Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 ,'*f--------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mat á umhverfísáhrifum og * réttur þolenda mengunar HINN 13. apríl sl. féll athygliverður dómur í Hæstarétti í málinu Stjörnugrís hf. gegn íslenska ríkinu. Mál þetta varðaði heimild umhverfisráð- herra samkvæmt lög- um um mat á um- hverfisáhrifum til fföþess að úrskurða að bygging og starf- ræksla svínabús að Melum í Leirár- og Melahreppi í Borgar- fjarðarsýslu skyldi sæta mati á umhverf- isáhrifum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lagagrein sú er ráðherra byggði úrskurðar- heimild sína á stríddi gegn stjórn- arskránni og væri þar með ógild. Með dómi Hæstaréttar er höggvið skarð í lög um mat á umhverfis- áhrifum sem afar mikilvægt er að Alþingi bæti úr strax. Með þessari grein langar mig til þess að líta til ofangreinds máls í Jjósi þróunar umhverfisréttar á undanförnum áratugum og skora á Alþingi að lagfæra án tafar lög um mat á umhverfisáhrifum. Á meðan lögin standa óbreytt standa þegn- ar landsins berskjaldaðir gegn ýmsum framkvæmdum er brotið geta alvarlega á stjórnarskrár- bundnum réttindum þeirra. Umhverfismál hafa mikið verið í brennidepli á íslandi undanfarið. Mikil og almenn umræða hefur átt sér stað í þjóðfé- laginu um fram- kvæmdir sem ljóst er að muni hafa áhrif á umhverfið - oft veru- leg áhrif og jafnvel óafturkræf. Með reglum um- hverfisréttar, hvort sem um er að ræða lands- eða alþjóðarétt, er stefnt að því að vernda umhverfið til lengri tíma og láta ekki skammtímahagsmuni ein- staklinga af að nýta sér gæði um- hverfisins ráða ferðinni. Á síðastliðnum tveimur áratug- um hafa reglur umhverfisréttarins einnig í vaxandi mæli verið skil- greindar sem mannréttindi. Víða er farið að skilgreina réttinn til heilnæms og farsæls umhverfis sem mannréttindi og kveða stjórn- arskrár um fjörutíu ríkja nú á um slíkan rétt. Þjóðir heims hafa gert sér grein fyrir því að langtíma- hagsmunir mannskyns eru háðir verndun umhverfisins og að heil- næmt umhverfi eykur lífsgæði manna. I umhverfisréttinum sam- einast því verndun umhverfisins og mannréttinda. Umhverfisréttur er ung en vax- andi grein á Islandi. Dóma- Mengun Eftir dóm Hæstaréttar, segir Ellý K.J. Guð- mundsdóttir, megna óbreytt lög um mat á umhverfísáhrifum ekki að vernda stjórnar- skrárbundin réttindi þolenda mengunar. framkvæmd á þessu sviði er enn af skornum skammti og því er at- hyglivert að fylgjast með hverjum dómi sem fellur á þessu sviði og hvernig hann muni móta íslenskan umhverfisrétt. Undanfarin áratug hefur löggjöf á þessu sviði vaxið mjög. Löggjaf- arvaldið hefur glímt við lagasetn- ingar á þessu sviði sem ekki eiga sér fyrirmynd i íslenskum lögum. Lög um mat á umhverfisáhrifum eru dæmi um slík lög. Lög um mat á umhverfisáhrifum Lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett árið 1993 og markmið þeirra er, eins og segir í 1. gr., „að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna, vegna staðsetningar, starf- semi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér um- talsverð áhrif á umhverfi, náttúru- auðlindir og samfélag hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum. “ Umhverfismatið er þannig tæki yf- irvalda til þess að fá metið áður en framkvæmdir hefjast hvort hætt sé við umhverfisspjöllum. Með um- hverfismatinu má koma í veg fyrir dýrkeypt mistök. Það er bæði fjárhagslega dýrt að fara af stað með framkvæmdir sem síðan þarf að hætta við ef í Ijós kemur að þær hafa óviðunandi áhrif á umhverfiið en slíkar fram- kvæmdir geta ekki síður verið dýrkeyptar fyrir fyrir þá sök að umhverfið kann að hafa orðið fyrir óafturkræfum spjöllum. Reglan um að meta skuli um- hverfisáhrif framkvæmda sem ætla má að muni hafa veruleg áhrif á umhverfið er ein af undir- stöðureglum umhverfisréttarins. Hún kemur skýrt fram í ýmsum alþjóðasamningum. Má þar nefna Ríó-yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun sem samþykkt var árið 1992 sem við ís- lendingar erum aðilar að. Sama gildir um tilskipun Evópusam- bandsins á þessu sviði sem ís- lenska ríkið hefur skuldbundið sig með EES-samningnum til þess að taka upp í lög hér á landi. I lögum um mat á umhverfis- áhrifum er talið upp í 5. gr. hvers konar framkvæmdir skuli alltaf vera háðar umhverfismati. Þar eru taldar upp ákveðnar tegundir framkvæmda sem líklegt er talið að geti haft veruleg áhrif á um- hverfið. Svínabú eru ekki á þeim lista. Vegna þess að löggjafanum er ómögulegt að sjá fyrir hvers konar framkvæmdir gætu haft veruleg umhverfisáhrif í framtíðinni, er 5. gr. ekki ætlað að fela í sér tæm- andi talningu. Ákvæði 6. gr. lag- anna kveður því á um að umhverf- isráðherra sé heimilt „að ákveða að tiltekin framkvæmd eða fram- kvæmdir, sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir og samfé- lag, en ekki er getið í 5. gr., verði háðar mati samkvæmt lögum þess- um.“ Svínabúið að Melum og úrskurður ráðherra í júní 1999, skrifuðu nágrannar fyrirhugaðs svínabús að Melum í Leirár- og Melasveit í Borgar- fjarðarsýslu umhverfisráðherra bréf og bentu á fyrirhugaðar fram- kvæmdir á nágrannajörð sinni. Jörðin Melar hafði verið keypt af Stjörnugrís hf. skömmu áður með það í hyggju að reisa þar svínabú þar sem gert var ráð fyrir 8.000 grísum að meðaltali eða um 20.000 grísum á ári. Svínabú, eða þauleldisbú, af þessari stærðargráðu eru óþekkt á Islandi og verður því að leita út fyrir landsteinana til huga að hver hugsanleg áhrif þau kunni að hafa á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag. Víða í Evrópu og Banda- ríkjunum hafa áhrif þauleldis þeg- ar komið í ljós. Mengunar af úr- gangi frá búum hefur orðið vart bæði í lofti, láði og legi. Ofauðgun- ar verður vart í grunnvatni, nátt- úrulegur gróður víkur fyrir áburð- ar-þurftafrekum tegundum. Þá getur loftmengun frá svo stórum búum haft áhrif á heilbrigði manna. I ljós hefur komið að loft- mengun frá þauleldisbúum getur valdið öndunarfærasjúkdómum, meltingarfærasjúkdómum og augnsjúkdómum. Með vísan til of- angreinds verður að telja líklegt að þauleldisbú svo sem hér um ræðir getur haft umtalsverð áhrif á umhverfi og lífsskilyrði næstu nágranna. Ráðherra tók erindið til gunveroamjnauf i V1 Markviss vörustjórnun - lykill að betri afkomu! Fundur um skilvirka neytendasvörun (ECR) og raf- ræn viðskipti á íslandi, fimmtudaginn 4. maí 2000, kl. 8.00-9.30 á Hótel Loftleiðum. Er hægt að spara 4 milljarða króna á ári í dagvöruversluninni og hjá birgjum, lækka birgðir um 40% og jafnframt auka þjónustu við neytendur? Á fundinum verður fjallað um möguleg- an sparnað í rekstri fyrirtækja með markvissri vörustjórnun, auknu sam- starfi birgja og verslana, þannig að báðir aðilar hafi hag af. Auk þess verð- ur kynnt niðurstaða nýlegrar könnunar um útbreiðslu rafrænna viðskipta á ís- landi sem gerð var á vegum EAN, ICEPR0 og Ríkiskaupa. Þar kemur m.a. fram að fjöldi fyrirtækja telur sig hafa verulegan hag af notkun staðlaðra raf- rænna viðskipta. Fundarstjóri: Tryggvi Jónsson, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Hvetjum félagsmenn til að mæta á fundinn. Þátttökugjald er kr. 1.500. Dagskrá: 8.00 Kaffi og meðlæti. 8.15 Setning. 8.20 Kristján M. Ólafsson fram- kvæmdastjóri EAN á íslandi fjallar um skilvirka neytenda- svörun (Efficient Consumer Response) og þann ávinning sem fyrirtæki geta náð með markvissri vörustjórnun. 8.50 Stefán Jón Friðriksson fram- kvæmdastjóri ICEPRO skýrir frá niðurstöðum könnunar um útbreiðslu rafrænna viðskipta á íslandi. 9.15 Fyrirspurnir. 9.30 Fundarslit. & SAMTÖK IÐNAÐARINS gWMBBHWHKBiBi Ellý K.J. Guðmundsddttir athugunar og úrskurðaði, á grund- velli 6. gr. laga um mat á umhverf- isáhrifum, að meta bæri umhverf- isáhrif fyrirhugaðrar byggingar og reksturs svínabús á Melum. I úrskurði ráðherra kemur fram að með vísan til þess hve fyrirhuguð starfsemi á Melum væri umfangs- mikil, og að virtu áliti skipulags- stjóra ríkisins og hreppsnefndar Leirár- og Melahrepps, væri það mat ráðuneytisins að líklegt væri að bygging og rekstur nefnds svínabús kynni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Mat dómstóla Stjörnugrís hf. vildi ekki una niðurstöðu ráðherra og höfðaði því mál til ógildingar henni. Héraðs- dómur Reykjavíkur staðfesti nið- urstöðu umhverfisráðherra en nið- urstaða Hæstaréttar varð sú að 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrif- um væri andstæð stjórnarskránni og ákvörðun ráðherra tekin á grundvelli hennar því dæmd ógild. Niðurstaða Hæstaréttar byggist á því að mat á umhverfisáhrifum geti „haft í för með sér umtals- verða röskun á eignarráðum og at- vinnufrelsi þess er í hlut á“ en réttur þegna landsins til atvinnu- frelsis og friðhelgi eignarréttar eru hvor tveggja vernduð af stjórnarskránni. Stjórnarskrár- bundin réttindi þegna má ekki skerða nema með lögum og þá að- eins ef almenningsþörf krefur. Með ákvæði 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum taldi Hæstirétt- ur að löggjafarvaldið hefði fram- selt framkvæmdavaldinu víðtækt ákvörðunarvald er skert gæti þessi stjórnarskrárbundnu réttindi. I dómi sínum tók Hæstiréttur ekki efnislega á því hvort ástæða hefði verið að láta fara fram mat á um- hverfisáhrifum á nefndu svínabúi, ákvörðun ráðherra var dæmd ógild því lagastoð hennar var ólögmæt. Niðurstaða Hæstaréttar er ám- inning til löggjafarvaldsins um að fara með gát þegar það framselur vald sitt til framkvæmdavaldsins. Með dómi sínum, stendur Hæsti- réttur vörð um rétt þegna landsins er hyggja á framkvæmdir, að þeir þurfi ekki að sæta því að fram- kvæmdavaldið takmarki stjórnar- skrárbundinn rétt þeirra sem löggjafarvaldið má eitt skerða. Það sem ég vil þó vekja athygli og leggja áherslu á hér, er að niður- staða Hæstaréttar hefur það jafn- framt í för með sér að gildandi lög um mat á umhverfisáhrifum geta ekki lengur verndað með fullnægj- andi hætti sömu stjórnarskrár- bundnu réttindi þeirra þegna landsins er sitja „hinum megin við borðið", þ.e. þolendur mengunar. Þrátt fyrir að verulegar líkur væru taldar á að tiltekin framkvæmd, sem ekki félli undir 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, myndi valda umtalsverðum umhverfis- áhrifum og jafnvel menga um- hverfi tiltekinna þegna landsins með þeim hætti að verðmæti eigna þeirra skertist og þeim væri ill- mögulegt að stunda atvinnu sína, væri ráðherra ekki heimilt að úrskurða nefnda framkvæmd til þess að sæta umhverfismati. Eftir dóm Hæstaréttar megna því óbr- eytt lög um mat á umhverfisáhrif- um ekki að vernda stjórnarskrár- bundin réttindi þolenda mengunar. Úr þessu verður Alþingi að bæta. Áskorun til Alþingis Af ofangreindu er ljóst að nú- gildandi lög um mat á umhverfis- áhrifum þarf að endurbæta og það er afar mikilvægt að það verði gert strax. Eg skora á Alþingi að gefa þessu máli þann forgang sem því ber. Látum ekki það skarð sem nú hefur myndast í umhverfislöggjöf okkar verða þess valdandi að spjöll verði unnin á umhverfi okkar eða réttur einstaklinga til atvinnufrels- is eða friðhelgi eignarréttar skert- ur vegna mengunar frá fram- kvæmdum sem með réttu hefðu átt að sæta mati á umhverfisáhrifum. Höfundur er lögfræðingur í Alþjóðabankanum í Washington DC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.