Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan kannar til- drög bruna í Fellaskóla LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til athugunar tildrög bruna í Fellaskóla á mánudag- skvöld. Kveikt var í mottum í anddyri skólans með þeim af- leiðingum að sót settist á veggi í anddyrinu án þess að aðrar skemmdir hlytust af. Slökkvi- liðið í Reykjavík var kallað á vettvang og lauk slökkvistörf- um á nokkrum mínútum. Grunur leikur á að ungling- ar hafi brotið rúðu í skólanum, skriðið inn og kveikt í, en til þeirra sást að forða sér á hlaupum. Lögreglan hefur ekki dregið neinn til ábyrgðar en hefur fengið ýmsar vís- bendingar um tildrög málsins og vinnur nú úr þeim. Meta hag af rafrænum sjukra- skrám og strikamerkjum RÆTT var um rafrænar sjúkra- skrár, tölvuunna lyfseðla og strika- merki á sjúklingum á ráðstefnu Nýherja fyrir helgina um upplýs- ingatækni á heilbrigðissviði. All- margir læknar sátu ráðstefnuna og annað heilbrigðisstarfsfólk, svo og tæknimenn og fólk frá yfirstjórn Landspítala. Eyþór H. Bjömsson, sérfræðing- ur á lungnadeild Landspítala á Víf- ilsstöðum, segir að margs konar tækni sem létti mönnum störfin og fyrirbyggi mistök í heilbrigðiskerf- inu sé í sífelldri þróun. „Þetta var mjög athyglisverð ráðstefna og eng- in spurning um að þarna er á ferð tækni sem verður notuð hér á næstu árum og á eftir að skipta miklu máli,“ segir Eyþór. „Það er mikil þróun í þessum efnum og menn eru víða komnir lengra en við. Því betur sem menn hugsa þessi mál er það ljósara hversu gríðarlega miklu máli það skiptir að vel sé að þessu staðið. Ef rétt er að staðið eykur þessi tækni persónuöryggi og öryggi í meðferð sjúklings," segir Eyþór og kveðst hafa saknað meiri umfjöllunar um þessa hlið heilbrigðismála hérlendis. Anna Lilja Gunnarsdóttir, sem í gær tók við nýrri stöðu á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi, sem fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs- inga, sagði ráðstefnuna hafa verið fræðandi og gagnlega. Hún kvaðst hafa heyrt umfjöllun um bókhalds- kerfi, rafrænar sjúkraskrár og notk- un handtölva, þráðlaus net og strika- merki. Anna Lilja sagði að læknar gætu til dæmis notað handtölvur til að setja inn lyfseðla og lesa síðan skammta af strikamerkjum. Það myndi minnka hættu á mistökum en líta yrði á kostnað og fleiri tegundir en bent var á í umfjöllun á ráðstefn- unni. „Það er hægt að ganga mislangt í þessum efnum en við þurfum að skoða þessa fjárfestingu í framtíð- inni og meta hvernig við tökum þessi vinnubrögð hugsanlega upp. Við þurfum að meta hvaða hag við sjáum í þessu fyrir okkur og kanna hvað kerfi sem þessi bjóða upp á,“ sagði Anna Lilja. Umferðarslys atvinnubifreiða Atvinnubifreiðar: Slys í umferðinni 1994 - 1999* ‘‘"W Fjöldi öku- manna Fjöidi far- þega Lítil meiðsl Mikil meiðsl Látnir Samtals slasaðir og látnir Fjöldi slysa Sendibifreiðar 171 74 196 44 5 245 184 Vörubifreiðar 81 19 82 12 6 100 90 Strætisvagnar 8 62 58 12 0 70 59 Hópbifreiðar 14 134 100 45 3 148 41 Leigubifreiðar 25 31 49 7 0 56 36 Lögreglubifreiðar 9 10 18 1 0 19 12 Vinnuvélar/Vegheflar 5 0 4 1 0 5 5 Dráttarbifreiðar 3 1 3 1 0 4 4 Sjúkrabifreiðar 1 2 3 0 0 3 1 Slökkvíbifreiðar 1 0 1 0 0 1 1 Samtals 318 333 514 123 14 651 433 * Tölur áranna 1998 og 1999 enr bréöabirgðatölur sem kunna aö breytast. Tekið við nýnem- um í Lögreglu- skóla ríkisms Hlutur sendibfla 60,2% HLUTDEILD sendibifreiða í um- ferðarslysum þar sem atvinnubif- reiðar koma við sögu var 60,2% ár- ið 1999, samkvæmt yfiriiti yfir slys af völdum bifreiða sem notaðar eru í atvinnuskyni. Þetta kemur fram í yfirliti Arn- ar Þ. Þorvarðarsonar umsjónar- manns slysaskráningar Umferðar- ráðs, sem birtist i tímaritinu Atvinnubflstj órinn. Fram kemur að hlutdeild sendi- bifreiða í slysum er langhæst og er þar átt við allar sendibifreiðar, þær sem skráðar eru á sendibíla- stöðvar og þær sem eru í eigu fyr- irtækja og annarra. Ekki er greint á milli sendibifreiða frá sendibíla- stöðvum og annarra. Örn bendir á að á næstu árum megi búast við talsverðri aukningu í flutningum á landi. Meðal annars vegna þess að millilandasiglingar fari mest fram um Reykjavík og örfáar aðrar hafnir. Farminum sé safnað saman og dreift þaðan. Því séu auknar líkur á að sendi- og vöruflutningabifreiðum eigi eftir að fjölga nokkuð á næstu árum. TEKIÐ verður við nýnemum í Lög- regluskóla ríkisins í janúar á næsta ári og rennur umsóknarfrestur vegna námsins út næstkomandi laugardag. Tekið verður við fjörutíu nýnemum að þessu sinni og í frétt frá embætti ríkislögregluskólans eru konur, sem uppfylla þau skilyrði sem lögreglumannsefnum eru sett, sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Nám í Lögregluskólanum tekur þrjár annir, eða a.m.k. 12 mánuði. Fyrsta önnin er ólaunuð en þeim nemum sem standast próf á önninni er séð fyrir launaðri starfsþjálfun í lögreglu ríkisins í a.m.k. fjóra mán- uði. Að starfsþjálfuninni lokinni tek- ur við launuð þriðja önn í Lögreglu- skólanum sem lýkur með prófum. I lögreglulögum er kveðið á um að lögreglumannsefni skuli full- nægja tilteknum skilyrðum. Þau skulu t.d. að öllu jöfnu vera á aldr- inum 20-35 ára og hafa hreina saka- skrá. Þau skulu vera andlega og líkamlega heilbrigð, hafa lokið tveggja ára almennu framhalds- námi eða öðru sambærilegu námi, hafa gott vald á tungumálum, hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaakst- urs og gerð er krafa um að lög- reglumannsefnin séu synd. Loks skulu þau standast inntökupróf með áherslu á íslensku og þrek. Valnefnd Lögregluskólans mun vinna úr þeim umsóknum sem ber- ast vegna námsins, sjá um fram- kvæmd inntökuprófa og taka viðtöl við þá umsækjendur sem koma til greina. Inntökuprófin hefjast 22. maí næstkomandi. Hörkubyrjun í Elliðavatni og Helluvatni Bjöm K. Rúnarsson með 7-8 punda urriða úr Minnivallalæk. VEIÐISKAPUR byrjaði mjög vel í Elliðavatni og Helluvatni á mánu- daginn og um helgina voru flugu- veiðimenn að aðstoða fiskifræðinga við merkingar á sjóbirtingi austur í Fitjaflóði og þar var einnig góð veiði. „Menn voru að gera það gríðar- lega gott úti á Engjunum og þeim sem best gekk voru að fá upp í tutt- ugu fiska, mest 1 til 2 punda urriða. Það var eitthvað að veiðast af bleikju, en vatnið var 8 gráður á Engjunum og það þýðir að það er stutt í bleikjuna. Urriðinn gefur sig alltaf betur svona í byrjun," sagði Jón Þ.Einarsson verslunarmaður sem stundað hefur Elliðavatn stíft um árabil og missir aldrei úr opnun. Sjálfur á Jón eftirlætisstað í vatninu, en hann gaf ekki nú vegna þess að vatnið var þar of kalt. Þurfti að sækja fiskuppílæk Fiskifræðingamir Magnús Jó- hannsson og Jóhannes Sturlaugsson fóm fyrir hópi veiðimanna frá Ár- mönnum í Fitjaflóð um helgina þar sem veiðimenn veiddu sjóbirting sem fiskifræðingarnir merktu og slepptu jafnharðan. „Það veiddust 77 fiskar, það er minna en áður, en það var erfitt vegna hvassviðris og kannski svolítið kalt enn þá. A.m.k. fóram við og drógum á uppi á Segl- búðasvæðinu í Grenlæk til að klára verkið og þar var fullt af fiski enn þá, fiskur kannski ekki genginn eins vel niður og stundum áður,“ sagði Jó- hannes í samtali við Morgunblaðið. Jóhannes sagði meðalstærðina á birtingunum einnig hafa verið minni en áður. Þó veiddust upp í 10 punda fiskar þegar komið var að ádrættin- um í Grenlæk. Lítið fannst af eldri merkjum að þessu sinni, en þó kom eitt mjög merkilegt, einn smæsti fiskurinn sem merktur var vorið 1998 skilaði sér nú. Hann var þá aðeins 32 senti- metrar og 340 grömm, en var nú orð- inn 50 sentimetrar og rúmlega 1,5 kí- lógrömm. Yeiði hófst í Minnivallalæk í Landsveit á mánudaginn, en lækur- inn er einn þekktasti veiðistaður stórurriða hér á landi. Að sögn leig- utakans, Þrastar Elliðasonar, veidd- ust að minnsta kosti 18 fiskar fyrsta daginn og var sá stærsti 75 senti- metra langur og áætlaður á bilinu 10 til 12 pund. „Mest voru þetta 3 til 5 punda fiskar og gleðilegt að það veiddist fiskur um allan læk, ekki bara í Stöðvarhylnum, eins og stund- um áður,“ bætti Þröstur við. Aðeins er veitt á flugu í Minnivallalæk og öllum fiski sleppt aftur. Gæslu- varðhald L 4 sak- born- inga staoiest HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir fjórum sak- borningum í hinu svonefnda stóra fíkniefnamáli. Hérað- sdómur hafði úrskurðaði níu sakborninga í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. júní að kröfu ríkissaksóknara og fjór- ir þeirra kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar. I úrskurði héraðsdóms seg- ir að sterkur grunur liggi fyr- ir um að sakborningarnir fjór- ir hafi framið brot er varði allt að 10 ára fangelsi. Með vísan til forsendna úrskurðar hér- aðsdóms staðfesti Hæstirétt- ur gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Ríkissaksóknari hefur ný- lega birt sakborningunum fjórum ákærur þar sem þeim er gefið að sök að hafa ýmist flutt inn og/eða selt á annað hundrað kg af fíkniefnum á rúmlega einu ári. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.