Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAGNAR
SIG URÐSSON
+ Ragnar Sigurðs-
son fæddist á
Syðra-Hóli í Ong-
ulsstaðahreppi í
Eyjafirði 27. júní
1916. Hann lést á
Landspítalanum 29.
mars sfðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
7. aprfl.
Mér tregt er um orð til að
• . þakkaþér,
hvað þú hefur alla tíð ver-
iðmér.
I munann fram myndir
streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumstvið aftur heima
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins bam, sem vill fylgja þér.
Pú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þina.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Sárt er að kveðja þig, pabbi minn.
Síðustu mánuðimir voru erfiðir hjá
þér, og þú farinn að þrá hvíldina. Eg
veit hún mamma hefur tekið vel á
ísf&ti þér og þér líður vel hjá henni og
öðrum ástvinum þínum.
Við Ragna Stína og Gísli erum svo
þakklát fyrir, að hafa náð að halda í
hönd þína og vera hjá þér síðustu
stundimar áður en þú kvaddir. Það
er eins og þú hafir beðið eftir okkur.
Það er oft erfitt að búa í fjarlægu
landi þegar foreldrar
og aðrir ástvinir eru
veikir, eða þurfa á
stuðningi og hjálp að
halda. Oft leið okkur
illa hér í Danmörku, að
geta ekki gert meira
fyrir þig, pabbi minn,
þegar þú þarfnaðist
hjálpar. Við erum
þakklát fyrir þann
stuðning sem þú hafðir
í Brynju, Emil, Mikka
og fjölskyldum. Þau
veittu þér alla þá um-
hyggju, sem við ekki
gátum. Ég vona að þú
hafir notið ferðarinnar, pabbi minn,
þegar við Mikki, Emil, Brynja og
Ragnar Mikael minn, keyrðum með
þig norður eftir kveðjuathöfnina í
Kópavogi. Það var mikið atriði fyrir
okkur öll, að þú fengir þessa síðustu
ökuferð frá Reykjavík til Akureyrar.
Það era svo margar minningar,
sem koma upp í huga minn nú, þegar
ég sit hér aftur heima í Danmörku og
skrifa kveðjuorð til þín. Þær era ljúf-
ar og vel varðveittar í hjarta mínu.
Þið mamma gáfuð okkur systkinun-
um trygga og góða æsku, og hlýlegt
og fallegt heimili á Akureyri. Þú
hugsaðir svo fallega um mömmu í
veikindum hennar, það var aðdáun-
arvert. Sár var söknuðurinn hjá þér,
þegar þú misstir hana, og vissum við
börnin, að oft var tómlegt heima í
Hrafnagilsstræti án hennar, en þú
kvartaðir aldrei. Þú hafðir alltaf líf á
neðri hæðinni, og mjög gott sam-
band við unga fólkið sem leigði hjá
þér, og var það þér mikils virði.
Eldamennska og heimilisstörf
vora ekkert vandamál fyrir þig eftir
að þú varst orðinn einn. Já, pabbi
minn, þú varst alveg einstakur kokk-
ur, og áttir margar góðar stundir í
eldhúsinu við að elda góðan mat og
útbúa allskyns kræsingar handa
boðnum og óboðnum gestum. Þú
varst alltaf svo glaður þegar einhver
leit inn til þín, og áttir alltaf eitthvað
gott að bjóða upp á. Þú bjóst til
heimsins besta plokkfisk, saltkjöt og
baunir, að ég ekki tali um fisk í
hlaupi með cocktailsósu og fl. og fl.
gæti ég nefnt. Aldrei varstu hrædd-
ur við að prufa eitthvað nýtt í elda-
mennskunni. Alltof lítinn tíma gafstu
þér til að sinna eigin áhugamálum,
hagur fjölskyldunnar og velferð var
þér alltaf efst í huga. Vinnudagurinn
var langur hjá þér og vinnuvikan yf-
irleitt sjö dagar.
Við Gísli og drengirnir komum
eins oft og við gátum til Islands, og
alltaf nutum við þess í ríkum mæli,
að dvelja hjá þér í lengri og skemmri
tíma á sumrin. Mörg yndisleg jól átt-
um við líka með þér og mömmu. Guð-
jón Emil og Ragnar Mikael vilja
þakka þér íyrir allt. Þú varst þeim
góður afi. Þeir eiga svo margar góð-
ar minningar um þig og ömmu sína,
sem munu fylgja þeim allt lífið.
Síðustu árin í Hrafnagilsstrætinu
eftir að þú varst hættur að vinna,
naustu þess að sitja í litla skálanum
þínum í bláa herberginu, hlusta á
tónlist, hlynna að blómunum þínum,
hringja í okkur börnin og aðra vini
og ættingja. Þú gladdist alltaf við
gestakomu, en naust þess líka að
vera einn. Um leið og sól sást á lofti,
varstu kominn út á pallinn þinn,
enda varstu oft ansi sólbrúnn, og þú
hafðir líka gaman af að grípa í spil
með gömlu félögunum á BSO.
Sú ákvörðun, að selja Hrafnagils-
stræti eftir rúmlega 40 ár, var erfið
fyrir þig. Ég held að við hþfum öll
kviðið því mikið að kveðja þetta
kæra hús, ég sakna þess ennþá. Fyr-
ir mér var þetta tryggasti og besti
staður í heimi. Það geymir svo marg-
ar góðar minningar og þar ríkti svo
góður andi.
Þú fékkst rúmlega tvö ár í Sunnu-
hlíð í Kópavogi í yndislegri íbúð og
innan um indælt og gott fólk. Þar leið
þér líka vel, nú varstu nærri börnum
þínum og afkomendum. En ég veit
að þú hefur oft saknað Eyjafjarðar,
æskustöðvamar vora þér mikils
virði og aldrei sló á töfraljómann.
Hvergi var fjörðurinn sléttari né
fjöllin blárri.
Guð blessi minningu þína, elsku
pabbi.
Þín dóttir,
Gunnlaug Hanna
Ragnarsddttir.
+ Karl Hafsteinn
Hallddrsson
_ ^fæddist á Amarhdli í
’ Vestur-Landeyjum
4. febrúar 1925.
Hann lést 24. aprfl
síðastliðinn og fdr
útför hans fram frá
Breiðabdlsstaðar-
kirkju í Fljdtshlíð 29.
aprfl.
Við fráfall okkar
kæra mágs og vinar,
Karls Halldórssonar
fyrram bónda í Ey,
vakna ótal minningar.
Fyrst kemur upp í hugann þegar
þessi ungi og glæsilegi unnusti Guð-
finnu systur okkar kom fyrst með
^enni inn á heimili okkar í Ey, fyrir
'rúmum fimm áratugum. Litlu síðar
gengu þau í hjónaband og um svipað
leyti réðst það, að þau settust að búi
með foreldram okkar, sem þá voru
orðin roskin og tekin að lýjast af
löngu búskaparstriti við erfiðar að-
stæður.
Á þessum áram áttu sér stað mikl-
ar umbyltingar í búskaparháttum og
því beið unga bóndans mikið starf við
ræktun lands, endumýjun húsa,
ræktun og stækkun bústofnsins.
•^^ndrit afmæiis- og minningargreina skulu
veira vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
fj^fn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Verklagni hans og fá-
dæma dugnaður nýttist
því til fulls við þetta
mikla uppbyggingar-
starf.
Við minnumst með
þakklæti þess skjóls og
umhyggju sem foreldr-
ar okkar nutu í sambýl-
inu með þeim Finnu og
Kalla, ekki síst pabbi
sem bjó í skjóli þeirra
þau 20 árin sem hann
lifði eftir fráfall
mömmu og fékk að
njóta þess yndis að
fylgjast með börnunum
fimm vaxa úr grasi.
Við minnumst margra ánægju-
stunda sem við áttum með Kalla bæði
á heimili þeirra Finnu og annars
staðar, svo sem á fjölskyldu- og ætt-
armótum okkar sem og í félagsstarfi
og ferðalögum með eldri borguram
hin síðari ár. Á slíkum stundum var
Kalli hrókur alls fagnaðar og gjarnan
var tekið lagið því söngur var honum
mikið yndi enda gæddur mikilli og
bjartri söngrödd. Kalli bar af öðram
mönnum hvað glæsileik og alla fram-
göngu snerti. Hélt hann þeirri reisn
allt til hins síðasta þrátt íyrir erfiðan
sjúkleika síðustu misserin.
Hestamennskan var ríkur þáttur í
lífi Kalla og eitt hans mesta yndi og
tóstundagaman alla tíð. Eignaðist
hann marga vini og kunningja á þeim
vettvangi, sem eflaust munu gera
þeim þætti skil og því skal ekki fjöl-
yrt frekar um hann hér.
Það er bjart yfir minningunni um
Kalla í Ey, eins og á þeim fagra vor-
degi þegar hann er lagður til hvfldar í
kirkjugarðinum á Breiðabólsstað,
þaðan sem við blasir víðemi sveitar-
innai- sem hann helgaði krafta sína og
þar sem hann átti sínar sælustundir í
faðmi fjölskyldunnar eða líðandi
fram um veg á léttfættum gæðingi.
Sem lognslétt haf hvíla Landeyjaþing
og leggjast að Fjallanna ströndum.
Sem safírar greyptir í silfurhrmg
um suðurátt hálfa ná Eyjamar kring.
En Þverá að vestan sér byltir í böndum
að brotnum og sandorpnum löndum.
(Einar Ben.)
Við viljum þakka Kalla allar þær
samverastundir sem við áttum með
honum og biðja þann sem öllu stýrir
að styrkja Finnu og börnin á þessum
erfiðu tímamótum og blessa þeim
minninguna um ljúfan dreng og
heimilisföður.
En handan við fljótið um sólbjart svið
til sjóndeildar tíbráin kvikar.
Svo hefst, eins og landsýn, hafið við
hillingabygging með múra og hlið.
Loftblærinn streymir, stöðvast og hikar,
þar strandlendi himinsins blikar.
(Einar Ben.)
Systkinin frá Ey og fjölskyldur.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís
og hlustið, englar Guðs í Paradís.
(DavíðStef.)
Einn besti vinur okkar í Félagi
eldri borgara í Rangárvallasýslu,
Karl Halldórsson frá Ey, er látinn.
Við kveðjum hann með virðingu og
þökk fyrir allt sem hann gaf okkur
með nærveru sinni, alla gleðina og
góðvildina.
En nú er skarð fyrir skildi, mál-
tækið segir að maður komi manns í
stað, en skarðið hans Kalla verður
vandfyllt.
Innileg samúð til allra aðstan-
denda.
Guð blessi ykkur öll.
Jakobina Erlendsdóttir.
KARL HAFSTEINN
HALLDÓRSSON
GRETTIR
JÓHANNESSON
+ Grettir Jóhann-
esson fæddist í
Vest.mannaeyjum 11.
febrúar 1927. Hann
lést á Vífilsstaðaspít-
ala 12. aprfl síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Digranes-
kirkju 19. apríl.
Af ófyrirséðum
ástæðum gátum við
hjónin ekki verið við-
stödd útför kærs bróð-
ur, mágs og vinar,
Grettis Jóhannessonar
er lést miðvikudaginn
12. apríl sl. og var jarðsettur mið-
vikudaginn 19. aprfl.
Með örfáum orðum viljum við
minnast hans með þakklæti fyrir allt
sem hann var okkur og fjölskyldu
okkar, svo og okkur tveimur hálf-
systkinum hans. Fyrir okkur hálf-
systkinin, þ.e. Soffíu Liltý og þann
sem þetta ritar, var hann ávallt
áreiðanlegur, traustur og sterkur
maður, sem gott var að leita til.
Hann brást okkur aldrei.
Grettir var ungur þegar hann varð
fyrir því áfalli að missa móður sína
en hún lést frá eiginmanni og sex
ungum börnum. Við lát móður hans
var nokkram barnanna komið fyrir í
fóstur ýmist hjá vandamönnum eða
vandalausum. Gretti var komið fyrir
á bænum Reykjum í Miðfirði og var
hann þar frá níu ára aldri fram undir
fermingu er hann sneri aftur heim til
Eyja. Hann var kominn heim í sitt
umhverfí eftir langa fjarvist. Nú tók
við hefðbundið líf Eyjapeyjans við
leik og störf, sem var fjöragt og fjöl-
breytt á þessum áram. Meðal annars
gekk hann í knattspyrnufélagið Þór
og keppti fyrir það á unglingsáram
sínum.
Árið 1945, þá 17 ára, hóf hann
störf hjá Landssímanum og starfaði
þar á annan áratug, lengst af sem
bflstjóri og verkstjóri. Mörgum
svaðilforam sagði hann frá sem þeir
símamenn lentu í við lagnir víðsveg-
ar um landið og er það víst að þar
störfuðu engir aukvisar.
Eftir að Grettir lét af störfum hjá
Landssímanum starfaði hann um
tíma sem lögreglumaður í Vest-
mannaeyjum, þar sem hann ávann
sér traust og virðingu jafnt sam-
starfsmanna sem samborgara sinna.
Hann var rólegur og yfirvegaður, en
það var kostur, sem hann erfði frá
föður sínum, og kom sér vel í þessu
krefjandi starfi.
Áður en Grettir gekk til liðs við
lögregluna í Eyjum hafði hann
kynnst verðandi eiginkonu sinni,
Fanneyju Egilsdóttur úr Þykkvabæ
og gengu þau í hjónaband í nóvem-
ber 1955. Það átti ekki fyrir Gretti að
liggja að gera lögreglumannsstarfið
að ævistarfi. Árið 1956 fluttust þau
Fanney í Þykkvabæinn og hófu þar
búskap í Skarði, í félagi við tengda-
foreldra Grettis, þau Egil Friðriks-
son og Friðbjörgu Helgadóttur.
Oft var mjög gestkvæmt í Skarði,
enda gestrisni heimilisfólks við
bragðið. Minnumst við þess að um
verslunarmannahelgina 1966 voru
tuttugu gestir, bæði börn og full-
orðnir, í Skarði og þáðu veitingar,
sem vora fullsæmandi fínustu veit-
ingahúsum. Þetta tilfelli var ekkert
einsdæmi.
Grettir vann við vöraflutninga fyr-
ir verslun Friðriks Friðrikssonar
þannig að úr Þykkvabæ flutti hann
kartöflur og aðrar afurðir á markað í
Reykjavík og svo áburð og aðrar vör-
ur austur. Hann fermdi bæði og af-
fermdi, en á þeim tíma tíðkuðust
ekki lyftarar. Er því ekki að undra
þó að þeir menn sem þessa vinnu
stunduðu yrðu þreyttir að kvöldi
þegar heim var komið og þá var
kannski eftir að taka til hendi þar.
Það var um haustið 1968, slætti og
hirðingu var lokið, hlöður bænda
fullar og menn gátu farið að slaka að-
eins á. Það var helgi og við hjónin og
börnin okkar voram í heimsókn í
Skarði. Heimilisfólkið var prúðbúið
að horfa á fréttatíma sjónvarpsins
þegar nágrannabóndinn í Borgar-
túni hringdi og sagði
loga upp úr þaki hlöð-
unnar í Skarði. Það
skipti engum togum,
Grettir vai- þotinn út.
Fyrsta hugsun hans
var að bjarga kúnum úr
fjósinu spm var við
hlöðuna. Ég fylgdi hon-
um eftir og sá á eftir
honum inn myrkt fjósið
fullt af reyk. Mér
fannst langur tími líða
þar til hann kom út aft-
ur með fyrstu kúna af
átta sem voru þar inni.
Ég reyndi af veikum
mætti að aðstoða hann við að losa
kýi-nar og tókst með harmkvælum
að losa eina þeirra sem var næst dyr-
unum, en þá þoldi ég ekki lengur við
sökum reyks. Grettir sótti aftur á
móti allar hinar inn í reykjarkófið og
bjargaði þeim. Að því loknu vann
hann ásamt röskum Þykkvbæingum
við að slökkva eldinn í hlöðunni og
stóð það verk fram undir morgun.
Allan þennan tíma var Grettir meira
og minna að störfum.
Þessi atburður markaði endalok
kúahalds samyrkjubúsins í Skarði.
En oft hefur það hvai'flað að mér að
hann hafi einnig orðið upphaf þeirra
veikinda sem áttu eftir að hrjá Gretti
á seinni áram. í dag þarf ekki mikið
til að menn sem anda að sér reyk í
brana séu fluttir á sjúkrahús til að-
hlynningar vegna reykeitranar. Það
var ekki um það að ræða í þessu til-
felli. Þarna sá ég best hve sterkur og
ósérhlífinn Grettir var og hafði mað-
ur þó séð ótalmörg dæmi þess áður.
Við bræður höfðum stundað það
nú á seinni áram að sækja Kolaport-
ið og heilsa upp á gamla Eyjamenn,
sem hafa vanið komur sínar þangað
á laugardagsmorgnum, til að rifja
upp minningar úr heimahögunum.
Gretti þótti vænt um að hitta þar
gamla kunningja og fann sárlega til
þess þegar kraftarnir fóra að gefa
sig að geta ekki lengur hitt þá. Það
var viðkvæðið þegar ég hafði verið í
heimsókn hjá honum að hann bað
fyrir kveðjur til „karlanna í Kola-
portinu" og bætti síðan við: „Ég fer
nú að komast til þefrra sjálfur."
Grettir eignaðist marga vini víðs-
vegar um land. Það verður á engan
hallað þó að hér verði aðeins getið
þess manns er reyndist honum hans
besti vinur og æskufélagi, Olafs
Pálssonar frá Héðinshöfða í Eyjum.
Vinskapur þeirra Grettis og Ólafs
hófst á æskuáranum í Eyjum og
varði á meðan báðir lifðu. Ólafur var
við dánarbeð Grettis er hann kvaddi
þessa jarðvist. Vinskapur verður
aldrei mældur í orðum heldur at-
höfnum.
Elsku Fanney, börn, tengdabörn,
barnabörn og aðrir afkomendur,
hugur okkar var með ykkur á erfiðri
stundu og er enn. Guð varðveiti
minninguna um góðan dreng.
Sævar Þorbjörn og Emma.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fímmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.