Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 83

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 83 Oþolandi ástand í miðbænum Kæri Velvakandi. Mig langar til að vekja máls á því neyðarástandi, sem ríkir hér í miðborginni um helgar. Ég bý við Lækjargötuna og við liggur, að ég verði að flýja heimili mitt aðfara- nótt laugardags og sunnudags. Þegar ég nú er að skrifa þetta bréf eru rúðuísetningarmenn að setja nýja rúðu í glugga fyrirtækis míns að föstudagsnótt liðinni. Eft- ir því sem þeir segja voru sa. 10 rúður brotnar þessa nótt. Þetta er ekkert einsdæmi því svona gengur þetta fyrir sig hverja helgi. Er ekkert hægt að gera? Er lögreglan búin að gefast upp á löggæslunni? Mig langar til að koma þeirri tillögu á framfæri, að sjónvarpsvéí- um verði komið upp á ýmsum stöðum þar sem álagið er mest og þær verði síðan tengdar við tæki miðbæjarlögreglunnar. Þannig væri hægt að koma upp um söku- dólga en eftir því sem ég hefi komist næst er þetta fámennur hópur pörupilta, sem fela sig í fjöldanum. Ástandið fyrir íbúa miðbæjarins er orðið óþolandi ekki síður en verslunareigendur. Ef lögreglan treystir sér ekki til að ráða við þennan vanda sé ég ekki fram á annað, en loka verði miðbænum um nætur yfir helgar. Nú stendur til að opna 600 manna diskótek í Nýja bíó-húsinu á næstunni. Hvernig treysta borg- aryfirvöld sér til að leyfa slíka starfsemi í miðbænum, þar sem lögreglan hefur svo til gefíst upp á löggæslu. Lengi getur vont versnað. 2665-3673 Yíkverji skrifar Jónas Pálsson rektor Kenn- araháskóla íslands ritar grein hér í blaðið síðastliðinn föstudag til að mælast til þess við fjárvetingavaldið, að veitt verði fé í því skyni að gera við skólahús Kennaraskólans við Laufásveg. Víkveiji er sammála Jónasi Pálssyni; við svo búið má ekki standa. Það er óveij- andi að láta þetta hús grotna niður með þeim hætti sem gert hefur verið. Er útlit þess öllum til skammar, sem hafa staðið í vegi fyrir eðlilegu viðhaldi á því. Þá vill Víkveiji vekja sérstaka athygli á hirðuleysinu um garð hússins. Þeir sem leggja leið sína þangað sjá, að af garðinum hef- ur einhvem tíma verið mikil prýði og honum hefur verið sinnt af alúð og natni. Nú er hann í niðumíðslu. Ættu yfirvöld, sem bera ábyrgð á skólahúsinu að semja við yfirstjórn ríkisspítal- anna um að garðyrkjumenn þeirra tækju að sér að hirða garðinn við skólahúsið. Á sumri hveiju ráða ríkisspítalarnir fólk til að annast lóðina umhverfis Landspítalann og ætti því ekki að verða skotaskuld úr að endur- rækta garðinn við skólahús Kennaraskólans við Laufásveg. XXX egar Víkveiji var að skrifa þessar línur komu honum til hugar orð kunningja síns á dögunum, sem sagði, að sér virt- ust stjórnmál í landi okkar helst snúast um hús. Stjómmálamenn væm hættir að deila um annað en hús. Það væri engu líkara en ágreiningur um skoðanir eða hugmyndir væri úr sögunni. Þessu til sönnunar benti viðmæl- andi Víkveija á deilurnar um ráðhús í Reykjavík, hvellinn út af flugstöð Leifs Eiríkssonar og nöldrið vegna Kringlunnar. Víkveiji fellst á þessa athuga- semd og minnir á, að deilurnar um húsnæðismálafmmvarpið hafa næstum hrakið Jóhönnu Sigurðardóttur úr ráðherra- stólnum og geta hæglega gert á næstu dögum, ef hún stendur við sfóm orðin og þingmenn taka ekki tillit til þeirra tímaskil- yrða, sem hún hefur sett. Líklegt er að síðustu dagana fyrir jól eigi þingmenn eftir að ræða töluvert um fjárframlög til nýrra húsa á vegum Alþing- is. Hefur útliti þeirra verið breytt frá því að þau vom fyrst kynnt án þess að vekja mikla hrifingu, svo að vægt sé til orða tekið. Er ekki að efa að á þess- um tímum húasaáhuga verður náið fylgst með því, hve háum fjárhæðum verður varið til hins nýja þinghúss í fjárlögum næsta árs og hvaða kröfur þingmenn gera til yfirstjórnar þeirra fram- kvæmda í ljósi harkalegra ummæla margra þeirra um það, hvernig staðið var að smíði flug- stöðvar Leifs Eiríkissonar. Væri sannarlega æskilegt, að Alþingi sjálft hefði forgöngu um þannig skipulag á yfirstjórn fram- kvæmda, að óaðfinnanlegt þætti. XXX A Adögunum var Víkveiji að koma til landsins um hina glæsilegu, nýju flugstöð okkar. Vélin lenti ekki fyrr en eftir miðnætti þannig að engir aðrir farþegar vom að sækja töskur sínar en ferðafélagar Víkveija. Þrátt fyrir það brá svo við að skortur var á kerrunum, sem farþegar nota til að aka far- angri sínum í gegnum tollinn og út á hlað flugstöðvarinnar. Við eftirgrennslan hefur Víkveija verið sagt, að Flugleið- ir eigi sem rekstraraðili flug- stöðvarinnar að sjá um þessar kerrnr. Er hér með skorað á þá að kippa þessu einfalda atriði í liðinn. tt KAér er íLla. vi5 o& fá sápu » augan, ef þú parfb ■endiLc^a. a2> u HÖGNI HREKKVlSI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.