Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 54

Morgunblaðið - 21.03.2000, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIR. HELGASON A sjúklinga sem vinna verðmætt sjálf- boðaliðastarf. Auk þess eru margir fleiri sem styðja félagið beint og óbeint. Starfsemi félagsins er orðin bæði margþætt og viðamikil og gegn- ir mikilvægu hlutverki í heilbrigðis- þjónustu landsmanna. Leit að leg- háls- og brjóstakrabbameini fyrir allar konur á íslandi, fjölþætt og skipulegt tóbaksvamarstaif, Krabba- meinsskrá þar sem skráning og vís- indaleg úrvinnsla gefa upplýsingar um öll greind krabbamein hér á landi, ^vísindarannsóknir á brjóstakrabba- meini sem eru í fremstu röð á alþjóða- vettvangi, öflun fimm íbúða til afnota fyrir krabbameinssjúklinga utan af landi og fjölskyldur þeirra í samvinnu við Rauða krossinn og Heimahlynn- ing Krabbameinsfélagsins sem veitir krabbameinssjúklingum sem vilja dvelja heima með sjúkdóm sinn og fjölskyldum þeirra stuðning, eru stærstu verkefni félagsins og þau sem fólkið í landinu þekkir best. Ingi R. Helgason var einn þessara einstaklinga sem hafa með áhuga sín- um og óeigingjörnu framlagi lagt Krabbameinsfélaginu ómetanlegt lið. Hann kom til starfa fyrir Krabba- meinsfélag íslands, meðan hann var enn í fullu starfi, þegar hann tók sæti í - 'Vísindaráði félagsins 1988 en þar sat hann til ársins 1991 og var formaður þess 1990-91 er hann var kosinn í stjóm og framkvæmdastjóm félags- ins. Hann varð þá einnig gjaldkeri fé- lagsins og formaður fjármálaráðs og gegndi þeim hlutverkum þar til hann lést. Ingi var reyndur í félagsmálum, stjómmálum og fjármálum og þekkti gangverk atvinnulífs og stjómkerfís auk þess sem þekking hans á lögfræði dugði vel. Hann var aðsópsmikill, úr- ræðagóður og mjög fylginn sér og lá aldrei á liði sínu þegar málefni félags- ins voru annars vegar. Eftir að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir varði hann enn meiri tíma en áður til sjálf- boðaliðastarfa í þágu Krabbameinsfé- lagsins og þau vom ófá sporin sem hann gekk ýmissa erinda fyrir félag- ið. Alltaf var hann reiðubúinn að leggja hönd á plóg og vann sín störf góðfúslega og með glaðri lund. Það var þeim ljóst sem með honum unnu að stjóm félagsins að hann vann af einlægni og hugsjón að framfömm í baráttunni gegn krabbameini. Við samstarfsfólk hans hjá Krabbameins- félagi íslands þökkum honum góða samvinnu og samvera á liðnum ámm og munum sakna hugsjóna- og bar- áttumanns fyrir mikilvægu málefni. Rögnu eiginkonu hans, bömum og öðmm ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Inga R. Helga- sonar. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfé- iags Islands. Við í starfsmannafélagi Vátrygg- ingafélags Islands kveðjum með þess- um fátæklegu orðum Inga R. Helga- son, heiðursfélaga starfsmannaf- élagsins. Við sáum fyrir okkur að Inga mætti auðnast, að loknu erilsömu -' starfí, að eiga náðugt ævikvöld í faðmi fjölskyldu og vina, laus við argaþras, kvein og kvartanir, en enginn má sköpum renna. Þar sem Ingi var bóngóður var það engin þrautaganga að leita til hans með erfíð mál, sem Ingi reyndi ávallt að leysa með sann- gimi. Ingi kom að sumarhúsamálum starfsmannafélagsins, veitti félaginu dyggan stuðning og var, án þess að á nokkum sé hallað, velgjörðarmaður félagsins, enda gerður að heiðursfé- laga. Heiðursfélagi varð Ingi ekld fyr- ir það eitt að hafa látið fé af hendi i’akna, heldur ekki síst fyrir einlægan góðvilja í garð félagsins. Okkur í starfsmannafélaginu er bmgðið við andlát Inga, eitthvað sem okkur var kært er horfið á braut, en minning um góðan dreng lifir og bregðurbirtu. Starfsmannafélagið þakkar fyrir ~ velvild gagnvart starfsmönnum VIS og sendir eiginkonu, bömum og öðr- um vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Starfsmannafélag Vátryggingafélags Islands Ingi R. Helgason var einn þeirra framsýnu baráttumanna sem stóðu að stofnun Samtaka um tónlistarhús árið 1983. Ingi var ávallt virkur félagi í samtökunum, átti sæti í fulltrúaráði samfellt frá stofnun, sat í stjórn frá 1993, var formaður 1993-1995 og varaformaður eftir það. Það hefur verið hlutverk Samtaka um tónlistarhús að halda hugmynd- inni um tónlistarhúsið lifandi í 15 ár, allt þar til ríki og borg tóku ákvörðun um það í janúar 1999 að beita sér fyrir byggingu tónlistai'húss og ráðstefn- umiðstöðvar í miðborginni. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að enginn hafí átt jafn mikinn þátt í því og Ingi R. Helgason að samtökunum auðnað- ist að gegna þessu hlutverki. Ingi hafði til að bera marga eigin- leika sem nutu sín vel í starfí fyrir samtökin. Fyrst ber að nefna einlæg- an áhuga á málefnum tónlistarhúss- ins og einbeittan vilja til að vinna að framgangi þess. Hann var því ávallt boðinn og búinn til að fórna tíma í þágu samtakanna. Þá var víðtæk reynsla Inga af fé- lagsstarfi og úr atvinnulífi mjög mikil- væg fyrir samtökin, ekki síst við stefnumótun. Ingi hafði þannig for- ystu um það árið 1994 að mótuð var sú stefna að leggja höfuðáherslu á að ná sem fyrst samstöðu og samstarfi við ríki og borg um byggingu og rekstur tónlistarhússins. Jafnframt var lýst stuðningi við þá hugmynd að sameina tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Samtökin hafa til þessa starfað í sam- ræmi við stefnuna sem mörkuð var árið 1994. Enn má nefna að Inga lét einkar vel að meta stöðu mála og hafði næmt auga fyrir því hvaða kostir væm raunhæfir. Við þær aðstæður minnti hann stundum á þau orð, sem höfð era eftir Bismarck að „stjómmál era list hins mögulega“. Samtök um tónlistarhús hafa ríku- lega notið starfs Inga í þágu samtak- anna. Þeir fjölmörgu sem starfað hafa með Inga á þeim vettvangi minnast hans með þakklæti fyrir áhuga hans, ráðsnilld og raunsæi en þó ekki síst fyrir þá hlýju sem einkenndi alla hans framkomu. Samtök um tónlistarhús færa eig- inkonu Inga, Rögnu M. Þorsteins, og bömum hans samúðarkveðjur. Stefán P. Eggertsson, formaður Samtaka um tónlistarhús. Merkilegri lífsgöngu afreksmanns er lokið. Ingi R. Helgason var mikill maður af atgervi og ásýndar. Hrjúfur, ákveðinn og sjálfskipaður forystu- maður en einnig ljúfur músíkant og skemmtilegur sögumaður. Það var fróðlegt fyrir mig að kynn- ast vinnubrögðum hans í viðkvæmu og flóknu úrlausnarefni sem við unn- um að fyrir nokkrum áram. Hann var sóknarmaður og tefldi vömina djarft en hafði úthugsaðar vamir og þegar staðan skýrðist náðist viðsættanleg lausn úr erfiðri stöðu. Hann kynnti sig iðulega sem Inga R. skákmeistara þegar hann leitaði að mér. Hann hafði mikinn skákáhuga og fylgdist vel með, en skákmeistara- tignina kvað hann Morgunblaðið hafa gefið sér á dögum kalda stríðsins þeg- ar skáksigrar Inga R. Jóhannssonar urðu einhveiju sinni Helgasonar á síðum blaðsins. Listamannstaugin snart djúpt í Inga R. og hann var jafnframt hvata- maður að stuðningi við ýmis menn- ingarleg málefni. Sem forstjóri Branabótafélags Islands beitti hann sér fyrir stofnun sjóðs á vegum fé- lagsins sem árlega styrkti listamenn með starfslaunum. Sá sjóður reyndist meðal annars ungum skákmönnum mikilvæg hvatning og stuðningur sem kepptu að útnefningu alþjóðlegra áfanga. Við kveðjum Inga R. Helgason með eftirsjá og virðingu. Blessuð sé minning hans. Karl Þorsteins. Þá er sjúkrastríðinu hans Inga lok- ið, þessi öðlingur fallinn í valinn svo alltof fljótt. Þessar fáu línu eru skrifaðar til að þakka honum Inga fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og mína, af vandalausum var það sérstakt. Eg hugsa að margir séu mér sam- mála að ekki varð hann Ingi ríkur af fé, fyrir alla þá góðvild sem hann sýndi í svo ríkum mæli. Hann var stór maður með stórt hjarta og aldrei skipti máli hvar fólk var í metorðastiganum, ef einhverja aðstoð var hægt að veita. Sem yfirmaður var hann frábær og talaði við alla sem jafninga, oft vora fjöragar umræður þegar hann settist hjá okkur í kaffitíma, enda var hann Ingi svo skolli skemmtilegul•. Elsku Ragna og aðrir ástvinir, frá okkur Jóni er hugheil samúð, genginn er góður maður. Hvfldu í friði vinur. Sveinsína. Ingi R. Helgason verður jarðsettur í dag. Um hugann fljúga minningar frá kynnum okkar og samstarfi sem hófst við aðdraganda að stofnun og rekstri VÍS. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess hvað lífið er fullt af tilviljunum þegar horft er til baka. Það á ekki síst við um það hverjir starfa við hvaða verkefni á hverjum tíma, hverjir velj- ast til samstarfs og hverjir til sam- keppni. Það var á síðari hluta árs 1988 að fundum okkar Inga bar fyrst saman. Þá hafði nýlega verið afráðið að ég hæfi störf hjá Samvinnutryggingum í ársbyrjun 1989. Eitt af því fyi-sta sem fyrir lá á því sviði var að taka þátt í könnunarviðræðum um hugsanlega hagræðingu í vátryggingarekstri með samstarfi Samvinnutrygginga og Branabótafélagsins, þar sem Ingi var forstjóri. Það kom strax í ljós að hug- myndir um aðgerðir til að efla starf- semi þessara félaga fóra ágætlega saman. I janúar 1989 var, á skömm- um tíma, gengið frá samningum um undirbúning, stofnun, skipulag og starfrækslu VIS. Síðar leiddi sama hugmyndafræði til stofnunar Líf- tryggingafélags íslands. Allt frá þessum tíma áttum við Ingi samstarf innan félaganna um að láta sameiginlegan áhuga á framgangi þeirra verða að veraleika. Ingi var frá upphafi fonnaður stjórna beggja félaganna og sem slík- ur tók hann virkan þátt í að móta stefnu þeirra. Þar kom víðtæk reynsla og þekking á hinum ýmsu sviðum atvinnurekstrar, stjómmála og mannlegs lífs að góðum notum. Ymsum kann að finnast það sjálf- sagt að vel hafi til tekist, en þeir sem vel til þekkja gera sér grein fyrir öll- um þeim atriðum sem huga þarf að, breyta, aðlaga og endurskipuleggja til að takast megi gott samstarf félaga sem átt hafa í áratuga samkeppni. Til þess þarf samstillt átak margra, stefnufestu, en líka sveigjanleika þar sem það á við. Ingi átti stóran þátt í því að láta drauminn um öflug vá- tryggingafélög, sem byggðu á granni eldri rótgróinna félaga, verða að veraleika. I upphafi samstarfs okkar þekkti ég lítið til Inga nema af afspum. „Harður fjármála- og áhrifamaður í pólitík" var mér sagt. „Málafylgju- maður“ sem hugsar djúpt og leggur á ráð um leiðir til áhrifa á gang mála, stórra og smárra.“ Maður með stað- fastar stjórnmálaskoðanir, sem hann vísaði gjarnan til í viðræðum okkar síðar þannig: „frá þeim tíma þegar ég var reiður ungur maður“. Eflaust hefur þetta allt verið rétt. En ég kynntist einnig öðram hliðum Inga, mjúku hliðunum. Listunnandi, tónlistaráhugamaður, maðurinn sem margir leituðu til með persónuleg vandamál sín, sá sem vill hvers manns vanda leysa. Samstarf um þau verkefni sem við tókumst á hendur við stofnun VIS var í senn einfalt og flókið. Samstarfs- grandvöllurinn, sjálf hugmyndafræð- in og framtíðarsýn fyrirtældsins þarf auðvitað að vera fyrir hendi og vai’ það, en er þó ekki nægjanleg til árangurs. Samstarf um sjálfa fram- kvæmdina byggir einnig á gagn- kvæmu trausti einstaklinga og því að finna þær leiðir að settu marki sem til lengri tíma tryggja bestan árangur. Ohjákvæmilega varð að takast á við mörg verkefni sem ekki vora séð fyrir í upphafi. Mörg vora auðveld viðfangs, önnur erfiðari eins og gerist þegai- leggja þarf mat á flókna stöðu og meta áhrif aðgerða til lengri tíma. Að sjálfsögðu voru mál sem okkur Inga greindi á um, en við úrlausn þeirra var niðurstaðan oftar en ekki byggð á sameiginlegri sýn til framtíð- arinnar og þeim mai'kmiðum sem við höfðum sett okkur og félaginu. Þann- ig tókst að láta drauminn um öflug fé- lög byggð á granni gamalla keppi- nauta verða að veraleika. Við umfjöllun slflcra mála komu gjarna fram hjá Inga næmleiki fyrir mannlegu eðli, auk þeirrar miklu reynslu sem hann byggði á langri þátttöku á ýmsum sviðum atvinnulífs- ins og stjómmála. Þessi næmleiki kom líka skýrt fram í áhuga Inga á lista- og menn- ingarmálum hverskonar, ekki síst á sviði tónlistar. Það var bæði fróðlegt og ánægjulegt fyrir mig að fá aukna innsýn í þessi áhugasvið hans, sam- hliða daglegu starfi. Fyrir nokkram áram sagði ég Inga að mér fyndist þetta erindi úr gömlu ljóði séra Matthíasar geta átt vel við um samstarfið í VIS og að vonandi ætti sá andi er þar kemur fram eftir að ríkja um langa framtíð: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allirleggisaman. Ingi lét af störfum fyrir aldurs sak- ir árið 1996 eftir að hafa markað sín spor í sögu VÍS frá upphafi. Ég vil nú að leiðarlokum þakka áralangt sam- starf okkai- Inga og góð kynni við sameiginleg verkefni. Við Haffy vott- um Rögnu og fjölskyldu Inga allri innilega samúð okkar og biðjum góð- an Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Axel Gislason. Við Ingi R. Helgason þekktumst frá unga aldri og höfðum mikil sam- skipti um árabil á sameiginlegum starfsvettvangi. Mér er ljúft að minn- ast kynna okkar og samstarfs nú að leiðarlokum. Við urðum nágrannar á Hverfis- götunni þegar ég fluttist þangað ásamt fjölskyldu minni á áram seinni heimsstytjaldar en það var nálægt Hlemmi sem þá var í útjaðri Reykja- víkurbæjar. Við Ingi höfðum eðlilega ekki mikil samskipti þá þar eð aldurs- munurinn var helst til mikill, ég langt innan við fermingu og hann að nálg- ast tvítugsaldurinn. Mæðui- okkar þekktust og ég man vel eftir fjöl- skyldunni á Hverfisgötu 100, ég á nr. 102. Síðar varð Ingi ráðgjafi móður minnar í ýmsum lögfræðilegum má- lefnum og veitti henni stuðning og ör- yggi í ýmsum flækjum hversdagslífs- ins þegar synimir vora fjarri í námi erlendis. Þegar Ingi varð forstjóri Brana- bótafélags Islands 1981 hófust kynni okkar og samskipti á nýjum vettvangi á sviði vátryggingastaiíseminnar en þá hafði ég gegnt starfi forstöðu- manns þáverandi Tryggingaeftirlits frá stofnun þess 1974 en Trygginga- eftirlitið síðar Vátryggingaeftirlitið hafði eftirlit með starfsemi vátrygg- ingafélaga í landinu. Samstarf okkar var mjög mikið frá upphafi og þar til Ingi lét af störfum fyrir aldurs sakir 1996. Það var strax ljóst að Ingi yrði at- kvæðamikill á þessum vettvangi. Að- stæður allar á vátryggingasviði og fjármálasviði vora þá gjörólíkar því sem er í dag, ekki svo mörgum árum síðar. Þróunin hefur verið ör. Það var merkilegur áfangi og markaði þátta- skil hér á landi þegar Branabótafé- lagið var stofnað með lögum á 2. ára- tug 20. aldar og unnt varð að færa branatryggingar inn í landið frá er- lendum vátryggjendum sem ákváðu iðgjöld og skilmála. I bytjun 9. ára- tugar aldarinnar vora vátryggingafé- lög mjög mörg hér á landi, kostnaður við starfsemina mikill og samkeppni að aukast. Það var ljóst að breytinga var þörf af ýmsum ástæðum. Samein- ing félaga hófst til hagræðingar og eflingai- þessarai’ nauðsynlegu starf- semi. Þai-na var Ingi á réttum stað og tíma. Hann átti án efa mjög mikinn þátt í því afreki að sameina svo ólík fyifrtæki, Samvinnutryggingar g.t. og Branabótafélag Islands, sem lengi höfðu eldað grátt silfur ef svo má að orði komast en félögin tókust einkum á um brunatrygginar utan Reykjavík- ui’. Sameining þessara félaga með stofnun Vátryggingafélags íslands hf. 1989 og sameining líftrygginga- starfseminnar með stofnun Líftrygg- ingafélags íslands hf. hefði aðeins fá- um árum áður verið álitið óhugsandi verkefni og þama átti Ingi án efa drjúgan þátt. Ingi varð í upphafi starfandi stjórnarformaður Vátrygg- ingafélags íslands hf. sem hann gegndi af dugnaði og röggsemi eins og honum var lagið. Mikill persónu- leiki hans og kraftur naut sín í þessu starfi en án efa þurfti oft í upphafi að sætta ólík sjónarmið og taka ákvarð- anir um víðtækar breytingar sem snertu marga. Samstarf við eftirlits- aðilann var mjög náið á þessum áram og Ingi lagði mikla áherslu á það í hví- vetna. Annað sem mikil áhrif hafði á þró- un vátryggingastarfseminnar var samþykkt EES-samningsins í upp- hafi 10. áratugarins. Miklar laga- breytingar komu í kjölfarið sem ki’öfðust breytingar á grónum hugs- unarhætti um rekstrarform og rekstrarskilyrði á þessu sviði. Þarna var Ingi í eldlínunni og það var ekki átakalaust að ganga í gegnum allar þær breytingar en þegar upp var staðið og á heildina er litið held ég að lausnin hafi verið ákjósanleg. Það var mikils virði og farsælt að njóta starf- skrafta Inga á því breytingaskeiði öllu. Hvort sem um var að ræða þátt- töku í samstarfi við Inga vegna starf- semi vátryggingafélaga og eftirlits- starfs eða í nefndarstarfi á vátryggingasviði þar sem við báðir áttum sæti og undirbúningur löggja- far átti sér stað, náðum við ævinlega saman að lokum þrátt fyrir stundum ólík viðhorf sem þurfti að samræma til að niðurstöður fengjust og árangur næðist. Ingi kom ævinlega þannig fram með persónuleika sínum, framgöngu allri og háttvísi í framkomu samfara ákveðni og rökfestu í málflutningi að hann hlaut að hafa áhrif en ávallt með málefnin í fyriiTÚmi. Mig langar að lokum að nefna okk- ar samskipti síðari ár þegar við kona mín heitin og þau hjón Ingi og Ragna hittumst og áttum ánægjulegar sam- verastundir saman utan starfs okkar. Einnig hefur það verið sérstaklegt ánægjuefni að eiga sameiginlegt áhugamál um eflingu tónlistarinnar og njóta hennar sameiginlega við ým- is tækifæri. Ingi lagði sitt fram þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum sem hann helgaði starfskrafta sína. Ég mun ávallt minnast Inga bæði persónulega og í starfi af hlýhug og ég votta þér, Ragna, innilega samúð mína svo og fjölskyldu allri. Erlendur Lárusson. Fundum okkar Inga R. Helgason- ar bar fyrst saman á miðjum munda áratugnum. Þá voru að hefjast fram- kvæmdir við að breyta vinnustofu listamanns í safnhús sem átti að vera aðgengilegt almenningi í framtíðinni. Ingi sýndi málefninu áhuga enda var hann mikill unnandi faguira lista og hafði djúpan skilning á mannlífinu og fann til ábyrgðar gagnvart því. Ahugi hans og eldmóður fylgdi Lista- safni Siguijóns Ólafssonar alla tíð síð- an. Hann kom að stjóm safnsins strax á upphafsárunum og var frá 1989 for- maður fulltrúaráðs þess. Það hefur verið mikið lán fyrir Listasafn Sigurjóns að fá notið þekk- ingar hans og innsæis og fyrir stjórn þess að geta leitað til hans ráða í hví- vetna. Mér og fjölskyldu minni varð Ingi einlægur vinur. Hans verður saknað. Ég votta eiginkonu og aðstandend- um Inga R. Helgasonar djúpa samúð mína. Birgitta Spur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.