Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLADIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Stúlkur frá Skautafélagi Reykjavíkur sýndu listir sínar. Gleðidagur hjá skautafólki Meðal erlendra gesta var listskautaparið Andrew Sea- brook og Tiffany Sfiskas. Áhorfendur ijölmenntu og skemmtu sér vel. Laugardalur FYRSTA listskautasýningin hér á landi var haldin í Skautahöllinni í Laugardal á laugardag. Fimm erlend- ir gestir tóku þátt í sýning- unni auk fjölda innlendra sýnenda. Áhorfendur fjölmenntu til að fylgjast með þessari vinsælu íþrótt í návígi en hingað til hafa flestir að- eins komist í tæri við list- danshetjur á sjónvarps- skjánum. Gestirnir voru listskauta- parið Andrew Seabrook frá Englandi og Tiffany Sfisk- as frá Bandaríkjunum; frá Tékklandi komu dansarinn Tomas Storm og ísdanspar- ið Martina Kvarckova og Ota Jandesjek. Skautafélag Reykjavíkur lagði til nokkra sýningar- hópa undir stjórn Olgu Baranovu. Meðal íslenskra sýnenda var þrefaldur Is- landsmeistari, Sigurlaug Árnadóttir. Skautasýningin var liður í vetraríþróttahátíð ÍBR í tilefni af því að Reykjavík er ein menningarborga Evrópu árið 2000. Almannavarnir og fjarskiptamiðstöð A lögreglu flytja í Slökkvistöðina Avinningurinn sá að hver styður annan Reykjavík SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur áformar nú að stækka Slökkvistöðina við Skógar- hlíð. Ætlunin er að ný fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar verið starfrækt þar og Al- mannavarnir ríkins hafa ósk- að eftir því að fá aðstöðu þar einnig. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, segir að margvíslegt hagræði felist í því að fjarskiptamiðstöð lög- reglu, almannavama og slökkviliðs sé á einum stað í tengslum við starfsemi Neyð- arlínunnar, sem nú er starf- rækt í húsnæði Slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri hefur leit- að eftir heimild borgarráðs til að hefja undirbúning að við- byggingu við þann hluta Slökkvistöðvarinnar sem nú hýsir Neyðarlínuna ehf. Ætl- unin er að byggja 155 fer- metra viðbyggingu á tveimur hæðum, alls 310 fermetra. Þá hafa verið unnar frumhug- myndir að byggingu þriðju hæðar og turns, þar sem gert er ráð fyrir að Almannavarnir ríkisins fái skrifstofuaðstöðu. Hrólfur segir að fyrirhuguð stækkun tengist fyrst og fremst nýja fjarskiptakerfinu TETRA, sem að lögreglan og slökkviliðið eru sameiginlega með. Kerfið nær austur yfir Þjórsá, upp í Hvalfjörð og um öll Suðurnesin og hyggst lög- reglan með tilkomu þessrar nýju tækni koma á einni sam- eiginlegri fjarskiptamiðstöð fyrir lögregluembættin í Reykjavík, Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Selfossi, Akranesi og Borgarnesi, sem rekin yrði í tengslum við Neyðarlínuna. Þegar þetta lá ljóst fyrir var ákveðið að kanna hvort Almannavamir ríkisins hefðu áhuga á að vera með, þar sem sameiginleg almannavarna- nefnd Reykjavíkur, Seltjarn- arness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu verða þai-na með bækistöð. Niðurstaðan varð sú að Almannavarnir sækjast nú eftir því að komast einnig inn í Slökkvistöðina. Hug- myndin er að stjórnstöð þeirra verði í kjallara nýju viðbyggingarinnar, en að skrifstofur verði á fyrirhug- aðri þriðju hæð, sem ætlunin er að byggja ofan á núverandi skrifstofur Slökkviliðsins. Upplýsingastreymi verður skilvirkara ,Á-VÍnningurinn af þessu er auðvitað sá að þá styður hver annan. í útköllum slökkviliðs og lögreglu er oft mjög náin samvinna á vettvangi og því gefur auga leið að það getur verið þægilegra að hafa sam- eiginlega fjarskiptamiðstöð, þar sem hver getur stutt ann- an. Þá verður allt upplýsinga- streymi miklu skilvirkara, og það er t.d. gert ráð fyrir að ákveðin boðmiðlun til lög- reglubílanna flytjist úr hönd- um lögreglunnar til Neyðar- línunnar. Þegar tilkynnt er um slys í dag, þá boðar Neyðalínan út sjúkrabíl og slökkvibíl ef með þarf, en síð- an þarf að gefa símtalið til lögreglunnar. Það hefur tafið svolítið fyrir lögreglunni, en við þessar breytingar mun Neyðarlínan boða út bæði lið- in jafnt,“ segir Hrólfur. Að sögn Hrólfs tengist stækkun Slökkvistöðvarinnar ekki beint hugsanlegri sam- einingu slökkviliðanna á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki er ennþá Ijóst hvort af þeirri sameiningu verður, en sveit- arfélögin sem nýta sér þjón- ustu þeirra hafa skipað starfshóp sem þessa dagana er að fara ofan í saumana á kostum og göllum á samein- ingu liðanna. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta í lok apríl. Snjólosun í Elliðaár hætt Elliðaár GATNAMÁLASTJÓRI hef- ur ákveðið að hætt verði að losa snjó í Elliðaárnar. Þessi ákvörðun er tekin í framhaldi af umræðunni um lífríki Elliðaánna og hugsanleg skaðleg áhrif ofanvatns af um- ferðargötum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem blaðinu barst frá Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. „Allri snjólosun í vesturál Elliðaáa er nú hætt og hafa starfsmenn borgarinnar einnig, eins og kostur er, reynt að koma í veg fyrir að aðrir losi í árnar.“ „Því miður liðu nokkrir dagar áður en fyrirmælin skil- uðu sér til allra þeirra aðila sem hreinsa snjó á vegum borgarinnar," segir í fréttinni en hún er send út í framhaldi af því að fjallað var um snjó- losunina í veiðiþætti Morgun- blaðsins síðastliðinn sunnu- dag. I fréttinni er vísað til þess að laxveiðimenn hafi bent á að Elliðaárnar og dalurinn séu ein af náttúruperlum Reykja- víkur. „Reykjavíkurborg hef- ur, í kjölfar rannsókna sem gerðar hafa verið á ánum, leit- að leiða til þess að skapa laxa- stofninum viðgang. Það er einlægur vilji borgaryfirvalda að Elliðaárnar verði áfram skart borgarinnar og takast megi að viðhalda laxastofnin- um. Ein af þeim leiðum sem farin hefur verið er að hætta allri snjólosun í árnar og ef til einhverra hefur sést nýverið í þeim erindagjörðum má vænta þess að við aðra sé að sakast en gatnamálastjóra.“ Ályktun SAMKÓPS Foreldrar eru vannýtt auðlind í skólastarfínu Kópavogur SAMKÓP, samband foreldra- félaga og foreldraráða við grunnskóla Kópavogs, telur að mikilvægt sé að endurskoða og bæta móttöku nýrra nem- enda og foreldra þeirra í grunnskólum Kópavogs, en hingað til hafi þetta verið gert með ómarkvissum hætti. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt vai’ á síðasta fulltrúaráðsþingi SAMKÓPS og send skólanefndum og skólastjórum í Kópavogi. í ályktuninni segir að það sé álit fulltrúaráðsþings SAM- KÓPS að allir skólar í Kópa- vogi eigi ár hvert að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra sex ára bama um upphaf skóla- göngu og uppeldismál. Bent er á að í aðalnámskrá segi að mikilvægt sé að „traust sam- starf sé milli heimila og skóla um skólastarfið í heild“ og jafnframt sé gert „ráð fyrir að foreldrar taki þátt í mótun skólasamfélagsins og vinni að því með kennurum og öðrum starfsmönnum skóla að koma markmiðum skólastarfs í framkvæmd." Foreldrum líður eins og óvelkomnum gestum í ályktun SAMKÓPS segir einnig að því sé stundum hald- ið fram að mörgum foreldrum líði eins og óvelkomnum gest- um þegar þeir komi í skóla bama sinna og að foreldrar séu illa nýtt auðlind í skóla- starfinu. Rannsóknir hafi sýnt að í skólum þar sem samstarf við foreldra er samfellt og gott skili nemendur mun betri námsárangri, agavandamál séu færri og líðan þeiiTa betri. Bent er á að samstarf for- eldra og skóla eigi ekki ein- ungis að byggja á almennum upplýsingum um skólahald heldur verði að vera um reglu- leg persónuleg samskipti að ræða, en mikilvægt sé að skapa þessi tengsl strax í byrj- un skólagöngu barnanna. Mismunandi lengd skólatíma Fleiri mál voru tU umræðu á fundi SAMKÓPS, til dæmis var rædd fyrirspum þeirra til skólanna og skólanefnda um hvort og hvenær foreldraráðin ættu að veita umsögn um drög að samningi um fjárhagslegt sjálfstæði og nýbreytni í skólastarfi. Kom fram að mis- munandi væri hvað skólarnir hefðu gert til kynningar og var óskað eftir því að skólayfirvöld beindu þeim tilmælum tU skól- anna að þeir framfylgi því sem stendur í aðalnámskrá um for- eldraráð, að þeim séu kynnt áform og áætlanir í skólamál- um. Á fundinum var einnig rædd mismunandi lengd skólatíma í Kópavogi en hún er talin skapa aðstöðumun, ekki síst hjá þeim foreldrum sem kaupa vist fyrir börn sín í dægradvöl og eru skólayfirvöld spurð að því hvað þau hyggist gera til að vinna að samræmingu og lengingu skólatíma. Fjöldi hlýddi á tónleika skólahlj ómsveitar Mosfellsbær G-700 manns létu illviðrið á sunnudag ekki á sig fá en mættu í íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ til að hlýða á leik Skólahljómsveitar Mosfells- bæjar. Hljómsveitin hefur starfað óslitið frá 1964 og um 100 börn og ungmenni taka þátt í starfinu. Langflest þeirra komu fram á tónleikunum. Eldri deild hljómsveitarinnar undirbýr á þessu starfsári tónleika- og skemmtiferð til Austurríkis og Italíu. Tónleikarnir á sunnudag voru m.a. haldnir í minningu Lárusar Sveinssonar, tromp- etleikara og fyrrverandi stjórnanda hljómsveitarinn- ar, sem starfaði með sveit- inni um 30 ára skeið, auk þess að sljórna kórum í bæn- um og eiga mikinn þátt í að efla tónlistarlíf bæjarins. Á tónleikunum komu fram, auk Skólahljómsveitarinnar, Reykjalundarkórinn, Hjördís Elín Lárusdóttir söngkona og Jón Sigurðsson trompet- leikari sem var um langt ára- bil samstarfsmaður Lárusar í Sinfóníuhljómsveit fslands. Skólahljómsveitin gaf á sfðasta ári út hljómdiskinn „I MosfeIlsbæ“ í samvinnu við sjö kóra í bænum. Morgunblaðið/Jim Smart Krakkamir í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar héldu tónleika á sunnudag en hljómsveitin gaf út geisladisk í fyrra og ætlar til Austurríkis og Italíu í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.