Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhrifa af verkfalli sjómanna fer fljótlega að gæta Sex kaupskip hafa stöðv ast í höfnum landsins Morgunblaðið/RAX Verkfall á kaupskipaflotanum hófst á miðnætti aðfaranótt 1. maí, en unnið var að uppskipun úr þessu skipi Eimskips í Uafnarfirði í gær. Hlaut 16 ára fang- elsi fyrir manndráp SEX kaupskip höfðu stöðvast í höfnum hér á landi í gær vegna verkfalls farmanna sem hófst á miðnætti 1. maí og útlit er fyrir að níu skip eða liðlega helmingur flot- ans muni hafa stöðvast um miðja vikuna, að sögn Jónasar Garðars- sonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, en skipin stöðvast þegar þau koma til íslenskrar hafn- ar. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að allar áætlunarsiglingar til og frá landinu verði komnar úr skorðum undir helgina leysist deilan ekki fyrir þann tíma, en staðan í deil- unni sé óbreytt. Arangurslaus fundur var í kjara- deilunni um helgina. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á morgun, fimmtudag. Verkfallið nær til tæplega eitt hundrað far- manna. 100 þúsund kr. lágmarkslaun Jónas Garðarsson sagði að meg- inkrafa sjómanna í kjaradeilunni væri að lágmarkslaun háseta yrðu 100 þúsund kr. á mánuði, en þau væru núna 78 þúsund kr. Til við- bótar kæmu tvær starfsaldurs- hækkanir, 5% hvor, þannig að laun háseta eftir fimm ára starf væru nú um 85 þúsund kr. Þegar búið yrði að ganga að þessum kröfum yrði hæsti taxti farmanna 110 þúsund kr. Þarna væri um grunnlaun að ræða og þegar útgerðarmenn fyndu út að laun háseta væru yfir 200 þúsund á mánuði, þá væri það að meðtalinni yfirvinnu sem næmi 150 tímum eða þaðan af meira. Venjulega væri það þannig að meira en helmingur mánaðarlaun- anna væri vegna yfirvinnu. Jónas sagði að þeir hefðu einnig verið að ræða við kaupskipaútgerð- Öxarfjörður Útlit fyrir samkomu- lag í kvöld AÐALSTEINN Baldursson, starfsmaður Verkalýðsfélags Öxarfjarðar, sagði í gærkvöld að kjaraviðræður stæðu yfir við atvinnurekendur og væri ætl- unin að ljúka þeim í kvöld þann- ig að ekki yrði verkfall á mið- nætti. Fyrir lá á laugardag að félag- ið hefði fellt samning VMSÍ/LI við atvinnurekendur og var þegar boðað til viðræðna. „Það er jákvæður tónn í mönnum að reyna að klára þetta [í kvöld],“ sagði Aðal- steinn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára gamlan mann, Elís Helga Ævarsson, í 16 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að bana áttræðri konu, Sigurbjörgu Einars- dóttur, í íbúð hennar við Espigerði í byrjun desember sl. Til frádráttar refsingunni kemur 149 daga gæslu- varðhald ákærða. Við rannsókn og meðferð málsins játaði ákærði allar sakargiftir skýlaust en í dómi héraðsdóms kem- ur fram, að ákærði hafi verið undir miklum áhrifum fíkniefna, áfengis og róandi lyfja er hann framkvæmdi verknaðinn með hrottalegum hætti. Dómurinn taldi fíkniefnaneyslu ákærða þó ekki leysa hann undan refsiábyrgð og á engan hátt afsaka verknaðinn. Valdi íbúð hinnar látnu af handahófi Ákærði kvaðst hafa valið íbúð Sigurbjargar af handahófi eftir skyndilega ákvörðun sína um að fremja morð. Ákærði var í sjálfs- vígshugleiðingum og kvaðst hafa viljað gera „eitthvað nógu hræði- legt, gera sér eitthvað nógu illt og meiða sig án þess að fremja sjálfs- víg“. irnar um mönnunarmál, en þeir vildu að áætlunarskipin væru mönnuð íslenskum sjómönnum. Hann bætti því við aðspurður að fækkað hefði í stétt íslenskra far- manna á undanförnum árum, bæði vegna þessa en einkum vegna þess hve skipin hefðu stækkað. Þannig hefði orðið gríðarleg hagræðing á þessu sviði á liðnum árum án þess að sjómenn hefðu notið þess í laun- um að nokkru leyti. Skipin væru kannski að flytja þrisvar til fjórum sinnum meira hvert í tonnum talið heldur en þau voru að gera fyrir 10- 15 árum. Fækkun sjómanna sæist til dæmis í því hvað yfirvinna hefði aukist. Hún hefði hér áður kannski verið um 100 tímar á mánuði, en væri nú aldrei undir 150 tímum og upp undir 200 tímar á stundum. Staðan óbreytt Ari Edwald sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að stað- an í deilunni væri óbreytt frá því sem verið hefði þegar deiluaðilar hefðu skilið á sunnudagskvöld þeg- ar verkfallið hófst, án þess að þeir hefðu fengið efnislegar viðræður um það tilboð sem þeir hefðu lagt fram í síðustu viku og gengi eins langt og þeim væri stætt á að ganga gagnvart öðrum samningum. Ríkissáttasemjari teldi ekki efni til fundahalda í deilunni fyrr en á fimmtudag, en eftir þann dag yrðu áætlunarsiglingar til og frá landinu að mestu komnar úr skorðum. Áhrifa verkfallsins fer að gæta fljótlega. Þannig mun fiskiðnaður- inn lenda í vandræðum ef verkfallið dregst á langinn því geymslur munu fyllast hjá mörgum fyrir- tækjum strax í næstu viku. Ekki er talið að vöruskortur verði nema verkfallið dragist í 2-3 vikur. í niðurstöðum dómsins segir að þegar litið sé til trúverðugleika framburðar ákærða, vættis vitna og geðrannsóknar Sigurðar Páls Páls- sonar geðlæknis, megi fullvíst telj- ast að ákærði hefði ekki framið verkið allsgáður en fíkniefnaneysla hans afsaki þó ekki verknaðinn eins og áður gat. Af hálfu ákæruvaldsins sótti Sig- ríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara málið en verjandi ákærða var Örn Hösk- uldsson hæstaréttarlögmaður. Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Dreifa bæklingi við nektar- dansstaði HÓPUR kirkjufólks, frá þjóðkirkj- unni og öðrum kirkjum, hefur að undanförnu dreift bæklingi fyrir ut- an nektardansstaði í Reykjavík. Er þar bent á nokkra ritningarstaði og sagt að sanna hamingju sé aðeins að finna í breytni sem sé samkvæmt orði Guðs. Karl Guðmundsson, einn þeirra sem standa að átakinu, segir að kristið fólk standi að því, fólk sem vilji benda þeim sem leita á nektar- dansstaði á aðra leið til að finna ham- ingju. Karl stendur fyrir hópi sem kallar sig Menn með markmið sem hann segir vera þverkirkjulegan hóp og hafi hópurinn fengið margar aðr- ar kirkjur til að taka þátt í þessu starfi. „Markmiðið er ósköp einfalt, við erum að benda fólki á að til séu aðrar leiðir til að finna hamingju en á klámstöðum, sem eru því miður að eyðileggja fjölskyldulíf margra,“ segir Karl, „en því miður finnur fólk ekki það sem það er að leita að á þessum stöðum heldur finnur það bara meiri sorg og vandræði." Búið er að dreifa um þúsund bækl- ingum. Auk ritningarstaða eru gefin upp símanúmer til að fólk geti hringt og spjallað og fengið fyrirbæn. Lést við köfun 39 ÁRA gamall maður lést við köf- un í Kleifarvatni á sunnudag. Hinn látni hét Baldur Baldursson til heimilis að Klapparstíg 10, Njarð- vík. Hann var fæddur 9. mars 1961 og lætur eftir sig eiginkonu og eitt bam. Baldur heitinn var að synda til lands ásamt félaga sínum að lokinni köfun í Kleifarvatni um hádegisbil á sunnudag þegar slysið varð en til- drög þess eru ekki Ijós. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út klukkan 12.23 eftir að aðstoðar- beiðni barst í gegnum Neyðarlín- una og sendi neyðarbíl og sjúkrabfl auk fjögurra kafara á vettvang- Björgunarsveitir voru einnig kallað- ar til aðstoðar auk þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Áhöfn á TF-SF þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug yfir vatnið og fann hinn látna og búnað hans rúmlega 40 metra frá landi. í Verinu í dag kemur fram að afsláttur sjómanna af sköttum fer lækkandi, greint er frá umsóknum um leyfi á norsk-islensku sildina og fjallað um kynþroska- aldur Barentshafsþorskstofnsins. ; Valencia beygði ; Barcelona í duftið/B3 ; í heimsókn hjá Lárusi Orra : Sigurðssyni leikmanni WBA/B4 síiiiia : ► Teiknimyndasögur ^ ► Myndir • ► Þrautir : ► Brandarar ^ ► Sögur • ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.