Morgunblaðið - 21.03.2000, Page 21

Morgunblaðið - 21.03.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 21 Afkoma Sam- herja lakari en gert var ráð fyrir ✓ Aformað að draga fyrirtækið út úr rekstri í Bandaríkjunum AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækis- ins Samherja hf. er mun lakari en gert var ráð fyrir. Hagnaður sam- stæðunnar árið 1999 nam 200 millj- ónum króna, en var 706 milljónir árið áður. Astæður lakari afkomu má fyrst og fremst rekja til mjög slakrar afkomu DFFU, dótturfé- lags Samherja GmbH í Þýskalandi, að því er fram kemur í frétt frá Samherja. Þar kemur einnig fram að félagið hyggst draga sig út úr rekstri í Bandaríkjunum á árinu. Rekstrartekjur Samherja-sam- stæðunnar voru 8.887 milljónir króna á liðnu ári, en voru 9.465 milljónir króna árið áður, og rekstrargjöld voru 7.620 milljónir króna, en voru 7.757 milljónir króna árið 1998. Reikningsskilaað- ferðir eru óbreyttar á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir tekju- og eignarskatt nam 77 milljónum króna, en var 589 millj- ónir á árinu 1998. Veltufé frá rekstri samstæðunnar var 881 milljón króna en var 1.397 milljónir króna árið áður. Veltufé frá rekstri móðurfélags var 1.027 milljónir króna. Heildareignir Samherja hf. í árs- Basis- bank.dk kynntur fjárfestum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKI Netbankinn, sem FBA hefur keypt hlut í, var kynntur á fjárfestingastefnu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Bankinn, sem fengið hefur heitið Ba.sisbank.dk, verður opnaður síðar á árinu, en umsókn um rekstrarleyf! til hans liggur fyrir danska fjármálaeftirlitinu að því er segir í Bersens Nyhedsmagasin í gær. FBA er stærsti hluthafinn í bankanum, ásamt dönskum fjárfest- um. Þeir sem hafa tekið sig saman um stofnun Basisbank eru fjórmenning- ar, sem áður störfuðu hjá McKinsey- ráðgjafarfyrirtækinu, A.P. Mpller- samsteypunni, PBS, sem er greiðslustofnun dönsku bankanna, og Den Danske Bank. Stofnframlag- ið er um 100 milljónir danskra króna, milljarður íslenskra króna. Þar hef- ur FBA lagt til 41 milljón danskra króna og BI Technology 35 milljónir. Síðastnefnda fyrirtækið er áhættu- sjóður Bankinvest, en það var á fjár- festingastefnu Bankinvest í gær sem bankinn var kynntur. I Borsens Nyhedsmagasin segir Lars Krull, framkvæmdastjóri Bankinvest, að helstu keppinautarn- ir séu ekki fyrst og fremst hefð- bundnir bankar, heldur netfyrirtæki eins og America Online og Microsoft. Sökum mikils vaxtar í netbönkum segist Krull líta á bankann sem góða fjárfestingu. Krull situr í stjórn Bas- isbank.dk. A stefnunni í gærkvöldi var rætt um fjárfestingar og sjósetningu nýrra fyrirtækja. Einn af þeim sem töluðu var Jeff Raikes, sem er þriðji æðstráðandi í Microsoft á eftir Bill Gates og Steve Ballmer. lok 1999 voru bókfærðar á 13.915 milljónir króna. Skuldir og skuld- bindingar námu hins vegar 9.257 milljónum króna og var því eigið fé félagsins í árslok 4.658 milljónir króna, en var 4.316 milljónir króna í árslok 1998. í árslok var eigin- fjárhlutfall félagsins 33,5%, en var 34,7% í lok ársins 1998. Veltufjár- hlutfallið var 1,09, en var 0,98 í árs- lok 1998. Erlend starfsemi gengur ekki sem skyldi Rekstur Onward Fishing Comp- any Ltd., dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, var í jafnvægi á árinu, að því er fram kemur í fréttinni. Hins vegar gekk rekstur dótturfé- lags Samherja GmbH í Þýskalandi, útgerðarfyrirtækið DFFU, afleit- lega á árinu. Samherji GmbH á 99% hlut í DFFU og var reksturinn mjög erfiður. Aflabrögð skipa DFFU voru almennt mjög léleg allt árið og til að mynda brugðust veið- ar í Barentshafi. Það hafði í för með sér mikið tekjutap fyrir félagið en fastur kostnaður þess er mikill. „Það er alveg ljóst að þessi nið- urstaða er, þegar á heildina er litið, engan veginn ásættanleg,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær. „Rekstur móðurfélagsins er að vísu í góðu lagi miðað við aðstæður. Þar á ég við að bæði sumar- og haust- vertíðin í loðnu brugðust, rækju- veiði var léleg og gengisþróunin var félaginu óhagstæð. Hins vegar náðu góð bolfiskveiði og hátt verð fyrir þær afurðir að vega að mestu leyti þar upp á móti. Ég er jafn- framt sáttur við þá fjármunamynd- un sem átti sér stað i rekstri móð- urfélagsins," segir hann. Þorsteinn Már segir hins vegar ljóst að erlend starfsemi Samherja hafi ekki gengið sem skyldi. „Við Samherji hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 8.887 9.465 -6,1% Rekstrargjöld 7.620 7.757 -1,8% Afskriftir 883 861 +2,6% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -307 -258 +19,0% Tekju- oq eiqnarskattar 106 182 -41.8% Aðrar tekjur og gjöld 215 269 -20,1% Hagn. án áhr. dóttur- og hlutd.fél. 186 676 -72,5% Áhrif dóttur- oq hlutdeildarfél. 14 30 -53.3% Hagnaður ársins 200 706 -71,7% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 13.915 12.447 +11,8% Eigið fé 4.658 4.316 +7,9% Skuldir 9.257 8.131 +13,8% Skuldir og eigið fé samtals 13.915 12.447 +11,8% Kennitölur og sjóðstreymi 13.915 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 33,5% 34,7% Veltufjárhlutfall 1,09 0,98 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 881 1.397 -36,9% afskrifuðum á árinu 1999 ríflega 100 milljónir króna vegna fjárfest- inga okkar í Bandaríkjunum og stefnum að því að losa okkur alfarið út úr rekstri þar,“ segir hann. Hann segir ennfremur ljóst að grípa verði til enn róttækari að- gerða en þegar hefur verið gripið til hvað varðar endurskipulagningu rekstrarins í Þýskalandi. „Við gerðum okkur vonir um að sú end- urskipulagning sem við höfum gert á rekstri DFFU síðustu misseri myndi skila sér í bættum rekstri á liðnu ári. Hins vegar voru afla- brögðin með eindæmum léleg á sama tíma og félagið ber mikinn fastan kostnað. Við vinnum að því að leita leiða til að draga eins og unnt er úr föstum kostnaði DFFU og gera félagið þar með betur í stakk búið til að bregðast við afla- samdrætti á borð við þann sem varð á liðnu ári. Það er alveg Ijóst að við viljum ekki standa frammi fyrir svo lélegri afkomu þessa dótt- urfélags okkar að ári liðnu,“ segir hann í tilkynningunni. Þokkalegar horfur fyrir yfirstandandi ár Þorsteinn Már segist telja horf- urnar fyrir yfirstandandi ár í heild sinni þokkalegar. „Það er að vísu ýmislegt sem getur haft áhrif á reksturinn til hins verra hjá Sam- herja eins og öðrum fyrirtækjum í þessari atvinnugrein. Ég nefni t.d. að afurðaverð á loðnu og lýsi er til- tölulega lágt og óvissa er um fram- vinduna í kjarasamningaviðræðum. Á hinn bóginn er verð fyrir bolfisk- afurðir hátt og markaðshorfur góð- ar. Loðnuveiðarnar hafa ennfremur gengið vel það sem af er ári, svo ég nefni ljósa punkta líka. Af framan- sögðu er ljóst að erfitt er að segja ákveðið til um rekstrarhorfurnar á yfirstandandi ári. Samherji er hins vegar sterkt og öflugt félag sem hefur tvímælalaust burði til að gera vel. Við munum einfaldlega gera okkar besta og sjá hverju það skil- ar,“ segir Þorsteinn Már. Jón Ottar Birgisson, sérfræðing- ur hjá íslenskum verðbréfum á Ak- ureyri, segir afkomu móðurfélags- ins að mörgu leyti viðunandi. „Tekjur dragast lítillega saman en gjöld gera það einnig. Fjármagns- liðir eru þó mjög óhagstæðir fyrir félagið sem útskýrir að öllu leyti verri afkomu móðurfélagsins árið 1999 en árið 1998. Afkoma dótturfélaga, þá sér- staklega í Þýskalandi, er hins veg- ar óviðunandi og veldur áhyggjum, þrátt fyrir að hún eigi sér mjög eðlilegar skýringar," segir Jón Ott- ar. Að hans mati er ekki hægt að reikna með að þorskveiðar muni glæðast á næstunni í Barentshafi og því skipti sköpum fyrir félagið að leysa það vandamál farsællega. „Félagið er hins vegar mjög vel í stakk búið til að taka á svona vandamálum, bæði kvótalega og stjórnunarlega, og því teljum við félagið góðan fjárfestingarkost til lengri tíma litið,“ segir Jón Óttar. Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn föstudaginn 7. apríl nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 7% arður til hlut- hafa á árinu 2000 fyrir rekstrarárið 1999. Landsteinar og Hugvit Rætt um sam- starf við önn- ur fyrirtæki Hugvit hf. og Landsteinar Internat- ional hf. eiga nú í viðræðum við inn- lend og erlend fyrirtæki um sam- starf og sameiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Islenska hug- búnaðarsjóðnum hf. en félögin eru tvö þeirra stærstu í eignasafni sjóðs- ins. Viðræðunum er ekki lokið, að því er fram kemur í tilkynningunni, og alls óvíst um niðurstöður þeirra sem reiknað er með að fáist á næstu vik- um. Gengi hlutabréfa Hugbúnaðar- sjóðsins hækkaði um 24,2% í kjölfar tilkynningar sjóðsins á Verðbréfa- þingi Islands í gær. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Islenska hugbúnaðarsjóðsins í gær en í tilkynningu frá sjóðnum er vísað til fréttatilkynninga Landsteina Int- ernational um að félagið stefni að frekari sameiningum og yfirtökum á næstunni. Markmiðið með því er að stækka og efla félagið eins og frekast er kostur og undirbúa þannig skrán- ingu Landsteina á alþjóðlegan hluta- bréfamarkað. Gengisað- lögun til að jafna sveiflur GENGISAÐLÖGUN tók gildi hjá Eimskipafélagi Islands í gær. Um aðlögun á gjaldskrá í innflutningi frá Evrópu er að ræða og ástæðan er áframhaldandi lækkun á gengi Evrópumynta. Við gengisaðlögun helst gjaldið óbreytt í íslenskum krónum en til- gangurinn er að jafna sveiflur sem verða milli einstakra mynta gagn- vart íslensku krónunni, að sögn Þórðar Sverrissonar, framkvæmda- stjóra flutningasviðs Eimskips. Eimskip lagaði gjaldskrá sína síðast að gengi evrópskra mynta um miðj- an febrúar og á síðasta ári var geng- isaðlögun gerð fjórum sinnum. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Sam- skipa, segir ljóst að gengi evrunnar hafi lækkað verulega frá áramótum og að möguleikinn á næstu gengisað- lögun hjá Samskip sé í skoðun. Sam- skip aðlagaði gjaldskrá sína að gengi Evrópumynta 15. janúar sl., og í mars og október á síðasta ári. Guð- mundur segir tilgang gengisaðlög- unar að tryggja sömu innkomu í ís- lenskum krónum, þrátt fyrir lækkun erlendra mynta. Hafnarfjarðarbær hefur fengið ný símanúmer! Aéalskrifstofur - fax Skrifstofa bæjarstjóra Umhverfis- og tæknisviÓ Félagsþjónustan Skólaskrifstofan Áhaldahús Vatnsveitan 58 55 500 58 55 509 58 55 505 58 55 600 58 55 700 58 55 800 58 55 670 58 55 665 Hafnari Itarleg símaskrá er á heimasíéu Hafnarfjaréarbæjar, www.hafnarfjordur.is ijipðafbmp jll Vil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.