Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 30
30 MÍÐVIKtJÖA(3T)E S Mí 2(KK)
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarhermenn umkringja mannræningja úr röðum skæruliða á Filippseyjum
Hóta að háls-
höggva tvo af
gíslunum
Reuters
Sex gíslanna á Jolo-eyju ræða við fréttamenn í fylgsni skæruliða í frumskógi á eyjunni. Á myndinni eru franska
konan Sonia Wending, iíbanska konan Marie Michei, Þjóðverjinn Marc Walleri, Finnarnir Juhani Franti Seppo
og Mirco Johanen Risto, og Þjóðverjinn Wemer Gunter Kort.
Talipao. AP, AFP.
ÍSLAMSKIR skæruliðar, sem
halda 21 manni í gíslingu á Filipps-
eyjum, hótuðu í gær að hálshöggva
tvo af gíslum sínum ef hermenn
sem hafa umkringt fylgsni þeirra
færu ekki í burtu.
Síðar um daginn reyndu um 100
skæruliðar að brjótast í gegnum
varðhring hermannanna. Einn her-
maður beið bana og sex særðust í
átökunum. Ekki var vitað hvort
mannfall hefði orðið í liði skærulið-
anna en þeir munu hafa hörfað.
Abu Escobar, leiðtogi skærulið-
anna, sagði að hermennirnir væru
svo nálægt fylgsni mannræningj-
anna að þeir gætu séð þá. Hann
hótaði því að tveir af tíu gíslum frá
Þýskalandi, Frakklandi, Suður-
Afríku, Finnlandi og Líbanon yrðu
hálshöggnir ef hermennirnir færu
ekki í burtu. Hinir gíslarnir ellefu
eru frá Filippseyjum og Malasíu.
Skæruliðamir rændu fólkinu á
ferðamannastað í Malasíu 23. apríl
og fluttu þá til Jolo-eyju á Suður-
Filippseyjum. Annar íslamskur
skæruliðahópur heldur 27 mönnum
í gíslingu á nálægri eyju, Basilan,
og hermt er að tveir þeirra hafi
verið hálshöggnir fyrir hálfum
mánuði. Her Filippseyja hóf árásir
á vígi skæruliðanna á Basilan-eyju
en honum hefur ekki tekist að
finna gíslana.
Gíslarnir óttast
blóðsúthellingar
Gíslamir á Jolo-eyju skoraðu á
stjóm Filippseyja að fyrirskipa
hermönnunum að hætta umsátrinu
til að komast hjá átökum og gera
skæraliðunum kleift að ná í mat-
væli. „Þeir geta ekki náð í matvæli
eða vatn vegna þess að búðir
skæruliðanna era umkringdar her-
mönnum,“ sagði einn gíslanna,
Frakkinn Stephane Loisy. „Við
borðum aðeins hrísgrjón og eina
vatnið sem við höfum er regnvatn."
Nur Misuari, samningamaður
stjórnarinnar, sagði að yfirmenn
hersins hefðu sagt honum að her-
liðið yrði ekki flutt burt. Hann
bætti við að skæraliðarnir hefðu
neitað að hefja formlegar samn-
ingaviðræður um lausn gíslanna
nema hermennirnir færa frá
fylgsni þeirra.
Erlendu gíslarnir sendu sendi-
ráðum sínum bréf þar sem þeir
hvöttu þau til að knýja á stjórnvöld
á Filippseyjum að flýta samninga-
viðræðunum og hætta hernaðarað-
gerðunum. „Líf okkar er í hættu
og ef stjórn Filippseyja reynir að
gera árás og finna hernaðarlega
lausn verða blóðsúthellingar óhjá-
kvæmilegar," sagði einn gíslanna,
Þjóðverjinn Werner Wallert.
Nokkrir blaðamenn fengu að
fara með lækni í fylgsni skærulið-
anna og ræða við gíslana. Læknir-
inn sagði að flestir gíslanna virtust
örmagna og illa haldnir af vatns-
skorti. Hann kvaðst hafa sagt
skæruliðunum að tveir gíslanna,
Frakkinn Loisy og Renate Wall-
ert, eiginkona Werners, þyrftu að
komast á sjúkrahús en skærulið-
arnir hefðu ekki viljað leysa þau úr
haldi. Loisy þjáist af þvagfærasýk-
ingu og Wallert af hjarta- og
lungnasjúkdómi.
Skæraliðarnir eru í hreyfingunni
Abu Sayyaf og berjast fyrir sjálf-
stæðu ríki múslima á sunnanverð-
um Filippseyjum. Harðir bardagar
hafa geisað síðustu daga milli
stjórnarhersins og annarrar upp-
reisnarhreyfingar múslima, MILF,
á Mindanao-eyju. Hermt er að
a.m.k. 80 manns hafi beðið bana á
fjórum dögum.
Deila Bandarrkjamanna og Rússa um
ABM og eldflaugavarnir
Repúblikanar
andvígir til-
slökunum
Washinglon. The Washington Post.
AHRIFAMIKLIR þingmenn
repúblikana í öldungadeild Banda-
ríkjaþings hafa skýrt Bill Clinton for-
seta frá því að þeir séu andvígir því að
hann reyni að semja við Rússa um
breytingar á ABM-samningnum firá
1972 sem takmarkar vamir gegn
langdrægum eldflaugum.
Þingmennimir - þeirra á meðal
Trent Lott, leiðtogi meirihluta
repúblikana í öldungadeildinni, og
Jesse Helms, formaður utanríkis-
málanefndar deildarinnar - eru einn-
ig andvígir áætlun Bandaríkjastjóm-
ar um að setja aðeins upp takmarkað
eldfláugavamakerfi til að veijast
hugsanlegum árásum ríkja á borð við
Norður-Kóreu og Iran. Þeir eru hins
vegar hlynntir öflugu vamarkerfi,
sem geti varist hugsanlegum allsheij-
arkjamorkuárásum, ogmargirþeirra
vilja að ABM-samningnum verði rift.
Clinton hefur lofað að ákveða í
sumar hvort áætluninni um vamar-
kerfi gegn takmörkuðum eldflauga-
árásum verði komið í framkvæmd.
Vamarkerfið myndi bijóta í bága við
ABM-samninginn og embættismenn
bandaríska vamarmálaráðuneytisins
hafa því hafið óformlegar viðræður
við Rússa um að breyta honum.
Varnarkerfi í tveimur áfongum
Samkvæmt áætlun Bandaríkja-
stjómar á íyrsti áfangi vamarkerfis-
ins að beinast að hugsanlegum árás-
um írá Norður-Kóreu og byggjast á
100 gagnflaugum sem koma á fyrir á
skotpöllum í Alaska. Ennfremur*er
gert ráð fyrir því að fimm ratsjár-
stöðvar verði endumýjaðar og reist
verði ný ratsjárstöð á Shemya-eyju í
Alaska.
Annar áfangi gagnflaugaáætlunar-
innar á hins vegar að veija Banda-
ríkin gegn hugsanlegum eldflauga-
árásum frá Irak, Iran og Líbýu. I
þeim áfanga er gert ráð fyrir 100-150
gagnflaugum til viðbótar, auk
skotpalla og nokkurra nýrra ratsjár-
stöðva.
Bandaríkjastjórn hefur ekki skýrt
Rússum frá því hversu margar rat>
sjárstöðvar verði reistar í öðrum
áfanganum. Embættismenn í vamar-
málaráðuneytinu hafa þó gefið til
kynna að þær verði átta - í Alaska,
Kalifomíu, Massachusetts, Norður-
Dakota, Hawaii, Englandi, Græn-
landi og Suður-Kóreu.
Hvorki Rússar né repúblikanar
vilja fallast á þessa áætlun Banda-
ríkjastjómar. Rússar óttast að áætl-
unin valdi vígbúnaðarkapphlaupi og
verði vísir að öflugu vamarkerfi sem
geti varið öll Bandaríkin gegn alls-
heijarkjamorkuárás og geri kjama-
vopn Rússa gagnslaus.
Repúblikanar vilja hins vegar
ganga lengra en Clinton. 35 þing-
menn þeirra sendu forsetanum bréf
nýlega þar sem þeir kvörtuðu yfir því
að tillögur hans myndu binda hendur
næsta forseta. ,An verulegra breyt-
inga á stefnu þinni teljum við að nýr
samningur yrði ekki staðfestur í öld-
ungadeildinni,“ sagði m.a. í bréfinu.
Þingmennimir sögðu einnig að að-
gerðir forsetans myndu torvelda
næstu stjóm að koma upp stærra og
öflugra vamarkerfi síðar eða nýta
aðra tækni, sem ef til vill yrði hægt að
beita, svo sem leysivopn í geimnum
og gagnflaugar um borð í herskipum.
George W. Bush, líklegt forsetaefni
repúblikana, hefur sagt að hann
stefni að því að koma upp gagnflauga-
kerfi „eins fijótt og mögulegt er“.
Hann kveðst einnig vera reiðubúinn
að rifta ABM-samningnum ef Rússar
fallast ekki á þær breytingar sem
hann leggi til.
Skæruliðar Tamfla vinna sigra á stjórnarher Sri Lanka
Eru í aðeins 25 km fjar-
lægð frá Jaffna-borg’
Colombo. AP, AFP.
SKÆRULIÐAR Tamíla, Tígramir
(LTTE), á Sri Lanka segjast hafa
náð á sitt vald herstöð í aðeins um 25
km fjarlægð frá borginni Jaffna, sem
stendur á samnefndum skaga á norð-
urhluta eyjarinnar. I lok síðasta
mánaðar náðu Tamílar herstöð
stjómarhersins í Elephant Pass, sem
er eyði sem tengir skagann við suð-
urhluta eyjarinnar. Skæraliðamir
líta á Jaffna-skagann sem þjóðar-
heimili Tamíla á Sri Lanka. Tamílar
réðu skaganum á árunum 1990-95,
er þeir lutu í lægra haldi íyrir stjórn-
arhemum.
Með missi Pallai-herstöðvarinnar
er talið að stjórnarherinn hafi orðið
fyrir miklu áfalli og að erfitt verði að
stöðva sókn skæraliða úr þessu.
Stjómarherinn segir að 14 hermenn
hafi látist í átökunum og 222 hafi
særst en skæruliðar segjast aðeins
hafa misst 10 menn úr sínum röðum.
Átökin um Elephant Pass í apríl
kostuðu a.m.k. 370 stjómarhermenn
lífið. Ekki er vitað um hversu margir
skæraliðar féllu þar en vamarmála-
ráðuneyti Sri Lanka segir þá hafa
verið meira en eittþúsund talsins.
Hafa hafnað öllum
friðarumleitunum
Forseti Sri Lanka, Chandrika
Kumaratunga, sagði á laugardag að
skæraliðar hefðu hafnað öllum frið-
arumleitunum og að ríkisstjóminni
væri nauðugur einn kostur að berj-
ast áfram. Síðastliðna 13 mánuði
hafa stjómvöld, með milligöngu
Norðmanna, reynt að fá Tígrana að
samningaborði en þær tilraunir hafa
ekki borið árangur. Kumaratunga
forseti flutti ávarp til þegna sinna í
sjónvarpi á föstudagskvöld og sagði
þá meðal annars að baráttunni væri
ekki stefnt gegn Tamílum eða öðram
minnihlutahópum í landinu heldur
gegn skæruliðum Tígranna. „Við er-
um að beijast gegn þeirri ógn sem
allri þjóðinni stafar af LTTE-hryðju-
verkamönnum,“ sagði Kumarat-
unga.
Sókn skæruliða Tamíla
Jaffna
Kilinochchi
Skæruliðar Tamila,
Tigrarnir, eru nú
nálægt þvi að taka
borgina Jaffna á
samnefndum skaga,
sem er nyrsti oddi
Sri Lanka-eyju.
Tamílar misstu yfir-
ráð yfir borginni,
sem þeir líta á sem
höfuðborg sina,
árið 1996 í átökum
við stjórnarher
Srí Lanka.
INDLAND
r
Colombo
SRI LANKA
Pallai
Herstöð sem
skæruliðar unnu
á sunnudag
Elephant Pass
Mjög stór herstöð
sem skæruliðar
náöu á sitt vald
i lok april
Palk-floi
10 km
Mullaittivu'
Sókn skæruliða hófstv
í nóvember 1999'
K/ <
Hún sagði að skæraliðar hefðu enn
tækifæri til að hefja friðarviðræður
við stjórnvöld. „Við bjóðum LTTE að
taka þátt í friðarferlinu með því að
afneita ofbeldi og líkamsmeiðingum
ogmeð því að leggja niður vopn.“
Erindrekar sfjórnvalda á Sri
Lanka eiga nú í viðræðum við full-
trúa nokkurra erlendra vopnafram-
leiðenda um vopnakaup vegna stríðs-
rekstursins gegn skæraliðum, að
sögn breska blaðsins The Sunday
Times. Samkvæmt frásögn blaðsins
hafa stjórnvöld rætt við vopnafram-
leiðendur frá Rússlandi, Bretlandi,
Pakistan, Iran, Tékklandi, ísrael og
Singapúr.
Viya aðstoð Indveija
Dagblað á Sri Lanka hvatti í gær
stjómvöld í landinu til að fara fram á
aðstoð erlendra þjóða, þeirra á meðal
Indveija, í baráttunni við skæraliða.
Indversk stjórnvöld hafa bannað
starfsemi Tígranna á Indlandi vegna
grans um að samtökin hafi staðið á
bak við morðið á Rajiv Gandhi, fyrr-
verandi forsætisráðherra Indlands,
árið 1991. Óljóst er hver yrðu við-
brögð indverskra stjómvalda ef Sri
Lanka færi fram á aðstoð í barátt-
unni við skæraliðanna.
Hópur búddhamunka, sem er
sagður hafa mikil áhrif á Sri Lanka,
krafðist þess um síðustu helgi að rík-
isstjómin leitaði eftir hemaðarleg-
um stuðningi Indverja til að stöðva
framsókn Tígranna. Krafa munk-
anna kom nokkuð á óvart. Munkarn-
ir mótmæltu hástöfum þegar ind-
verskir hermenn vora kvaddir til
eyjarinnar árið 1987 til að afvopna
tamflska skæraliða samkvæmt frið-
arsamningi sem þá var gerður. Á
Indlandi búa um 53 milljónir Tamíla
sem hafa tengsl við þær rúmlega 3,2
milljónir Tamfla sem búa á Sri
Lanka.
Ibúar Jaffna óttaslegnir
Ótti er sagður hafa gripið um sig
meðal þeirra um 500.000 manna sem
búa í Jaffna-borg. Um 40.000 stjóm-
arhermenn era í borginni eða ná-
grenni hennar og hafa margir tam-
flskir íbúar stutt stjómvöld á Sri
Lanka síðustu ár. Þeir óttast nú
hefndaraðgerðir skæraliða ef þeir ná
borginni á sitt vald. Sameinuðu þjóð-
imar hafa þegar flutt allt starfsfólk
sitt frá borginni og þar er nú vaxandi
skortur á matvælum og öðram nauð-
synjavöram.
Tígrarnir hafa barist fyrir stofnun
sjálfstæðs ríkis Tamíla á Sri Lanka
síðan árið 1983. Eftir ósigur þeirra
fyrir stjómarhemum árið 1995 hefur
baráttunni verið stýrt frá frumskóg-
um á suðurhluta eyjarinnar. I nóv-
ember á síðasta ári hófst stórsókn
skæraliða og er fátt sem bendir til
þess að hún verði stöðvuð á næst-
unni.