Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Námsráðgjöf - Fátt virðist falla utan áhugasviðs dr. Jeffrey Kottler sálfræðings sem hefur skrifað meira en 40 bækur m.a. um kennslufræði, samskipti fólks og ráðgjöf. Salvör Nordal átti samtal við hann en undanfarna mán- uði hefur Kottler dvalið hér á landi og kennt námskeið í námi í námsráðg;iöf við Félagsvísindadeild HI. Islendingar vilja ekki vera öðruvísi • „í Bandaríkjunum fáum við hrós fyrir að vera öðruvísi“ # Kottler skrifar um íslenska veturinn því að þjóðin afsakar hann Morgunblaðið/Árni Sæberg „Eitt af því sem mér var sagt um Islendinga var að þeir séu feimnir og tali ekki um tilfinningar sínar,“ segir Jeffrey Kottler, „þetta er ekki múi reynsla.“ JEFFREY Kottler er með mörg jám í eldinum. Hann hefur kennt nokkur nám- skeið í námi við námsráð- gjöf frá áramótum og unnið að rit- un tveggja bóka um Island. Hann er samt mjög afslappaður þegar við hittumst á skrifstofu hans í Odda og hann hefur á orði að mest sjái hann eftir að hafa ekki lært ís- lensku þessa mánuði sem hann hef- ur dvalið hér. Námskeiðin sem hann hefur kennt í námsráðgjöf hafa annars vegar fjallað um náms- og starfs- ráðgjöf og hins vegar um mikilvægi þess að námsráðgjafar taki í starfi sínu tillit til fólks með ólíkan menn- ingarlegan bakgrunn. Samtalið hefst á spjalli um mikilvægi skiln- ings á ólíkri menningu fyrir Islend- inga. íslendingar ekki eins einsleitir og af er látið „Sá hópur sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn fer stækkandi hér á landi og Islending- ar verða að mæta þessum hópi með einhverjum hætti. Eg hef hins veg- ar ekki síður áhuga á ólíkum bakgrunni Islendinga sjálfra því ég held að þeir séu ekki eins einsleitir og af er látið. Meðal íslendinga er að fínna ólíka menningarheima og þeir sem stunda ráðgjöf verða að taka tillit til þess. Hér er til dæmis fátækt hjá hópi fólks sem sjaldan er rædd, þá getum við tekið dæmi um menningu homma og lesbía, eða menningu ólíkra starfstétta eins og til dæmis sjómanna eða fjölmiðlafólks. Til að geta ráðlagt og leiðbeint fólki verða ráðgjafar að hafa innsýn inn í þessa ólíku menningarheima og þekkja hvaða veruleika fólk í ólíkum stéttum býr við.“ Eru nemendur þínir sammála því að til séu margir menningar- hópar á íslandi? „f>að er alltaf fróðlegt að skoða eigin menningu með augum gests- ins og ég hef fundið það með nem- endum mínum. Eg legg áherslu á það í kennslunni hversu ólík við er- um innbyrðis hvort sem það er í gildismati, athöfnum eða draum- um. Allt fagfólk, hvort sem það eru námsráðgjafar, læknar eða hjúkr- unarfólk, verður að sýna hverjum einstaklingi skilning og virðingu á hans eigin forsendum. Mér finnst íslendingar gera mikið úr því hvað þeir eru líkir og um það virðist ríkja almennt samkomulag. Þetta kemur meðal annars fram í því að fólk vill ekki vera öðruvísi en hinir eða skara beinlínis framúr. Eg finn þetta hjá nemendum mínum sem gera lítið úr vinnu sinni og sýna mikla hógværð þegar þeir tala um sjálfan sig. I Bandaríkjunum fáum við hins vegar hrós fyrir að vera öðruvísi. Eg er til dæmis ekki feim- inn við að segja hvað ég geri vel eða kann best og ég finn að íslenskir vinir mínir hlæja að mér og fínnst ég vera að gorta af sjálfum mér. “ Nemendur læra mest hver af öðrum Hvernig hefur þér líkað við ís- lenska stúdenta? „Tíminn með nemendum hefur verið einkar áhugaverður. Fyrst í stað voru þeir svolítið hikandi bæði vegna enskunnar og vegna kennsluaðferða minna. Mér skilst að mikill hluti kennslunnar hér við Háskólann sé í formi fyrirlestra og sú skoðun er ínkjandi að kennarinn sé sá besti til að miðla til nemenda. Þessu viðhorfi er ég ekki sammála. Ef við skoðum lítil böm sjáum við hvað þau læra mikið hvert af öðru. Og við eigum að örva þessa náms- aðferð í gegnum allt skólakerfið. Ég reyni því að láta nemendur mína taka virkan þátt í kennslunni og legg mikla áherslu á hópvinnu og samvinnu nemenda. Fyrst í stað fannst þeim þetta framandi en síð- an hafa þau staðið sig mjög vel. Reyndar em íslensku stúdentamir með þeim bestu sem ég hef haft en ég hef kennt víða eins og í Banda- ríkjunum, Hong Kong, Astralíu og Nýja-Sjálandi. Þeir hafa lagt sig alla fram í hópverkefnum og rit- gerðirnar hafa verið mjög vel unn- ar og oft hafa þau notað mikið hug- myndaflug til að leysa verkefnin. Eitt af því sem mér var sagt um Islendinga var að þeir væra feimn- ir og töluðu ekki um tilfinningar sínar. Þetta hefur ekki verið mín reynsla. Mínir nemendur hafa ver- ið til í að opna sig og treysta hver öðram.“ Lokað vinnuumhverfí Jeffrey Kottler segir vinnu- umhverfið í Háskólanum nokkuð frábragðið því sem hann þekkir frá Bandaríkjunum. „Mér virðast samskiptin milli fólks hér í Odda ekki vera mjög mikil. Flestir hafa dymar að skrif- stofunum sínum lokaðar og vinna einir að sínum verkefnum. I banda- rískum háskólum er samgangurinn milli fólks meiri og fólk vinnur meira saman. Fáir hafa til dæmis sýnt minni vinnu hér sérstakan áhuga eða beðið mig að halda er- indi fyrir deildina. Ein skýringin á þessu er að fólk hér vinnur svo mikið. Flestir era að vinna mörg störf og enginn hefur tíma til að setjast niður í rólegheitum í kaffi.“ Kottler er Fulbright-prófessor hér og hefur unnið með Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur, lektor í námsráð- gjöf, meðal annars vinna þau að grein um framtíð ráðgjafar í heim- inum. „Eftirspurn eftir ráðgjöf í skól- um hefur aukist mjög í Bandaríkj- unum að undanfömu ekki síst í kjölfar vaxandi ofbeldis. Ég held að það sé líka vaxandi þörf fyrir hvers konar ráðgjöf hér á landi þó varla verði hún eins mikil og í Banda- ríkjunum, enda era fjölskyldu- böndin hér sterk og fólk hefur því aðra möguleika til að leita sér hjálpar. Ég var nýlega í heimsókn á Flateyri og þeir era ennþá að jafna sig eftir snjóflóðin sem féllu þar fyrir nokkram áram. Þeim finnst þeir hafa verið skildir eftir og ekki fengið nógu mikinn stuðn- ing frá samfélaginu. Þama hefði ráðgjöf komið að miklu gagni.“ Kottler hefur skrifað fjölda bóka um margvísleg efni eins og gildi ferðalaga fyrir einstaklinginn, sjálfboðavinnu og bókina Síðasta vitnið sem var unnin í samvinnu við Jason Moss og fjallar um reynslu þess síðamefnda af nokkram illræmdustu raðmorðingjum í Bandaríkjunum, en þessi bók hefúr verið á metsölulista New York Times að undanfomu. „ Jason Moss hafði verið nemandi minn sem tók upp á því að hafa samband við marga illræmdustu morðingja Bandaríkjanna. Þegar ég heyrði sögu hans var ég forvit- inn að reyna að skilja áhuga hans á raðmorðingjum og því varð þessi bók til. Helst skrifa ég um efni sem fáir aðrir hafa skrifað um og þann- ig get ég komist hjá mildlli heim- ildavinnu. Þær spretta yfirleitt af einhverri persónulegri reynslu sem ég er að reyna að vinna með. Ein bóka minna fjallar til dæmis um hvemig ferðalög geta breytt lífi okkar og virkað eins og meðferð fyrir einstaklinginn. Skrifar bók um Island Um þessar mundir er ég að vinna að tveimur bókum sem tengj- ast dvöl minni hér á Islandi. Aðra þeirra vinn ég með Þórhalli Vil- hjálmssyni sem vann á heimili Dan- ielle Steel rithöfundar um tveggja ára skeið. Þar hafði hann það starf að sjá um heimilissvínið. Mér fannst þetta strax mjög áhugaverð saga og spennandi að lýsa ríkidæmi Danielle Steel í Bandaríkjunum út frá augum Islendingsins. Hin bókin fjallar aftur á móti um Island í vetrarbúningi. Kveikjan að þeirri bók var sú athugasemd sem ég hef heyrt mikið og er á þessa leið: „Þú ættir að koma hingað að sumri til.“ Mér fannst sérkennilegt hvað Islendingar afsaka mikið vet- urinn og veðráttuna og það varð til þess að ég fór að skrifa um vetur- inn hér á landi og hvemig hann virkaði á mig.“ Kottler er auðsjáanlega ánægð- ur með dvöl sína hér. „Ég hefði hins vegar viljað læra íslensku og hefði getað það hefði ég ákveðið það í byrjun.“ Hefðir þú haft tíma til þess? „Ég hef alltaf nógan tíma,“ svar- ar Kottler að bragði við hinn tíma- lausa Islending sem er á hraðferð eins og venjulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.