Morgunblaðið - 21.03.2000, Page 46

Morgunblaðið - 21.03.2000, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dómstólar leysi málið Á ALÞINGI 6. mars, þegar rætt var um fjár- reiður stjómmála- flokka, sagði Davíð Oddsson þessi orð sem rétt er að birta í heild svo ekkert fari á milli mála: „Mér finnst einkar ógeðfellt í síð- ustu kosningabaráttu hvemig peningar ör- yrkja, milljónir króna af peningum samtaka öryrkja, voru notaðir til að birta áróðursauglýs- ingar augljóslega tengdar Samfylking- unni. Ef maður tryði á það að þessir þingmenn væra virkilega þess sinnis að hafa heiðarleika í þessum málum [fjár- reiðum stjómmálaflokka, innskot höf.] þá hefðu þeir fordæmt auglýs- ingar af því tagi, að taka fjármuni Or- yrkjabandalagsins og nota þá blygð- unarlaust í kosningabaráttu eins og þama var gert.“ (Mbl. 7. 3.) Síðar hefur ráðherrann neitað að draga ^ummælin til baka en segir að þeim sé eingöngu beint gegn Garðari Sverr- issym formanni Óryrkjabandalag- sins. Á þinginu minntist hann þó ekki á Garðar eða nokkum annan ein- stakling. Formaður Öryrkjabanda- lagsins er kjörinn lýðræðislega af ör- yrkjum sjálfum líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins er kjörinn af flokksmönnum. Þegar þessir for- menn koma fram opinberlega í nafni félaga sinna hlýtur árás á formlegar athafnir þeirra á vegum félagsins því ^jeinnig að vera árás á viðkomandi fé- lög eða samtök sem standa að baki formanninum. Umræddar auglýs- ingar voru reyndar á ábyrgð allrar stjómar Öryrkjabandalagsins. Þær vom ekki prívatgjörð Garðars Sverr- issonar þó sagt sé að hann hafi átt fmmkvæðið. Þetta er mergurinn málsins. Og það em hin sérstöku um- mæli ráðherrans á þingi sem máli skipta en ekki persónuleg átök hans og formanns Öryrkjabandalagsins að öðra leyti. Þau verða þeir að leysa sjálfir. Hitt er svo annað mál að ör- yrkjar einir velja sér stjórn og setja hana líka frá. Áðrir verða að sætta sig við þær ákvarðanir. í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins 13. mars höfðu bæði ritari og formaður Öryrkja- bandalagsins orð á því að bandalagið íhugaði að leita til dómstóla vegna orða forsætis- ráðherra um bandalag- ið. En viti menn! Dag- inn eftir tilkynnti framkvæmdastjórn bandalagsins að hún stæði einhuga að baki formanni sínum. En jafnframt skírskotar stjórnin til dómgreind- ar almennings til að meta réttmæti ásökunar ráðherrans. Slík ályktun er í rauninni marklaus. Þá væri hægt að bera fram hvaða ásökun sem er um hvem sem er og Oryrkjadeilan Ráðherrann stendur nú með pálmann í höndun- um, segir Sigurður Þ. Guðjónsson. For- ystumenn Oryrkja- bandalagsins hafa hins vegar brugðist öryrkj- um illilega þó búast megi við að þeir reyni að gera sem minnst úr slíkum viðhorfum. vísa til dómgreindar almennings um réttmæti hennar. En þannig ganga bara ekki málin fyrir sig í vemleikan- um. Það er fjarri því að almenningur geti metið ásakanir af þessu tagi. Ekki get ég það og er ég þó örlítill hluti af almenningi. Til þess höfum við einmitt dómstólana að hægt sé að fjalla af fagmennsku um svona álita- mál, vega þau og meta í ljósi gildandi Sigurður Þór Guðjónsson laga. Það er ekki auðvelt verk og sjaldan einhlítt. Afgreiðsla Öryrkja- bandalagsins á þessu atriði er mikil mistök. Eftir stóm orðin á undan vita menn ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Og eru menn þó ýmsu vanir í þessari dæmafáu ótíð! Að ritari og formaður Öryrkjabandalagsins skyldu nú ekki hafa haft þau lág- marks hyggindi til að bera að neita sér til morguns um yfirlýsingar um hugsanleg viðbrögð vegna orða for- sætisráðherra. Sýna styrk og sjálf- stjórn og hafa allt á hreinu. I ályktun framkvæmdastjómarinnar koma síðan fram áhyggjur af slæmum kjörum öryrkja sem bregðast verði við. En það er mikilvægt að ragla ekki saman annars vegar einstöku atviki er felst í alvarlegum ásökunum ráðamanns um ábyrgð og athafnir tiltekinnar stjómar Óryrkjabanda- lagsins og hins vegar almennri bar- áttu bandalagsins fyrir bættum kjör- um öryrkja. Fáir em á móti henni þó deilt sé um margt. En allir em von- andi mjög andvígir hugsanlegri spill- ingu í stjórn Öryrkjabandalagsins. Peninga Öryrkjabandalagsins á auðvitað ekki að nota fyrir aðra en öryrkja, hvað þá í þágu almennra stjórnmálasamtaka, hvorki Samfylk- ingar, Vinstri grænna eða Sjálfstæð- isflokks. Ásökun forsætisráðherra varðar því líklega refsivert athæfi og hún er þá einstaklega alvarleg. Sé hún sönn verður viðkomandi stjóm Öryrkjabandalagsins að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sé hún ósönn verð- ur forsætisráðherra að taka afleið- ingum orða sinna. Þess vegna er óhjákvæmilegt að einhver óháður að- ili skeri úr um sannleikann í þessu máli, hver sem hann er. Það er óþol- andi fyrir öryrkja að hann eigi bara sisvona að gleymast í baráttunni fyr- ir bættum kjöram þeirra. Þetta snertir nefnilega trúverðugleika og sjálfsvirðingu Óryrkjabandalagsins, reyndar líka ráðherrans. Einörð og sterk sjálfsvirðing setur einföld en skýr mörk ef henni finnst raunvera- lega að sér vegið: hingað og ekki lengra. Hún lætur þá verkin tala en ekki stóra orðin. Málsókn gegn for- sætisráðherra var heiðarlegasti kosturinn úr því sem komið er þó hann sé í sjálfu sér afleitur. Ráðherr- ann stendur nú með pálmann í hönd- unum. Forystumenn Öryrkjabanda- lagsins hafa hins vegar bragðist öryrkjum illilega þó búast megi við að þeir reyni að gera sem minnst úr slíkum viðhorfum. Höfundur er rithöfundur. - 1 Leitið nánari uppiýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Q) Guðmundur Jónassson ferðaskrifstofa, Borgartúni 34, sími 511 1515. Vorferðir til Prag, Noregs og Búdapest Bjóðum spennandi vorferðir til Prag, Noregs og Budapest með viðkomu í Vínarborg. 8. maí, 7 daga ferð: Vor í Prag Flogið til Frankfurt og ekið þaðan til ævintýraborgarinnar Prag í Tékklandi. Á sjötta degi er svo ekið aftur i áleiðis til Frankfurt og gist síðustu nóttina í Pýskalandi. Verð kr. 63.800 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, akstur og skoðunarferð um Prag. 27. maí, 8 daga ferð: Búdapest með viðkomu í Vínarborg Flogið í beinu leiguflugi til Vínarborgar og gist þar eina nótt. Á öðrum degi er borgin skoðuð og ekið síðan til Búdapest þar sem dvalið verður næstu 5 daga. Síðasta daginn er svo ekið aftur til Vínarborgar og deginum eytt þar uns flogið verður heim um kvöldið. Verð kr. 64.350 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, akstur og skoðunarferðir um Vínarborg og Búdapest. 6. júní, 10 daga ferð: Vorferð til Noregs Flogið til Ósló, borgin skoðuð og gist þar eina nótt. Síðan er ferðast um Lillehammer til Þrándheims, Ándalsness, Förde og Bergen. Frá Bergen verður svo siglt þann 13.05. til íslands með viðkomu í Færeyjum og tekið land á Seyðisfirði að morgni þess 15. maí. Paðan er svo ekið samdægurs til Reykjavíkur. Verð kr. 87.100 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður á hótelum, allur akstur, fargjöld á ferjum í Noregi og sigling frá Bergen til Seyðisfjarðar. Bjóðum einnig vikuferðir í beinu leigufiugi til Prag þann 4. og 25. ágúst (uppseid) og til Búdapest þann 9. september. Samfylkingin uppsker eins og hún sáir FÓLK á það skilið sem það kýs sagði þingkona nokkur að gefnu tilefni, en svo er ekki alltaf. Jóhönnu Sigurðardóttir var kos- in með yfirgnæfandi meirihluta til forastu í samfylkingunni, en Sighvatur Björgvins- son hundsaði vilja meirihlutans sem ekki leist á refsleg vinnu- brögðin og sneri baki við afli sem fór þó svo vel af stað. Gengið var þannig frá að þýðing- arlaust var fyrir Jó- hönnu að bjóða sig til forastu að þessu sinni og er því aug- ljóst að tveir fyrverrandi Alþýðu- bandalagsmenn verða þar í forsvari. Þrátt fyrir trú Össurar Skarphéð- inssonar á sjálfum sér, verður stöðn- un Samfylkingar óumflýjanleg und- ir forastu hans nema hann breyti og Stjórnmál Það er eins og að þjóðin vegsami þá er stuðla að misrétti og spillingu, segir Albert Jensen, en ýti þeim frá sér er vinna henni vel. bæti í fjölmörgum málum og sýni að hann þori að berjast við óbilgjörn- ustu öfl þingsins, eins og Jóhanna hefur gert án teljandi stuðnings samherjanna og finnst mér stundum að hún sé látin gjalda þess að vera kona, því sumir karlmenn þola ekki kvenmenn sem eru þeim frambæri- legri. Össur á heiður skilið fyrir af- stöðu sína í Eyjabakkamálinu, þar sem Guðmundur Árni gerði sig aftur á móti marklausan með því að lýsa sig einlægan vin umhverfisins um leið og hann skipaði sér í sveit með verstu óvinum þess, þar sem skiln- ingur á verðmætum er nánast eng- inn. En glöggskyggni Össurar er ekki allstaðar jafn vist- og mannvæn. Hann virðist ekki skilja að hægt er að raska hinu villta lífríki með mis- munandi friðun og veiði. Össur vill vera góður drengur og sýnir það með því að berjast með trúverðug- um rökum fyrir ákveðnum þáttum í umhverfinu, en þegar kemur að líf- ríkinu gilda ekki sömu lögmál og er hann í þeim efnum ótrúlega glám- skyggn. Sjórinn er aðalauðlind Is- lendinga og eiga þeir afkomu sína að mestu undir skynsamlegri nýtingu hans og gjafamildi. I augum Össur- ar eru hvalir og selir einungis skraut í hafinu og virðist hann ekki gera sér ljóst hvað þeir taka mikið til sín og því ójafnvægi sem er að verða í náttúranni. Okkur veitir ekki af öllu sem hægt er að ná úr hafinu með vistvæn- um hætti og það kemur að því og þá er hætt við að einstefnumenn verði dragbítar. Ekki tekur betra við hjá Össuri þegar á land er komið og eiga minkar, refir og nú síðast hrafninn samúð hans og skilst mér að að hann sé meðmæltur friðun rándýranna á friðlýstum svæðum. Eg hef ekki heyrt hann hafa áhyggjur af fækkun anda eða mófugls sem er nánast að hverfa úr umhverfi okkar vegna óhugnanlegr- ar fjölgunar hverskonar vargs, en minksins þó sérstaklega. Mér er ókunnugt um að Össur hafi áhyggur af mikilli blýmengun af völdum skotvopna. Það er Samfylkingunni ekki til framdráttar að Össur treyst- ir aðallega á þá fáu Alþýðubandalag- smenn sem ekki gengu í Vinstri græna, sér til brautargengis í kosn- ingu og að hann leggur meir upp úr málskrúði en hnitmiðaðri og má- lefnalegri stefnu í anda jafnaðar. Al- þingi á ekki að vera leikhús og það má Össur eiga að hann hefur ekki slegið um sig á þingi með útúrsnún- ingum og rangsleitni eins og borið hefur fyrir nú undanfarið af hálfu meirihlutans og hefur verið frekar gaman að Össuri en það vantar að hægt sé að taka hann alvarlega. Eg er viss um að Davíð Oddsson er ekki vondur maður, en skilnings- leysi hans á kjöram öryrkja, fjand- skapur hans við bandalag þeirra og fleira í þeim dúr, er með þeim hætti að óviðunandi er að Jóhanna Sigurð- ardóttir sé eina samfylkingarmann- eskjan sem lætur hann ekki komast létt frá slíku. Össur hefur ekki vitað mikið af fötluðum. Halldór Björns- son er nú að þóknast atvinnurekend- um og ríkisstjórn með samningum um áframhald láglaunastefnunnar og ætti Össur að skoða það nánar og hvað Halldóri var hjartanlega sama um gamalt fólk, fatlaða og aðra ör- yrkja. Um þessar mundir er eins og þjóðin fljóti sofandi að feigðarósi, hún vegsamar þá er stuðla að mis- rétti og spillingu, en ýtir þeim frá sér er vinna henni vel. Ef samfylk- ingarfólk stendur saman og hver einstaklingur er ekki að skara eld að eigin köku er von um árangur gegn ranglætinu, en án Jóhönnu og henn- ar líka er vopn réttlætisins bitlaust. Munið að Jóhanna Sigurðardóttir er eini íslenski ráðherrann sem sagt hefur af sér fyrir sannfæringu sína. Til þess þarf mikin kjark og heiðar- leik og kemur vonandi að því að hún verði metin að verðleikum. Höfundur er trésmi'ðameistari. Albert Jensen Ný sending frá Kookai Laugavegi 62, sími 511 6699

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.