Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 49 eiginmenn með öll bamabömin sem urðu fleiri og fleiri með hverju ári og eru nú orðin tuttugu og eitt og stelpur í miklum meiri hluta. Ég man að allir fullorðnir fengu kokteil sem mér fannst ótrúlega flottur (Al- exander) og amma var alltaf búin að gera heimsins bestu sfldarsalöt og smyrja rúgbrauð og annað góðgæti sem allir fengu áður en sjálfur jóla- maturinn var borinn á borð. A með- an við vomm öll saman, áður en hópurinn dreifðist, fengum við ki-akkarnir að opna tvo til þrjá pakka og voru þeir teknir undan stærsta og flottasta jólatré sem ég sá á jólunum innan dyra. Við krakkastóðið áttum auðvitað að vera niðri með pakkana svo þið full- orðna fólkið gætuð spjallað saman. Ég, elsta barnabarnið, átti að passa þau yngri en mér fannst að Solla systir gæti bara fylgst með þessum krakkaormum af því að ég vildi vera uppi með ykkur fullorðna fólkinu að fá mér sfld og jólaöl af því að mér fannst ég vera svo stór. Ég gat ekki beðið eftir að hlusta á jólatónlistina sem þú spilaðir alltaf ár eftir ár og mér fannst mjög skemmtileg af plötunni Tijuna Christmas. Svo spil- aðir þú líka svo flott á píanóið. Ég man að þú gafst nokkram af okkur barnabörnunum svolítið skrítin gælunöfn. Ég var Fiffa, Solla var Snoska Barowska, Guð- björg Birna var tólfta í röðinni og fékk Dúsína, Ernu kallaðir þú Lucindu og þau voru örugglega fleiri nöfnin sem komu og fóra en ég bara man þau ekki. Þegar við sátum í stofunni á Vall- arbrautinni og þú varst heima man ég hvað mér þótti gaman að heyra þig og mömmu tala frönsku saman. Þið voruð ótrúlega klár fannst mér þó að ég skildi ekki neitt. Svo var ég líka alltaf að biðja þig um að setja fæturnarapp fyrir haus sem þú gerðir, báða í einu, vá hvað þú varst liðugur. Minningin um þig elsku afí lifír með okkur öllum. Ég kveð þig með söknuði. Þín afastelpa, Sigrún (Fiffa). Elsku afi minn, ég er svo leið yfir því að þú ert farinn frá okkur öllum, en það er huggun að þér líður betur núna þar sem þú varst búinn að vera veikur síðastliðin ár. Ég var svo heppin að búa alltaf rétt hjá ykkur ömmu svo að ég gat alltaf komið í heimsókn þegar ég vildi. Ég kom líka oft í pössun og mér leið alltaf svo vel hjá ykkur. Þú varst alltaf svo fyndinn og skemmti- legur og botnaðir oft setningar sem ég sagði með rími og léttu gríni. Ég man hvað vinkonur mínar öfunduðu mig af því að eiga svona skemmti- legan afa. Þú gafst öllum í fjölskyld- unni skemmtileg nöfn sem þú not- aðir í léttum dúr og við höfðum öll svo gaman af því. Þú varst svo ánægður ef maður vildi fræðast um eitthvað þá varstu alltaf tilbúinn að eyða löngum stundum í að fræða mig um allt milli himins og jarðar. Ég man líka hvað þú varst áhuga- samur að rækta stóra garðinn á Vallarbrautinni og eyddir þú löng- um stundum í að gera hann fínan í gegnum árin, gróðursetja, klippa, slá og raka. Við voram mörg börnin sem nutum síðan góðs af að geta leikið okkur í garðinum. Ég man hvað þú hafðir gaman af ljóðum og þú kunnir svo mörg sem þú fórst með fyrir mig. Mig langar að kveðja þig með Ijóði sem þú kenndir mömmu þegar hún var lítil og ég heyrði ykkur stundum fara með saman. Á meóan brimið þvær hin skreipu sker og skýja flotar sigla yfir lönd, þá spyija dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng, sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldin tré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót, er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum fmnst þig vanta vaxtarmegn, þótt vorið fljúga í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. (Jón Helgason) Takk fyrir allt elsku afi minn. Þín Unnur Margrét. I dag kveðjum við kæran vin. Undanfarin ár hefur verið sorglegt að fylgjast með veikindum Njáls vit- andi að hverju stefndi. Vinátta okk- ar Njáls og Hjördísar og fjölskyldu þeirra hefur varað í áratugi og er því margs að minnast. Ótal sam- verastundir á heimilum okkar hvort sem var til að fagna ýmsum áföng- um í lífi fjölskyldnanna, leikhúsferð- ir, fara út að skemmta sér eða bara til að hittast og spjalla. Veiðiferðimar í Grímsá og Hvalsá sem við fóram í um margra ára skeið ásamt vinum okkar Dódí og Júlíusi era ógleymanlegar og er því stórt skarð höggvið í þennan fá- menna hóp þegar bæði Júlíus og Njáll hafa kvatt með stuttu millibili. Tilhlökkunin var alltaf mikil fyrir ferðimar og allir vora sammála um að halda í hefðina, stoppa á vissum stöðum, alltaf þeim sömu, þar sem nestið var tekið upp, lífsins notið og umhverfið dásamað. Njáll hafði mörg og fögur orð um tilveruna á þessum stundum enda mikill stemmningsmaður. Hann var mikill náttúraunnandi og fjölfróður um lífríki og gróður landsins og ekki komið að tómum kofunum þar, enda svaraði hann oft þegar rætt var um eitthvað sem ekki lá ljóst fyrir öllum „Það skal ég segja ykkur.“ Svo kom skýringin. Þetta orðatiltæki kom oft fyrir í hin- um fjölbreytilegustu umræðum sem iðulega áttu sér stað. Okkur er í fersku minni ein ferðin í Hvalsá þegar vinahjón okkar komu í heimsókn, hann Bandaríkja- maður og foreldrar hans með í för. Við fóram öll í göngu upp á heiðina meðfram ánni og áður en varði var Njáll tekinn til við að lýsa fyrir og sýna móðurinni hinn íslenska heiða- gróður og lífríki. Þarna var hann reglulega £ essinu sínu og hún vel móttækileg fyrir kennslunni því hún var mjög áhugasöm enda mikill náttúruunnandi sjálf. Eftir á var okkur sagt að þetta hafi verið einn eftirminnilegasti dagur hennar í ferðinni, hafði hún þó skoðað ýmsa fagra staði lands- ins. Það var sannarlega Njáls verk að svona vel tókst til og ekki skemmdi hans frábæra enskukunn- átta. Nýlega fréttum við að móðirin, nú komin á tíræðisaldur, væri enn að spyrja og tala um Njál, eftir öll þessi ár. Vinur okkar Njáll hafði margt til brunns að bera, góðar gáfur, var margfróður og minnugur með af- brigðum og nutum við góðs af því þegar hann fór með heilu ljóðabálk- ana á góðum stundum, enda ljóð- elskur mjög og víðlesinn. Okkur fannst hann oft eins og alfræðiorða; bók sem gaman var að fletta upp í. í samskiptum var hann einstakt ljúf- menni og „séntilmaður" fram í fing- urgóma. Það er dapurt til þess að hugsa að allt það sem við ætluðum að gera og njóta saman þegar að starfslokum kæmi verði ekki að veraleika eins og að heimsækja Capri, þangað sem hann hafði komið á yngri árum og hrifist mjög af. Þangað yrðum við að fara. Við sátum löngum stundum og hugleiddum ferðirnar sem við ætl- uðum í á suðlægari slóðir á köldum vetrarmánuðum hér. Svo sannar- lega ætluðum við líka að njóta þess að vera í sumarbústöðunum okkar, sem við byggðum hlið við hlið, á elli- áranum en þannig er lífið; „kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.“ Þakklæti er okkur og börnum okkar efst í huga fyrir að hafa átt Njál að vini í nær fimm áratugi. Minningarnar era fjölmargar og munu þær varðveitast að eilífu. Við dáumst að Hjördísi vinkonu okkar hve vel hún heíúr annast og hlúð að manni sínum þessi erfiðu ár. Avallt gerði hún sér far um að veita honum tilbreytingu og umfram allt var henni mikilvægt að honum væri sýnd full tillitssemi og virðing. Elsku Hjördís, dæturnar allar, tengdasynir, bamabörn og barna- barnabarn, hugur okkar er hjá ykk- ur, þið hafið mikið misst en við vit- um að styrkur ykkar, samheldni og góðar minningar um ástríkan eigin- mann og föður mun veita ykkur styrk um ókomna tíð. Edda og Konráð. Njáll Ingjaldsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Sfldarátvegsnefndar í Reykjavík, lézt á Landakotsspítala 19. aprfl eftir langvarandi og erfið veikindi. Með Njáli Ingjaldssyni er genginn mikill mannkostamaður. Njáll var fæddur í Reykjavík 22. febráar 1923. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands vorið 1941 og hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhaldsnám næstu tvö árin. Eftir námsdvölina vestra réðst Njáll til brezkra og íslenzkra fyiir- tækja og starfaði á vegum þeirra, bæði hér heima og í Bretlandi, næstu árin eða til vors 1951, en þá um sumarið starfaði hann á vegum söltunarstöðvarinnar Sunnu hf. á Siglufirði og komst þá fyrst í tengsl við þann kenjótta fisk, sem átti eftir að hafa svo mikil áhrif á lífshlaup hans eins og svo margra annarra ís- lendinga. Kynni okkar Njáls hófust haustið 1951, er hann réðst til starfa á skrif- stofu Sfldarátvegsnefndar í Reykja- vík, sem stofnuð var haustið 1950 að ósk sfldarátgerðarmanna, en áður hafði nefndin aðeins haft skrifstofu á Siglufirði. Njáll starfaði fyrstu árin sem full- trúi og síðan í um það bil þrjá ára- tugi sem skrifstofustjóri Reykjavík- urskrifstofunnar eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Er Njáll hóf störf hjá Sfldarát- vegsnefnd höfðu þá nýlega orðið þáttaskil í sfldveiðum og sfldarsölt- un landsmanna. Veiði Norðurlands- sfldar hafði þá bragðizt að mestu leyti árin á undan og höfðu sfldar- útvegsmenn því snúið sér í vaxandi mæli að reknetaveiðum fyrir Suður- og Vesturlandi. Sfldin sem veiddist á því svæði var misjafnari að gæðum og stærð en Norðurlandssfldin og gætti því mikillar tregðu hjá hinum erlendu saltsíldarkaupendum að fallast á kaup á henni í stað Norðurlands- síldarinnar. Kostaði það því mikið átak fyrir hið fámenna starfslið nýju skrifstofunnar að afla nægilegra markaða og koma framleiðslu- og gæðamálunum í viðunandi horf. Þátttaka Njáls í þessum margvís- legu og krefjandi störfum reyndist happadrjúg, enda átti hann sérlega auðvelt með öll samskipti við fram- leiðendur og aðra viðskiptamenn skrifstofunnar. I þessu sambandi minnist ég sér- staklega hve tungumálakunnátta Njáls var góð og hve auðvelt hann átti með að læra ný tungumál. Hann hafði til dæmis aðeins starfað í mjög stuttan tíma hjá okkur, er hann náði góðu valdi á sænsku, sem hann hafði þó ekki lært áður. Kom það sér meðal annars vel þar sem sumir sænsku viðskiptaaðilarnir og yfir- tökumenn þeirra töluðu aðeins sitt eigið tungumál. Njáll lét sveitarstjórnarmál nokk- uð til sín taka. Hann átti sæti í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps 1968 til 1974 og í fyrstu bæjar- stjórninni þar 1974 til 1980. í einkalífi var Njáll gæfumaður. Hann kvæntist árið 1957 Hjördísi Jónsdóttur, sérstakri mannkosta- konu, sem annaðist hann af ein- stakri alúð og umhyggju í veikind- unum. Þau bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi. Nú þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Njáll Ingjaldsson var góðum gáfum gæddur, samvizku- samur og vandvirkur. Hann var orðheppinn og spaugsamur og skap- aði þægilegt andrámsloft kringum sig. Ég mun ætíð minnast Njáls Ingjaldssonar sem mikils dreng- skaparmanns og góðs vinar. Við Sigrán sendum Hjördísi og öllum öðram aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Gunnar Fldvenz. ÁSTA STEIN- GRÍMSDÓTTIR + Ásta Steingríms- dóttir fæddist í Kirkjulundi í Vest- mannaeyjum hinn 31. janúar árið 1920. Foreldrar hennar voru Pálína Schev- ing Vigfúsdóttir frá Vilborgarstöðum í Vestmanneyjum og Steingrímur Magn- ússon sjdmaður sem lengi bjd á Miðhús- um í Eyjum. Þau eru bæði fallin frá fyrir allnokkru. Ásta var alin upp hjá þeim Vilborgu Sigurbergsddttur og Guðjóni Sigurðssyni í Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Ásta átti einn albrdður, Hermann, og 9 hálfsystkin, Stefán, Tryggva, Harald, Rannveigu, Margréti, Guðrúnu og Þdr Steingrímsbörn, Friðrik Jörgensen og Hrefnu Gunnlaugsddttur. Uppeldissyst- kin hennar voru Sigurður, Guð- laug og Kjartan Guðjdnsbörn. A gamlársdag 1940 giftist hún Einari Jdnssyni frá Ásdlfsskála Amma mín, Ásta Steingríms- dóttir, andaðist í Reykjavík á páskadag sl. Hún fæddist í Vest- mannaeyjum 31. janúar 1920 og var því 80 ára þegar hún lést. Það er verulegur áfangi að lifa í áttatíu ár, hvað þá að lifa mestu umbrota- og mótunartíma íslensku þjóðar- innar á síðustu öld. Foreldrar ömmu, Pálína Schev- ing Vigfúsdóttir frá Vilborgarstöð- um í Vestmannaeyjum og Stein- grímur Magnússon kenndur við Miðhús á sama stað, munu hafa verið skildir að skiptum þegar amma fæddist og fyrir var 2 ára drengur, Hermann. Þetta hefur, á þeim tíma, vafalaust verið erfitt fyrir unga konu og þessar kring- umstæður og valdið því að nokk- urra vikna gömul var amma flutt sjóleiðina upp í Eyjafjallasand þar sem Guðjón Sigurðsson bóndi í Hlíð undir Eyjafjöllum tók á móti hvítvoðungnum og hann og kona hans, Vilborg Sigurbergsdóttir, tóku barnið í fóstur. Fyrir áttu þau hjón 3 börn: Sigurð, Guðlaugu og Kjartan og tók öll fjölskyldan Ástu sem sinni eigin og sýndi henni ástúð og eftirlátssemi alla tíð. Þarna ólst hún upp í faðmi Eyjafjallanna sem henni alla tíð síðan þótti ákaflega vænt um og var stolt af. Amma eignaðist alls 9 hálfsyst- kin, en albróðir hennar, Hermann, lést á átjánda ári 1936. 17 ára hleypti amma heimdrag- anum og eins og svo margra ann- arra Sunnlendinga lá leið hennar til Vestmananeyja þar sem hún gerðist „bagerjomfru“ hjá Karli Ö.J. Björnssyni bakarameistara, en hann var giftur náfrænku ömmu Guðránu Scheving. Þarna £ Eyjum hitti svo amma draumaprinsinn sinn, Einar Jóns- son frá Ásólfsskála undir Eyja- fjöllum. Þau settust að i Eyjum og hófu búskap að Reykjum við Vest- mannabraut og byggðu siðar hús á Helgafellsbraut 6. Þau eignuðust undir Vestur-Eyja- Ijölluni, f. 26.10. 1914, d. 19.2. 1990. Þau bjuggu £ Vest- mannaeyjum til 23. janúar 1973, en eftir það á Akureyri til 1986 og si'ðan £ Reykjavfk þar til Einar lést árið 1990. Þau eignuðust tvo syni: 1) Hermann, f. 26.1. 1942, kennari og útgefandi £ Vest- mannaeyjum. Hann er kvæntur Guð- björgu Ósk Jdns- ddttur og eiga þau tvær dætur, þær Sigurborgu Pálfnu og Stein- unni Ástu. Barnabörnin eru tvö. 2) Arnar, f. 1945, skdlastjdri Húnavallaskdla £ A-Hún. Hann er kvæntur Margréti Jdhannsddttur og eiga þau þrjú börn, þau Jó- hann Gunnar, Ernu Margréti og EIísu Kristínu. Barnabörnin eru fimm. Útför Ástu fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju £ dag og hefst athöfnin klukkan 15. tvo syni: Hermann árið 1942 og Arnar, föður minn, 1945. Þau bjuggu siðan í Eyjum til 23. janúar 1973 og var afi eftirsóttur sjómað- ur, en amma vann við fiskverkun og verslunarstörf. 23. janúar 1973 varð örlagadag- ur í lífi allra Vestmannaeyinga því þá hófst í Heimaey eldgos sem nærri lá við að legði byggðina í Vestmannaeyjum í eyði. Allir urðu að yfirgefa heimili sín og eignir og halda út í óvissuna. Fljótlega ákváðu þó amma og afi að flytja til Akureyrar og þar hófust kynai mín af þeim er ég fæddist 26. apríl 1973. Það er einkennilegt að hugsa til þess að nú eru þau bæði horfin af sjónarsviðinu, þetta góða fólk sem svo lengi var samofið lífi mínu og ekkert eftir nema minningarnar, en afi dó árið 1990. Ég dvaldist mikið með þeim, enda voru þau lengi næstu nágrannar í Háalund- inum á Akureyri þar sem við bjuggum þá og síðar bjó ég hjá ömmu meðan á danskennaranámi mínu stóð í Reykjavík. Aldrei bar skugga á samskipti okkar og naut ég þess í ríkum mæli að eiga þessi ár með henni. Nú á seinni árum höfðu sjúlq- dómar af ýmsu tagi hrjáð haná nokkuð, en samt festi hún kaup á þjónustuíbúð að Lindargötu 57 þar sem hún naut sín vel síðustu ævi- árin. Þar sem ég sit úti í Blackpool í Englandi og hripa niður þessar línur fyllist hugur minn söknuði en jafnframt þakklæti. Ég mun sakna Ástu ömmu, en ég mun muna hana með þakklæti og bljúgri ást. Ég veit að hún var þakklát fjöl- mörgum vinum sínum og ættingj- um fyrir heimsóknir og eftir- grennslan alla og ég held ég mæli fyrir munn þeirra er hana þekktu er ég segi: Farðu vel, farðu í friði. Hafðu þökk fyrir allt. Þinn sonarsonur, Jdhann Gunnar Arnarsson. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.