Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDÁGÚR í. MÁÍ 2000
MORGÚNBLÁÐIÐ
_________LISTIR______
Ur menningarskríni
Norðurlanda
TðNLIST
Tjarnarbfó
KVENNAKÓRS-
TÓNLEIKAR
Grænlenskur kór undir stjórn
Kirsten B. Madsen, Vox feminae
undir gestastjórn Sibyl Urbancic og
Kokkolan Naislaulajat frá
Finnlandi, undir sljóm Raakel
Solvin fluttu alþjóðlega efnisskrá,
söngverk frá 16. öld til vorra daga.
Laugardaginn 29. apríl.
EITT af því sem einkennir Nor-
ræna kvennakóramótið, sem nú
stendur yfír, er þátttaka finnskra
kvenna, því fimm finnskir kvenna-
kórar koma fram á sjö tónleikum og
á þeim tónleikum, sem undirritaður
hefur sótt, hafa finnsku kórarnir og
Glier-kórinn frá Úkraínu komið
fram í þjóðbúningum.
Tónleikarnir sl. laugardag, sem
haldnir voru í Tjarnarbíói, hófust
með söng Norræna kvennakórsins
frá Grænlandi en í honum eru
grænlenskar, danskar, færeyskar,
norskar og sænskar konur, sem all-
ar búa í Nuuk. Þetta er í sannleika
sagt norrænn kór, er uppfærði sig á
alþjóðlegan máta. Það hefði ef til
vill gefið kórnum sérstakan yfirsvip
ef konurnar hefðu klæðst þjóðbún-
ingum þjóða sinna. Tónleikarnir
hófust á samsöng og víxlsöng Nor-
ræna kvennakórsins og Vox fem-
inae, undir stjórn Sibyl Urbaneic,
og voru fimm fyrstu viðfangsefnin
evrópsk tónverk frá 16. öld, gullöld
kórtónlistarinnai', eftir Caspar Ot-
hmayr, Domenici Maria Melli,
Heinrich Isaae og Leonhard Lechn-
er. Það var töluverður þokki yfir
söngnum, þótt stundum mætti
greina að samæft hafði verið stutt-
an tíma fyrir þessa tónleika.
Vox feminae söng skemmtilegan
tónaleik eftir Báru Grímsdóttur við
þulu eftir Theodóru Thoroddsen,
orðaleik er kemur víða við í þjóð-
legu og fornu tungutaki okkar ís-
lendinga. Þennan skemmtilega tón-
orðaleik hefði mátt flytja með meiri
galsa en gert var og í næsta lagi,
Konur, eftir Þorkel Sigurbjörnsson
við texta eftir Jón úr Vör, var ekki
nægilega vel æft og lá við að lagið
gliðnaði í sundur. Snjómynstur eftir
Murray Schafer er sniðugur tóna-
leikur, þar sem reynt er að líkja eft-
ir svifi snjóflyksanna og var að
mörgu leyti þokkalega sunginn,
undir öi’uggri stjórn Sibyl Ur-
bancic.
Næstu viðfangsefnin voru róman-
tísk lög, tvö eftir Schumann og tvö
eftir Brahms. Lögin eftir Schumann
voru sungin af báðum kórunum en
þjóðlagaútsetningarnar, Ich fahr
dahin og Feinsliebchen eftir
Brahms, sungu grænlensku kon-
urnar af töluverðum þokka og fiuttu
einnig fimm grænlensk þjóðlög
undir stjórn Kirsten B. Madsen,
m.a. annars eitt útsett af Aðalheiði
Þorsteinsdóttur. Undirritaður
saknaði þess, að lögin voru ekki
uppfærð á grænlenskan máta, held-
ur í evrópsk-stöðluðum útsetning-
um, fallega gerðum, en fjarri græn-
lenskri menningu, þótt flutt væru af
einlægni og oft mjög fallega.
Síðustu viðfangsefni kóranna
voru íslensk þjóðlög, þrjú í radd-
setningu eftir Victor Urbancic, sem
fyrir sinn tíma eru ótrúlega nútíma-
leg að gerð og nokkuð erfið í flutn-
ingi. Á köflum náðu kórarnir ekki að
lyfta lögunum til þeirrar stærðar,
sem hæfir verkunum, bæði er varð-
ar stóran hljóm og öryggi í tóntaki.
Samsöng grænlenska og íslenska
kórsins lauk svo með Vísum Vatns-
enda-Rósu, sem voru vel sungnar
með þéttum og fallegum hljómi.
Þriðji kórinn, Kokkolan Nais-
laulajat frá Finnlandi, undir stjórn
Raakel Solvin, flutti aðallega finnsk
alþýðulög, sum með skemmtilegum
leikrænum tiltektum. Það er
eins með þennan kór og hina
finnsku kórana, að uppfærslan var á
köflum eins og fólk skemmti sér til
sveita og auðvitað voru allar kon-
urnar í marglitum þjóðbúningum.
I heild voru þetta skemmtilegir
tónleikar, er birtu hlustendum
margt fagurt menið úr menningar-
skríni Norðurlandanna, marglitt að
gerð og fagurlega ofið úr menningu,
er kennir okkur, að söngurinn er al-
þjóðlegur og sammannlegur.
Jón Ásgeirsson
Reuters
Síðasta kvöldmáltíðin á ströndinni
SÍÐASTA kvöldmáltíðin hefur orð-
ið mörgum listamanninum að yrkis-
efni, meðal annars Michel Meckert,
sem sérhæfir sig í sandskúlptúrum.
Verkið vann hann á Pocitos-
ströndinni í Montevideo í Urúgvæ á
dögunum. Meckert hefur haft við-
urværi sitt af gerð listaverka af
þessu tagi í 23 ár og í fyrra vann
hann til fyrstu verðlauna í keppni á
Kanaríeyjum fyrir verk sem var
fimm metrar á hæð.
Norræn mynd-
listarsýning
opnuð í London
London. Morgunblaðið.
FYRIR skömmu var opnuð norræna
Carnegie-listasýningin í Barb-
ican-listamiðstöðinni í London.
Þetta er í fyrsta sinn sem sýningin
er opnuð utan Norðurlandanna, en í
annað sinn sem Camegie-listaverð-
launin eru veitt.
Sýningin hefur þegar ferðast um
höfuðborgir Norðurlandanna, en
hún stendur til 21. maí í London. 27
norrænir listamenn eiga 56 verk á
sýningunni og þar á meðal eru Is-
lendingarnir Georg Guðni, Guðrún
Einarsdóttir og Helgi Þorgils Frið-
jónsson.
Sýninguna opnaði Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti ís-
lands, og notaði hún tækifærið og
hélt stutta kennslustund í norrænni
landafræði fyrir viðstadda með því
að benda þeim á, að gefnu tilefni að
hennar sögn, að „Skandinavía“ væri
ekki landfræðilega heitið á löndun-
um fimm í norðri, heldur væri það
„Norðurlöndin".
Lars Bertmar, sem á sæti í dóm-
nefndinni, sagði í ræðu sinni að
Carnegie-mynlistarverðlaunin hefðu
mikið að gera með að yfirstíga landa-
mörk.
„Verðlaunin afmá mörk þjóða, ald-
urs, kyns og uppruna fólks,“ sagði
hann, „og um leið er hugtakið „Nor-
rænt“ einnig leið til að afmá mörk og
sameina þjóðir.“ Lars Nittve, for-
maður dómnefndar og forstöðumað-
ur hins nýja Tate-nútímalistasafns
sem opnað verður í London á næst-
unni, sagði af sama tilefni að hann
hefði nokkuð oft verið spurður að því
hvers vegna verið sé að verðlauna
málverk nú, sérstaklega þegar nor-
ræn myndlist virðist snúast um svo
margt annað en einmitt málverk um
þessar mundir? „Mín skoðun á því,“
sagði hann, „sem stundum má kalla
afbyggingu á máli heimspekinnar, er
að norræn myndlist á svo djúpar
rætur í málverkum, bæði landslags-
málverkum og öðru. Mér fyndist eig-
inlega réttara að spyrja hvers vegna
málverkum hafi verið ýtt til hliðar í
norrænni myndlist um þessar mund-
ir?“ Á annað hundrað gestir voru
viðstaddir opnunina, jafnt Bretai'
sem Norðurlandabúar.
Stórsigur stórsveitar
TOJVLIST
Kaffileikhúsið
STÓRSVEITAR-
TÓNLEIKAR
Stórsveit Reykjavíkur, Sigurður
Flosason og Daniel Nolgard. Birkir
Freyr Matthíasson, Andrés Björns-
son, John Gear, Eiríkur Orri Ólafs-
son og Örn Hafsteinsson trompetar;
Oddur Björnsson, Björn R. Einars-
son, Samúel Samúelsson og David
Bobroff básúnur, Ólafur Jónsson,
Stefán S. Stefánsson, Sigurður
Flosason, Jóel Pálsson og Kristján
Svavarsson saxófónar, klarinettur
og flautur, Ástvaldur Traustason
pfanó, Edvard Lárusson gítar,
Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur
Grétarsson trommur.
Stjórnandi: Daniel Nolgard.
Tónlist eftir Sigurð Flosason í
útsetningum stjórnandans.
Miðvikudagskvöldið 19.4.2000.
SAGA Stórsveitar Reykjavíkur er
saga mikillar baráttu. Ailt frá því
Sæbjöm Jónsson stofnaði sveitina
fyrir rúmum áratug hefur orðið að
berjast fyrir hverri æfingu, hverri
útstningu, hverjum styrk. Viss
straumhvörf urðu í fyrra er Reykja-
víkurborg fékk sveitinni fasta fjár-
hæð til ráðstöfunar gegnt því að hún
léki í Ráðhúsinu nokkra tónleika á
ári - en betur má ef duga skal. Hvar
eru öll einkafyrirtækin sem velta sér
í hagnaði ár frá ári? Þau munaði ekki
um að styrkja stórsveitina og svo
léki hún á svosem einni fyrirtækja-
hátíð á ári?
En þrátt fyrir fjárleysi og kaup-
leysi hafa félagar stórsveitarinnar
ekki látið deigan síga og frá því að
vera áhugamannasveit í upphafí er
hún orðin atvinnumannasveit að öllu
öðru leyti en því, að hljóðfæraleikar-
arnir fá bæði sjaldan og lítið greitt
fyrir vinnu sína - þar logar enn á
hugsjónarkyndlinum. En þannig
hefur íslensk listasaga verið. Úr
þannig jarðvegi spruttu atvinnuleik-
hús okkar og sinfónía.
Á tónleikunum í Kaffileikhúsinu
miðvikudgaskvöldið fyrir páska urðu
kaflaskil í sögu hljómsveitarinnar.
Oftast hefur Sæbjörn Jónsson
stjórnað sveitinni, stundum Stefán
S. Stefánsson, og hér hafa svo komið
flinkir menn frá útlandinu, gert
stuttan stans og stjórnað hljómsveit-
inni: Frank Foster, Ole Kock Han-
sen, Greg Hopkins, Pétur Östlund
og Daniel Nolgard.
Þegar Daniel stjómaði verkum
eftir Sigurð Flosason og Thad Jones
á tónleikum á Hótel Sögu á Jazzhátíð
Reykjavíkur 1998 vora það fínir tón-
leikar, en blikna í samanburði við þá
sem Daniel stjórnaði í Kaffileikhús-
inu þar sem hann bætti sex útsetn-
ingum á lögum Sigurðar við þær
fimm sem fluttar voru á Sögu.
Hljómsveitinni hefui' farið mikið
fram á þeim tveim áram sem liðin
era og Daniel hafði tíma, þekkingu
og hæfileika til að æfa sveitina og ná
því besta útúr henni sem hægt er.
Ekki spillti svo staðurinn fyrir. í
staðinn fyrir að hverfa í þokumóðu
Ráðhússins og Hótel Sögu, þar sem
stórsveitin hefur noftast spilað, lifði
hver tónn sínu lífi í Kaffileikhúsinu.
Öll lögin er leikin vora þetta kvöld
eru af skífum Sigurðar Gengið á lag-
ið (1993) og Gengið á hljóðið (1996)
utan eitt: Þungir þankar, af skífu
Jazzkvartetts Reykjavíkur á Ronnie
Scott í London 1994. Þau lög er stór-
sveitin lék einnig 1998 eru Heimboð í
Havanna, Lausir endar, Blendnar
tilfinningar, Illar tungur og In mem-
oriam. Nýju útsetningarnar era
Gamlar syndir, Hjartarætur, Flug
622, Heima er best, Allt er svalt og
Þungir þankar.
Tónsmíðar Sigurðar hafa hljómað
all misjafnlega í eyram gegnum árin.
Fremst þeirra allra er ballaðan und-
urfagra er hann samdi í minningu
Sveins Ólafssonar saxófónleikara og
djassframherja: In memoriam. Hún
var aukalag á þessum tónleikum og
Sigurður í aðalhlutverki og blés að
sjálfsögðu af þeirri snilld sem hæfir
þeim manni sem fremstur fer ís-
lenskra í ballöðuleik um þessar
mundir.
Eftir heldur dauflegan byrjun á
Allt er svalt lifnaði heldur betur í
kolunum þegar Kristinn Svavarsson
blés barrýtonsaxófón sóló sinn, en af
því ætti hann að gera meira og allt
var komið á suðupunktinn í öðram
ópusnum: Heimboði í Havanna.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ þá
tilfinningu á tónleikum hjá Stórsveit
Reykjavíkur að brassið negli mig í
stólinn. Það er góð tilfinning á stór;
sveitartónleikum og segir margt. í
kjölfarið sigldu Lausir endar þar
sem Ástvaldur Traustason svíngaði
fínt með hrynsveitinni, en Hjartar-
æturnar vora kannski of settlegar
með klarinettum sínum og flautum
en í síðasta ópusnum fyrir hlé, Flugi
662, var keyrt á fullu í anda gömlu
svíngsveitanna og Jóel og Sigurður
fóra hamförum í sólóum sínum. Þeir
hefðu sómt sér vel í Hampton band-
inu þegar þurfti að glæða lýðinn lífi.
Eftir hlé lék sveitin Heima er best
og í kjölfarið fylgdi All er svalt, en
samban var dálítið dauf einsog oft á
norðlægum slóðum - þó rættist úr
þessu eftir sólóana og í Blendnum
tilfinningum ríkti afslappað svíng og
fór sveitin á kostum og Edvard Lár-
usson lék glansandi fínan djasssóló.
Bandið grúfaði vel í Illar tungur og í
lokalaginu, Þungum þönkum, blús-
uðum svíngópus, var Ellington
mættur til leiks í útsetningu Daniels.
Eiríkur Orri, Björn R. og Stefán S.
blésu tríó a la Cootie, Tricky Sam og
Carney og Samúel brá vava dempara
á básúnuna í sóló sínum. Einsog
venjulega þurfti Daniel aðeins að
gefa fáeinar bendingar á réttum
stöðum og allt small saman í kröft-
ugri sveiflu - ki-öftugri en heyrst
hefur áður hjá íslenskri stórsveit.
Hér hafa ekki verið nefndir sólóar
Ólafs Jónssonar, Birkis Freys,
Gunnars Hrafnssonar og Péturs
Grétarssonar. Þeir stóðu fyrir sínu -
en mest um vert var frábært samspil
sveitarinnar, höfundar og Daniels
Nolgards. Þessir tónleikar era af-
rakstur tveggja ára samvinnu Dan-
iels og Sigurðar og stendur til að
leika þessar útsetningar víða með
ýmsum stórsveitum. Vonandi verða
þær gefnar út á geisladiski og ekki
væri ónýtt að Stórsveit Reykjavíkur
léki þar. Stórhuga athafnaskáldum
ætti ekki að muna um að kosta sveit-
ina í æfingarbúðir vefjist boltinn
ekki íyrir þeim um of.
Vernharður Linnet