Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 84

Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 SUND / EVROPUBIKARKEPPNIN Sovétríkin og A-Þýskaland sigruðu SOVÉTMENN urðu Evrópubik- armeistarar í sundi 1987 í karlaflokki og Austur-Þjóðverj- ar í kvennaflokki. Evrópubikar- keppnin fór fram í Mónakó um síðustu helgi og var keppt í 25 metra laug. Sovéksa karlaliðið hlaut samtals 249 stig. Austur-Þjóðvejrar komu næstir með 210 og Englend- ingar í þriðja með 171 stig. Vestur- Þjóðverjar, sem gerðu sér von um sigur, höfnuðu í fjórða sæti með 166 stig. Austur-þýska kvennaliðið hafði mikla yfirburði og vann gullverð- laun í 12 greinum af 14 og hlaut samtals 282 stig. Hollendingar urðu í öðru sæti með 213 stig og Vestur- Þjóðvejrar í þriðja með 212 stig. Sovéska karlasveitin náði besta tíma sem náðst hefur 4 X 100 m skriðsundi í 25 metra laug. Synti á 3.15,07 mín. og bætti tíma banda- rísku sveitarinnar frá því 1979 um tæpa sekúndu. Austur-þýska sveit- in synti einnig á betri tíma en gamla metið, 3.15,26 mín. Svíinn Anders Holmertz vann tvenn gullverðlaun á mótinu í 200 og 400 metra skriðsundi. Sovétmáðurinn Vadim Yaroshuk vann þrenn gull- verðlaun, í 200 og 400 m fjórsundi og 200 m baksundi. Michael Gross frá Vestur-Þýska- landi náði sér ekki á stirk. Varð annar í 200 m flugsundi og 7. í 100 m flugsundi. Svisslendingurinn Dano Halsall sigraði í 100 m flug- sundinu á 53,80 sek. en Gross synti á 55,07 sek og var langt frá sínu besta. Serge Zabolotnov frá Sovétríkjun- um sigraði í 100 og 200 m baksundi. 100 metrana synti hann á 55,08 sek og 200 metrana á 1.57,71 mínútum. Vestur-Þjóðveijinn Frank Hoffmeister varð annar í 200 og fjórði í 100 metrunum. Lars Sörensen frá Danmörku varð annar 100 m er hann synti á 55,33 sek. Austur-þýska kvennasveitin náði besta tíma sem náðst hefur í heim- inum í 4 X 100 m skriðsundi í 25 metra laug. Þær Sabina Schulz, Regina Dittmann, Katrin Meissner og Daniela Hunger syntu á 3.41,54 mínútum og bættu eldra metið, sem austur-þýsk sveit setti 1983, um 20/100 hluta úr sekúndu. Birte Weigang vann flest gullverð- laun í kvennaflokki, eða fern. Hún sigraði í 100 og 200 m flugsundi, 100 m baksundi og var í sigursveit A-Þjóðveija í 4 X 100 m fjórsundi. FRJÁLSAR FRÍ gefur út tímarit Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) hefur hleypt af stokkun- um tímariti um frjálsíþróttir og ber þaö heitið „Tímarit um FRJALSAR". SM eð útkomu þessa blaðs r er brotið blað í sögu ^álsíþróttasambandsins. Er það liður í þeirri viðleitni stjórnar sam- bandsins að treysta innviði hreyf- ingarinnar,“ segir í formála Agústar Asgeirssonar, formanns FRÍ, að ritinu. Ætlunin er að fijálsíþróttaritið komi út sex sinnum á ári og flytji viðtöl, fréttir af mótum og fleiru, sem viðkemur fijálsíþróttum. Meðal efnis í fyrsta tölublaði er viðtal við Erling Jóhannsson, sem setti ís- landsmet í 800 metra hlaupi í sumar, grein um Sergei Bubka, heimsmethafa í stangarstökki, grein um samanburð á árangri íslenzkra og annarra norrænna fijálsíþróttakvenna, greinar um þjálfunarmál o.fl. Ritstjóri tímaritsins er Gunnar Páll Jóakimsson. Verður ritið selt í áskrift og er tekið við áskriftar- beiðnum á skrifstofu FRÍ. USYOfT OFNHREINSIR Kröftugur ofnhreinsir með mjúkum sítrónuilm. Hreins- ar einnig emeleruð hellu- borð og stálhluti. TOHIBA ÖRBYLGJUOFNAR MEÐ DELTAWAVE DREIFINGU MEIRA EN SKREFI FRAMAR . ' V X, s,%,n * &N* * X, \ 9* m deltMvé Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTtlN 28, SÍMAR: (91) 1699S OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.