Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 2

Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmennur fundur með menntamálaráðherra í Verslunarskólanum Ekki ætlunin að steypa alla skólana í sama mótið Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá fundi menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, með nemendum í Verslunarskólanum í gær. MIKILL fjöldi nemenda Verslunar- skóla íslands sótti fund í skólanum í gær með Birni Bjamasyni mennta- málaráðherra. Umræðuefni fundar- ins var ný aðalnámskrá fyrir fram- haldsskólastigið, en ráðherra hefur kynnt drög að henni í framhaldsskól- um að undanförnu. Björn segir að fundurinn í Versl- unarskólanum hafi verið mjög gagn- legur. Gott tækifæri hafi gefist til að leiðrétta misskilning, sem virst hafi ofarlega í huga margra nemenda. „Það er ekki rétt að ætlunin sé að steypa alla skóla í sama mótið með nýrri námskrá. Skólar geta eftir sem áður haldið sérstöðu sinni á ýmsan hátt. Hins vegar verða gerðar mark- vissari kröfur til bóknámsins og ekki síður til starfsnámsins," segii- Bjöm. Samræmd próf valda misskilningi Hann leggur áherslu á að ekki sé með nýrri námskrá verið að reyna að útrýma bekkjakerfinu. „Þótt skólar hagi skipulagi sínu samkvæmt nýrri námskrá er ekki þar með sagt að sérkennum þeirra þurfi að varpa fyr- ir róða.“ Björn segist merkja það að hug- myndir um samræmt próf á fram- haldsskólastigi hafi valdið misskiln- ingi; sumir tengi þær samræmdu prófunum í grunnskólum. „Það er af og frá. Við ætlum ekki að endurtaka þau próf. Hins vegar hefur um tíma verið Ijós ákveðin þörf fyrir frekari mælitæki á árangur einstakra skóla í nokkrum námsgreinum," segir hann og bætir við að ekki hafi verið tekin ákvörðun um til hvaða aldurs þau munu taka. Samkvæmt lögum ber að HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra leggur í vikunni fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir breytingum á rekstri Leifs- stöðvar á Keflavíkurflugvelli í þá veru að stofna hlutafélag um rekst- urinn. í frumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir að breyta Leifsstöð í hluta- félag en í því eru engar heimildir til að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Halldór segir þó ekki útilokað að til þess komi í framtíðinni en þá þurfi að koma til sérstakar heimildir Alþing- is. Að sögn Halldórs mun ríkið eiga öll hlutabréf í Leifsstöð. Utanríkis- ráðherra skipar þá stjórn flugstöðv- arinnar sem mun starfa á ábyrgð eigendanna. hefja framkvæmd þeirra skólaárið 2003-2004. Þetta hafi m.a. verið rætt á fund- um með nemendum og kennurum Verslunarskólans í gær. Ahyggjur af sérstöðu V erslunar skólans Ingólfur Snorri Kristjánsson, for- seti nemendafélags Verslunarskól- ans, tekur undir að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur. „Nemendur fjölmenntu og spurðu ráðherra spjörunum úr,“ segir hann. „Við höfum einkum áhyggjur af því að sérstöðu Verslunarskólans sé teflt „Við töldum síðastliðið sumar, að undangengnum athugunum á mál- inu, að nauðsynlegt væri að fara út í skipulagsbreytingar á Leifsstöð enda er reksturinn orðinn mjög um- fangsmikill. Það er nauðsynlegt að koma rekstrinum undir stjóm sem hefur þekkingu á honum,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Halldór sagði að ekki myndi koma til neinna uppsagna starfsfólks í kjölfar breytinganna en bendir hins vegar á að þörf íyrir starfsfólk ætti að aukast á næstunni vegna stækk- unar Leifsstöðvar. Fundur ráðherra með starfsfólki verður haldinn í dag, þriðjudag, þar sem málið verður kynnt. í tvísýnu. Hér hafa verið til staðar brautir sem ekki standa til boða ann- ars staðar, t.d. viðskipta- og hag- fræðibraut, og við óttumst að fög innan þeirra muni eiga undir högg að sækja þegar tekin verða upp sam- ræmd próf í hefðbundnum bóknáms- greinum.“ Ingólfur bendir á að Verslunar- skólinn hafi verið vel sóttur hin síð- ustu ár og færri komist að en vildu. „Nemendum úr skólanum hefur gengið vel í háskólanámi og í sann- leika sagt viljum við sem minnstu breyta. Versló er góður eins og hann er,“ sagði Ingólfur. Sækir 30 framhaldsskóla heim Fundurinn í Verslunarskólanum í gær var liður í fundaherferð um landið, en menntamálaráðherra hef- ur á undanfömum vikum heimsótt 27 skóla á framhaldsskólastigi út um allt land og rætt við nemendur þeirra og kennara. Aðeins þrír skólar era eftir; í Vestmannaeyjum, Neskaup- SUÐURVERK hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í fyrsta áfanga Norðausturvegar á Tjörnesi. Til- boðið hljóðaði upp á tæpar 107 milljónir kr. sem er 49 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Verkið sem Vegagerðin býður nú út felst í endurlagningu á 9,7 km löngum kafla frá Hringveri að Breiðuvík. Verkinu skal að fullu stað og á ísafirði, en heimsóknum til þeirra var frestað vegna veðurs. Ger- ir ráðherra sér vonir um að geta sótt skólana heim í næstu viku. Svo umfangsmikil ferð hefur ekki áður verið farin á vegum ráðuneytis- ins og Björn neitar því ekki að um mikið verkefni sé að ræða. „Vissu- lega hefur þetta verið mikil vinna, en um leið skemmtileg," segir hann. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að kynnast sjónarmiðum fólks við margskonar aðstæður og raunar beinlínis nauðsynlegt svo unnt sé að inna af hendi eðlilegt þróunarstarf í skólakerfinu. Vissulega verður það alltaf svo að menn hafi ólíkar skoðan- ir á einstökum málum og greini á um forgangsröðun. Það hefur orðið mikil breyting á þjóðfélaginu undanfarin ár og ekki gengur að mótmæla nýj- um hugmyndum aðeins vegna þess að um breytingar sé að ræða. Það er til marks um ástæðulausan ótta að vilja ekki nýta sér tækifæri breyting- anna,“ sagði Björn ennfremur. lokið 15. júlí á næsta ári. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar hljóðaði upp á 155,9 milljónir kr. Tólf verktakar buðu og voru til- boðin á bilinu frá 106,8 milljónum, sem Suðurverk bauð, og upp í tæp- ar 232 milljónir kr. Næstlægsta boðið átti Arnarfell ehf. á Akur- eyri, 110,7 milljónir, og Klæðning ehf. í Garðabæ átti þriðja lægsta boð, 115,4 milljónir kr. Milljón í neyðar- aðstoð í Mósambík HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur ákveðið að senda eina milljón króna til neyðaraðstoð- ar í Mósambík. Alþjóðaneyðar- hjálp kirkna, ACT, sem Hjálp- arstarf kirkjunnar er aðili að, ver fénu til aðstoðar um átta þúsund fjölskyldum sem fá matarpakka og neyðarpakka með áhöldum til heimilishalds og gerðar skýla og útsæði. Starfið er skipulagt í nánu samráði við yfirvöld í Mósam- bík og aðrar hjálparstofnanir. Hjálparstarf kirkjunnar hefur starfað um árabil í Mósambík og einkum stutt vatnsöflun en einnig leiðtogaverkefni meðal kvenna, uppeldis- og félags- starf í fátækrahverfi í höfuð- borginni Mapútó og hefur H.k. ákveðið að leggja 1,5 milljónir króna í slík verkefni í ár. „Mikið er lagt upp úr því að hvetja íbúa til að greina þarfir sínar og sýna frumkvæði í upp- byggingu," segir m.a. í frétt frá H.k. „Fólkið leggur sjálft til alla vinnu en nýtur aðstoðar við efniskaup, skipulagningu og tæknivinnu. Greinilegur munur er á því frumkvæði sem fólk sýnir og getu til að leysa vandamál nú eða þegar kirkj- an hóf störf í landinu.“ Lakari afkoma Samherja hf. HAGNAÐUR Samherja hf. árið 1999 nam 200 milljónum króna, en var 706 milljónir árið áður. Ástæður lakari afkomu eru fyrst og fremst raktar til mjög slakrar afkomu DFFU, dótturfélags Samherja GmbH í Þýskalandi. Rekstrartekjur Samherjasam- stæðunnar voru 8.887 milljónir króna á liðnu ári, en voru 9.465 millj- ónir króna árið áður og rekstrar- gjöld voru 7.620 milljónir króna en voru 7.757 milljónir ki'óna árið 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir tekju- og eignaskatt nam 77 milljónum króna en var 589 milljónir á árinu 1998. Veltufé frá rekstri sam- stæðunnar var 881 milljón króna en var 1.397 milljónir króna árið áður. ■ Afkoma/21 --------------- Arekstur í Hveragerði HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Breiðamerkur og Heiðmerk- ur í Hveragerði í gærkvöld þegar bifreið var ekið í veg fyrir aðra. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hlaut minni háttar meiðsl. Þá var ein manneskja lögð inn á sjúkrahús eftir árekstur á Selfossi í gær en að auki bárust lögreglunni tilkynningar um þriðja áreksturinn og eina útafkeyrslu. Hlutafélag stofn- að um rekstur Leifsstöðvar Útboð vegarins um Tjörnes Lægstu tilboð undir kostnaðaráætlun Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is •• 13BUB Heimili ■HUHi■ Ct 3 H Stúdentar og Þróttur Neskaupstað íslandsmeistarar í biaki/Bll Tólf ára stúlka íslands- meistari í fimleikum /BIO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.