Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýtt dansverk eftir Helga Tómasson frumflutt í New York
Helgi Tómasson: „Ekki eins og liðið hafi fimmtán ár.“
Eftirlætis-
sonur snýr
til baka
„EFTIRLÆTISSONUR snýr til
baka,“ var fyrirsögnin á viðtali
við Helga Tómasson í sunnu-
dagsblaði The New York Times,
en Helgi hefur nú samið dansverk
fyrir New York City-dansflokk-
inn. Frumsýning á þessu nýja
verki er í kvöld, en Helgi dansaði
með New York City-flokknum í
fimmtán ár áður en hann söðlaði
um og tók við starfi listræns
stjórnanda San Francisco-dans-
flokksins.
Þetta nýja verk heitir „Prism“
og er samið við pianokonsert nr.
1 eftir Beethoven en við þetta
tækifæri verða einnig flutt verk
eftir tvo aðra höfunda, þá Peter
Martin og Christopher Wheeldon.
í fyrsta sinn sem
tækifæri gefst
í viðtali The New York Times
við Helga kemur fram að Peter
Martin hjá New York City-dans-
flokknum hafi undanfarin ár ít-
rekað beðið hann um að koma og
vinna með þeim, en tækifærið
hafi ekki gefíst fyrr en nú þar
sem Helgi hafi ætíð verið svo
önnum kafinn. En auk þess að
leiða dansflokk sinn í San
Francisco til nýrra dáða og al-
þjóðlegrar viðurkenningar hefur
Helgi samið 25 ballettverk fyrir
flokkinn og sett upp sinar eigin
útfærslur á fjórum klassískum
dansverkum, frá því hann tók við
starfi listræns stjórnanda árið
1985. „Þetta er í fyrsta sinn sem
ég er ekki bundinn í San
Francisco," segir Helgi í viðtal-
inu. „Ég setti saman dagskrá þar
með sex frumsýningum á nýjum
verkum eftir unga efnilega dans-
höfunda, svo ég gat vikið mér
frá.“
Ég var með mótaða
hugmynd í huga
Varðandi hið nýja verk „Prism“
og tónlist Beethovens segir Helgi
að hann hafi verið að hugsa um
þessa tónlist árum saman og ver-
ið viss um að hún gæti orðið að
frábæru dansverki. „Tónlistin er
frá því snemma á ferli hans og
mér fannst hún svo dansleg þegar
ég hlustaði á hana - og jafnframt
á einhvern máta svolítið ógnvekj-
andi. Þegar tækifæri gafst til að
vinna með City-dansflokknum
varð mér hugsað til þessarar
tónlistar og fannst hún eiga vel
við þennan flokk. Ég eyddi svo
mörgum árum hérna og nú þegar
ég sneri aftur á nýjum forsendum
langaði mig til að skapa hreinan
dans í klassisku tilliti, nota klass-
íska tækni. Ég var með mjög mót-
aða hugmynd í huga, sem byggð-
ist á því hvernig ég heyrði upp-
bygginguna í tónlistinni. Þetta er
hljómmikið verk; ég vildi hafa
mikið af fólki á sviðinu," segir
Helgi ennfremur í viðtalinu.
Umskiptin voru eldskírn
Um þær breytingar sem urðu í
lífi hans þegar hann lauk dans-
ferli sínum hjá New York City-
dansflokknum til að fara til San
Francisco segir Helgi: „Það voru
ekki auðveld umskipti, heldur
eldskírn," og er þá að vísa til
þeirrar vinnu sem fór í að móta
fiokkinn eftir hans höfði jafn-
framt því að láta hann standa
undir miklum kröfum. „Þetta hef-
ur verið mjög ögrandi, gjöfult en
erfitt, - mikil vinna allan sólar-
hringinn."
Nú þegar hann er kominn til
baka á „heimaslóðir“ í New York
hefur blaðið eftir Helga að það sé
„ótrúlegt; ekki eins og liðið hafi
fimmtán ár. Þegar ég geng inn í
salinn er það næstum eins og ég
hafi verið þar í gær“.
ARSFUNDUR
LÍFEYRISSJÓÐS SJÓMANNA
Ársfundur Lífeyrissjóðs sjómanna 2000 verður haldinn miðviku-
daginn 10. maí 2000 kl. 16.00 að Grand Hótel, Hvammi.
D a g s k r á
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. Önnur mál.
Rétt tii setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti eiga allir
sjóðfélagar svo og elli- og örorkulífeyrisþegar sjóðsins.
Meðlimir fulltrúaráðs eiga rétt til setu á ársfundi með málfrelsi,
tillögu- og atkvæðisrétti.
Reykjavík, 27. apríl 2000.
Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna.
Lífeyrissjóður
sjómanna
Þverholt 14 • 105 Reykjavík
Sími 551 5100 • Fax. 562 1940
Skollaleikur
skallapopparanna
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
„LUXURY AMNESIA“
eftir David Huggins. Faber and
Faber 2000.210 síður.
DAVID Huggins heitir breskur rit-
höfundur sem er að reyna íyrir sér á
spennusagnasviðinu með nýiTÍ bók
sem heitir „Luxury Amnesia" eða
Minnisleysi. Hún kom út fyrir
skemmstu í vasabroti hjá Faber og
Faber og segir frá tveimur vinum
sem áður voru í hljómsveitinni Over-
load og fengu sínar fimmtán mínútur
af frægð, sem eru útrunnar fyrir
margt löngu.
í dag eru þeir hálfgerðir iðjuleys-
ingjai-, eða a.m.k. annar þeiira, en ut-
an í honum hangir hryllilega ríkt ung-
menni að nafni Mark sem er meira og
minna út úr heiminum en telur sig
eiga möguleika á að koma hljómsveit-
inni í gang aftur. Það er þeim því
nokkur harmdauði þegar Mark finnst
látinn. Ekki síst þar sem böndin gætu
auðveldlega borist að þeim.
Glataðir snillingar
Huggins þessi er fæddur í London
og hefur áður sent frá sér söguna The
Big Kiss eða Kossinn langi og hann
vinnur nú við sögu sem mun eiga að
fjalla um þijár kynslóðir leikara og
heitir Ég ég ég eða Me Me Me. Hann
einskorðar sig því ekki við spennu-
sögur enda byggir Luxury Amnesia
ekki eingöngu á spennuforminu þótt
um klassíska gátusögu sé að ræða.
Sagan fjallar um leit að morðingja og
söguhetjan hefur ákveðna aðila grun-
aða, en það myndast í raun aldrei
veruleg spenna í kringum morðmálið,
sem rakið er í svart-kómískum stíl að
hætti kannski bresku bíómyndarinn-
ar Shallow Grave.
Sögumaður bókarinnar er bassa-
leikari Overload-hljómsveitarinnar
þremur árum eftir stutta heims-
Á köldu
KVIKMYNDIR
Itfohöllin
MYSTERY, ALASKA
•k'k
Leikstjóri Jay Roach. Hand-
ritshöfundar David E. Kelley og
Sean O’Byrne. Tónskáld Carter
Burwell. Kvikmyndatökusljóri Pet-
er Deming. Aðalleikendur Russell
Crowe, Hank Azara, Mary Mc-
Cormack, Burt Reynolds, Colm
Meany, Lolita Davidovich. Maury
Chaykin, Ron Eldard. Lengd 118
mín. Framleiðandi Hollywood Pict-
ures. Árgerð 1999.
GALLINN er sá að reynt er að
segja svo margt að ekki verður neitt
úr neinu. Charles Danner (Hank
Azara), íþróttafréttaritari Sports III-
ustrated og fyrrverandi íbúi
krummaskuðsins Mystery í Alaska,
reynir að slá sér upp á grein um ís-
hokkíáhugann í gamla heimabænum
þar sem allt snýst um laugardagseft-
irmiðdagsleikinn, ævaforna hefð.
Þarna er líka þokkalegt lið á útnára-
mælikvarða, skipað einstaklingum
þessa undarlega bæjarfélags. Fyrir-
liðinn er Biebe (Russell Crowe), lög-
reglustjóri, sem lítur út fyrir að vera
staðnaður rótari hjá þungarokks-
hljómsveit, eða afbrotamaður. Hann
fer fyrir hópnum sem skipaður er
kvennabósa bæjarins, Skank (Ron
Etard), sem þægir m.a. Jessie (Lol-
ita Davidovitch), konu bæjarstjórans
(Colm Meany). Annar er verðandi
tengdasonur dómarans (Burt Reyn-
olds), sem reynist einnig fyrrverandi
frægð. Hann heitir Andy Hayes og er
kominn nokkuð á fertugsaldurinn og
tilheyrir skallapoppurum en vinnur
við að gera upp íbúðir. Hann tregar
ekki beint horfna dýrðardaga en þeir
skipa þó ákveðinn sess í huga hans.
Bandið náði í annað sæti bandaríska
listans með plötunni „Luxury Amn-
esia“ en þegar átti að fylgja sigrinum
eftir dó plata númer tvö drottni sín-
um og hljómsveitin fór í hundana,
búin að tapa miklum peningum.
Þannig er að dag einn bankar
gamli söngvari hljómsveitarinnar,
Phil Jenkins, upp á hjá Andy og hefur
margt á pijónunum eins og venju-
lega. Hann er með í eftirdragi ríkan
erfingja að átta milljónum punda sem
veit hvorki í þennan heim né annan
vegna áfengis- og eiturefnaneyslu og
hefur þá hugmynd að hægt sé að hafa
fé út úr fjölskyldu stráksins með
krókaleiðum.
tít um þúfur
Allt fer það út um þúfur þegar þeir
koma að drengnum dauðum í íbúð
sem Andy hefur að láni og við tekur
undarleg atburðarás þegar skalla-
poppararnir reyna að fela líldð og
komast í leiðinni að raun um hver er
morðinginn.
Það er varla að maður finni til sam-
úðar með nokkurri manneskju í bók-
inni ef undan er skilin aðalpersónan.
Kaldhæðnislegur frásagnarstfllinn
gerir persónurnar upp til hópa
fráhrindandi og leiðinlegar, sérstak-
lega söngvarann Phil Jenkins, og lík-
ingamálið, nóg er af því, er stundum
full hversdagslegt ef ekki hreinlega
hallærislegt. Heilinn á mér snerist
eins og vagnhjól í vestra er eitt dæmi.
Ég var eins ráðalaus og stjómleys-
ingi með stöðumælasekt er annað.
Annað á þessu sviði er ívið betur
heppnað.
Hin gráa glettni sem drífur frá-
sögnina áfram er aðeins skopleg upp
að vissu marki en inn í fléttuna bland-
ast áhugaverð hliðarsaga sem fjaliar
um ástina í lífi aðalsöguhetjunnar. Á
endanum virkar bókin aðeins sem
sæmileg afþreying en ekkert meira.
Arnaldur Indriðason
tn klaka
íshokkíþjálfari og lumar á nokkrum
brögðum, sem koma til góða þegar
greinin í Sports IUustrated hefur
komið því til leiðar að hokkflið New
York Rangers kemur í heimsókn.
Það sem tekur við eftir að New
York Rangers birtast á svæðinu er
Rocky á ís. Lítið spennandi eða for-
vitnilegt og áhorfandinn hálfkafnað-
ur í óspennandi aukasögum af göml-
um ástamálum, dapurri réttarhalds-
kómedíu, þar sem seinheppinn
sölumaður er skotinn í fótinn; ferða-
lagi lögmanns bæjarfélagsins
(Maury Chaykin) til New York til að
bjarga heiðri Mystery og deyja síð-
an o.s.frv. Þetta skiptir engan máli.
Alltof löng myndin sniglast áfram og
greinilegt að leikstjórinn, Kay
Roach, á auðveldara með fást við
heilaskaddaðar gamanmyndir á borð
við Austin Powers. Myndin er í
sjálfu sér ekki alvond, heldur innan-
tómar tilraunir sem allar renna
máttleysislega út í sandinn. Og óvart
aulalegar. Samkvæmt breiddargráð-
unni á að vera brunagaddur í Myst-
ery, þó eru menn ýmist berhöfðaðir
eða vettlingalausir og vitaskuld eng-
in frostmóða úr vitum. Ódýrt er að
kippa því í liðinn ef höfð er hugsun á
því. Skást er Mystery, Alaska, þegar
gert er grín að hlutunum, líkt og
þegar Mike Myers (í annars litlaus-
um leikarahóp) þenur sig sem sjón-
varpsfréttamaður, kominn til að lýsa
hokkíleiknum. Því miður eru slík
augnablik alltof fá og höfundamir
(þ. á m. David E. Kelley, eftirsóttur
sjónvarpspenni), lengst af uppteknir
við að taka sig hátíðlega með engum
árangri.
Sæbjörn Valdimarsson