Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Sigríður raspar undan hnykkingum en eigandi hestsins, Leifur Stefánsson, fylgist með og reynir að læra réttu handtökin. Björn mundar hófraspinn undir vökulum augum Jóns í Heiðarbót. Frjálsræði og ferðalög A Húsavík og í næsta nágrenni starfar hestamannafélafflð Grani sem telst eitt af minni félögunum innan Landsambands hestamannafélaga með ríflega 50 félags- menn. Valdimar Kristinsson brá sér norður um helgina og hitti nokkra félagsmenn Grana sem fræddu hann um þingeyska hestamennsku. „HESTAMENNSKAN hér á Húsa- vík hefur nú að mestu leyti snúist um svona almennar útreiðar og styttri ferðalög um nágrannasveitimar" seg- ir Sigfús Hilmir Jónsson, einn af fé- lagsmönnum Grana. „En ég held við séum að taka við okkur. Áhugi virðist vera að aukast fyrir hrossarækt í sýslunni. Bæði er að Hrossaræktar- sambönd Eyfirðinga og Þingeyinga hafa boðið upp á mjög góða stóðhesta og eins hafa komið hér ýmsir aðrir hestar í háum gæðaflokki. Hófsemdar .hefur verið gætt í hrossaeign hér um slóðir. Ætli megi ekki telja þá hesta- menn á fingrum annarrar handar sem eiga 50 hross og flestir eiga fá hross. Enda held ég það heyri til algjörra undantekninga að ofbeit sé af völdum hrossa í Þingeyjarsýslu. Við eigum fá hross en góð,“ segir Sigfús og hlær. Sameiginleg mót með Þjálfa I norðuijaðri bæjarins er hesthúsa- hverfið staðsett og er þar nothæfur völlur en ekki sérlega góður, að sögn Sigfúsar. Þar heldur Grani árlega firmakeppni sína en félagsmótið halda þeir sameiginlega með Þjálfa á Einars- stöðum í Reykjadal helgina eftir versl- unarmannahelgina. Þá fara Húsvík- ingar í stórum flokk. „Ferðalög hafa til þessa líklega ver- ið þugnamiðjan í félagsstarfinu hjá Grana," segir Sigfús. „I fyrra var far- in mjög góð ferð í Flateyjardal á veg- um félagsins en því miður komst ég ekki. Seinni partinn í júní er venjulega riðið á mót Feykis í Norður-Þingeyj- arsýslu en í fyrra voru Granamenn með hundrað hi-ossa rekstur á mótið. Brotalamir í reiðvegamálum Þegar talið berst að reiðvegum seg- ir Sigfús að þótt ástandið hafi heldur batnað síðustu árin vanti talsvert upp á að viðunandi sé. „Þetta er að hluta til sjálfum okkur að kenna. Við höfum ekki sótt málin nógu stíft. Einhvem- tíma gerðist það að vegagerðin ætlaði að láta okkur ríða á malbikinu en það er að sjálfsögðu ótækt að vera á harðri götunni innan um bílaumferð- ina. Mesta uppbyggingin síðan við byggðum félagsheimilið sem er lítið hús við hesthúsahverfið, er bygging tunnunnar eins og við kölluðum hringgerðið sem er byggt úr báru- jámi. Það hefur gagnast okkur mjög vel en það var Ingimar Sveinsson frá Hvanneyri sem atti okkur út í að byggja það þegar hann kom hér fyrir ekki löngu síðan og kenndi hér að- ferðina „Af frjálsum vilja“. Bráðvantar reiðskemmu „Draumurinn hlýtur hinsvegar að vera bygging reiðskemmu en mér sýnist það nokkuð fjarlægur mögu- leiki og er ég hræddur um að ein- hveijir fleiri aðilar þyrftu að koma því ef til kæmi. Slíkt mannvirki myndi breyta aðstöðunni stórkostlega," seg- ir Sigfús dreyminn á svip. Aðspurður um kosti og galla þess að stunda hestamennsku úti á landi í fámenni segir Sigfús að líklega sé hestamennskan ódýrari undir þess- um kringumstæðum. Menn sjái margir hverjir sjálfir um öflun heys Það getur vafist fyrir mönnum að snúa fjaðrirnar í sundur en Baldur er ákveðinn í að klára verkið meðan Jóhannes „kurteisi" í Heiðarbót held- ur hrossinu selskap. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Granamenn lögðu stund á járn- inganám um helgina. Meðfylgj- andi mynd er tekin í hesthúsinu í Heiðarbót og voru menn orðnir bæði þreyttir og sveittir en glað- ir yfir góðu dagsverki. Talið frá vinstri: Egill Hjartarson, Jóhann- es K. Jónsson, Gunnar Jónsson, Sigfús H. Jónsson, Jón B. Gunn- arsson, Leifur Stefánsson og eina stúlkan sem lagði í járningar að þessu sinni, Sigríður Þórólfsdótt- ir. Kijúpandi fyrir framan eru Bjöm Guðjónsson og Baldur Sig- tryggsson og fremst er tfldn á bænum og ef glöggt er skoðað má sjá að hún er rófustýfð eftir að hestur trampaði á hana í hörðum atgangi þegar hún var að siða hestana til. og beitin sé margfalt ódýrari en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þá sé allt í frjálslegri farvegi og kannski ör- lítið léttari blær yfir hlutunum. En hann segir einnig að það fylgi því einnig gallar að stunda hesta- mennsku á stað eins og Húsavík sam- anborið við til dæmis suðvesturhom- ið. Félagsstarfið sé vafalaust minna og sækja þarf alla nýja strauma og framfarir suður. Þá finnst honum að erfitt sé að fá þekkta reiðkennara á svona fjarlæga staði. „Þeir eru ekkert gráðugir í að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Ég var einn vetur í Keflavík og fann þá glöggt muninn. Þar voru reiðnámskeið innanhúss í hverri viku og ég tók eftir því hversu góðir reiðmenn margir krakkanna eru orðnir. Það er ekki vafamál að reiðskemma myndi valda straum- hvörfum í reiðmennsku og félags- starfinu almennt hjá okkur á Húsa- vík,“ segii' þessi áhugasami þingeyski hestamaður að lokum. Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.