Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________MIÐVIKUDÁGUR 3. MAÍ 2Ö00 '53
MINNINGAR
fylgdi mér æ síðan. Þótt ekki hafi
verið mikið samband okkar á milli
síðustu árin hefur mér oft orðið
hugsað til Haraldar og fjölskyldu
hans, einkum á jólum, og ég minnist
með þakklæti hátíðlegra samveru-
stunda á löngu liðnum aðfangadags-
kvöldum. Ekkert hef ég enn upplifað
jólalegra en samsöng jólasálma á
Spítalaveginum við undirleik Har-
aldar.
Haraldur var músíkalskur maður
og það var einnig samhljómur,
„harmony“, í lífi hans og starfi. Aðrir
munu verða til þess að rekja lífs-
hlaup hans, starfsferil og mannkosti.
Mér kom hann fyrir sjónh- sem
grandvar, nákvæmur, stálheiðarleg-
ur og traustur maður með þægilega
nærveru.
Ég minnist Hai-aldar Sigurgeirs-
sonar með hlýju og virðingu og sendi
fjölskyldu hans og öðrum aðstand-
endum hugheilar samúðarkveðjur.
Hugur minn er hjá þeim. Megi hinn
hæsti höfuðsmiður himins og jarðar
blessa minningu Haraldar Sigur-
geirssonar.
Hörður Hilmarsson.
Enn einn hinna gömlu forystu-
manna KA hefir nú horfið okkur
sjónum. Fyrra laugardag andaðist
Haraldur Sigurgeirsson, 84 ára að
aldri. Hann fékk hægt andlát, sáttur
við hlutskipti sitt og alla sína lífsföru-
nauta.
Haraldur stundaði verslunar- og
skrifstofustörf hér á Akureyri í nær
6 áratugi. Fyrst 1932-56 í Brauns-
verslun og síðan skrifstofu og full-
trúastarf á bæjarskrifstofunum
1957-89. Hann var vandvirkur og ná-
kvæmur svo að á orði var haft og
lagði víða hönd á plóginn. Hann var
kjörinn í sögusýningamefnd á 100
ára afmæli bæjarins árið 1962. Har-
aldur var mjög fróður um sögu Akur-
eyrarbæjar og í því mikla völundar-
húsi sem gamlar og gulnaðai' myndir
eru, var hann ratvís öðrum fremur
og líklegastur að finna lausnir. Um
tíma hafði hann umsjón með mynd-
um og málverkum í eigu bæjarins og
hélt þar öllu til haga og skrásetti ná-
kvæmlega. Hann átti sæti í stjórn fé-
lags verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri og Starfsmannafélags Ak-
ureyrar í 13 ár.
Tónlistin var honum mjög hugleik-
in, enda af landskunnri tónlistar- og
ljósmyndaraætt. Sjálfur var hann
góður píanóleikari og kenndi börn-
um um árabil. Á efri árum naut hann
þess að gera upp gömul orgel, af
sömu samviskuseminni og önnur
verk sem féllu honum í skaut. Hann
sat 20 ár í stjórn Tónlistarfélags Ak-
ureyrar og árið 1980 var hann gerður
heiðursfélagi þess.
Næst tónlistinni voru íþróttirnar
hans hugðarefni og naut KA góðs af
áhuga hans. Honum var strax ungum
falið að sjá um og stjóma unglinga-
deild KA en hún var stofnuð árið
1932. Hann varð með ámnum einn af
máttarstólpum félagsins. Hann
gegndi gjaldkerastarfi í aðalstjórn
KA í 9 ár, 1938-1946, samfellt lengur
en nokkur annar. Haraldur var til-
nefndur, ásamt Áma Sigurðssyni,
sem fulltrúi KA við stofnun ÍBA 20.
des. 1944. Hann lék um hríð í knatt-
spymuliði KA og var um langt árabil
einn allra snarpasti tennis- og
badmintonmaður bæjarins. Harald-
ur var mjög áhugasamur um velferð
síns gamla félags og hvatti ætíð hina
ungu til dáða. A 50 ára afmæli KA,
1978, var hann kjörinn heiðursfélagi
fyrir margháttuð störf og keppnir.
Haraldur var kvæntur Sigríði Pál-
ínu Jónsdóttur, ágætri leikkonu og
söngkonu, sem hann missti árið 1993
eftir hamingjuríkt hjónaband og
varð þeim þriggja barna auðið.
Nú að leiðarlokum hvarflar hugur
minn til margra ánægjustunda með
nafna mínum, allar tenniskeppnirn-
ar, myndagrúsk og fróðlegt rabb um
ýmis áhugamál okkar, því víða lágu
leiðir okkar saman.
Hvíli hann í friði og hafi heila þökk
fyrir alla vinsemd og ljúfmennsku.
Stjóm KA og félagsmenn kveðja
nú hinn trausta liðsmann með þakk-
læti og virðingu og fjölskyldunni
vottum við samúð og hluttekningu
við fráfall hans.
Fyi-ir hönd KA,
Haraldur Sigurðsson.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
SIGRÍÐUR BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skeljatanga 21,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
30. apríl sl.
Guðbjartur Vilhelmsson,
Vilhelm Guðbjartsson,
Guðmundur Örn Guðbjartsson,
Eydís Erna Guðbjartsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
tengdabörn og barnabörn.
+
LILJA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Garðbraut 15,
Garði,
sem lést sunnudaginn 30. apríl, verður
jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn
6. mai kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
dætur hinnar látnu.
+
Frænka okkar og mágkona mín,
MÁLFRÍÐUR ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Nesi,
Selvogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 27. april, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 4. maí, kl. 13.30.
Systkinabörn hinnar iátnu
og Sigríður Einarsdóttir.
+
Elskulegur frændi minn,
GRÉTAR DALHOFF MAGNÚSSON,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt
miðvikudagsins 26. apríl, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
4. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Bjarnadóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsett frá Seltjarnarneskirkju í dag,
miðvikudaginn 3. maí,kl. 15.00.
Blóm afþökkuð, en bent er á Heimahlynningu
Krabbameinsfélags íslands.
Hermann Einarsson,
Arnar Einarsson,
Jóhann Gunnar Arnarsson,
Erna M. Arnarsdóttir,
Steinunn Ásta Hermannsdóttir,
Sigurborg P. Hermannsdóttir,
Elísa Kristín Arnarsdóttir
og barnabarnabörn.
Guðbjörg Ó. Jónsdóttir,
Margrét Jóhannsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir,
Ólafur Gylfason,
Halldór D. Sigurðsson,
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
THEODÓRA M. STELLA GRÍMSDÓTTIR,
Stórholti 32,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala mánudaginn
24. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 5. maí kl. 13.30.
Ágústa Hjálmtýsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson,
Hjálmtýr Hafsteinsson, Stephanie Smith,
Ágúst Hafsteinsson, Anna Jóhannesdóttir,
Theodóra Stella Hafsteinsdóttir, Bergur Sandholt,
Hafsteinn Sv. Hafsteinsson, Sigurlaug K. Jóhannsdóttir
og langömmubörn.
+
Bróðir minn,
DAGBJARTUR GUÐJÓNSSON,
lést á Landspítalanum mánudaginn 1. maí.
Guðjón Guðjónsson,
Bollastöðum.
I
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN HELGASON,
Brimhólabraut 38,
Vestmannaeyjum,
lést á Landspitalanum í Fossvogi sunnudaginn
30. apríl sl.
Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 6. maí nk. kl. 14.00.
Sigríður Bjarnadóttir,
Guðrún Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir, Arnar Sigurmundsson,
Sigurbjörg Stefánsdóttir, Páll Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EBBA AGNETA ÁKADÓTTIR,
Tjarnarlundi 18a,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 5. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Heimahlynningu.
Hrafnhildur Fríða Gunnarsdóttir, Helgi Friðjónsson,
Þórunn Inga Gunnarsdóttir, Garðar Hallgrímsson,
Birgitte Hlín Gunnarsdóttir, Kristján Ingi Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR JAKOBÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum laugardaginn 29. apríl.
Valur Sigurbergsson, Hólmfríður Guðjónsdóttir,
Örn Sigurbergsson, Kristín Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ARNAR SIGURÐSSON,
Laugarbraut 12,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 27. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
5. maí kl. 14.00.
Sigurður Sigurðsson, Barbro Elísabeth Glad,
Daníei Sigurðsson,
Sara Sigurðardóttir,
Marianne Sigurðardóttir.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
ÞÓRÓLFUR ALVIN GUNNARSSON,
Höfðabraut 19,
Hvammstanga,
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 5. maí kl. 14.00.
Gunnar Þorvaldsson, Gréta Jósefsdóttir,
Unnur Elva GunnarsdótUr, Þorrtrá—i AwW gjömsson.