Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 28
2§’ MIÐVIKUDÁGUR 3. MAI2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Farsímarásir boðnar upp í Þýzkalandi London. Morgunblaðið. ÞÝZKA ríkisstjórnin undirbýr nú uppboð á farsímarásum í kjölfar nýafstaðins uppboðs í London og segir The Times, að þýzka ríkis- stjórnin reikni með allt að 35 millj- örðum punda, um 4.000 milljörðum króna, fyrir rekstrarleyfm. Reikn- að er með að fleiri ríkisstjórnir í Evrópu fylgi í kjölfarið og í Bandaríkjunum verða leyfín til rekstrar þriðju kynslóðar farsíma boðin upp í júní. The Times segir, að reiknað sé með að stærsta farsímafyrirtæki heims, Vodafone Airtouch, leggi fram um 20 milljarða punda í rekstrarleyfi fyrir nýja kynslóð farsíma í Evrópu og einnig mun fyrirtækið keppa að því að hljóta rekstrarleyfi í Bandaríkjunum. Fyrirtæki samsteypunnar í Bret- landi varð á dögunum hlutskarpast í keppninni um eitt af fimm leyf- um, sem brezka ríkisstjórnin bauð upp. Eftir árangur uppboðsins í London, þar sem rekstrarleyfin fimm færðu ríkiskassanum jafn- virði um 2.600 milljarða íslenzkra króna, er reiknað með því að ríkis- stjómir Frakklands, Hollands og Ítalíu fari frekar uppboðsleiðina en halda „fegurðarsamkeppni" eins og sú leið hefur verið nefnd að halda samkeppni um það hver býður bezta kerfi og mesta þjón- ustu. Ríkisstjómir Spánar og Finnlands hafa valið að fara sam- keppnisleiðina. The Times rekur að í Frakk- landi er Vodafone hluthafi í SFR, í Hollandi á það Libertel og á Ítalíu er það hluthafi í Omnitel. I Banda- ríkjunum er Vodafone í samstarfi við Bell Atlantic. Blaðið segir ennfremur, að reiknað sé með því, að Orange, sem fékk eitt rekstrarleyfið í Bret- landi, taki þátt í þýzka uppboðinu í samstarfi við finnska fyrirtækið Sonera og Telefóníca á Spáni. Tvö þau síðartöldu tóku þátt í brezka uppboðinu, en drógu sig í hlé áður en yfir lauk, og eins og sakir standa er Orange í eigu Vodafone. Sú eignaraðild er til komin með kaupum Vodafone á þýzka fyrir- tækinu Mannesmann, en skilyrði fyrir þeim samruna er m.a. sala á Orange og er reiknað með hörðum átökum, þegar til hennar kemur. British Telecom verður með í Pýzkalandi sem hluthafi í Viat Int- ercom og sjálfsögð er talin þátt- taka þýzka fyrirtækisins Deutsche Telekom. Það fyrirtæki er svo aft- ur eigandi brezka fyrirtækisins One20ne, sem er handhafi eins rekstrarleyfisins brezka. Ónefndur talsmaður Vodafone segir í samtali við The Times, að það sé ljóst að það geti orðið haus- verkur að útvega allt það fé, sem þarf til kaupa á rekstrarleyfunum. En við munum kanna málið á hverjum stað, þegar tilefni gefst til, hefur blaðið eftir honum. Blað- ið vitnar til fjármálasérfræðinga um það að fjarskiptafyrirtækin muni fjármagna kaup sín á rekstr- arleyfum með útgáfu skuldabréfa eða hlutabréfa og ljóst sé að þau verði þá heldur betur fyrirferðar- mikil á fjármörkuðum. mora Verð frá kr. 39.500 með sturtusetti og sápuskál Moracera handlaugartæki Moracera hitastillt með botnventli og lyftitappa blöndunartæki í sturtu kr. 5.900 kr. 7.475 TCÍIGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is ÚtsölustaSr: Mlfistöðin Vestmannaeyjum - Pípulagningaþjónustan Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi • Rörtækni Isafiröi ■ Kaupfélag V-Hún Hvammstanga Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi - Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki • Hiti Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa Egilstöðum, Reyöarfirði og Fáskrúösfirði • Byggt & Flutt Neskaupstaö og Eskifiröi Króm & Hvltt Höfn ■ lagnaþjónustan Selfossi • Tengi Kópavogi • Vafnsvitkinn Reykjavlk. Blaðran springur! Reuters Verðbréfasali í Chicago fylgist spenntur með hreyfíngum Dow Jones- vísitölunnar. Margir sérfræðingar vara nú fólk við að halda að hækk- anir undanfarinna ára muni halda áfram til eilífðarnóns. eftir Alberto Alesina ©The Project Syndicate NU á dögum trúir fólk því al- mennt að hlutabréfamarkaðurinn geti gert það ríkt á svipstundu. Þess vegna nota ellilífeyrisþegar sparifé sitt og lífeyri til að fjár- festa í hlutabréfum úr heimatölv- um sínum og ungt fólk hættir í launavinnu til þess að öðlast skjótfenginn gróða af hlutabréf- um sem netfyrirtæki hafa til sölu. En miðað við þá ringulreið sem ríkt hefur á heimsmarkaðnum að undanförnu ætti að skylda alla fjárfesta, unga sem aldna, til að kynna sér sögu verðbréfamarkað- arins, og koma þeim þannig aftur niður á jörðina. Fjárfesting í hlutabréfum í Bandaríkjunum hefur alla tuttug- ustu öldina skilað að meðaltali 6% meiri hagnaði en áhættulaus- ar fjárfestingar í ríkisskuldabréf- um, sem gefin eru út til skamms tíma. Þessi munur hefur verið nokkuð stöðugur frá ári til árs, enda þótt hann hafi verið eilítið hærri, eða 8%, árin 1947 til 1994. Svipaðar tölur má finna annars staðar í heiminum, eins og á Ital- íu, þar sem hlutabréfaviðskipti árin 1961 til 1994 gáfu að meðal- tali af sér um 6% meiri hagnað en fjárfestingar í ríkisskuldabréf- um. Vissulega hafa komið óvenju- leg tímabil, eins og sjötti ára- tugurinn, þegar munurinn á því að fjárfesta á hlutabréfamarkaðn- um í Mílanó annars vegar og í ríkisskuldabréfum hins vegar fór yfir 22%. En það komu einnig tímabil þegar seig á ógæfuhlið- ina, svo sem á næsta áratug á eftir (1961-1970), þegar munur- inn var að meðaltali -2%. Meiri hagnaður þýðir meiri áhættu, svo einfalt er það. Ef fjármagnseigandinn hefði lagt sparifé sitt í lítil en framsækin fyrirtæki (hin svokölluðu „sprota- fyrirtæki“) í stað þess að fjár- festa í 500 stærstu fyrirtækjun- um sem skráð eru hjá Standard & Poor á Wall Street, hefði hagn- aður hans aukist um 6% á síðustu 50 árum - þ.e. um aðeins 15% meira en hagnaður af hinum full- komlega öruggu ríkisskuldabréf- um. En áhættan sem þessi fjár- festir hefði staðið frammi fyrir hefði einnig tvöfaldast, því að óstöðugleiki hagnaðar á skamm- tímaríkisskuldabréfum var 3% á þessum sömu 50 árum, en hvorki meira né minna en 17% á hluta- bréfum í S&P-fyrirtækjaskránni, og 30% á hlutabréfum í sprota- fyrirtækjum. Þessi 30% tala þýðir að jafn- miklar líkur voru á 30% meiri hagnaði af fjárfestingum í hluta- bréfum en af ríkisskuldabréfum og 30% minni hagnaði. Að því gefnu að bandarísk ríkisskulda- bréf skiluðu á sama tíma tæplega 2% hagnaði umfram verðbólgu, þýðir þetta að hagnaður af hluta- bréfum í sprotafyrirtækjum gæti skilað hvort heldur er 32% hagn- aði eða 28% tapi á einu ári. Með öðrum orðum, þá gefa langtíma- fjárfestingar í hlutabréfum meira af sér en fjárfestingar í ríkis- skuldabréfum, en aukinn óstöð- ugleiki þýðir þó að áratugir þurfa að líða áður en hægt er að segja með fullri vissu að fjárfesting í hlutabréfum hafi örugglega gefið af sér meiri hagnað en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Reynslan af hlutabréfum í hinu „nýja hagkeríT* er of lítil enn sem komið er til þess að hægt sé að segja með nokkurri vissu hvort gríðarleg hækkun í nær öllum kauphöllum heimsins síðustu árin er tímabundið uppgangstímabil spákaupmennsku, eða varanlegur árangur nýja hagkerfisins. Fram að þessu, jafnvel þótt nýlegar sveiflur séu hafðar í huga, hafa nánast allir verðbréfamarkaðir „Reynslan af hluta- bréfum í hinu „nýja hagkerfi“ er of lítil enn sem komið er til þess að hægt sé að segja með nokkurri vissu hvort gríðarleg hækkun í nær öllum kauphöllum heims- ins síðustu árin er tímabundið upp- gangstímabil spá- kaupmennsku eða varanlegur árangur nýja hagkerfisins. “ verið á hraðri uppleið. Til að mynda hefur árlegur hagnaður á Ítalíu frá jólum og til loka fyrsta fjórðungs þessa árs verið 120%. En á því tímabili óstöðugleika sem einkennt hefur markaðinn á síðustu vikum, hefur vísitala nýrra hlutabréfa í Evrópu fallið um a.m.k. 30%. Hagnaður og óstöðugleiki Þetta gefur sterka vísbendingu um að hið hefðbundna samband milli hagnaðar og óstöðugleika sé aftur að festast í sessi. Óttinn núna er samt sem áður sá að ný kynslóð fjárfesta (að meðtöldum þeim sem fjárfesta heiman að frá sér), sem hefur aldrei upplifað neikvæða hegðun markaðarins, vanmeti áhættuna. í Bandaríkjunum, þar sem uppgangurinn hefur varað hvað lengst, eru margir af þeim sem fylgjast með verðbréfamarkaðn- um ekki í nokkrum vafa um að markaðurinn sé_ að þenjast út eins og blaðra. Ut frá hagnaðar- hlutfalli á Wall Street, hefur Robert Shiller, hagfræðingur við Yale-háskóla, og einn af þeim sem er sannfærður um ótakmark- aða vaxtarmöguleika markaðar- ins, sagt nýlega að hlutabréf hafi aldrei verið ofmetnari en nú, ekki einu sinni sumarið 1929, rétt fyrir „hrunið mikla“. Upplýsingarnar, a.m.k. hvað bandarísk efnahagsmál varðar, sýna vissulega að gríðarlega mik- il framleiðniaukning hefur átt sér stað með hinu nýja hagkerfi. En í sögulegu ljósi, er þetta ekki mjög sannfærandi. Því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem stórstígar tækniframfarir eiga sér stað; um aldamótin 1900 voru rafmagns- vélin og ritsíminn fundin upp - hvort tveggja uppfinningar á borð við netið. Samt sem áður var munurinn á hagnaði milli hlutabréfa og ríkisskuldabréfa á þeim tíma hér um bil 6%. í stuttu máli sagt má draga þann lærdóm af hinu nýja hag- kerfi að enginn verður ríkur fyr- irhafnarlaust, a.m.k. ekki með þvi að spila á verðbréfamarkaðnum. Nýja hagkerfið hefur sýnt okkur fram á að vísindarannsóknir, tæknibyltingar og einkaframtak á samkeppnismarkaði - allt hlutir sem eru tiltölulega fátíðir í Evrópu - borga sig margfaldlega. Evrópumenn hafa tekið upp nokkrar neikvæðar hliðar mark- aðarins eftir Bandaríkjamönnum, eins og spákaupmennsku í anda spilavítis. En þeir hafa ekki enn- þá tekið upp mikilvægari þætti bandaríska efnahagskerfisins, eins og meira frelsi á vinnu- og framleiðslumörkuðum, og minni áhrif hins opinbera í efnahagslíf- inu. Það tæki Bandaríkjamenn ekki langan tíma að rétta úr kútnum eftir markaðshrun, vegna þess að bandaríska hagkerfið stendur á mjög styrkum stoðum; Evrópa á ekkert slíkt í bakhöndinni. Hluta- bréf halda vissulega áfram að vera persónuleg áhætta einstakra fjárfesta, en ef blaðra spákaup- mennskunnar springur er hætt við þvi að grafið verði undan efnahagslegum stöðugleika í álf- unni. Höfundur er prófessor (hagfræði við Harvard-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.