Morgunblaðið - 21.03.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.03.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Mannrækt - Kenna þarf börnum að taka réttar ákvarðanir, að meta gildi heiðarleika og trausts. Skólinn er rétti vettvangurinn, sagði dr. Dwight Allen á ráðstefnu í Smáraskóla. Inga Rún Sigurðardóttir segir frá ráðstefnu sem fjallaði m.a. um siðfræðikennslu og siðvit nemenda. A skólinn að sjá um félagslegt uppeldi íslenskra barna? Bæði fróðir og góðir nemendur # „Tilfínningar eru eðlilegt viðfangs- efni uppeldis á heimili og í skóla.“ • Er skólakerfið of upptekið af fræðslu, of lítið af uppeldi? Morgunblaðið/Sverrir Nú ríkir bjartsýnna viðhorf gagnvart siðferðilegu uppeldi. Kristján Kristjánsson flytur erindi sitt í Smáraskóla. SIÐFRÆÐIKENNSLA í skólum og siðvit nemenda var mikið til umræðu í ráð- stefnu í Smáraskóla 4. mars síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunn- ar og jafnframt spurningin sem brann á vörum fyrirlesara var, „get- ur skólinn gert nemendur bæði fróða og góða?“ Fjöldi fyrirlesara var á ráðstefnunni, sem var vel sótt. Skólastjóri Smáraskóla, Valgerð- ur Snæland Jónsdóttir, var fundar- stjóri og flutti hún ávarp við upphaf ráðstefnunnar. Hún bauð forseta ís- lands, hr. Ólaf Ragnar Grímsson, sérstaklega velkominn, sem eins og svo margii- aðrir var þangað kominn ekki síst til þess að hlýða á fyrirlest- ur bandaríska prófessorsins dr. Dwight Allen. Valgerður tók fram að aðdragandann að ráðstefnunni mætti rekja til þess að hún og fimm aðrir Islendingai’ hefðu sótt nám- skeið í Bandaríkjunum á vegum al- þjóðlegra samtaka, sem kallast The Council for Global Education. „Þessi samtök vinna að því að efla alhliða þroska barna. Þau leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að þroska börn til þess að vera góð börn fyrst og fremst en því fylgir andlegt jafn- vægi og jákvætt viðhorf til lífsins,“ segir Valgerður. Þeir sem vilja fræð- ast um samtökin geta skoðað www.globaleducation.org heimasíð- una. Hún minntist sérstaklega á að áhugamannafélagið Mannrækt og forsvarsmaður þess, Böðvar Jóns- son, hefðu vakið athygli hennar á námskeiðinu. Tískufyrirbærið tilfinningar Dr. Kristján Kristjánsson, próf- essor við Háskólann á Akureyri, flutti erindi um siðvit. Hann minntist á þrískiptingu þroskans að hætti Aristótelesar, þ.e. bókvit, verksvit og siðvit. Hann sagði að Aristóteles myndi ekki vera ánægður með hversu mikil áhersla væri lögð á bók- vit á kostnað hinna þáttanna í nú- tímaskólum. Hann blés á skoðanir þeirra sem halda því fram að ekki sé hægt að kenna eitthvað eins afstætt og siðvit. „Innsti kjarninn er hinn sami í öllum mönnum. Tilfinningar eru eðlilegt viðfangsefni uppeldis á heimili og í skóla. Nú ríkir bjartsýnna viðhorf gagnvart sið- ferðilegu uppeldi. Einnig eru tilfinn- ingar orðnar að nokkurs konar tísku- íyrirbæri í fræðiheiminum samanber kenningar Goleman um tilfinningagreind og kenningar Gai’- dner um samskipta- og sjálfsþekk- ingargreind. Þetta á eftir að verða næsta stóra sprengjan í menntakerf- inu,“ segir Kristján. Efni fyrirlesturs Jóns Baldvins Hannessonar kennsluráðgjafa var City Montessori School (CMS) í Lucknow á Indlandi. Jón Baldvin fór í fimm vikna heimsókn í skólann haustið 1998 og heillaðist af þeim að- ferðum, sem þar eru notaðar. Þessi stærsti einkaskóli í heimi hefur náð sérlega góðum árangri. „Þótt hefð- bundinn námsárangur nemenda í City Montessori School veki athygli þá er siðfræðikennslan, sem þar er stunduð og árangur hennar þó enn athyglisverðari. Mannrækt í skólan- um kemur á undan fræðsluhlutverk- inu og fléttast inn í allt skólastarfið. Undirstaða starfsins er heimspeki- leg og snýst um gildi. Hún er ekki vísindaleg eða hlutlaus. Skólakerfið almennt séð getur ekki tekið hlut- lausa afstöðu. Hlutverk skóla er að leiða samfélagið en ekki endurspegla það. Skólinn á að vera leiðarljós," segir hann. Lífsleikni er lífsstíll Jón Baldvin hefur enn fremur hugmyndir um hvernig hægt er að nýta hugmyndir CMS hér á landi. „Með kennslu í lífsleikni og gerð lífs- leikniáætlunar myndast kjörið tæki- færi til að byggja upp markvissa sið- fræðikennslu. Auðvitað verður að laga allt efni og aðferðir að okkar að- stæðum. Svo þarf að kynna hug- myndimar og möguleikana fyrir kennunim. Það er ekki nóg að kenna lífsleikni einn tíma á viku heldur þarf þetta að vera ákveðinn lífsstíll. Markmiðið er að gera börnin hæf til að búa til betri heim því unnt er að ná betri árangri með börnum á tíu árum heldur en fullorðnum á fimmtíu ár- um,“ segir hann. Rúnar Sigþórsson sagði í erindi sínu að uppeldisstefna skóla væri lykill að árangursríku starfi. Hann talaði einnig um mikilvægi sameigin- legrar stefnumótunar. „Lykillinn að því að skapa sterka liðsheild er sam- eiginleg framtíðarsýn og stefnumót- un, sem er sprottin upp úr jarðvegi skólans sjálfs," segir hann. Rúnar ræddi einnig spurninguna um hvort að skólinn gæti gert nemendur bæði fróða og góða. „Hægt er að velta fyr- ir sér hvort skólinn megni að setja varanlegt mark á viðhorf og gildis- mat nemenda með því að kenna þeim dyggðir sem skólinn, samfélagið og heimili nemendanna geta sameinast um að séu nauðsynlegar þannig að þær verði óaðskiljanlegur hluti af siðferðilegri hugsun þeirra og lífs- viðhorfi. Ekki leikur vafi á þvi að löggjafinn ætlast til þess af skólum að þeh’ vinni á þennan hátt. Um það vitnar hin nýja námsgrein lífsleikni. Hins vegar tel ég ekki sjálfgefið að starf skóla á þessu sviði verði al- mennt árángursríkt þrátt fyrir þessi fyrirmæli. Hér verður að hafa í huga að námskrá í lífsleikni leggur skólum fyrst og fremst þá skyldu á herðar að taka upp kennslu í námsgreininni eina til tvær stundir á viku fremur en að gera mannrækt að föstum lið í al- mennu starfi. Til þess þarf að sam- þætta kennslu í lífsleikni og sið- mennt við sem flestar námsgreinar skólans," segir Rúnar. Salatskál óskast í stað suðupotts Dr. Dwight Allen lagði áherslu á í fyrirlestri sínum í Smáraskóla að Ieita eftir einingu í fjölbreytni. „Mikilvægt er að vemda einstakl- inginn og leyfa honum að þroskast á eigin forsendum. Eg vil búa í samfélagi þar sem fólk kann að meta hvert, annað. Rík ástæða er til þess að fagna fjölbreytni í sam- félaginu. I gegnum tíðina hefur hugmyndin um suðupottinn þróast. Eg vildi heldur breyta þessum suðupotti í salatskál þvi að í salati fær hver hlutur að halda sínum séreinkennum að vild. Það þarf að meta hvern einasta ein- stakling í samfélagi okkar til fulls. í heimi þar sem er til svona mikið af öllu verður að gæta þess að ein- staklingurinn týnist hreinlega ekki og verði einungis nafnlaus hluti af heildinni," segir hann. Dr. Dwight Allen lærði við Stanford- háskóla í Kaliforníu en er nú pró- fessor við Old Dominion- háskólann í Norfolk. Hann hefur lengi unnið að umbótum í skóla- starfl í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir Sameinuðu þjóðim- ar á sama sviði. Uppfræðsla og þroski Að mati dr. Allen gegnir mennt- un lykilhlutverki í því að búa til betra samfélag. í anda City Mont- essori School leggur hann mikla áherslu á að markmið menntunar sé ekki aðeins að uppfræða heldur einnig að þroska einstaklinginn og gera hann að betri manneskju. „Menntun á að leitast við að gera böm bæði fróð og góð. Þannig er hægt að skapa samfélag án tak- markana. Skólakerfið er of upp- tekið af fræðsluþættinum. Við- horfið er yfirleitt þannig að foreldrar og kannski kirkjan eigi að sjá um að gera bömin góð. Sú leið er ekki vænleg til þess að skila árangri. Misskilningurinn er sá að ekki er hægt að aðskilja þessa tvo þætti. Aðeins með því að líta á þá sem eina heild er hægt að ná árangri,“ segir dr. Allen. Byggja upp og endurskoða Hann talaði einnig um hversu hratt hlutimir breytast og þróast nú á tímum. „Galiinn er sá að menntakerfið í heild sinni er fast í gömlum skorðum og lætur eins og það sé erfitt að nálgast upp- lýsingar. Staðreyndin er sú að nú er mjög auðvelt að náigast upp- lýsingar ekki sist í gegnum Netið. Eg var að tala við strák sem var að vinna að heimildaritgerð um John Lennon. Til þess að gera ritgerð- ina þurfti hann að nálgast að minnsta kosti þrjár mismunandi heimildir. Þessi drengur fór auð- vitað á Netið og notaði eina leitar- vélina til þess að nálgast upp- lýsingar varðandi Lennon. Tölvan gaf honum upp sex milljónir mis- munandi staða á Netinu sem hann gæti fengið þessar upplýsingar. Vandamál hans er ekki að nálgast upplýsingar heldur að reyna að átta sig á því hvað af þessu eru nothæfar heimildir," segir dr. Allen. Dr. Allen telur að skólakerfið sé ekki í nógu góðum tengslum við sam- félagið. „Nauðsyn- legt er að endur- skoða uppbyggingu skólakerfisins og jafnframt sam- band þess við sam- félagið. Við verð- um að finna leið til þess að finna jafn- vægi á milli þess að halda í hefðim- ar og þróast í takt við nýja tíma. Nú er svo komið að svo margt þarf að skilgreina á ný á aðeins nokkurra ára eða jafnvel mánaða fresti. Það sem við verð- um að gera er að hætta að trúa því að allt falli í ljúfa löð án þess að nokkuð sé að gert. Það er einungis blekking. Lífið er stöðugt að þróast og að taka breytingum. Breytingarnar eru eðlilegur hluti lífsins. Mannfólkið þarf að taka höndum saman til þess að komast af í hciminum," segir dr. Allen. Þetta er í fyrsta skipti sem dr. Dwight Allen heimsækir Island. Hann segir að íslendingar geti lært ýmislegt af Bandaríkjamönn- um án þess þó að feta um of í fót- spor þeirra. „Menntakerfíð í Bandaríkjunum hefur staðið sig að því leyti að margir Nóbelsverð- launahafar hafa verið Banda- ríkjamenn. Jafnframt má benda á að alltof mikið er um ofbeldi í Bandaríkjunum þannig að eitthvað er að. Islend- ingar gætu því lært af mistökunum sem Banda- ríkjamenn hafa gert. Andi hjálpsemi og vináttu Dr. Allen kom einnig inn á gildi þess að leyfa börnum að velja og hafna út frá eigin for- sendum. „Ef böm em þvinguð til þess að gera eitthvað telst það þrældómur en ef þau bjóðast til þess er það allt önnur saga. Það sem þarf að gera er að kenna bömum að taka réttar ákvarðanir. Það þarf að kenna þeim að meta gildi heiðarleika, trausts og annarra góðra gilda. Skólinn er vettvangur til þess að gera þetta. Ég veit að þetta krefst mikils af kennuram því ég er bein- línis að segja að allir kennarar verði að hafa óvenju sterka sið- ferðisvitund. Staðreyndin er auð- vitað sú að kennarastarfið og mik- ilvægi þess er stórlega vanmetið og það verður að breyta því til þess að þetta gangi upp,“ segir hann. „Mikilvægt er að finna eitthvað mótvægi við græðgina, sem er svo allsráðandi í heiminum. Mótefni græðginnar er andi hjálpscmi og vináttu. Ef bömin okkar læra á unga aldri að meta slík gildi þá á samfélagið von til þess að breytast til batnaðar.“ www.financecareer.ch? Dwight Allen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.