Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 47

Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 47
■I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 21. MARS 2000 47 I UMRÆÐAN Mundu mig, ég man þig í umræðuþættinum Deiglunni, þriðjudag- inn 14. mars sl., ræddu formenn stjórnmálaflokkanna um frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um fjárreiður flokkanna. Stjórnandi þáttarins lagði ekki mikið til málanna en fylgdist með formönnunum klóra hver öðrum á bakinu. A sama tíma og þingmenn vilja láta líta út sem þeir telji að hér þurfi að taka til hendi er augljóst að þeir munu samein- ast um að láta frumvarp Jóhönnu daga uppi á þinginu. I byrjun þáttarins gerði Geir H. Haarde grein fyrir því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki sóst eftir fjárframlagi frá Islenskri erfðagreiningu vegna umfjöllunar um fyrirtækið á þinginu. Framlag frá fyrirtækinu í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins hefði getað skaðað málstað fyrirtækisins. Óðru máli gegndi um greiðslu í kosn- ingasjóð Samfylkingarinnar. Slík greiðsla gæti ekki skaðað fyrir- tækið í komandi umræðum um gagnagrunninn. Eftir að gagnagrunnsfrumvarpið var gengið í gegn mátti nota pen- ingana aftur með því að láta Davíð núa Samfylkingunni því um nasir að hafa þegið fé frá fyrirtækinu. Hvar Davíð Oddsson fékk upplýs- ingar um framlag íslenskrar erfðagreiningar til Samfylkingar- innar er alveg óupplýst mál. Steingrímur J. Sigfússon talaði fyrir Vinstri-græna. Orðið vinstri- grænir fékk alveg nýja merkingu í þessum sjónvarpsþætti því aldrei hef ég séð grænni vinstri mann. Steingrímur kvaðst aldrei, á sínum þrjátíu ára stjórnmálaferli, hafa orðið var við að menn eða fyrir- tæki, sem lagt hefðu honum eða hans flokkum til fé, færu fram á að fá eitthvað til baka! Steingrímur, auðvitað gefur enginn fjármuni með skilyrðum, en að sjálfsögðu á það við hér sem annars staðar að: Mundu mig, ég man þig. Þó tengsl fyrirtækja og stjórn- málaflokka séu ekki eins augljós í Sigurgeir Sigurjónsson dag og þau voru hér áður fyrr, þegar segja mátti að stjórn Sam- bandsins sæti á Al- þingi, Arvakur ætti Sjálfstæðisflokkinn og öllu skipti að hafa að- gang að pólitískt kjörnum bankastjór- um, þá á sjálfstæði stjórnmálamanna að vera hafið yfir allar efasemdir. Það er því full ástæða til þess að setja lög um sam- skipti þessara aðila. Oryrkjabandalagið birti upphaflega mjög réttmæta auglýsingu nokkrum mánuðum fyrir kosning- ar, þar sem segja má að stjórn- málaflokkar hafi verið hvattir til Fjárstuðningur Það fór ekki hjá því að maður vorkenndi aðal- leikurunum, segir Sig- urgeir Sigpurjónsson, sem í kristilegum kær- leika tóku þátt í fyrstu auglýsingunum en voru síðan orðnir þátttakend- ur í pólitískum áróðri. að gera málstað öryrkja að sínum. En þegar þessi sama auglýsing birtist síðan nokkrum dögum fyrir kosningar þá var eðli hennar orðið allt annað. Það fór ekki hjá því að maður vorkenndi aðalleikurunum sem í kristilegum kærleika tóku þátt í fyrstu auglýsingunum en voru síðan orðnir þátttakendur í pólitískum áróðri. í opnu stjórnkerfi eiga fjármál stjórnmálaflokkanna að vera eins og opin bók og vonandi að al- menningur þurfi ekki að sitja und- ir öðrum eins tvískinnungi og fram kom í áðurnefndum sjónvarps- þætti. Höfundur er Ijósmyndari. GLERAUGA ö t e « «M«o«vrr s ! u V1D /AXAFEN 568 2662 IBi vörulistanum Ármúla 17a • S: 588-1980 www.otto.is -! Náum árangri erlendis! Fyrirtækjastefnumót í Danmörku 8. og 9. júní Morgunveröarfundur á vegum Evrópumiöstöðvar Impru og Aflvaka hf. verður haldinn á Grand Hótel Reykjavíkur fimmtudaginn 23. mars kl. 08:15 - 10:00 Aflvaki hf. kynnir leiðir til fjármögnunar i atvinnurekstri Dagskrá: Europartenariat - alþjóðleg stefnumót fyrirtækja Emil B. Karlsson, Evrópumiðstöð Impru, landsfulltrúi Europartenariat á íslandi Hver er árangur fyrirtækja afþátttöku í Europartenariat? Andrés Magnússon fyrrum starfsmaður ESB, varðandi fyrirtækjastefnumót Reynsla íslensks fyrirtækis afþátttöku í fyrirtækjastefnumóti Bjöm Ófeigsson, ráðgjafí Aflvaki - sérhæfing í sprotafjárfestingum Elísabet Andrésdóttir, forstöðum. upplýsingasviðs Aflvaka hf. Þátttaka tilkynnist til Iðntæknistofnunar í síma 570 7267 eða með tölvupósti til: emiibk@iti.is JL ímpra AFLVAKIf Ókeypis lögfræðiaðstoð fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, féiag laganema LANGAR ÞIG AÐ NÁLGAST VgRKEFN IN FRÁ NýRRI HLIÐ? 1.040. 161kr. ánVSK. RENAULT KANGOO Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.709 kr. ámánuSi Fjármögnunarleiga 25% útborgun 260.040 kr. 15.982 kr. ámánuði f . Rekstrarleiga er miftuð er vifi 24 mánufti og 20.000 km akstur á ári, f erlendri myntkröfu. Fjármögnunarleiga er miftuft vifi 60 mánufii og 25% útborgun, greifislur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreifislur en vifikomandi fær hann endurgreiddan ef hann er mefi skattskyldan rekstur. Allt verfi er án vsk. ATVINNUBILAR FYR1RTÆKJ AÞJ Ó N USTA Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.