Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Fréttabréf frá Kaupmannahöfn: Stjórnarskipti í félagi íslenzkra námsmanna Nýr Hafnarpóstur tekur við af Þórhildi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. FÉLAG íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn hélt nýlega aðalfund og gerði fráfarandi formaður, Birna Baldursdóttir, grein fyrir störfum þess. Félagar eru nú um 300. Aðeins tveir stjórnarmenn sitja áfram, þau Aðalbjörg Jónsdóttir, sem nú er formaður og Orn Þór Halldórsson, sem er spjaldskrárritari. Aðrir í stjórn eru: Hlín Þorsteinsdóttir gjaldkeri, Sveinn Markús- son ritari, Edda Rós Karlsdóttir, Aðalbjörg Karlsdóttir og Birna K. Baldursdóttir meðstjórnendur. Nýr fulltrúi í húsnefnd Jóns- húss er Þóra Leósdóttir, til vara Sveinn Markússon og nýir menn \ félagsheimilisnefnd eru Ólafur Hjálmarsson og Vilhjálmur Asgeirsson. Útrás og Nýr Hafnarpóstur Fjölmiðlafundur var haldinn í haust og rædd málefni Útrásar, íslenska útvarpsins hér í borg, og Nýs Hafnarpósts, sem íslenzku félögin tvö gefa út. Útrás sendir einu sinni í viku vetrarmánuðina, þ.e. á laugardagskvöldum frá kl. 20—21. Utsendingar hafa tekizt vel og aukið skilning og frétta- streymi manna á meðal. Nú hefur Ögmundur Jónasson fréttamaður, fulltrúi íslenska sjónvarpsins hér, haldið námskeið fyrir fjölmiðla- fólkið og þótti það takast prýði- lega. Þau, sem starfa við Útrás, eru 15 talsins og skiptast í hópa og eru tengiliðir hópanna: Helena Ragnarsdóttir, Kristrún Leifs- dóttir og Amar Ingólfsson. Nýr Hafnarpóstur tók við af blaðinu Þórhildi sem málgagn fé- laganna. Hafa duglegir sjálfboða- liðar unnið að því eins og öðmm félagsstörfum og er aðalumsjón- armaður þess nú Helena Mjöll Jóhannsdóttir. Nú eru send út stutt fréttabréf með tilkynningum milli þess sem sjálfur Hafnarpóst- urinn kemur út. Erindi um skurðað- gerð Dr. med. Jón G. Hallgrímsson, sem dvalið hefur í fræðimannsí- búðinni í Jónshúsi undanfama mánuði ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Þorvaldsdóttur borgar- bókaverði, flutti erindi í félags- heimilinu 20. nóvember sl. að beiðni námsmannafélagsins. Nefndi hann erindi sitt „Að gang- ast undir skurðaðgerð". Fjallaði hann um upphaf og þróun skurð- lækninga og greindi frá sérfræð- inámi í skurðlækningum á Islandi. Að lokum lýsti hann undirbúningi sjúklings fyrir skurðaðgerð, fjall- aði um skurðaðgerðina sjálfa, tilgang hennar, markmið og af- leiðingar. Urðu ijörugar umræður að erindinu loknu. Dr. Jón G. Hallgrímsson starf- aði í mörg ár í Svíþjóð, m.a. í Lundi óg Helsingborg, og síðan á Landspítalanum í 13 ár, en vinnur nú mest við vísindarannsóknir. Hér hefur hann unnið að rann- sóknarverkefni um carciroid-æxli á íslandi tímabilið 1955—1984. 1. des. hátíðahöld námsmannaf élagsins Fullveldisdagsins var minnzt hér í Jónshúsi með samkomu FÍNK laugardaginn 28. nóvem- ber. Ögmundur Jónasson frétta- maður hélt hátíðarræðuna, séra Ágúst Sigurðsson flutti frásögu- þátt, Hans Unnþór Ólason las ljóð og félagar úr hljómsveitinni Skrið- jöklum sungu. Þá léku systkinin Þorleikur og Hildur Jóhannesar- böm á trompet og píanó. Um kvöldið var fjörugur 1. des. dans- leikur við Bispetorv, þar sem hljómsveitin Skriðjöklar frá Akur- eyrj lék við mikinn fögnuð gesta. Á þriðjudagskvöld, 1. desem- ber, efndi námsmannafélagið aftur til samkomu og hélt Ólafur Einarsson píanóleikari þar tón- leika við hrifningu áheyrenda. í slendingaf élagið í Kaupmannahöfn Á aðalfundi íslendingafélagsins flutti formaður þess, Bergþóra Kristjánsdóttir, skýrslu stjómar og sagði frá störfum á árinu, sem vom með hefðbundnum hætti. Formaður bókasafnsnefndar, Kristín Oddsdóttir Bonde, greindi frá málefnum þess, en þar hefur mikið verið unnið að endurbótum á árinu, allt í sjálfboðavinnu og raunar víðar í Húsi Jóns Sigurðs- sonar. Félagsheimilisnefnd, sem í em fulltrúar' beggja íslensku félag- anna, hefur átt fmmkvæði að tækjakaupum til heimilisins. Hafa verið keypt myndsegulband, út- varp með stuttbylgju til að ná Útvarp Reykjávík og hljómflutn- ingstæki. Formaður félagsheimil- isnefndar er Guðrún Valdimars- dóttir. Hefur fjöldí gesta aukist mjög undanfarið. Félagar íslendingafélagsins em um 800 talsins. Tveir stjórnar- menn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og er stjórnin nú þann- ig skipuð: Bergþóra Kristjáns- dóttir formaður, Guðrún Valdimarsdóttir varaformaður, Jón Svavarsson gjaldkeri, Sigrún J. Bmnhede spjaldskrárritari, Guðrún Eiríksdóttir, Guðrún Fins- en og Arnar Ingólfsson meðstjórn- endur. — G.L. Ásg. V atnsendakj úkl- ingnr — Hollusta eftir Ingimund Bergmann í Morgunblaðinu 13. desember á bls. 2 er frétt með fyrirsögninni „Kjúklingar auglýstir þrátt fyrir sölubann". Þar eð frétt þessi snert- ir undirritaðan talsvert og ekki síður vegna þess, að blaðið hafði ekki fyrir því að hafa samband við mig áiður en hún var birt, þá sé ég mig tilknúinn að gera nokkrar athuga- semdir við hana. Blaðið hefur áður flutt fréttir af máli þessu, en aldrei kynnt sér það frá báðum hliðum. Hélt ég þó að það væri grundvallar- regla góðs fréttamiðils að flytja fréttir þannig að þær væm ekki einhliða og að sem flest sjónarmið kæmu fram. Rétt er að taka fram að Mbl. er ekki eitt undir þessa sök selt, fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur viðhaft sömu vinnubrögð í máli þessu og er það að mínu máti jafn ámælisvert. í fréttinni er haft eftir Halldóri Runólfssyni að ég verði kærður ef ég sendi frá mér kjúklinga á mark- að. Mér sýnist af þessu að Halldór muni hafa nóg að gera á næst- unni, því fulltrúi Hollustuvemdar kennir það í Hótel- og veitingaskól- anum að 50% af kjúklingum á markaðnum séu með salmonellu. Nú er það þannig að Vatnsenda- kjúklingur hefur ekki verið á markaði að undanfömu, og þó svo hefði verið þá er langt frá að fram- leiðsla á honum komist nálægt því að vera fyrmefnd 50% af heildar- framleiðslu kjúklinga í landinu. En „Ef menn sjást á ferli í Reykjavík með gas- grímu fyrir andlitinu, þá er svo sem hægt að geta sér til um hverjir þar séu á ferð.“ spurningin er, yfir hvað er Halldór og félagar í Hollustuvernd að hylma, hvers vegna þessar atvinnu- ofsóknir gegn okkur og hverjum er verið að þjóna? Til upplýsingar fyrir lesendur og viðskiptavini okkar er rétt að segja frá því að við rannsóknir á stofn- fuglum á Vatnsenda (480 fuglar, rúmlega 300 sýni) tókst ekki að fínna salmonellu. Ennfremur að kjúklingum frá Vatnsenda er slátr- að í öðru af fullkomnustu alifugla- sláturhúsum landsins, sem stenst m.a. strangar kröfur Bandaríkja- manna. Það er rétt sem segir í frétt Mbl. að „talið var“ að matarsýking hefði orðið af kjúklingunum í júlí síðastliðnum. Hins vegar er löngu sannað að svo var ekki. Hollustu- vernd hafði ekkk fyrir því að rannsaka hvaðan sýkingin var kom- in. M.ö.o. upphlaup Hollustuvemdar var ástæðulaust, eins og þeir hefðu hugsanlega getað sagt sér sjálfir, þar eð þeir hafa vitað um Salrnon- ellu Thompson í kjúklingunum árum saman og engar athuga- semdir gert. Dálítíð er það merkilegt að Hall- dór skuli þá fyrst uppgötva skað- semi Vatnsendakjúklinga er hann hefur látið þjóðina eta mörg hundr- uð þúsund máltíðir af þeim, og það án þess að sú sérstæða tilrauna- starfsemi bæri nokkurn árangur. Þ.e. að saklausir neytendur fengju af þeim matarsýkingu, því ekki er vitað um eitt einasta tilfelli af mat- arsýkingu, sem rekja má til Vatnsendakjúklinga. Reyndar er það svo, að ég tel flest benda til að neytendur hafi mun meiri þekk- ingu á þessum hlutum en þeir hollustuverndarmenn. Og heldur er nú farið að harðna á dalnum hjá þeim Halldóri og félögum þegar nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum ljóstra því upp, að salmonellur finn- ist m.a.s. í loftinu sem við öndum a<T okkur. Ef menn sjást á ferli í Reykjavík með gasgrímu fyrir and- litinu, þá er svo sem hægt að geta sér til um hverjir þar séu á ferð. Ég hef orð yfirdýralæknis fyrir því að kjúklingana eigi að selja, og skyldi engan undra þó að hann leggi ekki til að gæðavöru eins og þess- ari verði hent á haugana. Það get ég upplýst að til þess manns ber ég margfalt meira traust en þeirra hollustuvemdarmanna allra saman- lagt. Þeir fjölmörgu sem bíða eftir afgreiðslu pantana mega eiga von á að þær verði afgreiddar á næstu dögum, hvað sem líður jóla-tauga- titringi Halldórs. Við munum kappkosta að þjóna viðskiptavinum sem best við getum hér eftir sem hingað til. Ég vil að endingu þakka þeim þá tryggð og það traust sem þeir hafa sýnt okkur allan þann tíma sem mál þetta hefur staðið yfir. Höfundur erkjúklingabóndi. Vel heppnuð mat- reiðslubók fyrir böm _________Bækur________________ Sigrún Davíðsdóttir Ánægjustundir í eldhúsinu. Umsjónarmenn Anna Gísladóttir og Bryndís Steinþórsdóttir hús- stjórnarkennarar. ísafold 1987. í tilefni af 110 ára afmæli ísa- foldarprentsmiðju var auglýst í ísafold eftir uppskriftum frá böm- um, 10 ára og eldri. Úr þeim hafa svo verið valdar uppskriftir, nokkr- um bætt við og gefin út þessi matreiðslubók bamanna með 110 uppskriftum. Uppskriftirnar skiptast í nokkra kafla, Drykkir, Kaldir réttir og grænmetisréttir, Heitir réttir, Avaxtasalöt og ábætisréttir og Bakstur og sælgæti. Auk þeirra em fræðandi kaflar um innkaup, góð ráð, hollustuþankar, ábendingar um mál og vog, kaflar um garðveislu, nesti og síðan en ekki síst um ör- yggi og slysahættur. Bókin ber það því með sér að hún er vel hugsuð og útfærð, meira heldur en bara uppskriftasamtíningur, og það gef- ur henni aukið gildi. Varla spurning um að hún er hentugur inngangur í matargerðina fyrir áhugasöm börn. Uppskriftirnar bera það margar hveijar með sér fyrír hvaða aldurs- hóp þær eru ætlaðar, en það er þó snöggtum meira þama heldur en bara svaladrykkir, pylsuréttir og sætmeti úr morgunverðarkorni. Þarna er meira að segja framsækin og vel útfærð uppskrift af fíflasal- ati, girnilegt kryddbrauð og lysti- legt ávaxatahlaup úr góðum safa og ávöxtum. Gott úrval af græn- metissalötum er þarna. líka. Bókin er vel frágengin, lipur í höndum því hún er á gormi, upp- setningin skýr og skipuleg, í fljótu bragði sá ég ekki nema eitt atriði sem kynni að vera villa: skyldi Coco pops ekki egia að vera Coco puffs? Reyndar er þessi matartegund og aðrar skyldar ekki skemmtilegt hrá- efni, en það þýðir lítt að argast út í slíkt, því þetta virðist falla í bragð- lauka æskunnar. En líka ágætt að þarna er ekki yfírþyrmandi mikið af þessari vafasömu hollustu, að því er margir álíta. Myndirnar virð- ast aðlaðandi fyrir þau böm, sem hafa skoðað bókina hjá mér. Og uppskriftimar höfðuðu mjög til þeirra, ekki bara sætmetið heldur líka hitt. Það virðist því vera óhætt að mæla með bókinni. Hún ætti að geta lokkað börnin til að feta sig inn á óravegu matar- gerðarinnar. ALrr ÁHREINU MEÐ &TPK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.