Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur og mágur,
BALDUR BALDURSSON,
Klapparstfg 10,
Njarðvík,
lést af slysförum sunnudaginn 30. apríl.
Iða Brá Vilhjálmsdóttir,
Bergný Th. Baldursdóttir,
Anna Guðmundsdóttir,
Harpa J. Möller,
Vilhjálmur Þorsteinsson,
Sigurbergur Baldursson,
Oddný Baldursdóttir,
Bára Baldursdóttir,
Ómar Baldursson,
Ásta Baldursdóttir,
Smári Baldursson,
Sigurður Ingóifsson,
Stefanía Júlíusdóttir,
Lára Leósdóttir,
Stefán E. Sigurðsson,
Margrét Kristinsdóttir,
Svanberg Jakobsson,
Bergþóra Sófusdóttir,
Bassi og Mei Mei,
Árni Vilhjálmsson, Marianne Maul Vilhjálmsson,
Anna Katrín Sigurðardóttir, Soren Jakubsen,
Bylgja Sigurðardóttir, Jesper Winther-Sorensen.
+
Mágkona mín, föðursystir okkar og frænka,
KRISTJANA KÁRADÓTTIR,
Skjólbraut 1a,
áður til heimilis
í Melgerði 26, Kópavogi,
lést að morgni mánudagsins 1. maí.
Sigríður Magnúsdóttir,
Kári Stefánsson, Bjarnheiður Elfsdóttir,
Björg Stefánsdóttir, Þorsteinn Steinþórsson,
Ernir Kárason,
Elísa Káradóttir,
Sunna Þorsteinsdóttir,
Sigríður Björg Þorsteinsdóttir,
Steinþór Örn Þorsteinsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET WAAGE,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni
þriðjudagsins 2. maí.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Kristfn Waage,
Hákon Jens Waage, Margrét S. Guðnadóttir,
Elísabet Indra Ragnarsdóttir,
Magnús Ragnarsson,
Gunnar Emil Ragnarsson,
Indriði og Inga Þórunn Waage.
+
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, sonur,
bróðir og mágur,
GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON
kerfisfræðingur,
Laufengi 136,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 30. apríl sl.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Sveinn Þórir, Pétur Þór, Brynjar Ingi
Helga Þórðardóttir,
Anna Kristjánsdóttir, Jón H. Jónasson,
Unnur Dóra Kristjánsdóttir,
Þórður Kristjánsson, Tina Kristjánsson.
+
Móðir okkar,
LÍNEY KRISTINSDÓTTIR,
lést mánudaginn 1. maí.
Tómas Antonsson,
Sigríður Antonsdóttir,
Kristinn Antonsson,
Sigurlína Antonsdóttir,
Auður Antonsdóttir.
r
HARALDUR
SIGURGEIRSSON
+ Haraldur Sigur-
geirsson fæddist
á Akureyri 6. októ-
ber 1915. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlfð
15. aprfl sfðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akureyrar-
kirkju 26. aprfl.
Deyr fé, deyja frændur,
deyrsjálfuriðsama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þessar ljóðlínur
Hávamála komu mér í
hug er ég frétti lát Haraldar Sigur-
geirssonar, samstarfsmanns míns
um áratuga skeið.
Haraldur var af þingeysku bergi
brotinn, yngstur í stórum systkina-
hópi og alinn upp á miklu menning-
arheimili, þar sem tónlistin skipaði
heiðurssess.
Hann átti alla tíð heima á Akur-
eyri og var mjög fróður um bæinn,
bæði menn og málefni, og er óhætt
að fullyrða að Akureyri var honum
einkar hjartfólginn staður.
Ungur að aldri hóf Haraldur versl-
unarstörf og hygg ég að flestir Akur-
eyringar á þeim tíma hafi kannast
við Ijúfan og lipran afgreiðslumann í
Brauns-verslun, eða Giila í Braun
eins og hann var þá oftast nefndur.
Það var þó ekki fyrr en um það
leyti, sem Brauns-verslun leið undir
lok að kynni okkar Haraldar hófust.
A vordögum 1957 skipuðust mál
þannig á skrifstofum Akureyrarbæj-
ar að undirritaður tók þar við starfi
bæjargjaldkera, en því fylgdi að sjá
einnig um bókhald bæjarins. Akveð-
ið var að ráðinn skyldi sérstakur af-
greiðslugjaldkeri, sem yrði náinn
samstarfsmaður bæjargjaldkerans.
Starfið var auglýst og meðal um-
sækjenda var Haraldur Sigurgeirs-
son.
Akveðið var af bæjarstjóm að
veita honum starfið.
Starf sitt á bæjarskrifstofunum,
sem þá voru í Landsbankahúsinu við
Ráðhústorg, hóf Haraldur í maí-
mánuði 1957. Ekki veit ég hvaða
hugsanir bærðust í huga hins nýja
starfsmanns, en í mínum huga var
tilhlökkun en þó ofurlítill beygur
vegna þeirra breytinga, sem í vænd-
um voru. Kom hvort tveggja til að ég
hafði ekki haft mannaforráð áður og
hinn nýi starfsmaður var mér bæði
nokkru eldri og mun lífsreyndari. Eg
hygg að við höfum báðir lagt okkur
fram um að vel mætti til takast og
komst ég fljótt að raun um að beygur
minn var með öllu ástæðulaus. Þægi-
legri mann í samstarfi hefði ég vart
getað kosið mér. Hann virtist hafa
fullan skilning á minni stöðu og hafði
til að bera mannkosti, sem mér féllu
einkar vel: traustur,
lipur, vandvirkur og vel
skipulagður og rækti
öll sín störf af einstakri
samviskusemi.
Samstarf okkar var-
aði síðan samfleytt í 32
ár og minnist ég þess
ekki að þar hafi nokk-
urn tíma borið skugga
á. Atti Haraldur miklar
þakkir skyldar fyrir
hvernig til tókst. Sakir
ljúfmennsku sinnar og
lipurðar ávann hann
sér líka vináttu og
traust starfsfólksins og
viðskiptavina.
Haraldur var mjög félagslyndur
maður og tók þátt í margvíslegu fé-
lagsstarfi. Var hann á þeim vettvangi
valinn til ýmissa trúnaðarstarfa.
Eftir að hann hóf störf hjá Akur-
eyrarbæ var hann kosinn í stjórn
Starfsmannafélags bæjarins og átti
þar sæti um árabil.
Utan síns fasta vinnutíma sinnti
Haraldur ýmsum áhugamálum sín-
um. Hann var mjög músíkalskur, svo
sem hann átti kyn til. Um tíma tók
hann nemendur heim til kennslu í
píanóleik. Síðar tók hann sér fyrir
hendur að gera upp gömul orgel m.a.
gömul kirkjuorgel, sem sum hver
voru mjög illa farin. Hér var um
mjög þarft og gott verk að ræða, sem
hann leysti af hendi af sinni alkunnu
vandvirkni. Hann útbjó sér vinnuað-
stöðu í þröngu plássi í kjallaranum
sínum og var unun að sjá hve öllu var
þar skipulega fyrir komið.
Eins og áður er minnst á var
Haraldur mjög fróður um menn og
málefni á Akureyri og lagði sig mjög
fram um að afla sér öruggra heimilda
á því sviði. Leituðu margir til hans
um upplýsingar. Hann var t.d. feng-
inn til þess að bera kennsl á gamlar
myndir frá Akureyri og semja
myndatexta í hina glæsilegu og
myndríku bók Steindórs Steindórs-
sonar: Akureyri, höfuðborg hins
bjarta norðurs, sem út kom 1993. Þá
var hann einnig fenginn til að semja
myndatexta í bók um Akureyri 1895-
1930 með ljósmyndum Hallgríms
Einarssonar, sem út kom 1982.
Skömmu fyrir andlátið heimsótti
ég Harald, þar sem hann dvaldi á
Dvalarheimilinu Hlíð. Fagnaði hann
mér innilega og við fengum tækifæri
til að rifja lítillega upp liðna tíma frá
okkar sameiginlega vinnustað, þótt
mjög væri hann þrotinn af kröftum.
Nú þegar leiðir skilur er ég mjög
þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim
góða dreng Haraldi Sigurgeirssyni.
Við Sigrún sendum bömum Har-
aldar, venslafólki og afkomendum
svo og eftirlifandi bróður innilegar
samúðarkveðjur.
Valgarður Baldvinsson.
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
m
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Þau orð sem mér fannst eiga við
um minningu Haraldar Sigurgeirs-
sonar er að hann hafi verið „perfect
gentleman". Öll framkoma hans og
beiting raddarinnar miðaði að fágun
og vandaðri framsetningu, en samt
er sterkast í minningunni brosið sem
oftast lék um andlit hans.
Haraldur starfaði lengst af sem af-
greiðslumaður í Braunsverslun og á
bæjarskrifstofum Akureyrarbæjar
síðustu árin. Kynni okkar Haraldar
voru mest eftir að starfsvettvangur-
inn var kominn heim í Spítalaveg 15,
þar sem hann með elju og áhuga
æskumannsins hélt áfram að starfa.
Sem dæmi þá var hann sjálfmennt-
aður orgelviðgerðarmaður og þó
nokkrum orgelum kom hann til betri
heilsu. Og sögumaður var hann góð-
ur, þær eru eftirminnilegar innbæj-
argöngumar sem farnar voru á veg-
um Minjasafnsins á Akureyri þar
sem Haraldur var með, og setti á
sinn brosandi hátt ofan í og leiðrétti
þegar leiðsögumanni varð á í mess-
unni. En skemmtilegast var þá að fá
hann til að segja sögur af löngu
horfnum tíma og fólki sem þar lifði
og birtist svo ljóslifandi í frásögn
hans. Haraldur þoldi illa að farið
væri rangt með örnefni á bæjarhlut-
um Akureyrar, eins og að Búðargil
væri kallað Lækjargil eftir götunni
sem um það liggur, ekki vegna þess
að honum þætti það ljótt nafn heldur
til þess að nöfnin rugluðust ekki af
vanþekkingu. Ég minnist þess ein-
hverju sinni er við ræddum sögu
gömlu Akureyrar að Haraldur vildi
frekar láta hafa minna eftir sér en
meira, til þess að hann sagði, að fara
ekki með rangt mál. Minnugur með
afbrigðum var hann á andlit fólks á
ljósmyndum. Haraldur var einn af
þeim sem lagði Minjasafninu til
starfskrafta sína af ómældum áhuga
við að þekkja fólk á þeim myndum
safnsins sem óþekktar voiu, sú vinna
verður komandi kynslóðum til góðs.
Þá er að telja til sögunnar tónlist-
ina í lífi hans. Hann ólst upp við að
heyra föður sinn kenna á píanó flesta
daga æsku sinnar sem og systkini
hans. Og síðar á ævinni varð hann
einn af stofnendum Tónlistarfélags
Akureyrar, sem stóð fyrir tónleikum
og kom síðar að stofnun Tónlistar-
skóla Akureyrar. En þau augnablik
er hann settist við píanóið sitt og lék
ljúft lag fyrir gestinn, eru gleði-
stundir sem ekki gleymast.
Lífið í Spítalavegi 15 varð upp-
spretta í margar sögur sem því mið-
ur fara með Haraldi. Aðeins eitt ár
skildi að þá Harald og Hörð, afa
minn, og töldu ýmsir sem ekki
þekktu til að þeir væru tvíburar á
yngri árum. Hörð þekkti ég minna
en Harald, enda lést hann 1978, en
þeim báðum var í blóð borin hlýja og
samheldni fjölskyldunnar, og sýndi
Haraldur það með því að hringja í
vandamenn á afmælisdögum, hvort
sem þeir voru stórir eða smáir, og
það sem fylgdi með í spjallinu var
þessi hlýja og umhyggja sem umvef-
ur mann og gerir kannski að betri
manni.
En nú kveðjum við þennan aldr-
aða heiðursmann, saddan lífdaga og
trúan á annað tilverustig. Við sem
nutum návistar og vináttu hans mun-
um gleðjast yfir björtu minningunni
um góðan bróður. Nú er hann kom-
inn til hins eilífa austurs þangað sem
allir góðir menn fara.
Kæru Agnes, Helga, Sigurgeir og
Arnfríður, megi ljóssins faðir vaka
yfir ykkur og fjölskyldum ykkar.
Hörður Geirsson.
Góður maður er genginn. Jarðvist
er lokið og við sem eftir lifum höfum
skiptar skoðanir á því hvort það sé
endir alls eða upphaf nýrrar tilveru,
á öðru sviði, öðru stigi.
Haraldur Sigurgeirsson kvaddi
saddur lífdaga. Ekki það að hann
væri ósáttur við líf sitt og þráði að því
lyki, heldur var hann einmitt sáttur
við að lífshlaupinu, eða í hans tilfelli
frekar lífsgöngunni, hér á jörðu væri
að ljúka. Og í samræmi við eðli sitt
og upplag bað Haraldur sína nánustu
um leyfi til að fá að fara; alltaf jafn
tillitssamur og mikill sjentilmaður,
allt fram undir það síðasta.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að tengjast Haraldi á ákveðnu skeiði
ævinnar og sterk nærvera hans