Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósbrá og Sverrir unnu
paratvímenninginn
BRIDS
U m s j ón Arnór G.
R a g n a r s s o n
Ljósbrá Baldursdóttir og Sverrir
Armannsson sigruðu í Islandsmót-
inu í paratvímenningi, sem fram fór
um sl. helgi. Þau hlutu 341 stig yfir
meðalskor en 46 pör tóku þátt í mót-
inu og voru spiluð 90 spil.
Ljósbrá og Sverrir voru meðal 10
efstu paranna fyrstu umferðimar en
um miðbik móts fóru þau að sýna
klærnar og í lok fyrri spiladags skor-
uðu þau grimmt. Það var svo í 32.
umferð sem þau tóku forystuna og
létu hana ekki af hendi eftir það.
Ljósbrá og Sverri er óþarft að kynna
bridsáhugamönnum en fyrir þá sem
ekki þekkja til er Sverrir í íslenska
landsliðinu og er sonur Armanns J.
Lárussonar, þekkts glímu- og spila-
kóngs úr Kópavoginum. Ljósbrá er
mikil áhugakona um brids og hefir
einnig spilað í íslenska landsliðinu.
Hún er dóttir Baldurs Óskarssonar
og er eiginkona Matthíasar Þor-
valdssonai- sem spilar við hlið Sverr-
is í landsliði íslands.
Dröfn Guðmundsdóttii- og Asgeir
Ásbjörnsson enduðu í öðru sæti eftir
að hafa verið í toppbaráttunni allan
tímann og í þriðja sæti varð par af
Suðurnesjum, þau Grethe íversen
og Gunnlaugur Sævarsson.
Lokastaða efstu para í mótinu:
Ljósbrá Baldursd. - Sverrir Ármannss. 341
Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömss. 317
Grethe Iversen - Gunnlaugur Sævarss. 274
Soffía Guðmundsd. - Eiríkur Hjaltason 252
Jacqui McGreal - Hermann Láruss. 207
Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðars. 173
Stefanía Skarphéðinsd. - Aðalst. Sveinss.171
Sigrún Steinsd. - Haukur Harðarson 156
Sveinn R. Eiríksson sá um út-
reikninga og mótsstjórn og forseti
Bridssambandsins, Guðmundur
Ágústsson, afhenti verðlaunin og
konunum blóm í mótslok.
Bridsfélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 27. apríl hófst
þriggja kvölda Nestlé-tvímenningur
í boði Gunnars Kvaran.
Til leiks mættu 18 pör og var spil-
að í tveimur riðlum. Þau sem röðuðu
sér í efstu sætin fyrsta kvöldið voru
þessi: Meðalskor 216.
NS
Sigurður Sigurjónss. - Ragnar Bjömss. 237
Birgir Steingrímss. - Þórður Björnss. 233
Þorsteinn Berg - Guðmundur Grétarss. 223
Georg Sverriss. -Bernódus Kristinss. 223
AV
HeimirÞ.Tryggvas.-ÁmiM.Bjömss. 259
Ragnar Jónss.-MuratSerdar 237
mÍðvYÍ^jMjÚr 3. MAÍ 2000 59
Morgunblaðið/Arnór
fslandsmótið í paratvímenningi fór fram um helgina. Myndin var tekin í mótslok af þremur efstu pörum keppn-
innar. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Sævarsson, Grethe íversen, Sverrir Armannsson, Ljósbrá Baldursdóttir,
Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson.
Erla Sigurjónsd. - Dröfh Guðmundsd. 233
Vilhjálmur Sig. jr - Þórður Jömndss. 226
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Mjög góð þátttaka var þriðjudag-
inn 25. apríl eða 25 pör og var að
venju spilaður Mitchell-tvímenning-
ur. Röð efstu para í N/S:
Magnús Jósefsson - Ólafur Lámsson 411
Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 355
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 344
Hæsta skor í A/V:
Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss. 348
Gróa Guðnad. - Sigríður Karvelsd. 346
Albert Þorsteinss. - Kristján Ólafss. 346
Sl. föstudag spiluðu 20 pör og þá
skoruðu eftirtalin pör mest í N/S:
Halla Ólafsd. - Alfreð Kristjánss. 287
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 242
Guðjón Kristjánss. - Láms Hermannss. 238
Og hæsta skorin í A/V:
Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 252
EmstBachman- JónAndrésson 240
Fróði Pálss. - Þorleifur Þórarinss. 230
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
RAÐAUGLÝSIN
TIL, SÖLU
Stálgrindarhús
Atlas Ward stálgrindarhús, sniöin að þínum
þörfum. Vöruhús, vinnsluhús, skólahús o.fl.
Formaco ehf.,
sími 577 2050.
TILKYNNINGAR
Hallsvegur í Reykjavík
Tveggja akreina vegur frá
Fjallkonuvegi að Víkurvegi
Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 3. maí til 7. júní 2000
á eftirtöldum stöðum: Foldasafni í Grafarvogs-
kirkju, hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, í Þjóð-
arbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í
Reykjavík.
Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu VST:
http://www.vst.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir.
Athugasemdir skuiu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 7. júní 2000 til Skipulagsstofnun-
ar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þarfástenn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Vakin er athygli á því, að áður hafa verið aug-
lýstar tillögur að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016 og deiliskipulagi vegna
ofangreindrar framkvæmdar.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
''#rSkipulags
slofnun
Dýpkun Sundahafnar í
Reykjavík
Mat á umhverfisáhrifum — niðurstöður
frumathugunar og úrskurður skipulags-
stjóra ríkisins.
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis-
áhrifum. Fallist er á dýpkun Sundahafnar í
Reykjavík eins og henni er lýst í frummatsskýrslu
og viðbótargögnum framkvæmdaraðila.
Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis-
ráðherra og er kærufrestur til 31. maí 2000.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Til væntanlegra
frambjóðenda
í forsetakosning-
um 24. júní 2000
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur kemur saman
til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðju-
daginn 16. maí 2000 kl. 16:00 til að gefa
vottorð um meðmælendur forsetafram-
boða skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um
framboð og kjör til forseta íslands.
Þess er óskað að frambjóðendur, ef unnt
er, skili meðmælendalistum með nöfn-
um meðmælenda úr Reykjavík til trú-
naðarmanns yfirkjörstjórnar, Gunnars
Eydal, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu
11, Reykjavík, föstudaginn 12. maí svo
unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfir-
kjörstjórnar.
Reykjavík, 2. maí 2000.
F.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavík,
Jón Steinar Gunnlaugsson.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Mótamenn
— uppsláttur
Tilboð óskast í uppsteypu á
nýbyggingu við Hlíðasmára 3,
Kópavogi, 5 hæðir, alls 4.200 mz
Sökklar og plata þegar steypt.
Unnið með ný Mayers hand- og krana-
mót, 80 m2 í tvöföldun. Krani, Liberherr
60k. Vinnubúðir og allt annað til á
staðnum. Verkið getur hafist strax.
Óskum eftir vönum bygginga-
mönnum!
Upplýsingar gefur Arnar hjá BYGGI í
símum 588 1334, 896 3420 og 863 3328.
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
íslands
.i||» Sálarrannsóknar-
'VJ, félagið Sáló,
- — 1918-2000.
Garðastræti 8,
Reykjavík.
Miðlun — spámiðlun
Lífsins sýn úr fortíð í nútið og
framtíð.
Tímapantanir fyrir maí-
mánuð eru hafnar ■ síma
561 6282.
Geirlaug.
Laugardaginn
6. maí nk. kl.
13.00-16.30
verður Diane
Elliot með fyrir-
lestur og leið-
beiningar varð-
andi trans og
skyggnilýsingu i Garðastræti 8.
Túlkur verður á staðnum. Verð
kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr.
3.500 fyrir aðra. Þeir sem hafa
áhuga skrái sig sem fyrst í sima
551 8130.
Diane Elliot verður hér til 11.
maí. Hún býður upp á einkatíma
þar sem hún er með skyggnilýs-
ingu og les úr Tarot eða les úr
áruteikningu. Einnig býður hún
upp á umbreytingafundi fyrir
hópa. Enn eru nokkrir lausir
tímar.
SRFÍ.
DULSPEKI
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Huglækningar, sjálfsuppbygg-
ing, áruteiknun/2 form.
Uppl. í síma 562 2429 f.h.
Landsst. 6000050319 VIII GÞ
<*F
I.O.O.F. 9 = 181538’/2 =
I.O.O.F. 7 = 181050381/2 = 9.O.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisíns.
Bænastund f kvöld kl. 20.00.
ás SAMBAND ÍSLENZKRA * ’
____'/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Samkoma ■ kvöld kl. 20.30.
Kafli úr kristnisögu: Málfríður
Finnbogadóttir segir frá tveimur
merkum sálmaskáldum.
Haraldur Jóhannsson flytur hug-
leiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir. -ÍL