Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 55
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
PÉTURSSON
+ Guðmundur Pét-
ursson fæddíst í
Vík í Mýrdal 28.
ágúst 1911. Hann
lést 12. mars síðast-
liðinn. Guðmundur
var jarðsettur 25.
mars að Borg og fór
útför hans fram í
kyrrþey, að ósk
hans.
Við hittumst síðast á
Borgarspítalanum á
þorranum í vetur þar
sem Guðmundur var að
ná sér eftir aðgerð. Það
urðu fagnaðarfundir því við höfðum
ekki sést lengi en þó talast við í síma
af og til.
Þrátt fyrir veikindi og háan aldur
var hann sami glæsilegi og göfugi
maðurinn sem fyrr. Eg lét aðdáun
mína í Ijós, en hann brosti, sagði að nú
væri síðasta barátta sín við dauðann
haíin, og hana gæti enginn unnið.
Hann minnti mig á heit okkar, sem
við strengdum þegar ég fluttist úr
Borgarfirði, að það okkar sem lifði
lengur skyldi minnast hins á prenti.
Þegar við kvöddumst lofaði ég honum
að koma í heimsókn upp í Borgames
umpáskana.
Á páskadaginn 23. apríl sl. var ekki
seinna vænna að efna loforðið og ók
ég sem leið liggur upp í Borgarfjörð í
hátíðarskapi. Skarðsheiðin blasti við,
tignarleg og fögur, klædd vetrarbún-
ingi í glampandi sólskini. Margar
minningar vöknuðu því ég hafði átt
heima við rætur hennar öll mín bestu
ár.
Þetta reyndist ferð sem aldrei var
farin, ég frétti að Guðmundur væri
látinn og hefði verið jarðsettur í kyrr-
þey. Ég hafði stuttan stans í Borgar-
firði. Skarðsheiðin varð í augum mín-
um kuldaleg og sólin skein ekki
lengur eins fagurlega. Ég ók Hval-
fjörðinn suður. Það var ferð í hugar-
heim minninganna um kynni okkar
Guðmundar í hartnær fjörutíu ár.
Fyrstu alvöru kynni okkar Guð-
mundar urðu á Landsmóti hesta-
manna á Þingvöllum 1970. Ég hafði
eignast homfirska hryssu mér til
gamans með húsmóðurstörfum en
fyrir tilviljun eina tók ég þátt í úr-
tökumóti kynbótahrossa fyrir lands-
mótið og komst í úrslit. Én þar var
Guðmundur viðstaddur ásamt Þor-
keli Bjarnasyni hrossaræktarráðu-
naut frá Laugarvatni.
Nokkrum vikum
seinna stóð ég á Þing-
völlum, hrædd og upp-
burðarlítil, komin tO að
etja kappi við bestu
hestamenn landsins, ég
hefði betur setið heima.
Mér tO mikOlar undrun-
ar stóð þá allt í einu hjá
mér stór, þóttafuOur
maður, með grásprengt
hár og sagði kuldalega:
„Ætlarðu ekki á bak
hryssunni, á bara að
sýna nýju reiðfötin og
hnakkinn?“ Ég reiddist
óskaplega, fannst ekki
bætandi á hið hörmulega andlega
ástand mitt og svaraði um hæl: „Og
þú að sýna jeppann þinn.“ Þá hló Guð-
mundur hjartanlega og sagði:
„Komdu með mér út á minni völlinn,
ég veit að það er erfitt að vera
reynslulítOl knapi. Við skulum bjarga
því sem bjargað verður, ég skal
kenna þér að sýna hryssuna. Þú hefur
ekki um marga kosti að velja. Gera
þitt besta eða flýja af hólmi og verða
þér og borgfirskum hestamönnum tO
skammar.“
Með tOsögn og hvatningu Guð-
mundar tókst mér að komast í gegn-
um sýninguna, fór heim með fyrstu
verðlaun, sem voru svo sannarlega
verðlaun Guðmundar en ekki mín.
Þetta var aðeins fyrsta tilsögn Guð-
mundar sem ég fékk í tamningu og
reiðmennsku. Hann var alltaf óþreyt-
andi að leiðbeina mér, hvemig hestur
ætti að vera meðhöndlaður tO að
hæfileikar hans kæmu sem best fram,
eða hvemig hesturinn ætti að vera
byggður. Mér er minnisstætt hversu
glöggur Guðmundur var að sjá hvort
hestur væri skapgallaður, eða hefði
verið misboðið í tamningu. Hann var
á undan sinni samtíð í meðferð og
tamningu hrossa. Auk þess var Guð-
mundur ágætis reiðmaður sem gerði
miklar kröfur, í fyrsta lagi tO sín
sjálfs, og síðan tO hestsins, sem hann
meðhöndlaði eftir því hvaða kostum
hann var búinn.
Guðmundur var aufúsugestur á
heimili okkar hjóna og kom oft þegar
hann átti leið um. Við hjónin höfðum
komið okkur upp fé og hestum sem
var mín vinna utan heimilis. En eigin-
maðurinn var kennari á Hvanneyri og
kom það meira í mhin hlut að hugsa
um búskapinn. Aldrei settum við á líf-
lömb nema í samráði við Guðmund.
Það var ómetanlegt að fá leiðsögn
hans hvort sem voru ær eða hross.
Hann var alltaf hreinn og beinn og
sagði skoðun sína á rökstuddan hátt.
Þótt Guðmundur hefði þann hæfi-
leika að geta séð út metfé og hross
sem byggðist á reynslu og hyggjuviti
kynslóðanna var honum vel ljós nauð-
syn þess að byggja framtíðina í bú-
fjárrækt á vísindalegum grunni.
Hann var áhrifamikOl bæði í hrossa-
ræktarfélaginu Skugga og í fjárrækt-
arfélaginu í Andakfl þar sem starf-
semin byggðist á tölfræði og
rannsóknum. Hvatti hann bændur tfl
þátttöku og tók sjálfur þátt í félags-
skapnum af lífi og sál.
Oft spurði Guðmundur manninn
minn um jarðræktartilraunirnar á
Hvanneyri en honum var vel Ijós
nauðsyn þeirra tíl að bæta fóðrið sem
hann taldi vera undirstöðuatriði. Guð-
mundur skOdi vel mikilvægi Hvann-
eyrarskóla og rannsókna fyrir ís-
lenskan landbúnað sem hann var
óspar á að lýsa fyrir bændum í hérað-
inu.
Margar ferðir voru famar í GuO-
berastaði í Lundarreykjadal bæði á
bfl og ríðandi. Stundum tókum við
konur okkur saman og heimsóttum
Guðmund ríðandi. Móttökur og höfð-
ingsskapur þeirra Guðmundar og
Guðrúnar er ógleymanlegur.
Leiðir okkar Guðmundar lágu sam-
an á ólíklegustu stöðum, jafnt uppi á
reginfjöllum sem í kokkteilboði á
búnaðarþingi. Það skipti Guðmund
engu máii þótt þoka væri eða skafbyl-
ur í smalamennskum á haustin. Hann
þekkti landslagið utan að og þurfti
ekki áttavita. Hann las „bók náttúr-
unnar“ öðrum fremur og veðurglögg-
ur var hann með afbrigðum, sá bæði
fyrir fjallaskúrir og óþurrka. I kokkt-
eflboð mætti hann prúðbúinn og
glæsflegur, einna líkastur enskum að-
alsmanni að útliti og atgervi.
Guðmundur setti svip sinn á bú-
skaparhætti í Borgarfirði og ekki
mun saga íslenskrar hrossaræktar
verða skrifuð án þess að áhrifa hans
verði getið. Guðmund sem fyrirmynd
og hvatamann í bættum búskapar-
háttum verður erfitt að festa á spjöld
sögunnar en er engu að síður stað-
reynd. Ekki er ofsagt að áhrifa hans
gætir enn innan og utan Borgarfjarð-
ar bæði í hrossarækt og fjárrækt.
Guðmundur var sannur vinur í
raun. Ég minnist bréfa hans og
hvatningarorða eftir að ég fluttist úr
Borgarfirði. Það var ómetanlegur
stuðningur þegar vindar lífsins blésu
hvað kaldast.
Ég sendi aðstandendum Guðmund-
ar mínar innflegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guðmundar
írá Gullberastöðum.
Sigríður Laufey Einarsdóttir.
SIGRIÐUR
ÁSGEIRSDÓTTIR
+ Sigríður Ás-
geirsdóttir fædd-
ist í Hnífsdal 17. maí
1921. Hún lést á
Landspítalanum 15.
aprfl siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá ísafjarðar-
kirkju 22. aprfl.
Hún Sigga Ásgeirs
er farin til Guðs.
Hún hlýtur að hafa
fengið góðar móttökur
á himnum, svo stóra
innistæðu sem hún var
búin að leggja inn.
Það er stórt skarð sem hún Sigga
skilur eftir sig hér á meðal okkar, en
mestur er þó missir Stjána frænda
að sjá á eftir „rósinni“ sinni.
Hann hefði ekki getað fengið betri
konu en Siggu, hún gerði alltaf allt
sem hún hélt að honum myndi best
líka.
Sigga frænka, en undir því nafni
gekk hún meðal okkar „barnanna",
var ekki frænka okkar heldur er
Stjáni frændi okkar.
Heimili þeirra stóð okkur systkin-
unum alltaf opið, ekki bara heimilið,
fyrst og fremst var þar nóg hjarta-
rými fyrir lítil börn og dvöldum við
systkinin þar oft langdvölum.
Tengslin milli heimilis okkar og
Sigga og Stjána var al-
veg sérstakt. Þau ólu
upp næstelsta bróður
okkar, Jóhannes, í
miklu ástríki og vænt-
umþykju. Systkinum
Nanna bróður var allt-
af tekið eins og við
værum þeirra líka.
Þau eignuðust ekki
börn sjálf, en ólu eOmig
upp Ásgeir, systurson
Siggu.
Okkur systkinunum
fannst þeir búa við
mikil forréttindi að fá
að vera alltaf hjá Siggu
og Stjána.
Hún Sigga kom alltaf eins fram
við alla. í hennar huga var ekki til
neinn munur á fólki, hún sagði held-
ur aldrei neitt Ijótt um nokkurn
mann.
Öll börn á Flateyri, en þar bjuggu
þau Sigga og Stjáni allan sinn bú-
skap, þekktu Siggu.
Þeim var ekki í kot vísað kæmu
þau að dyrum hennar, sem þau
gerðu oft, þau fóru heldur ekki tóm-
hent frá henni, hún átti alltaf heima-
bökuð vínarbrauð og snúða eða ann-
að álíka góðgæti. Hún spjallaði við
börnin eins og þau væru mesta
merkisfólk og þakkaði þeim fyrir að
koma til sín.
Sjálf á ég yndislegar minningar
frá barnæsku um dvöl á Flateyri hjá
Siggu og Stjána, í þeim minningum
rúmast bara sólskin og gleði.
Börn okkar systkinanna fengu
sem betur fer að kynnast Siggu
frænku. Mér er minnisstætt þegar
ég var í heimsókn á Flateyri með
syni mína unga. Þeir fóru niður í
fjöruna framan við húsið hjá þeim
og auðvitað óðu þeir of langt og
rennblotnuðu. Sigga frænka var að
passa þá, á meðan pabbi og mamma
skruppu til ísafjarðar.
Þeir fóru heim til Siggu með hálf-
um huga, en úr þessu varð ekkert
stórmál. Hún Sigga frænka átti önn-
ur stígvég og sokka og síðan máttu
þeir fara aftur út í fjöru.
„Hún skammaði okkur ekki
neitt,“ sögðu þeir þegar við komum
til baka.
Eldsnemma á morgnana var
Sigga vöknuð, sótti þá í rúmið, vafði
þá inn í sængina sína og lét þá sitja
upp á eldhúsbekknum, gaf þeim
morgunmat og síðan var farið í
morgungöngu fram á Odda, þar sem
kannaður var bátaflotinn bæði á sjó
og landi.
Var að furða að þeir heimtuðu að
vera sendir tO Siggu frænku og þeg-
ar við sögðum þeim að hún Sigga
frænka væri að vinna svöruðu þeir:
„Það er allt í lagi, hún hættir ábyggi-
lega að vinna þegar við komum.“
Ég sendi frænda mínum innilegar
samúðarkveðjur.
Siggu frænku kveð ég með kærri
þökk og virðingu.
Guðrún Helga Jónsdóttir.
KRISTIN SIGUR-
BJÖRNSDÓTTIR
+ Kristín Sigur-
björnsdóttir
fæddist að Fremri-
Nýpi í Vopnafirði 28.
febrúar 1921. Hún
lést á Landspitalan-
um 17. aprfl síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskapellu 26.
aprfl.
Vegir skiptast. - Allt fer
ýmsarleiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir
öðrum dauðinn réttir
hönd.
Svo kvað Einar Benediktsson.
Mér varð hugsað tO þessara ljóðlina
þjóðskáldsins þegar Jón, tengdason-
ur Kristínar Sigurbjörnsdóttur,
hringdi til okkar og tilkynnti okkur
andlát hennar.
Þá var ekki liðin vika frá því við
heimstóttum Stínu, sátum hjá henni
í besta yfirlæti yfir kaffi og kökum.
Engin merki sáum við þess, að veik-
indi væru á næsta leiti, hvað þá, að
dauðinni myndi knýja dyra hjá henni
með svo undrastuttum fyrirvara. En
þrem dögum fyrir andlát sitt hafði
hún fengið heilablóðfall, var flutt á
sjúkrahús og hlaut þar hægt andlát.
Vegir skiptast gjarna skjótt á veg-
ferð lífsins. Það er að vísu ekki nema
eðlilegt, að vegi skflji, þegar fólk er
komið á efri ár, en svo skyndilega
var hin góða vinkona okkar, Stína,
kvödd burt af þessum heimi, og án
nokkurs forboða, að það var sem
dimmur skuggi byrgði sólu.
Það eru liðin ein 45 ár síðan við
kynntumst Kristínu og fjölskyldu
hennar, eiginmanninum Friðriki og
dótturinni Ölmu. Heimili þeirra var '
það fyrsta utan fjölskyldubanda
okkar, sem við heimsóttum, eftir að
við settumst að hér í Keflavík. Hefur
sú vinátta, sem þama tókst, haldist
æ síðan, og aldrei hefur borið
skugga á.
Á árinu 1946 giftist Kristín Frið-
riki Sigfússyni, sem síðast starfaði í
tollþjónustunni á Keflavíkurflug-
velli. Var það sannarlega hið mesta
gæfuspor í lífi þeirra beggja, enda
voru þau hjón einstaklega samhent í
hvívetna. Bar heimili þeirra vitni
samhugar, alúðar og snyrtimennsku
svo að af bar. Gilti þá einu hvort búið
var þröngt og við létta pyngju frum-
býlingsáranna eða rýmra varð um
þegar frá leið.
Ekki reyndi þar síst á myndar-
skap og dugnað Kristínar, en auk
þess að sinna heimilinu af stakri
kostgæfni starfaði hún um alllangt
skeið utan heimilis, lengst af í Apó-
teki Keflavíkur. Þáverandi lyfsala og
konu hans hafði hún kynnst á æsku-
árum sínum á Seyðisfirði. Reyndust
þau hjón Kristínu ávallt afar vel,
enda hún traustur og dyggur starfs-
maður.
Þeim hjónum, Kristínu og Frið-
riki, búnaðist í hvívetna vel.
Friðrik naut trausts í starfi sínu
og var honum stöðugt sýndur meiri
og meiri trúnaður, og samhent höfðu
þau búið svo vel um sig að til fyrir-
myndar var. í tómstundum nutu þau
einnig sameiginlegra áhugamála,
ekki síst áttu laxveiðar á sumrin hug
þeirra beggja, og lét Stína þar síður
en svo hlut sinn fyrir veiðifélögun-
um. Átti hún margar góðar minning-
ar frá ótal veiðiferðum, og glímunni
við þennan silfurgljándi fisk, sem
leitar mót straumi sterkum og stikl-
ar fossa. Laxveiðar voru oft um-
ræðuefnið.
En Kristínu var ekki hlíft við
raunum og sorg. Fyrir hartnær
þrettán árum varð Ériðrik bráð-
kvaddur í bfl sínum örskammt frá
heimili þeirra, á leið úr vinnu. Þetta
var að vísu ekki fyrsta raun hennar,
því á fyrstu hjúskaparárum þeirra
höfðu þau misst nýfætt barn sitt. En
nú reyndi verulega á Kristínu.
Friðrik hafði svo sannarlega verið
kjölfestan í lífi hennar, og hafði
ávallt borið hana á höndum sér, í
hans huga var ekkert of gott fyrir
Stínu. En hún stóðst
þessa raun með reisn,
hún lét ekki bugast.
Henni var vissulega
brugðið, en hún bogn-
aði ekki.
Stofninn var styrk-
ur.
Enn hjó dauðinn í
sama knérunn þessar-
ar litlu fjölskyldu.
Fyrir örfáum árum
varð einkadóttirin,
Alma, einnig brácf; .
kvödd. Hún var þá gift
og átti þrjú böm. Þetta
var reiðarslag. Hinn
styrki reyr var nú sannarlega skek-
inn, nú fannst henni allt vera tekið
frá sér, engin hlif, ekkert skjól. Enn
var henni þó gefinn undraverður
styrkur. Hún lét ekki bugast. Hún
talaði af hægð við okkur um sorg
sína og missi, hún létti á hjarta sínu,
en án þess að brotna. Hún sýndi að-
dáanlegan og ótrúlegan styrk, í það
minnsta í návist annarra. Hún
breytti í engu háttum sínum. Og hún
rækti vináttu sína við okkur af sömu
tryggð og áður.
Nánast vikulega komum við í
heimsókn til Stínu, og þótt hún væri,
orðin ein kom aldrei fyrir, að ekkf
væri dúkað kaffiborð með nýbökuð-
um kökum. Og ef henni þótti of langt
líða milli heimsókna okkar, þá brást
ekki, að hún kom óbeinum boðum
um slíkt til okkar. Það eina, sem
raunverulega breyttist gagnvart
okkur við hin þungbæru áföll henn-
ar, var að hún hafði ekki frumkvæði
að heimsóknum tfl okkar. Við urðum
að sækja hana, og eftir lát Ölmu af-
þakkaði hún slíkt nærri alltaf.
En tryggð Stínu við okkur og fjöl-
skyldu okkar var ávallt söm,
verður aldrei fullþökkuð.
Tengdasonur Kristínar, Jón Snæ-
land, reyndist henni einstaklega vel,
ekki síst síðustu árin. Hann var stoð
hennar og stytta, og ítrekaði hún oft
við okkur, hversu þakklát hún var
honum.
Eftir að Kristín varð fyrir sjúk-
dómsáfallinu rétti dauðinn henni
hönd. Við erum þess fullviss að það
var mild og líknandi hönd. Þetta var
vinarhönd dauðans. Ekkert hefði
verið Kristínu þungbærara en að
verða ósjálfbjai'ga, eða lítt sjálf-
bjarga, að verða öðrum til byrði.
Dauðinn er síður en svo alltaf
versti óvinurinn - oft er hann ein-
mitt besti vinur þess, sem verður _
fyrir þungbærum áföllum. Okkur
var það einnig löngu ljóst, að Stína
kveið á engan hátt dauða sínum, og
hún fékk þá ósk sína uppfyllta, að
mega fara með skjótum hætti af
þessum heimi. Hún flíkaði að vísu
ekki tilfinningum sínum, en nærri er
víst, að hún átti þess trausta von, að
litla, samhenta fjölskyldan hennar
sameinaðist aftur á æðra tilveru-
stigi. Og við óskum hhini tryggu vin-
konu okkar góðrar heimkomu í þann
fjölskyldufaðm á landi lifenda.
Við og fjölskylda okkar sendum
Jóni og börnum hans, Kristínu,
Friðriki og Sigurbirni, og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðarkveðjur
á sorgarstundu.
Halldís og Témas. *
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.