Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Einlægur safnari
Burðarstykkið í Safnara af hjartans einlægni eru kvikmyndir úr einka-
safni Sverris, segir m.a. í umtjölluninni.
HEIMILDAR-
MYND
Ríkissjónvarpið
SAFNARIAF HJARTANS
EINLÆGNI
Stjórn og handrit: Hildur Bruun.
Framleiðsla: Knútur Bruun og
Sveinn M. Sveinsson. Myndataka:
Egill Aðalsteinsson og Sveinn M.
Sveinsson. Klipping: Þuríður
Einarsdóttir. Viðtöl, þulartexti og
þula: Anna Margrét Sigurðardóttir.
Tónlist: J. Kosma, Atli Heimir
Sveinsson og Tómas R. Einarsson
sem einnig aðstoðaði við tónlistar-
val. Tónlistarflutningur: Tómas R.
Einarsson o.fl. 2000. 30. apríl
HEIMILDARMYND Hildar
Bruun, Safnari af hjartans ein-
lægni, um listaverkasafnarann
Sverri Sigurðsson, sem ríkissjón-
varpið sýndi á sunnudagskvöldið
síðasta, gaf athyglisverða innsýn í
líf hins ríflega níræða safnara með
viðtölum við hann sjálfan og menn
kunnuga honum; Pál Skúlason há-
skólarektor, Björn Th. Björnsson
listfræðing, listamennina Guðrúnu
Einarsdóttur og Georg Guðna
Hauksson og Knút Bruun auk þess
sem rætt var við Ingibjörgu Hilm-
arsdóttur lækni og barnabarn
Sverris.
Inn á milli voru sýnd myndbrot
frá ævi safnarans, m.a. dýrmætar
kvikmyndir sem hann tók sjálfur
af þeim listamönnum sem hann var
í kynnum við, Þorvaldi Skúlasyni,
Gunnlaugi Scheving og Ásmundi
Sveinssyni, sem var sérstakur
fengur í. Ur varð heildstæð og lýs-
andi frásögn ekki aðeins af söfnun-
arástríðu Sverris heldur einnig
vináttu hans við listamennina, fjöl-
skyldulífi hans og gefandi lífsskeiði
eins af helstu listvinum þjóðarinn-
ar.
Safnarinn býr sér til heim, skap-
ar litla veröld og velur ákveðin
tákn í veruleikanum og gerir að
íbúum í veröldinni sem hann er að
skapa, segir Páll Skúlason á einum
stað í heimildarmyndinni. Sverrir
og eiginkona hans, Ingibjörg, söfn-
uðu málverkum ekki í gróða- eða
ábataskyni heldur af ástríðu og
áhuga fyrir listinni, eins og Knútur
Bruun kemur inn á í myndinni.
Þau gáfu safn sitt Háskóla íslands
árið 1980, sem Páll Skúlason segir
að sé mikilvægasta gjöf sem Há-
skólanum hafi áskotnast, alls 140
stykki fyrsta kastið.
Það eru engar stórar og miklar
útskýringar sem Sverrir gefur á
söfnunaráráttu þeirra hjóna. Þvert
á móti er hún eitthvað sem verður
ekki útskýrt; það er ástríða sem
menn ráða ekki við. Heldur verður
ekki útskýrt í drep hvernig hann
velur málverkin sem hann vill
eignast. Hann slær einfaldlega á
hjartastað og segir, það er eitthvað
sem ég finn hérna.
Björn Th. Björnsson segir frá
því hvernig Sverrir stóð við bakið
á þeim listamönnum sem unnu við
óhlutlæga málverkið um miðja öld-
ina og ollu úlfaþyt í samfélaginu og
að Sverrir og Ragnar Jónsson í
Smára hafi verið tveir helstu
stuðningsmenn listamanna á þeim
tíma.
Hildur Bruun rekur að nokkru
lífsskeið Sverris í myndinni. Hann
fæddist í Borgarnesi árið 1909 en
flutti 13 ára til Reykjavíkur.
Fyrstu listamennirnir sem hann
kemst í kynni við eru Muggur og
Finnur Jónsson ásamt Jóni Þor-
lákssyni. Það verða ákveðin kaf-
laskil í lífi hans sem listunnanda
þegar hann kynnist málaranum
Þorvaldi Skúlasyni. Þá kemur
stóra stökkið. Alla tíð síðan segist
Sverrir hafa verið að skólast í list-
um og Þorvaldur var kennari hans.
Kynni þeirra eru innsigluð í Selár-
dal í Steingrímsfirði; draugagang-
ur í húsinu hrekur þá í tjöld. Eftir
það tekur Sverrir Þorvald hálf-
partinn að sér en Björn Th. segir
Þorvald hafa verið einskonar fóst-
urson þeirra hjóna svo náið var
sambandið.
Sjálf myndin er gerð af einlægni
og virðingu fyrir viðfangsefninu og
tekst að skapa tíðaranda og and-
rúmsloft horfins tíma með tónlist
og myndbrotum í bland við samtöl-
in. Burðarstykkið í Safnara af
hjartans einlægni eru kvikmyndir
úr einkasafni Sverris af Þorvaldi á
vinnustofu sinni, Gunnlaugi að
mála í náttúrunni, Asmundi í Borg-
arfirði á sjötugsafmæli sínu og
þannig mætti áfram telja. Við þær
bætast sögur Sverris af listamönn-
unum svo úr verður frásögn um
einlæga vináttu og tryggð í gegn-
um liðin ár. Sverrir og Ingibjörg
eignuðust sumarbústað við Hafra-
vatn og hófu skógrækt á landi
sínu. Þannig gerir myndin skil öll-
um hliðum Sverris, skógræktar-
manninum, listaverkasafnaranum,
listvininum, fjölskyldumanninum,
öldungnum og gefandanum.
Arnaldur Indriðason
Þar sem
gleðin ræð-
ur ríkjum
TÓJVLIST
Tjarnarbfó
KVENNAKÓRSSÖNGUR
Liittokuoro frá Finnlandi og Vox
Amabilis frá Svíþjóð, fluttu þjóðlög
og nútímatónsmíðar fyrir kvenna-
kóra. Stjórnendur voru Mari Koist-
inen frá Finnlandi og Solvieg Ágr-
en frá Svíþjóð. Föstudagurinn 28.
aprfl 2000.
MENNINGARSAMSKIPTI
þjóða eru mikilvæg og oft einu
samskiptin sem ekki valda átökum
á sviði hagsmuna og valdastöðu en
bera í sér marglitar mannlífs-
myndir er veita innsýn í hugsunar-
hátt og skilning á tilfinningaleg-
um, sammannlegum þáttum fólks
frá ólíkum menningarsvæðum.
Gleðin er alls staðar eins, sorgin
sú sama, fegurðin byggist á sömu
grundvallaratriðum þó ytra sé hún
æði mislit og manneskjan sem
dansar er ein og hin sama alls
staðar.
Á einum af mörgum tónleikum
kvennakórsmótsins, sem haldnir
eru þessa dagana í Reykjavík,
voru tveggja kóra tónleikar haldn-
ir í Tjarnarbíói sl. föstudag og þar
sungu kórar frá Finnlandi og Sví-
þjóð. Tónleikarnir hófust með söng
Liittokuoro-kórsins frá Finnlandi,
er flutti þarlend þjóðlög, og var
leikið undir á kantele sem er sér-
lega hljómþýtt og tónglitrandi
hljóðfæri. Að fagna gestum var
inntak fyrsta lagsins, þá komu
danslög og ástarsöngvar, söngur
eldri kvenna, þar sem þær vara
ungu stúlkurnar við klókum mönn-
um, og lag sem við þekkjum við
textann Við fjallavötnin fagurblá.
Þessir söngvar voru alþýðlega og
fallega framfærðir. Þá var sunginn
og leikinn brúðkaupsdans og síðan
sérkennilegt lag þar sem stúlka
syngur tengdafólki sínu til. Allir
þessir söngvar voru uppfærðir
eins og um væri að ræða sveita-
skemmtun og marglitir þjóðbún-
ingarnir studdu við þessa stemmn-
ingu, sem var borin upp af
einlægri sönggleði.
Sænski kórinn Vox Amabilis
uppfærði sig á alþjóðlegan máta
og söng nútímalegri tónlist, t.d.
Ave Maríu, eftir David Maclutyre,
þar sem textinn er aðeins síendur-
tekin orðin Ave Maria, í ýmsum
útfærslum, sem að formi til er eins
konar tilbrigði yfir nafnið, vandað
verk, sem ekki er auðvelt í flutn-
ingi og var að mörgu leyti vel flutt.
Þetta verk og tvö þau síðustu voru
eftirtektarverðustu viðfangsefni
sænska kórsins. Það fyrra er eftir
Alice Tegnér, Ave Maria, við latn-
esku Maríubænina. Tegnér var
helst kunn er fyrir barnalög sín en
mun í óþökk eiginmanns síns hafa
samið nokkuð af kórverkum sem
ekki voru flutt fyrr en að henni
látinni, aðallega nú á seinni ár-
unum. Ave María Tegnérs er fal-
legt verk og var mjög vel sungið.
Lokaverk kórsins, Triumf att finn-
as til, eftir Karin Rehnquist, er
áhrifamikið og skemmtilega samið
verk við heimspekilegan texta og
var það glæsilega ílutt af Vox
Amabilis, undir stjórn Solvieg
Ágren.
Liittokuoro kom aftur fram á
sviðið og flutti nýrri verk m.a.
skemmtilegan talkór eftir Erik
Bergman og tvö samísk lög sam-
kvæmt yoika hefð Sama og var
það einmitt sönnun þess að menn-
ingarleg samskipti geta haft póli-
tísk áhrif, eins og t.d. það að
söngvar Sama hafa átt mikinn þátt
í að þeir hafa öðlast virðingarsess
meðal þjóða en einmitt þessi söng-
máti Sama var um langa tíð bann-
færður af kirkjunnar mönnum.
Fyrir utan að syngja vel og af
gleði hafa konurnar fyrir tilstilli
hins alþjóðlega tungumáls tónlist-
arinnar, sungið til okkar þá vissu
að manneskja er alls staðar eins
þegar hamingjan og gleðin ræður
ríkjum.
Jón Ásgeirsson
Fjórhend snilld
TðJVLIST
S a 1 ii r i n n
PIANÓTÓNLEIKAR
Dúó fyrir fjórhent píanó eftir Husa,
Novák, Dvorák, Bizet og Schubert.
Ludmila Kojanova og Pavel
Novotný, píanó. Sunnudaginn 29.
aprfl kl. 20:30.
PÍANÓDÚÓ fyrir eitt hljóðfæri,
eða fjórhent eins og kallað er, eiga
rætur að rekja til gullaldar heimil-
istónlistariðkunar eða „Hausmusik“
á 19. öld. Fyrir þennan sakleysis-
lega vettvang var megnið af kam-
mertónlist aldarinnar samið, og
kemur oft á óvart í dag hvað færni
burgeisaheimasætna sunnar í álfu
hefur verið mikil. Vélræn endur-
flutningstæki eins og grammófónn
og útvarp hjuggu þar stórt skarð á
20. öld og nánast rústuðu píanó-
dúómarkaðinn, sem var blómlegasta
útgerð nótnaforlaga forðum meðan
heimilin nálguðust allt frá einföld-
ustu bamagælum upp í Niflunga-
hring Wagners útsett fyrir fjórar
hendur. Jafnframt var fjórhent
píanódúóið tónskáldum drjúg tekju-
lind sem mátti endurmjólka með
hljómsveitarútsetningum ef píanó-
útgáfan náði vinsældum, líkt og
kunnug dæmi sýna. Það lá þess ut-
an beint við að prufukeyra hugsan-
leg hljómsveitarverk með þessum
hætti, því þau voru hvort eð var oft
forsamin á fjögurra nótnastrengja
örskrá eða „partísellu", eins og enn
tíðkast hjá mörgum nútímatónsmið-
um.
Það væri synd að segja að nor-
ræn tónskáld hafi sinnt fjórhenda
píanóinu að ráði á okkar tímum,
hvað þá íslenzk. En ef marka má
tónleikaskrámótur Pavels No-
votnýs fyrir framkomu þeirra hjóna
á síðustu Tíbrártónleikum nýliðins
vetrar í Salnum á sunnudaginn var
munu fjölmörg tónskáld - væntan-
lega mest utan Norðurlanda - þó
enn semja verk fyrir fjórar hendur,
auk þess sem tónlistarkeppnir séu
haldnar í greininni. Samt mun fá-
gætt hér um slóðir að upplifa
hljómlistarmenn sem sérhæfa sig í
fjórhendum samleik, þó að bregði
fyrir endrum og eins að sólópíanist-
ar slái saman í slíkt, eins og Peter
Maté og Miklós Dalmay ekki alls
fyrir löngu.
Raunar munu þau Ludmila Koj-
anová einnig hafa komið fram sem
einleikarar hvort um sig, en eru að
sögn með hundruð fjórhendra verka
á sameiginlegri efnisskrá og hafa
frumflutt mörg slík sérstaklega
samin fyrir sig. Það var því vissu-
lega óvenjulegur blær yfir tónleik-
um þeirra í Salnum, og hefðu að
óselgu mátt draga fleiri hlustendur
að en raun bar vitni, því þó að dag-
skráin væri ekki sérlega nútímaleg
- forvitni hefði t.d. verið að því að
heyra hvernig dæmigerð nútíma-
tónskáld semja fyrir miðilinn í dag
- þá var hún bráðskemmtileg
áheyrnar út í gegn.
Slavneskur þjóðlagaarfur er víð-
frægur fyrir frjóa melódík og ferskt
hrynferli, eins og glöggt mátti
heyra í þrem lögum úr Atta tékkn-
eskum dúettum eftir Karel Husa (f.
1921). Fyrstu tvö voru syngjandi
hæg, en hið þriðja, Slavneskur
dans, spriklandi af orku og
skemmtilegum krossrytmum. Eftir
Jan Novák (1921-84) voru leikin
fimm lög úr safninu Rustica musa
II, sem vógu salt milli dillandi
kerskni þjóðlagsins og vestrænnar,
nærri impressjónískrar, fágunar.
Þótt slægju oftast á létta strengi
drykkjusöngva og dreifbýlisgáska
áttu þau einnig til viðkvæmari
augnablik, og hin síðustu gerðu
glettilega virtúóskar kröfur til pían-
istanna sem hjónin fóru létt með að
uppfylla. Fyrri hluta lauk með þrem
perlum úr Slavneskum dönskum
Dvoráks Op. 46, trúlega með lag-
rænustu gersemum sem fyrirfinn-
ast í evrópskri klassík (að ógleymd-
um hinum óviðjafnanlega Norska
dansi Griegs nr. 2, sem leikinn var
sem 3. aukalag í tónleikalok).
Dumkan, nr. 2, var leikin með
þokkafullri reisn, sousedská-dans-
inn (nr. 6) sömuleiðis, og hinn seið-
andi scocná, nr. 7 [mí-la-tí-do-la],
fjörugur polki sem minnt getur á
écossaise í hægaii hlutanum, var
tekinn með sannkölluðu trompi.
Fyrst eftir hlé vor 5 lög úr Litlu
svítunni Bizets, Jeux d’Eníants eða
Bamaleikir frá 1871, sem mun lík-
lega þekktari í hljómsveitarútsetn-
ingu tónskáldsins. Eitthvað skolað-
ist lagaröðin til miðað við prentaða
dagskrá; t.d. duldist engum áheyr-
anda að hið spígsporandi „Trompet-
te et Tambour“ var nr. 3 en ekki 2.
Það spillti samt ekki ánægjunni af
leik þeirra hjóna, sem var hreint
frábær; blæbrigðaríkur, hvass í
stakkatórytmastöðum og syngjandi
á hinum meira líðandi, eins og í
hinu schuberzka Petit mari, petite
femme, þó að bassakorðumar
mættu kannski hafa verið ívið
lengri í meðalþurri akústík Salarins.
Umfram allt - og sine qua non í
öllum fjórhendum samleik - var
flutningurinn hnífsamtaka, bæði í
slætti, hraðabreytingum og dýn-
amískri mótun. Þar skildi greinilega
áratugalöng samvinna á mili feigs
og ófeigs - og kannski líka fast-
mótað forystuhlutverk diskant-
spilarans, enda sat húsbóndinn
ávallt hlustendamegin og hélt auð-
sjáanlega um tögl og hagldir með
höfuðhreyfingum, þar sem þeir fé-
lagar Maté og Dalmay höfðu aftur á
móti skipzt bróðurlega á „primo“-
og „secundo“-sætum, eins og sum-
um hlustendum var ugglaust enn í
fersku minni.
Hin viðamikla Fantasía í f-moll
Op. 103 var síðust á skrá. Hún er
með glæsilegustu verkum sem
skrifuð hafa verið fyrir fjórhent pía-
nó, og mætast þar ægifögur angur-
værð útkaflanna og ágeng dramatík
miðhlutans. Hafi minnsti vafi leikið
á aðild og erindi píanistanna fram
að þessu hvarf hann endanlega í
túlkun þeirra á makalausu meist-
araverki Schuberts frá 1828. Krist-
allstær leikur Ludmilu Kojanová og
Pavels Novotný var hér sem í und-
angengnu verkunum mótaður af
djúpstæðri og blátt áfram heillandi
tilfinningu fyrir meginboðskap tónl-
istarinnar sem lét engan ósnortinn,
jafnt á blíðari sem stríðari augna-
blikum.
Ríkarður Ö. Pálsson