Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 43 Upplýsingarit um menntamál ÚT er komið á vegum Evrópusam- bandsins (ESB) Key data on educat- ion in Europe 1999/2000. Er þetta fjórða útgáfa ritsins, en það er gefið út á tveggja ára fresti. í ritinu er að finna margvíslegar upplýsingar um menntakerfi 29 Evrópuríkja, þ.e. ESB og EFTA ríkjanna auk þeirra ríkja sem nú sækjast eftir ESB að- ild. í ritinu er greinargott yfirlit um menntamál í Evrópu. Þar má finna fjölda skýringamynda með saman- burði milli ríkja auk umfjöllunar í texta. Menntakerfi ííkjanna, allt frá leikskóla- til háskólastigs, eru greind auk þess sem sérstök um- fjöllun er um kennara, kennslu í er- lendum tungumálum og nemendur með sérþarfir. Ef skoðaður er heildarfjöldi kennslustunda íslenskra nemenda á ári kemur í ljós að við upphaf grunn- skóla er stundafjöldinn ekki fjarri meðaltali ESB ríkja, en eftir því sem líður á skólagönguna verða kennslustundir á Islandi hlutfalls- lega færri og á framhaldsskólastigi eru kennslustundir fæstar á íslandi á ári, en hafa ber í huga að hér tekur nám til stúdentsprófs fjögur ár en yfirleitt þrjú ár í öðrum Evrópuríkj- um. I þessari útgáfu ritsins er nýr kafli um upplýsingatækni þar sem m.a. kemur fram að Island er á með- al þeirra ríkja þar sem lögð er áhersla á mikilvægi upplýsinga- tækni í námskrám bæði grunn- og framhaldsskóla og einnig við mennt- un grunnskólakennara. Flest ríki ESB hafa bætt kennslu í upplýsingatækni inn í námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi, en einungis um þriðjungur þeirra legg- ur sérstaka áherslu á upplýsinga- tæknina við menntun grunnskóla- kennara. Fjöldi nemenda sem sækja leik- skóla hefur aukist mjög í Evrópu frá 1980. Um 86% fjögurra ára barna á Islandi sóttu leikskóla árið 1997 en hlutfallið var enn hærra í Belgíu, Hollandi, Frakklandi, Lúxemborg, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. í Dan- mörku og Þýskalandi sóttu yfir 80% fjögurra ára bama leikskóla árið 1997. Þessi þróun undirstrikar mik- ilvægi leikskólastigsins iyrir þroska og félagsmótun ungra bama og verður ekki skýrð eingöngu með því að foreldrar á vinnumarkaði þarfn- ist dagvistunar fyrir böm sín. Fag- mennska á leikskólastigi hefur auk- ist í Evrópu á síðustu áram m.a. með því að sett hafa verið skýr markmið og skilgreindar áherslur í starfinu. Mikil og stöðug aukning hefur verið á nemendum í háskólanámi í flestum ríkjum Evrópu síðasta aldarfjórðunginn. Fjöldi háskóla- stúdenta í ESB ríkjum hefur rúm- lega tvöfaldast á tímabilinu. Aukn- ingin hefur verið enn __ meiri í nokkrum ríkjum, þ.á m. íslandi. í ESB og EFTA ríkjum hefur ásókn kvenna í háskólanám aukist mjög en hvergi hefur aukningin verið meiri og hraðari en á íslandi. Fleiri konur en karlar ljúka háskólanámi í nánast öllum Evrópuríkjum. Sterk jákvæð tengsl koma fram milli ásóknar í há- skólanám og menntunar foreldra í ESB ríkjum. Erasmus nemendaskiptaáætlun ESB á háskólastigi hefur stuðlað að auknum nemendaskiptum milli Evrópuríkja, en þess utan stunda fáir háskólastúdentar nám utan síns heimalands. Island er eitt þeirra ríkja sem skera sig nokkuð úr í þessu sambandi með tæp 20% há- skólastúdenta við nám í erlendum háskólum, en í flestum ESB ríkjurn er sambærilegt hlutfall á biiinu 1-1%. Key data on education in Europe 1999/2000 er í lit og 260 blaðsíður að lengd. Bókaverslun Lámsar Blönd- al er umboðsaðili á íslandi fyrir rit Evrópusambandsins. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Evrópsku upp- lýsingartækni- verðlaunin em veitt fyrir framúrskarandi vörur með mikiu upplýsingatækniinni- haldi og greinflegu markaðsvirði. Þrenn verðlaun að upphæð 200.000 Euro (14 M ískr.) em veitt, 20 verð- laun að upphæð 5.000 Euro (350.000 fskr). Allir sigurvegar fá viðamikla kynning í Evrópu. Umsóknarfrestur fyrir upplýsingatækriiverðlaunin er 16. maí 2000 http://www.iLprize.org/ Rannsóknarsetur Evrópusambandið styrkir rann- sóknarsetur um alla Evrópu í þeim tflgangi að þau styrki og veiti dokt- orsnemum og nýútskrifuðum dokt- omm aðsöðu tfl rannsókna. ítarleg- an lista yfir þau rannsóknarsetur sem bjóða styrki og aðstöðu fyrir doktorsnema og nýútskrifaða dokt- ora má nálgast á vef httpV/ www.rthj.hi.is Menning 2000 -MiDiA Skilafrestur umsókna í MENNING 2000 - menningaráætlun Evrópu- sambandsins er 31. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Upplýsingaþjón- usta menningaáætlana Evrópu- sambandsins Cultural Contact Point á íslandi. Vefsíða CCP: www.centr- um.is/ccp Fyrirlestur á Schuman-daginn Opinn fyrirlest- ur verður á Hótel Sögu í tflefni Schuman-dagsins 9. maí. Fasta- nefhdin og Há- skóli Islands bjóða tfl hátíðarfyrirlesturs í tflefni af 50 ára afmæli Schuman-dagsins eða „Evrópudagsins" 9. maí kl. 13.00 í A sal Hótel Sögu. Fyrirlesari verð- ur Bertel Haarder, þingmaður á Evrópuþinginu. Haardervarfulltrúi fyrir Venstre (frjálslyndra) á danska þinginu frá 1975 og menntamála- ráðherra Danmerkur árin 1982 tfl 1993. Hann var kosinn á Evrópu- þingið árið 1994 þar sem hann var varaforseti þingsins til ársins 1999. Haarder átti þátt í að skfla hand- ritunum heim þegar hann var menntamálaráðherra Danmerkur. í framhaldi af fyrirlestrinum hefst á sama stað opin ráðsteftia um smá rfld og Evrópusamrunann. Stjóm- málafræðiskor Háskóla fslands, Fé- lag um vestræna samvinnu (SVS), Varðberg og Félag stjómmálafræð- inga standa að ráðstefnunni sem lýkur kl. 18.00. Fjöldi erlendra fræðimanna talar á ráðstefnunni. Hinn 9. maí árið 1950 setti Robert Schuman, utanrfldsráðherra Frakk- lands, fram áætlun um Kola- og stál- bandalagið (European Coal and Steel Communify - ECSC) sem batt saman kol- og stálframleiðslu Belg- íu, Frakklands, Hollands, Ítalíu, Lúxemborgar og Þýskalands. Kola- og stálbandalagið, sem var stofnað ári seinna, olli straumhvörfum í samstarfi Evrópuríkja eftir stríð og var upphafið að Evrópusambandinu. „Jobs for a e-generation“ £ U R E S Anna Diamant- opoulou, „kommiss- ar“ yfir atvinnu- og félagsmálum í fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins stóð fyrir opnu net>- spjalli 18. aprfl sl. um efnið: „Jobs for the e-generation“. Hægt er að skoða spumingar og umræður í þessu netspjalli á heimasíðu Evrópusambandsins: http://eur- opa.eu.int/comm/chat/diamantopou- loul/index en.htm Sumartilboð á Bogense í Lyfju í dag byrjar frábært Bogense tilboð í Lyfju: • 20% afsláttur af öllum Bogense vörum. • Ef þú kaupir tvo hluti úr Bogense línunni færð þú þann þriðja ókeypis með. Tilboðið gildir til 15. maí. Tilboðið gildir í: LyQu Lágmúla • LyQu Hamraborg • Lyfiu Setbergi • Lyfja Grindavík •Laugavegs apóteki • Husavíkur apóteki • Egusstaoa apóteki • Arnes apóteki & LYFJA Lytja fyrir útntið Þú færð Bogense vörurnar í öllum betri apótekum, heilsu- og lyfjaverslunum. r * í> 'C Foreldrar! stöndum saman og fögnum merkum áfanga með börnunum okkar Öið iok samræmdra prófa hefur oft boriö a mikilli ölvun meðal unglinga. [iað er míkilvægt að börnln okkar kunni að segja neí við vímuefnum og að vió foreldrar stöndum saman og vírðum landsiög um áfengisneyslu. [i!eð því styðja unglinga gegn áfengisneysíu. drögum við úr líkunum á misnotkun fíkniefna. 0eitum annarra leiða til að gleöjast með þeim við lok grunnskólans. For’eldr^r SamtaM á.L>Veðnir» Segjum nei vlö drykkju urtglinga • Eisknm ohikað • Kaupum ekki afengi fyrir börtun okkar • Leyfum ekki íoreldralaus partý • Gætum bamanna okkar fO nu :yr*V www.isiandaneiturlyfja.is ‘ LÓgregian i Rvjffcjarvik tTR Samstartsnefnd RtfykjavikurUö'^ar um eftnotö- og V<rw*na*9{ru\ ReykMf/Voir og SA.Mf 0\ www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.