Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 43
Upplýsingarit
um menntamál
ÚT er komið á vegum Evrópusam-
bandsins (ESB) Key data on educat-
ion in Europe 1999/2000. Er þetta
fjórða útgáfa ritsins, en það er gefið
út á tveggja ára fresti. í ritinu er að
finna margvíslegar upplýsingar um
menntakerfi 29 Evrópuríkja, þ.e.
ESB og EFTA ríkjanna auk þeirra
ríkja sem nú sækjast eftir ESB að-
ild. í ritinu er greinargott yfirlit um
menntamál í Evrópu. Þar má finna
fjölda skýringamynda með saman-
burði milli ríkja auk umfjöllunar í
texta. Menntakerfi ííkjanna, allt frá
leikskóla- til háskólastigs, eru
greind auk þess sem sérstök um-
fjöllun er um kennara, kennslu í er-
lendum tungumálum og nemendur
með sérþarfir.
Ef skoðaður er heildarfjöldi
kennslustunda íslenskra nemenda á
ári kemur í ljós að við upphaf grunn-
skóla er stundafjöldinn ekki fjarri
meðaltali ESB ríkja, en eftir því
sem líður á skólagönguna verða
kennslustundir á Islandi hlutfalls-
lega færri og á framhaldsskólastigi
eru kennslustundir fæstar á íslandi
á ári, en hafa ber í huga að hér tekur
nám til stúdentsprófs fjögur ár en
yfirleitt þrjú ár í öðrum Evrópuríkj-
um.
I þessari útgáfu ritsins er nýr
kafli um upplýsingatækni þar sem
m.a. kemur fram að Island er á með-
al þeirra ríkja þar sem lögð er
áhersla á mikilvægi upplýsinga-
tækni í námskrám bæði grunn- og
framhaldsskóla og einnig við mennt-
un grunnskólakennara.
Flest ríki ESB hafa bætt kennslu
í upplýsingatækni inn í námskrár á
grunn- og framhaldsskólastigi, en
einungis um þriðjungur þeirra legg-
ur sérstaka áherslu á upplýsinga-
tæknina við menntun grunnskóla-
kennara.
Fjöldi nemenda sem sækja leik-
skóla hefur aukist mjög í Evrópu frá
1980. Um 86% fjögurra ára barna á
Islandi sóttu leikskóla árið 1997 en
hlutfallið var enn hærra í Belgíu,
Hollandi, Frakklandi, Lúxemborg,
Spáni, Ítalíu og Bretlandi. í Dan-
mörku og Þýskalandi sóttu yfir 80%
fjögurra ára bama leikskóla árið
1997. Þessi þróun undirstrikar mik-
ilvægi leikskólastigsins iyrir þroska
og félagsmótun ungra bama og
verður ekki skýrð eingöngu með því
að foreldrar á vinnumarkaði þarfn-
ist dagvistunar fyrir böm sín. Fag-
mennska á leikskólastigi hefur auk-
ist í Evrópu á síðustu áram m.a. með
því að sett hafa verið skýr markmið
og skilgreindar áherslur í starfinu.
Mikil og stöðug aukning hefur
verið á nemendum í háskólanámi í
flestum ríkjum Evrópu síðasta
aldarfjórðunginn. Fjöldi háskóla-
stúdenta í ESB ríkjum hefur rúm-
lega tvöfaldast á tímabilinu. Aukn-
ingin hefur verið enn __ meiri í
nokkrum ríkjum, þ.á m. íslandi. í
ESB og EFTA ríkjum hefur ásókn
kvenna í háskólanám aukist mjög en
hvergi hefur aukningin verið meiri
og hraðari en á íslandi. Fleiri konur
en karlar ljúka háskólanámi í nánast
öllum Evrópuríkjum. Sterk jákvæð
tengsl koma fram milli ásóknar í há-
skólanám og menntunar foreldra í
ESB ríkjum.
Erasmus nemendaskiptaáætlun
ESB á háskólastigi hefur stuðlað að
auknum nemendaskiptum milli
Evrópuríkja, en þess utan stunda
fáir háskólastúdentar nám utan síns
heimalands. Island er eitt þeirra
ríkja sem skera sig nokkuð úr í
þessu sambandi með tæp 20% há-
skólastúdenta við nám í erlendum
háskólum, en í flestum ESB ríkjurn
er sambærilegt hlutfall á biiinu
1-1%.
Key data on education in Europe
1999/2000 er í lit og 260 blaðsíður að
lengd. Bókaverslun Lámsar Blönd-
al er umboðsaðili á íslandi fyrir rit
Evrópusambandsins.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Evrópsku upp-
lýsingartækni-
verðlaunin em
veitt fyrir framúrskarandi vörur
með mikiu upplýsingatækniinni-
haldi og greinflegu markaðsvirði.
Þrenn verðlaun að upphæð 200.000
Euro (14 M ískr.) em veitt, 20 verð-
laun að upphæð 5.000 Euro (350.000
fskr). Allir sigurvegar fá viðamikla
kynning í Evrópu. Umsóknarfrestur
fyrir upplýsingatækriiverðlaunin er
16. maí 2000 http://www.iLprize.org/
Rannsóknarsetur
Evrópusambandið styrkir rann-
sóknarsetur um alla Evrópu í þeim
tflgangi að þau styrki og veiti dokt-
orsnemum og nýútskrifuðum dokt-
omm aðsöðu tfl rannsókna. ítarleg-
an lista yfir þau rannsóknarsetur
sem bjóða styrki og aðstöðu fyrir
doktorsnema og nýútskrifaða dokt-
ora má nálgast á vef httpV/
www.rthj.hi.is
Menning 2000
-MiDiA
Skilafrestur
umsókna í
MENNING
2000 - menningaráætlun Evrópu-
sambandsins er 31. maí nk. Nánari
upplýsingar veitir Upplýsingaþjón-
usta menningaáætlana Evrópu-
sambandsins Cultural Contact Point
á íslandi. Vefsíða CCP: www.centr-
um.is/ccp
Fyrirlestur á Schuman-daginn
Opinn fyrirlest-
ur verður á Hótel
Sögu í tflefni
Schuman-dagsins
9. maí. Fasta-
nefhdin og Há-
skóli Islands
bjóða tfl hátíðarfyrirlesturs í tflefni
af 50 ára afmæli Schuman-dagsins
eða „Evrópudagsins" 9. maí kl. 13.00
í A sal Hótel Sögu. Fyrirlesari verð-
ur Bertel Haarder, þingmaður á
Evrópuþinginu. Haardervarfulltrúi
fyrir Venstre (frjálslyndra) á danska
þinginu frá 1975 og menntamála-
ráðherra Danmerkur árin 1982 tfl
1993. Hann var kosinn á Evrópu-
þingið árið 1994 þar sem hann var
varaforseti þingsins til ársins 1999.
Haarder átti þátt í að skfla hand-
ritunum heim þegar hann var
menntamálaráðherra Danmerkur. í
framhaldi af fyrirlestrinum hefst á
sama stað opin ráðsteftia um smá
rfld og Evrópusamrunann. Stjóm-
málafræðiskor Háskóla fslands, Fé-
lag um vestræna samvinnu (SVS),
Varðberg og Félag stjómmálafræð-
inga standa að ráðstefnunni sem
lýkur kl. 18.00. Fjöldi erlendra
fræðimanna talar á ráðstefnunni.
Hinn 9. maí árið 1950 setti Robert
Schuman, utanrfldsráðherra Frakk-
lands, fram áætlun um Kola- og stál-
bandalagið (European Coal and
Steel Communify - ECSC) sem batt
saman kol- og stálframleiðslu Belg-
íu, Frakklands, Hollands, Ítalíu,
Lúxemborgar og Þýskalands. Kola-
og stálbandalagið, sem var stofnað
ári seinna, olli straumhvörfum í
samstarfi Evrópuríkja eftir stríð og
var upphafið að Evrópusambandinu.
„Jobs for a e-generation“
£ U R E S
Anna Diamant-
opoulou, „kommiss-
ar“ yfir atvinnu- og
félagsmálum í fram-
kvæmdastjóm
Evrópusambandsins
stóð fyrir opnu net>-
spjalli 18. aprfl sl. um efnið: „Jobs
for the e-generation“. Hægt er að
skoða spumingar og umræður í
þessu netspjalli á heimasíðu
Evrópusambandsins: http://eur-
opa.eu.int/comm/chat/diamantopou-
loul/index en.htm
Sumartilboð á Bogense í Lyfju
í dag byrjar frábært Bogense tilboð í Lyfju:
• 20% afsláttur af öllum Bogense vörum.
• Ef þú kaupir tvo hluti úr Bogense línunni
færð þú þann þriðja ókeypis með.
Tilboðið gildir til 15. maí.
Tilboðið gildir í: LyQu Lágmúla • LyQu Hamraborg • Lyfiu Setbergi • Lyfja Grindavík
•Laugavegs apóteki • Husavíkur apóteki • Egusstaoa apóteki • Arnes apóteki
&
LYFJA
Lytja fyrir útntið Þú færð Bogense vörurnar í öllum betri apótekum, heilsu- og lyfjaverslunum.
r
*
í> 'C
Foreldrar!
stöndum saman og fögnum
merkum áfanga
með börnunum okkar
Öið iok samræmdra prófa hefur oft boriö a
mikilli ölvun meðal unglinga.
[iað er míkilvægt að börnln okkar kunni að
segja neí við vímuefnum og að vió foreldrar
stöndum saman og vírðum landsiög um
áfengisneyslu.
[i!eð því styðja unglinga gegn áfengisneysíu.
drögum við úr líkunum á misnotkun fíkniefna.
0eitum annarra leiða til að gleöjast með þeim
við lok grunnskólans.
For’eldr^r
SamtaM á.L>Veðnir»
Segjum nei vlö drykkju urtglinga
• Eisknm ohikað
• Kaupum ekki afengi fyrir börtun okkar
• Leyfum ekki íoreldralaus partý
• Gætum bamanna okkar
fO
nu
:yr*V
www.isiandaneiturlyfja.is
‘ LÓgregian i Rvjffcjarvik tTR Samstartsnefnd RtfykjavikurUö'^ar um eftnotö- og V<rw*na*9{ru\ ReykMf/Voir og SA.Mf 0\
www.mbl.is