sameinuðu þingi um fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 1988. Breytingartillögur meirihluta fjárveitinganefndar varðandi aukningu á útgjaldahlið um einn milljarð voru samþykktar samhljóða, en tillögur stjórnar- andstöðunnar voru ýmist felld- ar eða dregnar til baka fyrir þriðju umræðu. Umræðan stóð í tæplega fjóra tíma. Sextán sinnum þurfti að greiða atkvæði með nafnakalli. Tillaga Ragnars Arnalds og fleiri þing- manna um aukið framlag til tónlistarfræðslu var fellt með at- kvæðum allra stjórnarliða nema Friðjóns Þórðarsonar, sem greiddi henni atkvæði sitt. Tillögur um aukið framlag í íþróttasjóð vóru felldar með atkvæðum stjórnar- Önnur umræða fjárlaga: Dagblöðin fá 26 millj- óna króna ríkisstyrk STYRKUR ríkisins til dagblað- anna og kaup þess á blöðum kom til sérstakrar atkvæðagreiðslu og nafnakalls í sameinuðu þingi í gær. Tillögur fjárlagafrum- varpsins um 26 milljóna styrk, svo og kaup á blöðum, voru sam- þykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Halldór Blöndal (S/Ne) krafðist sérstakrar atkvæðagreiðslu um þessi mál, en auk hans greiddu eft- irfarandi þingmenn atkvæði gegn blaðastyrknum: Birgir ísleifur Gunnarsson (S/Rvík), Eggert Haukdal (S/Sl), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvík), Geir H. Haarde (S/Rvík), Guðmundur H. Garðars- son (S/Rvík), Kristín Halldórsdóttir (K/Rn), Matthías Bjamason (S/Vf), Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvík) og Þórhildur Þorleifsdóttir (K/Rvík). Friðrik Sophusson (S/Rvík), Kristín Einarsdóttir (K/Rvík), Danfríður Skarphéðinsdóttir (K/Vl) og Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) sátu hjá, en Málmfríður Sigurðardóttir (K/Ne), Sighvatur Björgvinsson (Afl/Vf) og Stefán Valgeirsson (Sjf/Ne) vom fjarverandi. Allir aðrir þingmenn samþykktu blaðastyrkinn og fjórir til viðbótar samþykktu síðan kaup stjómarráðsins á blöðum. Allir þingmenn Borgaraflokksins að Óla undanskildum samþykktu styrkinn, en þess má geta að í síðasta fjárlagafrumvarpi sínu lagði Albert Guðmundsson, fyrmm fjár- málaráðherra, til að styrkurinn yrði afnurpinn, sem ekki varð úr. liða. Tillaga Inga Björns Alberts- sonar (B/Vl) um meira en tvöföldun á framlagi til Ung- mennafélags íslands var felld, en margir stjórnarliðar höfðu fyrir- vara á sínu atkvæði. Níels Arni Lund (F/Rn), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) og Alexander Stefánsson (F/Vl) sögðust ekki greiða tillög- unni atkvæði sitt, í trausti þess að Ijárveitinganefnd hækkaði framlagið á milli annarrar og þriðju umræðu. Egill Jónsson gerði einnig þann fyrirvara á atkvæði sínu, að enn ætti eftir að afgreiða málefni ÍSÍ og JJMFÍ frá fjárveit- inganefnd. í atkvæðagreiðslu um aukið framlag til Þróunarsam- vinnustofnunar, sem Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) lagði til, gerði Árni Gunnarsson (Afl/Ne) grein fyrir atkvæði sínu. Taldi hann óviðunandi hversu framlag íslenska ríkisins væri lágt, þrátt fyrir ályktanir þingsins. Sat hann hjá í atkvæðagreiðslu. Eiður Guðnason: Borgara- flokkur með málþóf EIÐUR Guðnason, formað- ur þingflokks Alþýðu- flokksins, ásakaði í gær á fundi efri deildar Júlíus Sólnes, formann þing- flokks Borgaraflokksins, um málþóf og brot á sam- komulagi formanna þing- flokka um afgreiðslu mála í þinginu. Eftir fjárlagaumræðuna í sameinuðu þingi voru fundir í báðum deildum þingsins. Hó- fust fundir klukkan 18 og afráðið að ljúka þeim 19.30. I efri deild var gengið frá stjórn- arfrumvörpum vegna skatts á verslunar- og skrifstofuhús- næði og launaskatts til neðri deildar, en rúmlega 18.30 hófst fyrsta umræða um húsnæðis- frumvarpið og átti að afgreiða það til nefndar og annarrar umræðu. Það tókst þó ekki þar eð Júlíus Sólnes talaði í nær klukkustund um frumvarp Borgaraflokksins að nýju hús- næðislánakerfí og um hús- banka. Stöðvaði þingforseti, Karl Steinar Guðnason (Afl/ Rn) Júlíus í miðri ræðu kl. 19.30 og frestaði fundi. Eiður Guðnason kvaddi sér þá hljóðs um þingsköp og gagnrýndi Júlíus harkalega fyrir að tala um mál í klukkustund, sem ekki væri til umræðu og bijóta það samkomulag þingflokk- anna að afgreiða húsnæðis- frumvarpið £il nefndar það kvöldið. AIMACI Þingflokksformenn Sjálfstæöis- og Framsóknarflokks: Gæti komið til þing- funda milli hátíða Páll Ólafur AÐ SÖGN Páls Péturssonar, formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins, er hugsanlegt að Alþingi verði að starfa dag- ana á milli jóla og nýárs. „Takist ekki að afgreiða þau mál fyrir jól, sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að fá sam- þykkt fyrir áramót er ekki nokkur spurning um það að þingið verður að starfa þá virku daga sem eru á milli jóla og nýárs,“ sagði Páll. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng; þennan mögu- leika yrði að hafa opinn. Mörg mál eru enn óafgreidd, sem ríkisstjómin leggur áherslu á að verði afgreidd fyrir áramót; má þar helst nefna húsnæðisfrum- varpið, kvótafrumvarpið, frum- vörp um söluskatts-, tolla- og vörugjaldsbreytingar, fjárlaga- frumvarpið, staðgreiðslu skatta, tekju- og eignaskattslög og fleira. Eru þetta ýmist frumvörp, hverra gildistöku þarf að miða við ára- mót eða frumvörp, sem ráðherrar leggja áherslu á að hljóti sam- þykki fyrir áramót. Vinna gengur ágætlega í flest- um málum, en það sem Páll er einna óhressastur með, er hversu lengi sum mál hafa verið í nefnd í efri deild, sem enn á eftir að afgreiða í þeirri neðri, sem að sögn Páls vantar verkefni. „Það ríkir mjög góður andi í þinginu og á stjómarandstaðan heiður skilið fyrir málflutning sinn og er ekki unnt að segja að þeir hafí haldið uppi nokkm er jafna megi til málþófs." Páll sagði að þétt dagskrá væri framundan í þinginu; kvöldfundir og helgar. „Eg er ekki að gera því skóna að þingstörf verði þessa virku daga sem eru á milli jóla og nýárs, enda er þingmönnum jafnt sem starfsfólki mikið í mun að til þess þurfí ekki að koma. Verði þess hins vegar þörf verður sú leið valin," sagði Páll. Ekki hefur verið rætt um þenn- an möguleika á formlegum fundum formanna þingflokka og þingforseta. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög: Rúmlega tveggja millj- arða aukin útgjöld ÞINGFLOKKAR og einstakir þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu til breytingartillögur við fjárlögin, sem samtals nema rúmlega tveimur milljörðum. Þingflokkur Alþýðubandalagsins er eini þingflokkurinn, sem legg- ur til aukna skattheimtu á móti, en aðrir þingflokkar telja tillög- ur sínar rúmast innan ramma tekjuhliðar fjárlaganna. f heildina nema tiillögur stjómar- andstöðunnar rúmlega tveimur og hálfum milljarði, en þegar frá eru dregnar tillögur sumra þingmanna, sem eru lægri eða jafnháar tillögum annarra, er upphæðin rúmlega tveir milljarðar. Þingflokkur og einstakir þing- menn Alþýðubandalagsins leggja til breytingartillögur, sem nema tæp- lega einum og hálfum milljarði í aukin útgjöld. Á móti koma hins vegar tillögur flokksins til aukinnar skattheimtu, sem nema svipaðri upphæð. Er þar um að ræða tillög- ur til hækkunar tekjuskatts og éignaskatts, auk sérstaks stór- eignaskatts. Auk þess leggja Alþýðubandalagsmenn einir þing- flokka til lækkun útgjalda að því er varðar gjöld til Atlantshafs- bandalagsins og kostnað vegna rekstrar ratsjárstöðva. Þingflokkur Kvennalistans legg- ur til hækkun útgjalda, sem nemur tæplega 912 milljónum. Þingmenn Borgaraflokksins leggja til aukin útgjöld er nema 234 milljónum og Samtök um jafnrétti og félags- hyggju (Stefán Valgeirsson) leggja til 35,6 milljónir í aukin útgjöld, auk þess að styðja margar tillögur ann- arra stjórnarandstöðuflokka. í annarri umræðu um fjárlögin lét Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra þau ummæli falla, að þessar tillögur stjómarandstöðunn- ar lýstu algeru ábyrgðarleysi og sýndu að málflutningur þeirra væri marklaus. Annars vegar væri lögð til stóraukin skattheimta af þeim flokki sem léti hvað hæst um met núverandi ríkisstjórnar í skatt- heimtu og hins vegar virtust stjóm- arandstöðuþingmenn kæra sig kollótta um það, hvort halli væri á fjárlögum eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.