Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 69
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 69 HESTAR I Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson til verndar litföróttu SÁ mikli áhugamaður um hestaliti og sér í lagi verndun litförótta af- brigðisins, Páll Imsland, hefur nú haft forgöngu um að stofnað verði félagsskapur til eflingar og vernd- ar þessa einstaka litarafbrigðis í ís- lenskum hrossum. Á föstudaginn 5. maí verður haldinn stofnfundur fé- lagsins klukkan 17:30 í félagsheim- ili Fáks á Víðivöllum. Sagði Páll í samtali við hestaþáttinn að tilgang- ur með stofnun félagsins væri að breiða út litföróttan lit í íslenska hrossastofninum og tryggja tilveru hans til frambúðar. Sagði hann að liturinn væri eins og sakir standa í útrýmingarhættu því eftir því sem best væri vitað væru aðeins til 150 hross með þessum lit. Árangri væri helst hægt að ná með því að stuðla að því að litförótt hross komi fram á kynbótasýningum og í ýmiskonar keppni og þyrfti því að bæta sköpulag og reiðhestagæði hrossa með þessum lit. Kvaðst Páll nokkuð bjartsýnn á að þetta tækist því nú þegar væru til nokkur efnileg hross með þess- um lit og vildi hann skora á sem flesta hestamenn, sem áhuga hafa á málefninu, að leggja því lið með því að mæta á fundinn ellegar hafi þeir, sem ekki komast á fundinn, samband við sig í síma 568 6052 og geta með því látið skrá sig í félag- ið. Þegar Páll var spurður hvort hann væri sjálfur hestamaður hló hann við en sagðist ekki vera mik- ill hestamaður að því leyti til að hann riði ekki mikið út en hann ætti þó þrjár hryssur, eina tamda en tvær ótamdar. Tvær þeirra eru litföróttar en sú þriðja átti að vera litförótt en svo reyndist ekki vera. Hann sagðist ekki hafa haft þær á húsi í vetur og því ekkert verið um útreiðar. Fyrir nokkrum árum fór hann með Ingimar á Jaðri í óbyggðaferð á hestum ásamt er- lendum rithöfundi og ljósmyndara og kvaðst hann aldrei hafa orðið samur eftir það. Áður hafði hann kynnst hestum á sínum yngri árum en út frá þessum túr vaknaði áhugi hans á hrossalitum. Vakning Mikil vakning er meðal hesta- manna um að tryggja áframhald- andi tilveru litforótta litarins í ís- lenska stofninum og verður stofnað félagskapur um málefnið á föstudag. Litfari frá Helgadal sem Leifur Helgason situr á myndinni, er nú sárt saknað en hann gaf mjög góða reiðhesta af sér áður en hann var seldur til Þýskalands. Stefnt á kraft- mikla og hóflega langa sýningu REIÐHALLARSYNINGIN sem haldin verður um helgina verð- ur að sögn Hjartar Einars- sonar sýningarstjóra með nokkuð hefðbundnum hætti en þó fjölbreytt. „Það verða að sjálfsögðu sýndir úrvals gæð- ingar, bæði klárhestar og al- hliða gæðingar og sömuleiðis stóðhestar og hryssur með sömu skiptingu. Þá verða fjöl- skrúðugar ræktunarbússýning- ar og má þar nefna að frá Miðsitju verða sýndir stóðhest- arnir Keilir, Kveikur, Spuni og Smiður," sagði Hjörtur og hann nefndi einnig til sögunn- ar ræktunarbúin Litlu-Sandvík, Miðkot, Fjall, Dalbæ og Efri- Þverá. Þá sagði hann að Hall- dór Sigurðsson bóndi á Efri- Þverá kæmi fram í sérstöku at- riði með með fimm ára dóttur sinni. Tveir í einu Á skeiðsýningu verða tveir hestar látnir fara í gegnum höllina í einu en þar á meðal verða tveir vekringar þeir Samúel frá Steinnesi sem var með besta tíma ársins í 150 metra skeiði á síðasta ári að sögn Hjartar og svo Tópas frá Sauðárkróki sem á besta tíma sem náðst hefur í Reiðhöllinni. Afkvæmasýningar stóðhesta Boðið verður upp á tvær af- kvæmasýningar stóðhesta þar sem koma fram hópar undan Gáska frá Hofsstöðum og Oddi frá Selfossi. Sigurbjörn Bárð- arson mun sýna tölt eins og það gerist best á Eiði frá Odd- hóli og Baldvin Ari Guðlaugs- son kemur með afkvæmi Kviku frá Akureyri. Heimsmeistarinn í tölti, Jóhann R. Skúlason, og margfaldur íslandsmeistari í fjórgangi síðustu ára, Ásgeir Svan Herbertsson, munu sýna tvo nýja keppnishesta og Is- landsmeistarinn í fimi, Atli Guðmundsson, mun koma fram í sérstöku atriði ásamt Einari Oder Magnússyni. Kraftmikil sýning Hjörtur sagði að stefnt yrði að kraftmikilli sýningu en hóf- lega langri þar sem úrvals hross yrðu í aðalhlutverki. Rétt er að vekja athygli á að sýningarnar verða aðeins tvær, sú fyrri á föstudag og sú síðari laugardag en báðar hefjast þær klukkan 21. Sunnudags- sýningunni verður sem sagt sleppt að þessu sinni. Hestamót um helgina Leikur tekur að æsast Nú tekur leikur heldur að æsast í mótahaldi hestamanna og fer í hönd einn annasamasti mánuður hetsamennskunnar. Má ætla að þar gildi einu hvort um er að ræða mót og keppni eða almennar útreiðar. I dag hefjast fyrstu kynbótadómar ársins og ber nú svo við að stóð- hestastöðvarsýningin sem lengst af hefur verið haldin í Gunnarsholti hefur verið flutt til Reykjavíkur. Þessi viðburður hefur verið einn af hápunktum sýningahaldsins hvert ár og verður fróðlegt að sjá hvaða bragur verður á við umskiptin. Á sýningar undanfarinna ára hafa mætt á þriðja þúsund manns og mikill fjöldi hestamanna utan af landi slegið tvær flugur í einu höggi og farið um leið á hina árlega stórsýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Dómar verða með nokkuð hefð- bundnum hætti, það er sköpulag um það bil tíu hrossa metið í senn og síðan hæfileikarnir í kjölfarið. Þá verða í fyrsta skipti teknar inn í meðaleinkunnir atriði eins og fet og prúðleiki. Fetið reiknast inn í hæfi- leika en prúðleiki í sköpulagseink- unn. Þá verður vilji og geðslag haft í einni einkunn í stað tveggja áður. Hrossin verða dæmd í dag og á morgun fimmtudag en yfirlitssýn- ing hefst klukkan 13 á föstudag og kl. 14 á laugardag verður svo aðal- sýningin þar sem dómum verður lýst og verðlaun afhent. Ætla má að margir muni fylgjast með þess- um dómum af miklum áhuga til að sjá stóran hluta af þeim stóðhest- um sem reynt verður að koma inn á landsmót. Yfir 80 hross eru skráð og er megnið af þeim stóðhestar. Tvö félög verða með mót um helgina. í Hafnarfirði verða félagar í Sörla með sína firmakeppni en Sleipnir á Selfossi og nágrenni verða með sitt árlega íþróttamót. Ráðstefna um framtíðarborgina Reykjavíkurborg býbur til rábstefnunnar Farsæld og fánýti. Fjallab verbur um bre)d:ta heimsmynd í kjölfar alþjóbavæbingar, lífsstfl og sibferbilegt verbmætamat, markabshyggju og samneyslu. Jafnframt verbur velt vöngum yfir verbmætamati Reykvíkinga næstu tvo áratugi. Rábstefnan verbur haldin í Rábhúsi Reykjavíkur í dag 3. maí kl. 18:00-20:00. Hressing á stabnum. Frummælendur: Jón Ólafsson, heimspekingur Hansína B. Einarsdóttir, forstjóri Andri Snær Magnason, rithöfundur Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstjóri Pallborb: Ámi Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar Kristján Kristjánsson, KK tónlistarmabur r- . Reykjavíkurborg þakkar eftirtöldum fyrirtækjum sem kosta útsendinguna: EIMSKIP fSTAK m m ISLENSK ERFÐAGREININC LANDS tÍMINN nsaran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.